Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDIRRITUÐ hefur setið marga fundi síðustu misserin þar sem fundarefnin eru innleiðingar og aðlögun Evrópureglugerða og/ eða tilskipana í íslenskan rétt. Fyrirsögn þessarar greinar er „löggjöf fyrir eftirlits- stofnanir?“ og lýsir því hvernig sú er þetta ritar hefur kynnst þessu um- hverfi. Svo virðist sem metnaður og vilji íslenskrar stjórnsýslu (hvað flutningagrein- ina varðar allavega) til innleiðingar Evr- ópureglugerða sé fyrst og fremst vegna þrýstings frá ESA – Eftirlitsstofnun EFTA. Á mörgum fundum með stjórn- sýslustofnunum sem fara með málaflokk- inn samgöngumál kemur þessi áminning frá lögfræðingum við- komandi stofnana: „… að nauðsynlegt sé að flýta upptöku reglugerðarinnar eins og kostur er og koma henni í framkvæmd, því annars sé von á athugasemdum frá ESA“. Engin ástæða er til að efast um að þetta sé sannleik- anum samkvæmt. ESA hefur áreið- anlega strangt eftirlit með því að reglugerð- ir og tilskipanir Evrópusambands- ins, sem undir EES-samninginn falla, séu teknar upp og þeim kom- ið í framkvæmd hér á landi. Það sem aftur á móti er ástæða til velta upp er hvort hægt sé að una við þetta viðhorf. Getum við, til lengri tíma litið, búið í lagaumhverfi þar sem metnaður og vilji íslenskrar stjórnsýslu snýr að því að mæta kröfum eftirlitsstofnunar, en að- stæður og þarfir íslensks atvinnu- lífs eru aukaatriði? Það þarf ekki að benda á að Ís- land er ekki aðili að Evrópusam- bandinu. Samt er það svo að í því umhverfi sem hér er lýst er sjálf- virkni kerfisins við upptöku Evr- ópureglugerða og tilskipana nánast algjör. Stjórnsýslustofnanirnar sem um ræðir hafa flestar á að skipa lögfræðingum sem fylgjast grannt með því sem er að gerast innan Evrópusambandsins og sýna mik- inn metnað í þá átt að vera fljótir til og í mörgum tilfellum helst að taka upp viðkomandi reglur sam- hliða Evrópusambandinu. Jafnvel að verða fyrri til og sýna þannig gott fordæmi. Ekki leikur vafi á að metn- aður íslenskrar stjórn- sýslu er að vera í far- arbroddi við útfærslu og framkvæmd Evr- ópureglna og þess eru dæmi að embætt- ismenn annarra þjóða leiti fyrirmynda hing- að. Þetta ferli þýðir að æ ofan í æ gerist það að verið er að vinna að breytingum, jafnvel stórfelldum, á íslensku starfsumhverfi innan íslenskra stjórnsýslu- stofnana þar sem markmiðið er að standa sig í stykkinu gagnvart erlendri eft- irlitsstofnun, en ekkert tillit er tekið til þess hvernig viðkomandi reglur koma við ís- lensk fyrirtæki. Því síður kemur til álita hvort það sé yfirleitt þörf fyrir þessar regl- ur í landinu. Sú spurn- ing kemur einfaldlega ekki upp. Flutningagreinin býr við starfsumhverfi sem er að heita má alfarið búið til á meginlandi Evrópu og flutt inn til Íslands. Al- þingismenn fría sig ítrekað ábyrgð þegar útfærsla og framkvæmd Evrópureglna er annars vegar og ráðuneytin gefa ríkisstofnunum sjálfdæmi um að fylgjast grannt með þróun sinna málaflokka innan Evrópusambandsins. Ríkisstofn- anirnar fá nánast sjálfdæmi um innleiðingu og framkvæmd. Það er ástæða til að spyrja hvaða hlutverk Alþingi og ráðuneyti hafa í þessu umhverfi. Þetta ferli í íslenskri lög- gjöf og stjórnsýslu þarfnast í það minnsta umræðu þeirra sem halda um stjórnvölinn. Löggjöf fyrir eftirlits- stofnanir? Signý Sigurðardóttir skrifar um Evrópureglugerðir Signý Sigurðardóttir » Getum við búið í laga- umhverfi þar sem metnaður og vilji íslenskr- ar stjórnsýslu snýr að því að mæta kröfum eftirlitsstofn- unar, en að- stæður og þarfir íslensks at- vinnulífs eru aukaatriði? Höfundur er forstöðumaður flutn- ingasviðs SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu Í MORGUNBLAÐINU 4. febr- úar 2008, lýsir Jakob Frímann Magnússon hneykslan sinni yfir út- för Fischers. Og veit ég að Jakob talar þar fyrir munn margra. Eins og þessari útför er lýst í fjölmiðlum minna þær lýsingar meira á svartasta spaugstofuhúmor held- ur en þá helgi og virð- ingu sem flestar kirkjulegar athafnir, sérstaklega jarð- arfarir, hafa í huga okkar Íslend- inga. Ekki er hægt annað en að hafa samúð með séra Kristni, sókn- arpresti í Laugardælum, þegar hann í fréttatíma sjónvarps stendur fyrir kirkjudyrum eins og illa gerður hlutur, sér að það er búið að taka gröf og fara í kirkju og jarða að hon- um forspurðum. Þessi uppákoma er sérstaklega athygliverð í ljósi þess að þegar til dæmis bændur á eigna- jörðum vilja setja upp gervihnattadisk, heitan pott eða skjól fyrir hross sín, verður að leita samþykkis skipu- lags- og bygging- arnefndar. Gildir þá einu hvort menn eiga jarðir og hús skuldlaus og margir km til næsta bæjar. En í kirkjugörð- um virðast menn geta athafnað sig að vild, jafnvel með skurð- gröfur, án þess að tala við kóng eða prest í orðsins fyllstu merkingu. Viðbúið er að Spaugstofan haldi áfram þegar legsteinar fara að birt- ast á leiði Fischers. Þeir gætu orðið fleiri en einn án þess að nokkur fái við ráðið. Undirrituðum er í fersku minni þegar séra Heimir heitinn Steinsson var beðinn um að gifta í Kotstrand- arkirkju í Ölfusi fyrir meira en ára- tug. Þá lagði séra Heimir þunga áherslu á að ekki yrði gengið til kirkju til prestlegra athafna nema með fullu samþykki og samráði sóknarprests þótt auðvelt væri að fá kirkju upplokið án aðstoðar sókn- arprests. Enda var Heimir heitinn með virðulegri prestum sinnar sam- tíðar. Hélt ég að þetta væri ófrávíkj- anleg siðaregla í samskiptum presta. Ástæða þess að ég set þessar lín- ur niður á blað er að ég þekki per- sónulega til máls sem svipar til máls Fischers nema hvað ekki var um þjóðþekkta persónu að ræða. Snýr sú reynsla að aðkomu prests að and- láti á sjúkrahúsi, útför og uppsetn- ingu legsteins. Þar óðu uppi ,,sjálf- skipaðir nánustu aðstandendur“ með ósvífnina eina að leiðarljósi og völtruðu yfir lögerfingja og þeirra heitustu tilfinningar. Undirritaður kannaði málið hjá heilbrigðisráðuneytinu, landlækni, dómsmálaráðuneyti og Biskupsstofu og komst að því að í þessum málum getur ríkt nánast frumskógarástand þar sem frekastur fær, sökum skorts á skýrum lagabókstaf. Helst virðast ríkja um þessi mál óskráðar hefðir og venjur, sem fáir kunna skil á. Nú er það svo að svo til allir kirkjugarðar og greftrunarstaðir eru við lúterskar þjóðkirkjur og vígðir af prestum og biskupum þeirra og yfir 80% þjóðarinnar eru í þjóðkirkjunni. Í dómi Hæstaréttar nr. 109/2007 frá 25. október 2007 kemur fram að starfsmenn þjóðkirkjunnar séu op- inberir starfsmenn með réttindi og skyldur sem slíkir gagnvart öllum almenningi umfram önnur trúfélög. Sú skipan þjóðkirkjunnar sem bund- in er í 62. grein Stjórnarskrárinnar byggist á langri sögu og menningar- hefð. Eins virðist dómurinn byggj- ast á því að þjóðkirkjan sé að vissu leyti framlenging ríkisvalds. Þess vegna tel ég brýnt að biskup og þjóðkirkja bregðist nú skjótt við og beiti sér fyrir skýrri lagasetningu um andlát, útfarir o.þ.h. ásamt að- komu og forræði nánustu aðstand- enda. Þannig að upplausnarástand haldi ekki innreið sína í þessum mál- um eins og nú virðist brydda á, öll- um trúfélögum til vansa. Þögn biskups Íslands er hrópandi Diðrik Sæmundsson tekur undir hugleiðingar Jakobs Frímanns Magnússonar um útför Fischers »En í kirkjugörðum virðast menn geta athafnað sig að vild, jafnvel með skurð- gröfur, án þess að tala við kóng eða prest í orðsins fyllstu merk- ingu. Höfundur er bóndi og áhugamaður um trúmál. TALIÐ er að svefn og þreyta sé fjórða algengasta örsök alvarlegra umferðarslysa á Íslandi. Á árunum 1998-2006 urðu 10 banaslys af völdum þess að ökumaður sofn- aði undir stýri og í þeim létust 16 manns. Í þess- um tilfellum leiddi rannsókn það í ljós að aðalorsök slyssins var sú að ökumaður sofnaði við akstur. Þessu til viðbótar voru 11 banaslys í um- ferðinni á sama tímabili þar sem svefn og þreyta voru orsaka- valdar ásamt öðrum þáttum. Í þeim slysum létust 11 manns. Eins og gefur að skilja er mjög erfitt að skera úr um það hvort svefn og þreyta hafi verið orsakavaldur, og þ.a.l. geta slysin verið mun fleiri. Í núgildandi umferðarörygg- isáætlun stjórnvalda er lögð áhersla á það að hrundið sé af stað áróðri og fræðslu sem komið geti í veg fyrir slys af völdum þessa. Fyrir skömmu hélt Umferðarstofa málþing þar sem fjallað var um þá hættu sem af þessu stafar. Í framhaldinu var ýtt úr vör auglýsingaherferð sem heitir „15“ en nafn herferðarinnar vísar til þess að ekki þarf nema 15 mínútna svefn til að koma í veg fyrir umferðarslys af völdum svefns og þreytu. Ef þig syfj- ar og það hefur áhrif á athygli þína og viðbragð þá skaltu einfaldlega leggja þig, þótt ekki sé í nema 15 mínútur, jafn- vel í bílnum þar sem honum er lagt á örugg- um stað þar sem engin hætta getur stafað af umferð. Sérstök heimasíða, www.15.is, hefur einnig verið opnuð þar sem finna má fjölbreyttan fróðleik um þetta vandamál og einnig eru þar upplýsingar um þær lífsvenjur og sjúk- dóma sem aukið geta líkurnar á því að öku- maður sofni undir stýri. Vegagerðin hefur gert tilraunir með það að útbúa rifflur eða rákir sem eru greyptar í vegbrúnir bund- ins slitlags þannig að ökumenn vakni við titringinn sem af því hlýst að aka yfir þær. Bílaframleiðendur eru með- vitaðir um þessa hættu og m.a. er verið að þróa sérstakan búnað sem fylgist með því hvort ökumaður sé við það að sofna. Búnaðurinn bregst síðan við, ef ástæða er til, og kemur í veg fyrir að ökumaðurinn sofni. Það er því ljóst að víða er unnið að því að minnka líkurnar á því að ökumenn sofni við akstur en þó er ljóst að ábyrgðin hvílir þyngst á ökumann- inum sjálfum. Hann einn getur úti- lokað það að svefn og þreyta sæki á hann við akstur og leiði til slyss. Ljóst er að einstaklingar sem glíma við ómeðhöndlaðan kæfisvefn eru í mikilli hættu á að sofna undir stýri. Fólk sem vinnur óreglubundna vinnu og vaktavinnu getur einnig verið í áhættuhópi. Í erindi Gunnars Guðmundssonar læknis á málþinginu kom fram að samkvæmt áhættu- stöðlum væri litið svo á að sjúklingur með ómeðhöndlaðan kæfisvefn væri hættulegri í umferðinni en sjúklingur sem er með áfengissýki, tauga- sjúkdóma, flogaveiki og ýmsa geð- sjúkdóma. Það er því full ástæða fyr- ir ökumenn til að leita álits lækna á því hvort þeir séu haldnir þessum sjúkdómi. Í framhaldi af slíkri grein- ingu er hægt að veita meðferð sem ekki aðeins eykur öryggi í umferð- inni heldur bætir lífsgæði viðkom- andi til muna. Umferðarstofa leggur áherslu á að ökumenn tileinki sér eftirfarandi, svo koma megi í veg fyrir umferðarslys af völdum svefns og þreytu: 1. Það er mikilvægt að vera vel út- hvíldur áður en lagt er af stað í langferð. 2. Það borgar sig að taka reglulega hlé frá akstri á langferðum, 5-10 mínútur á klukkustundarfresti, og nærast vel og reglulega. 3. Ökumaður skal varast að skapa þær aðstæður í bílnum að það sæki á hann syfja, t.d. með því að hafa of mikinn hita í bílnum. 4. Skiptist á að keyra ef það eru fleiri en einn hæfur ökumaður í bílnum. 5. Það er mikilvægt að farþegar í bíl beri þá ábyrgð með öku- manni að vera vakandi. Ef far- þegar eru sofandi í bílnum aukast líkur á því að svefn sæki á ökumanninn. 6. Leggðu bílnum á öruggum stað þar sem engin hætta getur staf- að af umferð og hvíldu þig í 15 mínútur ef svefn og þreyta sækja á þig við akstur. 7. Nánari upplýsingar er að finna á www.15.is. 15 – Ekki deyja úr þreytu Einar Magnús Magnússon skrifar um herferð Umferð- arstofu »Nafn herferðarinnar vísar til þess að ekki þarf nema 15 mínútna svefn til að koma í veg fyrir umferðarslys af völdum svefns og þreytu. Einar Magnús Magnússon Höfundur er upplýsingafulltrúi Um- ferðarstofu Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ ER sá tími runninn upp að umsóknir um fermingaraðstoð ber- ast til Fjöl- skylduhjálpar Ís- lands. Síðustu árin höfum við getað aðstoðað 10 fjölskyldur við undirbúning vegna ferminga barna þeirra. Ár- lega styrkjum við hvert ferm- ingarbarn um 30.000 sem gera 300.000. Það er því miður mjög stór hópur foreldra sem leita til Fjölskylduhjálpar Ís- lands um aðstoð vegna ferming- arundirbúnings. Það verður því mjög erfitt að velja 10 fjölskyldur úr 100 umsóknum sem munu fá 30.000 hver til að standa straum að þeim mikla kostnaði sem fylgir því að ferma barn sitt. Til að fá ferm- ingarstyrk þarf viðkomandi foreldri að koma með staðfestingu frá við- komandi presti. Því biðlum við til þjóðarinnar um að gefa þessu mál- efni gaum og sýna kærleikann í verki með því að styðja Fjöl- skylduhjálp Íslands með fjár- munum. Hægt er að leggja inn á reikning Fjölskylduhjálpar Íslands sem er 101-26- 66090 kt. 660903- 2590. ÁSGERÐUR JÓNA FLOSADÓTTIR, stjórnmálafræðingur og formað- ur Fjölskylduhjálpar Íslands. Börn frá lágtekjuheim- ilum vilja líka fermast Frá Ásgerði Jónu Flosadóttur Ásgerður Jóna Flosadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.