Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI    !"# $ "  !     !"# $ "   !     !"# $ "   !     !"# $ "   !  %&' %%&( )*+&+ +&'% ,'&' )'%&- .&( +&/ *.&) .&, ).&+ *+&*,             *-. *,. *+. *.. +/. +-. +,. ++. +.. 01 ++. +.. )/. )-. ),. )+. ).. /. -. )/. )-. ),. )+. ).. /. -. ,. +. )-. ),. )+. ).. /. -. ,. +. .                %.. ,%. ,.. *%. *.. +%. +.. )%. ).. %. .  !  ! !  !  !  !  !  ! !  !  !  !  2 3  4   5 6! 7  5 6! 7   5 6! 7  *-/ *+/ 8 *(, *+/ +', 8 8 8       +)&(* ""  9  :! ; 9" 1 ""))< 6! ! *,/019  & **+019! =019   !   >1   !  ! !  !  !  ! !  "#   +%&% ""9  ! ; 9" ))< 3 +)&- ""9+%*01 1+&- ""9)+,01! !    "  "    "   # " HEILDARAFLINN í nýliðnum janúar var 73.392 tonn. Það er rúm- lega 8 þúsund tonnum minni afli en í janúar 2007, þá var aflinn 81.902 tonn. Botnfiskaflinn í janúar 2008 var 27.069 tonn en botnfiskaflinn var 34.376 tonn í janúar 2007, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu. Þorskaflinn dróst mikið saman milli ára og veldur mestu um sam- drátt í botnfiskafla. Mikið veiddist af ýsu í nýliðnum janúar eins og mán- uðina á undan og jókst janúaraflinn um þúsund tonn milli ára. Afli ann- arra botnfisktegunda í janúar í ár var áþekkur aflanum á sama tíma í fyrra. Mikil síldveiði Mikil síldveiði var í janúar 2008. Alls var landað 20.997 tonnum af sumargotssíld. Einnig var landað 3.196 tonnum af kolmunna en kol- munnaaflinn í janúar 2007 var aðeins 599 tonn. Hvorki veiddist rækja né hörpu- skel í nýliðnum janúar. Af skel-/ krabbaafla var aðeins landað smá- ræði af kúfiski. Minna af botnfiski og loðnu Afli fiskveiðiársins 2007/2008 var í lok janúar kominn í 407.109 tonn sem er tæplega 30 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra. Munar þar mest um minni botnfisk- og loðnuafla. Á móti kemur að hluta aukinn síldarafli í ár. Aðeins hafa veiðst 40.500 tonn af slægðum þorski nú miðað við 62.137 tonn á sama tíma í fyrra. Minni þorskafli er í takt við sam- drátt aflamarks í þorski milli fisk- veiðiára. Ýsuaflinn hefur hinsvegar aukist verulega eða úr 29.339 tonn- um í fyrra í 36.643 núna. Afli annarra botnfisktegunda í aflamarki er hins- vegar svipaður og á fyrra fiskveiði- ári. Mikill samdráttur í þorskafla á fiskveiðiárinu Ýsuaflinn hefur hins vegar aukist verulega frá því í fyrra ÚR VERINU            ! "    # $  %&&' ()('* )'(') +,+  %'&*- )*%,, *.    $  %&&. %&&*&' %&&'&. +.,%%& %,&-%( .'-   +,'.,( %)'-(& +(%'      $        / 0      0 $     $       %&&*%&&' %&&'%&&. ÞINGMENN Framsóknarflokksins hafa lagt fram stjórnarskrár- frumvarp þess efnis að nátt- úruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð eignarrétti, verði þjóðareign. Ríkinu er ætlað að fara með forsjá, vörslu og ráðstöf- unarrétt auðlindanna í umboði þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að náttúruauðlindir megi ekki selja eða láta varanlega af hendi en að veita megi heimild til afnota af þeim gegn gjaldi. „Náttúru- auðlindir og landsréttindi í þjóð- areign ber að nýta á sem hagkvæm- astan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auð- lindirnar, rannsaka þær og við- halda þeim, svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti,“ segir jafnframt í frumvarpinu. Auðlindir í þjóðareign LÖG UM hlutabréf eru mjög skýr hvað kaupréttarsamninga varðar, sagði Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, á Alþingi í gær en Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, vildi fá álit hans á því hvort bregðast þyrfti við því með einhverjum hætti að stjórnir fjármálafyrirtækja hefðu keypt hlutabréf einstakra hluthafa á yf- irverði. Vísaði Katrín til þess sem fram hefur komið í fréttum að Vil- hjálmur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Samtaka fjárfesta, ætli í mál við stjórn Glitnis þar sem stjórnin hafi keypt hlutabréf af fyrrverandi bankastjóra, Bjarna Ármannssyni, á yfirverði. Björgvin sagði málið athyglisvert og að í framhaldi af því hefðu hluta- bréfalögin verið skoðuð í ráðuneyt- inu. Niðurstaðan hefði verið að þau tækju af öll tvímæli hvað það varð- ar að félagsstjórn, framkvæmda- stjóri eða aðrir sem hefðu heimild til að koma fram fyrir hönd félags- ins mættu ekki gera ráðstafanir til að vænka hag ákveðinna hluthafa á kostnað annarra eða félagsins. Björgvin sagði jafnframt að slíkar ákvarðanir teldust ógildar. „Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með því hvernig málum lyktar fyrir dómstólum,“ sagði Björgvin. Hlutabréfalög mjög skýr VIÐMIÐUNARTÍMABIL vegna greiðslna úr fæðingarorlofssjóði mun miðast við fæðingardag barns fremur en fæðingarár ef frumvarp félagsmálaráðherra sem lagt var fram á Alþingi í gær verður að lög- um. Gert er ráð fyrir að greiðslur taki mið af heildarlaunum foreldra á tólf mánaða tímabili sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns- ins eða þann dag sem barn kemur inn á heimili við ættleiðingu. Samkvæmt núgildandi lögum er miðað við meðallaun foreldranna tvö tekjuár fyrir fæðingu barns en það hefur sætt mikilli gagnrýni. Frumvarpið á að koma til móts við hana sem og reynslu af framkvæmd fæðingarorlofslaganna. Eftirlit með framkvæmd laganna verður fært frá skattyfirvöldum til Vinnumálastofnunar sem á þá m.a. að fylgjast með því að foreldrar leggi sannanlega niður störf í fæð- ingarorlofi og greiðslur úr sjóðnum séu því ekki bara viðbót við tekj- urnar. Þá munu báðir foreldrar geta farið í fæðingarorlof mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag en hingað til hefur einungis móðirin haft rétt til þess. Tekið mið af fæðingar- degi en ekki fæðingarári Árvakur/Kristinn Betrumbætur Forsjárlausir foreldrar munu eiga rétt til fæðingarstyrks liggi fyrir samþykki um að þeir hafi umgengni við barnið á meðan. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is RÁÐHERRAR síðustu ríkisstjórnar gáfu loforð í aðdraganda kosninga sem kosta ríkissjóð ríflega 14 millj- arða króna á þessu kjörtímabili og því næsta. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra sem var unnin að beiðni Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna, og fleiri þingmanna. Óskað var eftir upplýs- ingum um samninga, viljayfirlýsing- ar og fyrirheit sem voru gerð frá desember 2006 og fram að síðustu al- þingiskosningum og fela í sér fjár- hagslegar skuldbindingar fyrir rík- issjóð á tveimur kjörtímabilum. Alþingi á að ákveða Jón Bjarnason segir að lögum samkvæmt eigi Alþingi að sam- þykkja öll útgjöld af hálfu ríkisins og ráðherrar hafi því takmarkaða heim- ild til að gefa út loforð um fjárveit- ingar. „Þetta staðfestir það sem við höfum haldið fram að ráðherrar beiti stöðu sinni ótæpilega á síðustu vik- um fyrir kosningar sér til ávinn- ings,“ segir Jón og bætir við að þó að loforðin séu gefin út með fyrirvara um samþykki Alþingis sé með þeim búið að vekja væntingar og gefa skuldbindingar. Jón vill að ráðherrum sé ekki leyfi- legt að gefa fjárskuldbindandi yfir- lýsingar eða skrifa undir samninga nokkrum vikum fyrir kosningar. „Ef brýnt er að samþykkja útgjöld til einhverra verkefna er hægt að bera það upp á Alþingi hvenær sem er,“ segir Jón. Fjórtán milljarða króna loforð fyrir kosningar Staðfestir það sem við héldum, segir Jón Bjarnason Spurt og svarað Geir H. Haarde forsætisráðherra fékk sinn skammt af spurningum í gær enda beið hans hópur fjölmiðla- fólks í Alþing- ishúsinu í von um að fá að spyrja hann út í atburða- rásina í Reykja- víkurborg und- anfarna daga. Þar að auki fékk hann þrjár fyrirspurnir í óundirbúnum fyr- irspurnartíma en Steingrímur J. Sigfússon, VG, og Kristinn H. Gunn- arsson, Frjálslyndum, vildu báðir fá svör um stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópu- og gjaldeyrismálum. Útflutningsvara Steingrímur vísaði til orða sem Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylk- ingar, lét falla í Noregi á dögunum um að aðild að Evrópusambandinu væri óhjákvæmileg. „Og er nú svo komið að þessi málflutningur Sam- fylkingarinnar er ekki lengur bara til heimabrúks, hann er orðinn útflutn- ingsvara,“ sagði Steingrímur og Kristinn spurði hvort til stæði að leggja þær auknu fjárhagslegu byrð- ar á íslenskan almenning sem við- skiptaráðherra hefði haldið fram að það kostaði að halda úti sjálf- stæðum gjaldmiðli. Ekki á dagskrá Geir sagði hins vegar að íslenskir þingmenn hefðu málfrelsi innan- lands sem utan og að málflutningur Árna Páls hefði ekki áhrif á þá stefnu sem stjórnarflokkarnir hefðu komið sér saman um. Evrópusambands- aðild væri ekki á dagskrá á þessu kjörtímabili. Kynningarherferð Guðni Ágústsson, Framsókn, hafði áhyggjur af djúpum efnahags- lægðum og hvatti forsætisráðherra til að undirbúa leiðangur til við- skiptaþjóða Íslands í þeim tilgangi að kynna sterka stöðu þjóðarbúsins. Geir Haarde tók vel í þessa hugmynd en sagði hana ekki nýja. Unnið væri í þessum málum í samstarfi við við- skiptalífið. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag og m.a. á að ræða frumvörp um mann- virki og brunavarnir. ÞETTA HELST ... Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.