Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Margt breyttist við hernám Íslands árið 1940. Atvinnuleysið hvarf sem dögg fyrir sólu og fólk streymdi utan af landi að kjöt- kötlum höfuðborgar- innar. Íslenskt mannlíf tók stökkbreytingum en þó voru margir sem hrifust ekki með straumnum, högguðust ekki í stormviðrum stríðsins, en hlúðu þess í stað að þjóðlegum gildum; lögðu rækt við menningararfinn. Vestur á Ísafirði höguðu örlögin því svo að þar kynnt- ust og bundust vináttu Guðmundur G. Hagalín og Þórleifur Bjarnason. Báð- ir voru þeir Vestfirðingar, Guðmund- ur úr Arnarfirði en Þórleifur af Ströndum. Þau kynni voru mikilvæg fyrir íslenska þjóðmenningu og þjóð- ararf. Þórleifur fæddist hinn 30. janúar 1908 „í sveitabæ á svörtustu Horn- ströndum, alveg út við Hælavíkur- bjarg“, eins og hann orðaði það sjálf- ur í viðtali við Gísla Jónsson í 8. hefti tímaritsins Heima er bezt 1978. Hann ólst þar upp hjá móðurforeldrum sín- um, Guðna Kjartanssyni og Hjálm- fríði Ísleifsdóttur. Lífsbaráttan var hörð, náttúruöflin óvægin og mis- kunnarlaus, sumrin stutt en veturnir langir. Oft lá snjór yfir öllu þótt að- eins væru fjórar vikur að sumri, og hálfrokkið í snæviþöktum og héluðum bænum. Leiðin upp í birtuna og kuld- ann lá um snjótröppur sem fjölgaði dag frá degi. Það gekk á heyjaforðann svo draga varð úr gjöf handa fénu, sem bar auðsæ merki harðindanna. Umskipt- in voru mikil þegar loksins voraði, jörðin bræddi af sér snjóinn, grasið kom grænt undan fönninni, róið var nætur og daga því að hrognkelsi og færafiskur veiddust undir bjarginu og senn var kominn tími eggsiga. Þá flykktist að fjöldi karla og kvenna að austan og vestan til þess að draga feng í eigin bú. Þá urðu hinar afskekktu víkur Hornstranda miðja alheimsins. Barnaskóli var að sjálfsögðu enginn í Hælavík og Þórleifur varð ekki læs fyrr en hann var kominn á 8. ár. Ástæða þess var sú að honum þótti fyrirhafnarminna að láta segja sér sögur en að leggja það á sig að lesa þær sjálfur, enda voru á löngum vetr- arkvöldum lesnar eða sagðar sögur, kveðnar rímur, og rætt um atburði sagna eða rímna. Fólkið lifði sig inn í heim sagnanna. Afi Þórleifs átti Njálu og hafði sagt honum kafla úr sögunni en aldrei alla. Njála var dýrgripur og afinn vildi ekki láta bókina í hendur ólæsum óvitanum. Drengurinn stóðst ekki freistinguna, naut þar ömmu sinnar og „stal“ bókinni. Hann glímdi við hana allt sumarið og var orðinn fluglæs um haustið. Þetta olli mikilli undrun en svo var leyndardómnum ljóstrað upp, en ekki var drengnum refsað. Menn refsa ekki fyrir krafta- verk. Afi hans hafði á orði þegar hann seildist eftir Njálu; „hann er náttúr- lega búinn að lesa hana í blöð,“ en svo reyndist þó ekki. Tók hann þá í nefið og hafði ekki fleiri orð um það. „En fall Gunnars á Hlíðarenda kom mér á óvart miðað við allt sem afi hafði sagt mér af garpskap hans, og ég hágrét yfir kappanum dauðum.“ Dyr ljóðsins lukust upp fyrir Þórleifi þegar hann 10 ára gamall fékk í hendur skólaljóð Þórhalls Bjarnarsonar, með köflum um höfundana. Hann varð uppnum- inn af ljóðalestrinum, sérstaklega kynngimögnuðum Grettisljóðum Matthíasar. Hann las allt sem hann komst yfir og sökkti sér meira að segja niður í vísnaskýringar í Íslend- ingasögunum. Farskóli var í sveitinni í sex vikur árin 1921-1922; lengra varð formlegt barnaskólanám Þórleifs ekki. Sautján ára gamall fór Þórleifur til Reykjavíkur til náms. Hann fékk inn- göngu í lýðskóla Ásgríms Magnús- sonar og tók þaðan próf upp í Kenn- araskólann. Kennaranámið var eina færa leiðin fyrir hann til að komast til mennta eins og títt var um ungt fólk á hans aldri. Skotsilfur Þórleifs var af skornum skammti og honum því nauðsynlegt að fá sumarvinnu til þess að endar næðu saman. Á uppvaxtarárum hans í Hælavík hafði hinn þjóðkunni athafnamaður, Eldeyjar-Hjalti, sem þá var skútu- skipstjóri, komið til Hælavíkur og tókust þá góð kynni með honum og hinum aldna og fróða Hælavíkur- bónda, afa Þórleifs. Þegar til Reykja- víkur kom færði Þórleifur Hjalta bréf frá afa sínum þar sem hann bað Hjalta að útvega Þórleifi atvinnu. Hjalti brást vel við þeirri bón. Fékk Þórleifur sumarvinnu við höfnina og þannig leystust fjármálin farsællega. Hann lauk kennaraprófi 1929 og hóf þegar kennslustörf og fór á ferli sín- um í gegnum öll stig kennslunnar, nema skólastjórn; var farkennari í Önundarfirði, barnakennari á Ísafirði og stundakennari við gagnfræðaskól- ann þar. Eftirlætiskennslugreinar hans voru saga og íslenska. Árið 1943 var hann ráðinn námsstjóri á Vest- urlandi og gegndi því starfi til ársins 1972. Það var á Ísafirði sem leiðir þeirra Guðmundar G. Hagalín og Þórleifs lágu saman og það varð afdrifaríkt. Guðmundur segir svo frá í minning- arorðum um Þórleif: „Ekki höfðum við Þórleifur þekkst lengi, þegar með okkur tókst slík vinátta, að fyllsta tiltrú ríkti okkar á milli, en án slíkrar vináttu hefði ég ekki orðið þeirrar innilegu gleði aðnjótandi að verða að allmiklu leyti frumkvöðull að því, að hann leiddist tiltölulega snemma út á rithöfundarbrautina.“ Guðmundur hafði komið oft til Hælavíkur á skút- um, sem hann var háseti á, 1913-1916, að báðum þeim árum meðtöldum, og var því vel kunnugur mannlífi þar en vildi vita meira. Náin kynni þeirra Guðmundar og Þórleifs hófust 1942. Guðmundur fékk Þórleif til að segja sér sögur af Hornströndum og hvatti hann til þess að færa þær í letur. Þór- leifur beið ekki boðanna, fór að ráðum Guðmundar og hið mikla rit Horn- strendingabók kom út strax árið eftir, 1943. Í eftirmælum um Þórleif komst Guðmundur svo að orði: „Mér var mjög hugleikið, að Þórleifur – með sína ágætu frásagnargáfu og næmu mannþekkingu, semdi skáldsögur, sem gerðust á heimaslóðum hans. Hann var Hornstrendingur, alinn upp við furðulega hrikalega náttúru og innst inni mótaður af þeim dulúðga og feiknkennda blæ, sem slík náttúru- undur gæða börn sín frá bernsku. Ég er Arnfirðingur, og Arnfirðingar voru, ásamt Hornstrendingum, taldir fjölvísastir galdramenn allra Íslend- inga, allt fram á þessa öld. Tengsl hans við náttúru Hornstranda voru síst ómáttugri en mín við Arnarfjörð, og eins og í mér bjó honum í hug sá uggur, að þau öfl mannlegs lífs, sem barist höfðu öld eftir öld í heima- byggðum okkar við trölldóm brims og bjarga, hefðu nú beðið fullnaðarósig- ur.“ Íslensk þjóð á Guðmundi G. Hagalín mikið að þakka fyrir að hafa átt sinn þátt í því að fullmótað sagna- skáld kvaddi sér hljóðs og færði í let- ur á næstu árum mörg þjóðleg stór- virki. Of langt mál væri að lýsa af nákvæmni öllum þeim verkum, en þau helstu voru, auk Hornstrendinga- bókar: Skáldsagan Svo kom vorið. Sagnabálkurinn um mannlíf á Horn- ströndum, Hvað sagði Tröllið? og Tröllið sagði. Hinn stórbrotni harm- leikur Sú grunna lukka. Smásagna- söfnin Þrettán spor og Hreggbarin fjöll. Minningabókin Hjá afa og ömmu. Íslandssaga í tveimur bindum. Aldahvörf – Ellefta öldin í sögu Ís- lendinga og loks Sléttuhreppur – fyrrum Aðalvíkursveit, sem hann samdi ásamt Kristni Kristmundssyni, skólameistara. Þórleifi var margt til lista lagt. Skaparinn var mjög örlátur þegar hann bjó hann til lífsgöngunnar. Jón Páll Halldórsson, sem hóf skólaferil- inn hjá Þórleifi, segir kennsluna hafa verið mjög áhrifamikla og ógleyman- lega. Bjarnfríður Leósdóttir komst þannig að orði: „Hann bjó yfir leiftr- andi frásagnargleði, og þegar hann sagði sögu, þá fylgdi hann eftir með látbragði. Hann hreif mann umyrða- laust inn í heim sögunnar og síðan þekkti maður persónurnar og um- hverfi þeirra eins og maður hefði sjálfur verið þátttakandi í atburðin- um.“ Leikari og eftirherma var Þór- leifur einnig af Guðs náð og hann tók mikinn þátt í leiklist á Ísafirði og síð- an á Akranesi þegar hann fluttist þangað vegna námsstjórastarfa sinna. Guðmundur G. Hagalín sagði þannig frá í minningargrein sinni um Þórleif: „Ég sá hann aðeins leika sem séra Sigvalda í Manni og konu í leik- gerð Emils Thoroddsens. Leikur hans var snilldarlegur, og það, sem meira var: Hann minnti hvergi í leik sínum á þann séra Sigvalda, sem þeir höfðu skapað, Brynjólfur Jóhannes- son og Valur Gíslason. Það var, ef svo mætti segja, Sigvaldi þriðji, sem Þór- leifur sýndi. Brynjólfur frétti af því, hve vel tækist á Akranesi um sýning- ar á Manni og konu hjá þeim Akur- nesingum. Hann brá sér upp eftir og horfði á sýningu. Hann sagði mér mörgum árum seinna, að hann myndi og dáði Þórleif í hlutverki hins við- sjála klerks, sem hvert mannsbarn á Íslandi kunni skil á fyrir nokkrum áratugum.“ Ólafur Haukur Árnason komst svo að orði um leiklistarhæfi- leika Þórleifs í minningarorðum sín- um: „Leikari var hann ágætur og fjöl- hæfur mjög. Mér er einkum minnisstæð túlkun hans á Jóni Hreggviðssyni. Þar fór saman kunn- átta frásagnarmeistara og framsagn- arsnillings og djúpur skilningur á eðl- isþáttum Jóns og aðstæðum og einkennum þeirra tíma sem meitluðu hann og mótuðu úr harðasta kjarna þess kynstofns sem hjarði við ysta haf. Þórleifur hafði rödd úr hvers manns barka. Sú saga mun nærri sanni sem hér mun sögð því til stað- festingar. Á allra fyrstu árum hljóð- upptöku hjá Ríkisútvarpinu mun ná- inn vinur hans og lærimeistari á marga lund, Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, hafa lesið inn á band eða stálþráð hér syðra. Nokkru síðar hélt hann vestur með strandferðaskipi. Kvöld eitt situr hann í sal með öðrum farþegum og glymur þar í viðtæki. Allt í einu þýtur Hagalín á fætur eftir að hafa lagt við hlustir andartak og mælir stundarhátt: „Er nú Þolleifur minn farinn að herma eftir mér í út- varpið líka?““ Ég hafði aldrei á Hornstrandir komið en siglt þar framhjá þegar ég var síldarsjómaður á árunum milli tektar og tvítugs. Sú sýn hafði mikil áhrif á mig. Því var það að þegar ég taldi fyrirtæki mitt í stakk búið til að gera Hornströndum skil kom það af sjálfu sér að ég leitaði til Þórleifs um heimild til þess að gefa út Horn- strendingabók. Það var auðsótt og hann leyfði mér að skipta verkinu í þrennt. Hvert bindi bar sitt undirheiti og eru þau Land og líf, Baráttan við björgin og Dimma og dulmögn. Verk- ið kom út 1976 og var prýtt með ljós- myndum Finns Jónssonar og Hjálm- ars R. Bárðarsonar. Móttökurnar voru með miklum ágætum og ég gaf það út aftur 1983. Báðar útgáfurnar eru uppseldar. Kynni okkar Þórleifs urðu ekki löng því að hann féll frá 1981. Ég hafði í millitíðinni gefið út bók hans, Sú grunna lukka, árið 1978. Þórleifur er mér mjög minnisstæður og kynni mín af honum mér dýrmæt. Þórleifur Bjarnason er þess verður að hans sé minnst þegar öld er liðin frá fæðingu hans. Hann skilaði þjóð sinni drjúgu dagsverki sem haldið verður í heiðri meðan hér býr fólk sem vill þekkja uppruna sinn og sögu; varðveita menningararfinn. Örlygur Hálfdanarson. Þórleifur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.