Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 45 AUÐLESIÐ EFNI Íslensku tónlistar-verðlaunin voru af-hent í Borgar-leikhúsinu á þriðjudags-kvöld. Páll Óskar Hjálmtýsson var valinn söng-vari ársins en hann fékk líka net-verðlaun ársins og var kosinn vin-sælasti flytjandinn. Björk Guðmundsdóttir var valin besta söng-konan og tónlistar-flytjandi ársins. Bergur Ebbi Benediktsson í Sprengju-höllinni var valinn texta-höfundur ársins og lag sveitarinnar „Verum í sambandi“, var valið lag ársins 2007. Hins vegar var Högni Egilsson laga-höfundur ársins og þótti sveit hans, Hjaltalín bjartasta vonin. Mugison fékk þrenn verð-laun: besta rokk- og jaðar-platan fyrir Mugiboogie, besta plötu-umslagið og besta mynd-bandið. Bestu popp- og dægurplötunar voru valdar Frá-gangur og Hold er mold með Megasi og í flokknum ýmis tón-list vann Ólöf Arnalds fyrir Við og við. Bestu kvikmynda-tónlistina gerði Pétur Ben fyrir Foreldra. Heiðursverð-launin hlaut töffarinn Rúnar Júlíusson. Páll Óskar söng-vari ársins Morgunblaðið/Árni Sæberg Gengi krónunnar lækkaði um 7% á mánu-daginn og var gildi gengis-- vísi-tölu krónunnar 153,55 stig við lokun markaða. Aldrei áður hefur vísi-talan lækkað jafn-mikið á einum degi. Veikust hafði krónan áður orðið í lok nóvember 2001 en þá var gildi vísi-tölunnar 151,2 stig. Gengis-vísitalan hefur lækkað um 32.3% frá ára-mótum. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra segir að gengis-lækkun íslensku krónunnar kalli ekki á sér-tækar að-gerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hann segir að það sem sé að gerast í ís-lenskum efnahags-málum endur-spegli stór-atburði erlendis. Gengis-lækkunin hefur áhrif til hækkunar á ýmissi vöru og þjónustu hér á landi. Krónan aldr- ei lækkað jafn mikið Geir H. Haarde Bjarni til-nefndur Bjarni Jónsson hefur verið til-nefndur fyrir Íslands hönd til Nor-rænu leikskálda-verðlaunanna 2008 fyrir leik-ritið Óhapp! Verð-launin verða veitt á Nor-rænum leiklistar-dögum í Finn-landi í ágúst. Rokk-hátíð á Ísa-firði Aldrei fór ég suður – rokk-hátíð al-þýðunnar var haldin í 5. skipti á Ísa-firði dagana 21. og 22. mars. Þúsundir manna lögðu leið sína til Ísa-fjarðar til að hlusta á um 40 hljóm-sveitir sem þar komu fram. Úr-slit Músík-tilrauna Agent Fresco lenti í 1. sæti í úr-slitum Músík-tilrauna Tóna-bæjar og Hins hússins um síðustu helgi. Agent Fresco lenti í 1. sæti, Óskar Axel og Karen Páls í 2. sæti og Endless Dark í því þriðja. The Nellies var kosin Hjóm-sveit fólksins. Efni-legustu hljóðfæra-leikararnir þóttu: Þórarinn Guðnason gítar-leikari, Borgþór Jónsson bassa-leikari, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommu-leikari, Dagur Sigurðsson söng-vari og Þórður Sigurðsson hljómborðs-leikari. Óskar Axel og Karen Páls fengu sér-staka viður-kenningu fyrir ís-lenska texta. Stutt Áfengis-sjúklingum sem eru eldri en 55 ára og drekka dag-lega hefur fjölgað veru-lega á síðustu 5 árum hér á landi. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir-læknir hjá SÁÁ, og hann hefur meiri áhyggjur af elsta aldurs-hópnum en ung-lingum ef áfengi verður selt í matvöru-verslunum. Drykkju-vandamál fólks í elstu aldurs-flokkunum eru meiri en margan grunar. „Við sjáum [...] að full-orðna fólkið sækir í vax-andi mæli inn á heilbrigðis-stofnanir vegna sí-drykkju og fylgi-kvilla hennar, sem eru minnis-tap, greindar-skerðing og aðrir kvillar í lifur, meltingar-vegi, brisi og vöðva-kerfi.“ Sí-drykkja eykst mikið Á mánudag var haldið upp á það í Lhasa, höfuð-borg Tíbets, að 49 ár voru liðin frá því Tíbetar gerðu mis-heppnaða upp-reisn gegn stjórn komm-únista í Kína. Um 200 búdda-munkar hófu mót-mæli, en alla vega 900 manns tóku þátt í mót-mælunum sem eru þau fjöl-mennustu síðan 1989. Krefjast mót-mælendur þess að Kína-stjórn láti af meintum mannréttinda-brotum í Tíbet, og vilja auk þess fá meira frelsi í trú-málum og stjórn-málum. Kína-stjórn sendi 2000 manna öryggis-lið á staðinn. Skotið var á mót-mælendur og um 80 manns hafa fallið í átökunum. Dalai Lama for-dæmdi ógnar-stjórn Kín-verja í Tíbet og menningar-legt þjóðar-morð á Tíbetum. Hann bauðst til að segja af sér sem leið-togi útlaga-stjórnar Tíbeta ef ástandið í Tíbet versnaði. Hann vísaði á bug ásökunum Kína-stjórnar um að hann hefði staðið fyrir óeirðum í Tíbet. Kína-stjórn mót- mælt í Tíbet Reuters Munkur og öryggis-verðir í Lhasa. Á þriðju-daginn tók Falasteen Abu Libdeh sæti í borgar-stjórn í stað Sigrúnar Elsu Smáradóttur, sem vék sæti. Falasteen er þar með fyrsti Íslendingurinn af er-lendum upp-runa sem tekur sæti í borgar-stjórn, en hún er full-trúi Sam-fylkingarinnar í mann-réttinda-ráði borgarinnar, og eru mann-réttindi og innflytjenda-mál henni sér-lega hug-leikin. Falasteen fæddist 1978 í Jerúsalem og fluttist hingað ásamt fjölskyldu sinni frá Palestínu árið 1995. Falasteen Abu Lib- deh í borgar-stjórn Falasteen Abu Libdeh Thelma Rut sigraði Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu vann frá-bært afrek á Íslands-mótinu í áhalda-fimleikum sem fór fram í Ver-sölum í Kópa-vogi um síðustu helgi. Thelma Rut fór ósigruð í gegnum kvenna-flokkinn, því hún sigraði bæði í fjöl-þrautinni og á öllum fjórum áhöldum. Þetta voru hennar fyrstu Íslands-meistara-titlar, en hún er aðeins á fimmtánda ári. Tví-bætti eigið met Bergur Ingi Pétursson, sleggju-kastari úr FH, tví-bætti eigið Íslands-met í greininni á kast-móti í Split í Króatíu um síðustu helgi. Bergur Ingi kastaði sleggjunni 73 metra slétta í fjórðu til-raun og endaði í 9. sæti þeirra tuttugu sleggju-kastara sem kepptu. Íþróttir Morgunblaðið/Eggert Thelma Rut Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.