Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.03.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 49 Félagsstarf Hæðargarður 31 | Vorferð til Ak- ureyrar 14.-16. maí. Gist á KEA. Dagskrá flutt á Möðruvöllum. Tak- markaður sætafjöldi. Draumadísir og draumaprinsar Hjördísar Geirs fagna 5 ára afmæli sönghópsins 27. mars kl. 13.30 með hattaballi, línudans og söng. Gleðilega páska. S. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sport- húsinu á miðvikud. kl. 9.30-11.30, ringó í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á laugard. kl. 9.30-10.30, línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 17. Kynning á Ringó í Snælandsskóla kl. 19-20 miðviku- daginn 26. mars. Uppl. í síma 564- 1490. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Fagnaðarsam- koma kl. 11 fyrir alla fjölskylduna, lof- gjörð og Guðs orð lesið. Að sam- komu lokinni verður sameiginlegur hádegisverður þar sem allir leggja eitthvað til á borðið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Há- tíðarsamkoma á páskadag. Ræðu- maður Vörður Leví Traustason, Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkjan fellur niður í dag. Óháði söfnuðurinn | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 8. Boðið upp á heitt súkkulaði og brauðbollur að lokinni messu í boði safnaðarins. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 60ára afmæli. Sextugur verður ámorgun, 24. mars, Páll Braga- son, forstjóri Fálkans hf. Í tilefni dags- ins verða Páll og eiginkona hans, Guð- björg Hjörleifsdóttir, með opið hús fyrir vini og vandamenn í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garða- bæ milli kl. 11 og 14 þann dag. dagbók Í dag er sunnudagur 23. mars, 83. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Fyrirlestraröð Sagnfræðinga-félags Íslands heldur áframnk. þriðjudag. Ólíkar hug-myndir um varðveislu forn- minja á fyrri hluta nítjándu aldar er yf- irskrift erindisins sem Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, doktorsnemi í sagn- fræði, flytur í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins kl. 12.05. „Áhugavert er að skoða á hvaða for- sendum íslenskum gripum var safnað til Fornnorræna safnsins í Kaupmanna- höfn á fyrri hluta 19. aldar,“ segir Anna Þorbjörg. „Tvö atriði eru áberandi þeg- ar þessi mál eru skoðuð: annars vegar þær pólitísku forsendur sem voru til staðar á þessum tíma og hins vegar það fræðaviðhorf sem réð hvaða gripum var safnað og hvers vegna.“ Anna Þorbjörg segir rómantískar hugsjónir hafa ráðið miklu um söfnun fornleifa í upphafi 19. aldar: „Það var annars konar rómantík en íslenska þjóðernisrómantíkin sem við fengum að kynnast með mönnum á borð við Jónas Hallgrímsson. Pólitískur grundvöllur rómantíkurinnar var konungsríkið og litið var á íslenskar minjar og fornsögur sem hluta af samnorrænum menningar- arfi þar sem ekki voru gerð skörp skil á milli Íslands og Danmerkur,“ segir hún. „Heimur fræðanna var líka allt annar en í dag: Fornfræðingar notuðu gamla texta, fornminjar og frásagnir til að varpa ljósi á söguna. Heimildarýnin var takmörkuð og tímatal Biblíunnar myndaði grunn tímaútreikninganna. Upphaf mannsins var rakið til sköpunar Adams og Evu 6.000 árum fyrr og m.a. voru fornleifar tengdar atburðum á borð við syndaflóðið. Ættir konunga voru raktar saman við goðsögulegar persónur hins norræna sagnaarfs og allt aftur til Óðins og sona hans.“ Sýn fræðimanna í upphafi 19. aldar var því allt önnur en í dag og segir Anna Þorbjörg mikilvægt að skilja hvernig þessi viðhorf höfðu áhrif á bæði hvernig fornfræðingarnir túlkuðu fornleifar og hvaða forngripum þeim þótti áhugavert að safna. „Í fyrirlestrinum mun ég fjalla um þessi viðhorf og hvernig þau tengj- ast íslenskri varðveislusögu: Annars vegar fræðastörf Finns Magnússonar, sem ég vil kalla fyrsta íslenska safna- manninn, og hins vegar sögubrot Jón- asar Hallgrímssonar, Hreiðars-hóll, sem varpar ljósi á rómantískar hug- myndir um varðveislu og túlkun minja- arfsins.“ Sagnfræði | Fyrirlestur um fornminjavarðveislu og -túlkun á 19. öld Rómantík og forn fræði  Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir fæddist í Reykja- vík 1969. Hún lauk BA-prófi í sagn- fræði og þjóðfræði frá HÍ 1996, meist- aragráðu annars vegar í sagnfræði og hins vegar í safnafræði frá Gautaborgarháskóla 2003 og stundar nú doktorsnám við sama skóla. Anna Þorbjörg er gesta- fræðimaður á Þjóðminjasafni Íslands, hefur starfað við rannsóknir og fræðastörf og er nú stundakennari í safnafræði við HÍ. Eiginmaður Önnu Þorbjargar er Þórarinn Guðnason læknir og eiga þau fjögur börn. FRÉTTIR NÝFÆDDUR órangútanapi hvílir sig í öruggum örmum móður sinnar í dýragarð- inum í Álaborg í Danmörku í síðustu viku. Scanpix Móðurást RÁÐHERRAR og þingmenn Sam- fylkingarinnar efna til funda í öll- um kjördæmum landsins um stjórnmálaástandið og helstu verk- efni framundan. Samfylkingin efndi til fundaherferðar í janúar og var mikið fjölmenni á fundunum í öllum landshlutum, að því er segir í fréttatilkynningu. Nú verður tek- inn upp þráðurinn og fundað í sjö sveitarfélögum til viðbótar auk Reykjavíkur. Í Reykjavík verður fundað sérstaklega um samgöngu- mál á höfuðborgarsvæðinu og loftslagsmál en á öðrum fundum verður farið vítt og breitt yfir svið- ið. Fundirnir eru öllum opnir og verða á eftirtöldum stöðum. Þriðjudagur 25. mars: Ferjuhús- ið á Seyðisfirði kl. 20 og Garða- berg, Garðatorgi 7 í Garðabæ, kl. 20, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi kl. 20. Miðvikudagur 26. mars: Félags- heimili Seltjarnarness kl. 20, Hótel Framnes á Grundarfirði kl. 20 og Grand Hótel í Reykjavík kl. 20 (samgöngumál). Fimmtudagur 27. mars: Hall- veigarstíg 1 í Reykjavík kl. 20 (Konur og loftslagsbreytingar – týndi hlekkurinn?), Bíókaffi Siglu- firði kl. 20 og Hlíðarenda Hvols- velli kl. 20. Sunnudagur 30. mars: Flokks- stjórnarfundur Samfylkingarinnar á Hótel Sögu kl. 13-16. Allir félagar í Samfylkingunni eru velkomnir á flokksstjórnar- fundinn. Samfylkingin efnir til funda í öllum kjördæmum FULLTRÚAR Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurakademíunn- ar f.h. Bókasafns Dagsbrúnar, hafa gert með sér samkomulag um að Faxaflóahafnir sf. styrki rekstur bókasafnsins næstu þrjú ár með framlagi að fjár- hæð 1,2 mkr. Stjórn Faxaflóa- hafna sf. samþykkti þetta á fundi sínum í janúar sl. en áður hafði einnig verið í gildi sam- komulag um framlag hafn- arinnar til reksturs safnsins. Af hálfu Faxaflóahafna sf. und- irrituðu samkomulagið Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar og Gísli Gíslason, hafn- arstjóri, en af hálfu Reykjavík- ur Akademíunnar og Bókasafns Dagsbrúnar þau Viðar Hreins- son, framkvæmdastjóri aka- demíunnar og Þórunn Sigurð- ardóttir, formaður stjórnar bókasafnsins. Bókasafn Dagsbrúnar tók til starfa í húsnæði Reykjavík- urakademíunnar þann 23. októ- ber 2003 en þá gerðu Reykja- víkurakademían og stéttarfélagið Efling með sér samkomulag um að Reykjavík- urakademían annaðist þann bókakost sem áður tilheyrði Dagsbrún. Safnið er sér- fræðisafn á sviði atvinnulífs- rannsókna og verkalýðsmála. Á safninu er góð vinnuaðstaða fyrir þá sem rannsaka þróun verkalýðshreyfingar, velferð- arkerfis og íslensks atvinnulífs. Bókasafn Dagsbrúnar er til húsa að Hringbraut 121, 5. hæð og opið frá mánudögum til föstudags kl. 13–17. Undirritun Styrktarsamningurinn var nýverið undirritaður milli Reykjavíkurakademíunnar og Faxaflóahafna. Styrkir rekstur Bóka- safns Dagsbrúnar Í TILEFNI af Frönskuvikunni í Reykjavík 2008 dagana 22.-29. mars, sem sendiráð Frakka á Ís- landi, sendiráð Kanada á Íslandi og Alliance francaise í Reykjavík skipuleggja, heldur kanadíska blaða- og fræðikonan Julie Barlow tvo fyrirlestra á ensku um stöðu frönskunnar og frönsk þjóðmál nú á tímum. Julie Barlow heldur fyrirlest- ur 26. mars sem ber yfirskriftina Hitamál í Frakklandi: bann við slæðum múslimskra kvenna og málefni Evrópu. Óeirðir í út- hverfum, lög sem banna konum að bera slæðu í skólum, höfnun stjórnarskrár Evrópu. Hvað er að gerast í Frakklandi? Fyrirlesturinn verður haldinn á franska veitingastaðnum Le Rendez-vous, Klapparstíg 38 í Reykjavík þann 26. mars klukk- an 18. Julie Barlow heldur einnig fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Franska: tungumál á tímum al- þjóðavæðingar. Franskan hefur aldrei verið á undanhaldi eins og svo margir staðhæfa. Þvert á móti heldur Barlow því fram að æ fleiri tali frönsku og að aldrei hafi fleiri lært frönsku. Fyrir- lesturinn verður haldinn á ensku í Háskóla Íslands þann 27. mars, kl. 12:15 í stofu 101 Odda. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill á báða fyrirlestrana. Heldur fyrirlestur um stöðu franskrar tungu NÁMSKEIÐ fyrir kennara á unglingastigi og í framhaldskólum landsins undir yfirskriftinni ,,Neytendavitund og sjálfbær þróun í lýðræðisþjóðfélagi“, verður haldið dagna 28. og 29. mars nk. Á námskeiðinu verða kenndar leiðir sem efla gagnrýna hugsun, túlkun upplýsinga, tjáningu og samstarf. Leiðbeinendur eru meðal þeirra fremstu í sínu fagi í Evrópu, segir í fréttatilkynningu. Að námskeiðinu standa CCN, sem eru Evrópsk samtök um neyt- endamál, Endurmenntun Háskóla Íslands og F-líf (félag lífsleikni- kennara í framhaldsskólum). Námskeiðið verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Nán- ari upplýsingar eru á http://www.flif.ki.is/. Námskeið um neytendavitund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.