Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 45

Morgunblaðið - 23.03.2008, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MARS 2008 45 AUÐLESIÐ EFNI Íslensku tónlistar-verðlaunin voru af-hent í Borgar-leikhúsinu á þriðjudags-kvöld. Páll Óskar Hjálmtýsson var valinn söng-vari ársins en hann fékk líka net-verðlaun ársins og var kosinn vin-sælasti flytjandinn. Björk Guðmundsdóttir var valin besta söng-konan og tónlistar-flytjandi ársins. Bergur Ebbi Benediktsson í Sprengju-höllinni var valinn texta-höfundur ársins og lag sveitarinnar „Verum í sambandi“, var valið lag ársins 2007. Hins vegar var Högni Egilsson laga-höfundur ársins og þótti sveit hans, Hjaltalín bjartasta vonin. Mugison fékk þrenn verð-laun: besta rokk- og jaðar-platan fyrir Mugiboogie, besta plötu-umslagið og besta mynd-bandið. Bestu popp- og dægurplötunar voru valdar Frá-gangur og Hold er mold með Megasi og í flokknum ýmis tón-list vann Ólöf Arnalds fyrir Við og við. Bestu kvikmynda-tónlistina gerði Pétur Ben fyrir Foreldra. Heiðursverð-launin hlaut töffarinn Rúnar Júlíusson. Páll Óskar söng-vari ársins Morgunblaðið/Árni Sæberg Gengi krónunnar lækkaði um 7% á mánu-daginn og var gildi gengis-- vísi-tölu krónunnar 153,55 stig við lokun markaða. Aldrei áður hefur vísi-talan lækkað jafn-mikið á einum degi. Veikust hafði krónan áður orðið í lok nóvember 2001 en þá var gildi vísi-tölunnar 151,2 stig. Gengis-vísitalan hefur lækkað um 32.3% frá ára-mótum. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra segir að gengis-lækkun íslensku krónunnar kalli ekki á sér-tækar að-gerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Hann segir að það sem sé að gerast í ís-lenskum efnahags-málum endur-spegli stór-atburði erlendis. Gengis-lækkunin hefur áhrif til hækkunar á ýmissi vöru og þjónustu hér á landi. Krónan aldr- ei lækkað jafn mikið Geir H. Haarde Bjarni til-nefndur Bjarni Jónsson hefur verið til-nefndur fyrir Íslands hönd til Nor-rænu leikskálda-verðlaunanna 2008 fyrir leik-ritið Óhapp! Verð-launin verða veitt á Nor-rænum leiklistar-dögum í Finn-landi í ágúst. Rokk-hátíð á Ísa-firði Aldrei fór ég suður – rokk-hátíð al-þýðunnar var haldin í 5. skipti á Ísa-firði dagana 21. og 22. mars. Þúsundir manna lögðu leið sína til Ísa-fjarðar til að hlusta á um 40 hljóm-sveitir sem þar komu fram. Úr-slit Músík-tilrauna Agent Fresco lenti í 1. sæti í úr-slitum Músík-tilrauna Tóna-bæjar og Hins hússins um síðustu helgi. Agent Fresco lenti í 1. sæti, Óskar Axel og Karen Páls í 2. sæti og Endless Dark í því þriðja. The Nellies var kosin Hjóm-sveit fólksins. Efni-legustu hljóðfæra-leikararnir þóttu: Þórarinn Guðnason gítar-leikari, Borgþór Jónsson bassa-leikari, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommu-leikari, Dagur Sigurðsson söng-vari og Þórður Sigurðsson hljómborðs-leikari. Óskar Axel og Karen Páls fengu sér-staka viður-kenningu fyrir ís-lenska texta. Stutt Áfengis-sjúklingum sem eru eldri en 55 ára og drekka dag-lega hefur fjölgað veru-lega á síðustu 5 árum hér á landi. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir-læknir hjá SÁÁ, og hann hefur meiri áhyggjur af elsta aldurs-hópnum en ung-lingum ef áfengi verður selt í matvöru-verslunum. Drykkju-vandamál fólks í elstu aldurs-flokkunum eru meiri en margan grunar. „Við sjáum [...] að full-orðna fólkið sækir í vax-andi mæli inn á heilbrigðis-stofnanir vegna sí-drykkju og fylgi-kvilla hennar, sem eru minnis-tap, greindar-skerðing og aðrir kvillar í lifur, meltingar-vegi, brisi og vöðva-kerfi.“ Sí-drykkja eykst mikið Á mánudag var haldið upp á það í Lhasa, höfuð-borg Tíbets, að 49 ár voru liðin frá því Tíbetar gerðu mis-heppnaða upp-reisn gegn stjórn komm-únista í Kína. Um 200 búdda-munkar hófu mót-mæli, en alla vega 900 manns tóku þátt í mót-mælunum sem eru þau fjöl-mennustu síðan 1989. Krefjast mót-mælendur þess að Kína-stjórn láti af meintum mannréttinda-brotum í Tíbet, og vilja auk þess fá meira frelsi í trú-málum og stjórn-málum. Kína-stjórn sendi 2000 manna öryggis-lið á staðinn. Skotið var á mót-mælendur og um 80 manns hafa fallið í átökunum. Dalai Lama for-dæmdi ógnar-stjórn Kín-verja í Tíbet og menningar-legt þjóðar-morð á Tíbetum. Hann bauðst til að segja af sér sem leið-togi útlaga-stjórnar Tíbeta ef ástandið í Tíbet versnaði. Hann vísaði á bug ásökunum Kína-stjórnar um að hann hefði staðið fyrir óeirðum í Tíbet. Kína-stjórn mót- mælt í Tíbet Reuters Munkur og öryggis-verðir í Lhasa. Á þriðju-daginn tók Falasteen Abu Libdeh sæti í borgar-stjórn í stað Sigrúnar Elsu Smáradóttur, sem vék sæti. Falasteen er þar með fyrsti Íslendingurinn af er-lendum upp-runa sem tekur sæti í borgar-stjórn, en hún er full-trúi Sam-fylkingarinnar í mann-réttinda-ráði borgarinnar, og eru mann-réttindi og innflytjenda-mál henni sér-lega hug-leikin. Falasteen fæddist 1978 í Jerúsalem og fluttist hingað ásamt fjölskyldu sinni frá Palestínu árið 1995. Falasteen Abu Lib- deh í borgar-stjórn Falasteen Abu Libdeh Thelma Rut sigraði Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu vann frá-bært afrek á Íslands-mótinu í áhalda-fimleikum sem fór fram í Ver-sölum í Kópa-vogi um síðustu helgi. Thelma Rut fór ósigruð í gegnum kvenna-flokkinn, því hún sigraði bæði í fjöl-þrautinni og á öllum fjórum áhöldum. Þetta voru hennar fyrstu Íslands-meistara-titlar, en hún er aðeins á fimmtánda ári. Tví-bætti eigið met Bergur Ingi Pétursson, sleggju-kastari úr FH, tví-bætti eigið Íslands-met í greininni á kast-móti í Split í Króatíu um síðustu helgi. Bergur Ingi kastaði sleggjunni 73 metra slétta í fjórðu til-raun og endaði í 9. sæti þeirra tuttugu sleggju-kastara sem kepptu. Íþróttir Morgunblaðið/Eggert Thelma Rut Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.