Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 1
mánudagur 5. 5. 2008 íþróttir mbl.isíþróttir Axel Stefánsson og lærisveinar fengu lögreglufylgd >> 2 FALLBARÁTTA ÍSLENDINGALIÐIÐ READING ER KOMIÐ Á FALLSVÆÐIÐ Í BARÁTTU VIÐ BIRMINGHAM OG FULHAM » 5 STEFÁN Gísla- son, fyrirliði Bröndby, kom sínum mönnum á bragðið í gær með því að skora glæsimark gegn FC Nordsjælland í dönsku 1. deild- arkeppninni í knattspyrnu, 3:0. Stefán skoraði fyrsta mark liðsins þegar 20 mín. voru til leiksloka með því að stökkva fram og spyrna knettinum með viðstöðulausu skoti fyrir utan vítateigshorn vinstra megin, af 30 m færi, og fór knötturinn yfir markvörð Nordsjælland og hafnaði uppi í markhorninu fjær við mikinn fögnuð áhorfenda og samherja Stefáns. Glæsimark Stefáns fyrir Bröndby Stefán Gíslason ÓLAFUR Stefánsson þokast ofar á listanum yfir markahæstu leik- menn Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Ólafur hefur nú skorað 84 mörk í keppninni og deil- ir fimmta sætinu með Suður- Kóreumanninum Yoon hjá Ham- burg. Markahæstur er Makedóníumað- urinn Kiril Lazarov frá Croatia Zagreb með 95 mörk. Spænski landsliðsmaðurinn Iker Romero hjá Barcelona kemur næstur með 93 mörk. Í þriðja sætinu er nú sænski línumaðurinn Marcus Ahlm hjá Kiel með 86 mörk. Samherji Ólafs, Siarhai Rutenka, hefur skorað marki minna og er fjórði. Á eftir Ólafi kemur svo Frakkinn snjalli, Nikola Karabatic, sem er nú með 83 mörk eftir að hafa skorað níu mörk fyrir Kiel gegn Ciudad í gær. Ahlm, Rutenka, Ólafur og Karabatic eiga því allir möguleika á markakóng- stitlinum þar sem aðrir hafa lokið keppni. Síðari úrslitaleikur Kiel og Ciudad er eftir í Þýskalandi og það er því ljóst að Ólafur þarf að skora tólf mörk til þess að vippa sér upp fyrir Lazarov á þessum lista. Ólafur hefur aldrei verið jafn marksækinn fyrir Ciudad í Meistaradeildinni eins og á þessari leiktíð. Mest hefur hann skorað 62 mörk fyrir Ciudad í keppninni en það var leiktíðina 2004-2005. Ólafur með 84 mörk Ljósmynd/Ville Vuorinen Sól í Helsinki Íslenska landsliðið í knattspyrnu kvenna gerði jafntefli við Finnland í vináttulandsleik í Helsinki í gær, 1:1. Hér er Greta Mjöll Samúlsdóttir í sókn, en fyrir aftan hana er Ólína Sóley Gunnarsdóttir á ferðinni. 25 stiga hiti og sól var á meðan leikurinn fór fram. »8 EKKI blæs byrlega fyrir Ólafi Stef- ánssyni og samherjum hans hjá spænska meistaraliðinu Ciudad Real, eftir tap gegn þýsku meist- urunum í Kiel, í fyrri úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í hand- knattleik í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Ciudad en eftir jafna viðureign, sigraði Kiel 29:27 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 14:13. Kiel eru ríkjandi Evrópumeistarar en Ciudad sigraði í keppninni árið áð- ur. Þessi rimma er því draumur handknattleiksáhugafólks. Ólafur var eins og jafnan áður í stóru hlutverki í sóknarleik Ciudad. Hann lét ekki sitt eftir liggja og var markahæstur leikmanna liðsins með sex mörk. Ólafur tjáði Morgun- blaðinu í gærkvöldi að í herbúðum Ciudad Real væru menn svekktir yfir þessum úrslitum en ekki rimm- unni væri ekki lokið: 20% möguleikar á sigri ,,Þetta er smásjokk fyrir okkur. Við vissum að Kiel væru góðir en það kom okkur aðeins á óvart hversu góðir þeir voru. Þeir voru bara flottir. Keyrðu á okkur á fullu og gerðu okkur erfitt fyrir. Það verður mjög erfitt að fara til Kiel og vinna þar en ekki útilokað. Þetta er ekki alveg búið. Ég myndi segja að við ættum svona 20% möguleika á sigri. Eins og áður segir mæðir mik- ið á Ólafi í sóknarleiknum. Að lík- indum mun hann þurfa að taka enn frekar af skarið í síðari leiknum, vegna meiðsla leikmanna á borð við Urios, Rutenka, Metlicic og Davids: ,,Það þýðir ekkert að vera með ein- hverjar afsakanir þó að það vanti menn. Ég tel að við eigum fullt inni miðað við þennan leik. Nú tekur við ferli þar sem við reynum að und- irbúa okkur fyrir seinni leikinn. Koma okkur í rétt hugarástand til þess að geta unnið. Þetta verður jafn stór völlur í Þýskalandi og það verða jafn margir í liðunum og allt það,“ sagði Ólafur. „Smásjokk fyrir okkur“ Ólafur Stefánsson og samherjar í Ciudad í erfiðri stöðu eftir tap gegn Kiel Sáttur Ólafur segist nokkuð sáttur við framlag sitt gegn Kiel. Eftir Kristján Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.