Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sem kann svo sannarlega að púsla saman frábærum liðum, sagði að Ronaldo hefði sýnt það og sannað í vetur að hann væri besti knattspyrnumaður heims. „Hann hefur sýnt það með mörk- unum sem hann hefur skorað. Ro- naldo er geysilega fjölhæfur leikmað- ur,“ sagði Ferguson. Ronaldo hefur sýnt það tvö síðustu keppnistímabil með United hvað hann er sterkur leikmaður – andlega og líkamlega. Það höfðu ekki margir trú á því að hann myndi endast lengi á Englandi eftir viðureign hans við Wayme Roo- ney, félaga sinn hjá United, á heims- meistaramótinu í Þýskalandi 2006. Það var baulað á hann í hverjum leik eftir það, en hann lét það ekkert á sig fá – hélt áfram á fullum krafti og náði að vinna enska áhorfendur á sitt band á ný. Þeir gátu ekki annað þar sem þeir kunna að meta góða knatt- spyrnumenn. „Ronaldo gefst aldrei upp og hann er alltaf á ferðinni. Þrátt fyrir að margir reyni að stöðva hann með föstum tæklingum gefst Ronaldo ekki upp – hann kemur aftur og aftur og stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Ferguson. Ronaldo skoraði fyrstu tvö mörk United gegn West Ham, á þriðju og 24. mín. Carlos Tevez skoraði þriðja markið á 26 mín. og Michael Carrick það fjórða í seinni hálfleik. United lék með 10 leikmenn í 63. mín., þar sem Nani var rekinn af leikvelli. Ronaldo sagði eftir leikinn að keppnistímabilið væri búið að vera frábært hjá honum. „Ég hef aldrei skorað eins mörg mörk. Ég á sam- herjum mínum mikið að þakka – án þeirra hef ég ekki skorað svona mörg mörk. Þeir hafa verið stórkostlegir.“ Sir Alex Ferguson sló á létta strengi eftir sigurinn, en Manchester United hefur náð þriggja siga for- skoti á Chelsea og getur orðið Eng- landsmeistari í kvöld, tapi Chelsea fyrir Newcastle. Ferguson sagði að Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, gæti veitt honum aðstoð með því að fagna sigri með sínum mönnum. Menn muna vel eftir rimmum þeirra Fer sons og Keegans er lið þeirra börð um Englandsmeistaratitilinn 1996 þá var Newcastle komið með fim tán stiga forskot, sem liðið tap niður og United varð Englandsme ari. Keegan sagði fyrir helgi að hon væri sönn ánægja að veita United stoð í meistarabaráttunni. Manchester United á hauk í ho hjá Newcastle – miðvallarleikma inn Nicky Butt, sem var margfal meistari með United, en Fergu seldi hann til Newcastle á 2,6 m punda sumarið 2004. Hann se þekkja vel hugsunarháttinn á Trafford og að leikmenn Uni þurfa ekki aðstoð frá honum til verða Englandsmeistarar. „Þeir fullfærir til að sjá um það sjálfir s ég veit að þeir gera. Ein öll umræðan um leik okkar Chelsea gerir leikinn stærri fy mig. Ég og aðrir leikmenn Newca ætlum okkur sigur, eins og alltaf. höfum leikið vel undanförnu og ve um ekki auðveld bráð fyrir sterkt Chelsea. Ég vona að ég geti sent lögum mínum á Old Trafford gó kveðjur að leik loknum,“ sagði Bu Ronaldo við hlið Law PORTÚGALSKI landsliðsmaðurinn Cristiano Ronaldo skráði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar hjá Man- chester United á Old Trafford, er hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í öruggum sigri á West Ham á laug- ardaginn, 4:1. Þar með hefur hann skorað fjörutíu mörk á keppn- istímabilinu og hafa aðeins tveir leik- menn í sögu liðsins náð að afreka það – Skotinn Denis Law og Hollending- urinn Ruud van Nistelrooy. Manchest- er United getur orðið Englandsmeist- ari í kvöld, ef Newcastle leggur Chelsea að velli á St James’Park í Newcastle. Reuters Snillingur Knattspyrnuunnendur á Englandi kunna vel að meta snilld Portúgalans Cristiano Ronaldo, sem er hér að fagna marki gegn West Ham. Hann hefur skorað 30 mörk í úrvalsdeildinni og alls 40 mörk í vetur.  Skoraði tvö mörk gegn West Ham er Manchester United vann öruggan sigur á Old Trafford, 4:1  Ronaldo hefur skorað 40 mörk á keppnistímabilinu Í HNOTSKURN »Hinn sigursæli Sir Alex Fergu-son, knattspyrnustjóri Man- chester Unitedt, hefur náð frábær- um árangri með liðið. Tíundi meistaratitill hans á 16 árum er í sjónmáli. »Manchester United er með 84stig og á eftir einn leik – á úti- velli gegn Wigan. »Chelsea er með 81 stig og á eftirtvo leiki – gegn Newcastle úti, í kvöld, og heima gegn Bolton. Ef lið- iðn verða jöfn að sigum, verður United meistari, þar sem markatala liðsins er miklu betri. FernandoTorres tryggði Liver- pool sigur á Man- chester City á Andfield í gær, 1:0. Þessi mikli markaskorari hefur skorað 32 mörk fyrir Liver- pool á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þá jafnaði hann met Roger Hunt – með því að skora mark í átta deildarleikjum í röð á heimavelli. Hunt afrekaði það í 2. deild keppnistímabilið 1961-1962.    Fernando Torres hefur trú á þvíað Liverpool getið skotið Man- chester United, Chelsea og Arsenal ref fyrir rass í meistarabaráttunni á Englandi næsta keppnistímabil. „Við þurfum að vinna til verðlauna til að gleðja frábæra stuðningsmenn okkar á Anfield,“ sagði Torres.    Jóhannes Karl Guðjónsson kominn á sem varamaður hjá Burn- ely á 436 mín. er liðið mátti þola stórt tap fyrir Crystal Palace í London í 1. deildarkeppninni, 5:0.    Adriano Galli-ani, varafor- seti AC Milan, sagði í viðtali við fjölmiðla á Ítalíu í gær, að Mathieu Flamini, miðju- maður Arsenal, sé á leiðinni til Mílanó til að skrifa undir fjögurra ára samning við AC Milan. Flamini, 24 ára, fer í dag í læknisskoðun hjá liðinu.    Harry Redknapp, knatt-spyrnustjóri Portsmouth, hef- ur sent þau skilaboð til Reading og Birmingham, sem eru í harðri fall- baráttu við Fulham, að hann komi ekki til með að hvíla lykilmenn sína í leiknum gegn Fulham á sunnudag- inn kemur. Sá orðrómur hefur verið uppi að Redknatt ætli ekki að tefla fram sínum sterkustu leikmönnum fram, þar sem hann vill að þeir verði vel upplagðir fyrir bikarúrslitaleik- inn gegn Cardiff á Wembley 17. maí.    Hermann Hreiðarsson lék í vörn-inni hjá Portsmouth, sem mátti sætta sig við tap gegn Middl- esbrough á útivelli á laugardag, 2:0. Aðrir í fjögurra manna varnarlín- unni voru þeir Glen Johnson, Sylva- in Distin og Sol Campbell, sem hef- ur hrósað Hermanni fyrir leik sinn á undanförnu – í viðtölum við fjölmiðla á Englandi.    Fjölmiðlar áSpáni segja frá því að Liver- pool sé tilbúið að borga 10 millj. punda fyrir vinstri bakvörð- inn Eric Abidal hjá Barcelona. Það er ljóst að franski landsliðs- maðurinn mun yfirgefa Barcelona í sumar. Ef Rafael Benítez, knatt- spyrnustjóri Liverpool, fær Abidal, þá er nokkuð ljóst að norski lands- liðsmaðurinn John Arne Riise verði seldur og hefur hann verið orðaður við Newcastle.    Jose Mourinho, fyrrverandi knatt-spyrnustjóri Chelsea, er nú orð- aður við knattspyrnustjórastarfið hjá Manchester City, en eigandi liðs- ins Thaksin Shinawatra hefur ekki hug á að Svíinn Sven Göran Er- iksson verði áfram hjá liðinu. Man- chester City hefur ekki gengið vel að undanförnu eftir mjög góða byrjun á keppnistímabilinu. Fólk sport@mbl.is ÞAÐ var kveðjugjöf frá El Hadji Diouf sem hóf sigurveisluna hjá Bolton, sem endaði með glæsilegu sigri á Sunderland, 2:0. Það var vi hæfi að Diouf skoraði þar sem þett var kveðjuleikur hans á Reebok- vellinum. Senegalski landsliðsmað urinn er á förum frá Bolton. Hitt markið skoraði Daryl Murphy. Gary Megson, knattspyrnustjór Bolton, sagði að þessi sigur væri sv gott sem búinn að bjarga liði hans frá falli. „Markatala okkar er mikl betri en keppinauta okkar sem eru þremur stigum á eftir okkur fyrir lokaumferðina. Ég sé ekki að við förum að tapa tíu núll fyrir Chelse lokaleiknum,“ sagði Magson, sem hrósaði sínum mönnum. „Þeir mættu ákveðnir til leiks og ætluðu sér ekkert annað en sigur. Það var við hæfi að El Hadji Diouf skoraði Ég vona svo sannarlega að hann verði áfram hjá okkur. Við sem þekkjum Diouf, vitum að honum g ur snúist hugur á elleftu stundu. E hann fer – þá óska ég honum góðr framtíðar,“ sagði Megson. Grétar Rafn Steinsson lék með Bolton og stóð sig vel. Bolton bjargar sér SIR Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, reiknað með að enski landsliðsma urinn Wayne Rooney geti leikið ú slitaleikinn í Meistaradeild Evróp gegn Chelsea í Moskvu 21 maí. Rooney meiddist á mjöðm í leik gegn Blackburn á dögunum og tóku meiðslin sig upp í leik gegn Chelsea. Hann gat ekki leikið með United gegn West Ham á laug- ardaginn og þá mun hann ekki leika með liðinu lokaleikinn gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Rooney verður orði góður fyrir baráttuna í Moskvu. Hann kemur tvíefldur til leiks eft góða hvíld,“ sagði Ferguson, sem sagði að Nemanja Vidic, sem er ly ilmaður í vörninni hjá United, yrð einnig orðinn góður af meiðslum sínum fyrir leikinn í Moskvu. Rooney til Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.