Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern München, getur yfirgefið liðið sæll og glaður eftir að 21. Þýskalands- meistaratitillinn hjá Bayren var í höfn í gær – er Bæjarar gerðu jafn- tefli við Wolfsburg, 0:0. Þegar þrjár umferðir eru eftir hafa Bæjarar tryggt sér meist- araskjöldinn, sem þeir misstu til Stuttgart sl. keppnistímabil. „Það er alltaf mikill heiður að taka á móti þýska meistaratitlinum. Það verður aldrei breyting á því,“ sagði Hitzfeld, sem hefur sex sinnum tek- ið á móti meistaratitlinum sem þjálfari. „Þetta hefur verið nokkuð sérstakt keppn- istímabil hjá okk- ur. Leikmenn hugsuðu strax stórt og ætluðu sér meistaratit- ilinn. Það var að sjálfsögðu mikil pressa á okkur, enda margir nýir leikmenn í okkar herbúðum. Sumir þeirra tala ekki þýsku, þannig að umgjörðin í kringum æfingar voru oft sér- stakar. Við náðum tvennunni – urð- um bæði Þýskalandsmeistarar og bikarmeistarar. Það var sárt að komast ekki í úrslitaleikinn í UEFA-keppninni í Manchester. Við sofnuðum á verðinum.“ Ítalski landsliðsmaðurinn og markahrókurinn Luca Toni sagði að það væri mjög ánægjulegt að verða þýskur meistari á fyrsta keppnistímabili sínu með Bayern. „Eftir áfallið í UEFA-keppninni munum við koma saman og gleðjast í kvöld og ég horfi spenntur fram á veginn – við eigum eftir að fagna fleiri titlum á næstu árum,“ sagði Toni. Hitzfeld yfirgefur Bayern ánægður Hitzfeld fagnar. ÍSLENSKA karlalandslið í tennis lagði Rúanda og San Marínó að velli í 4. deild, Evrópu og Afríkuriðli, sem fór fram í Yerevan í Armeníu. Þar með tryggði liðið sér sigur og leikur í 3. deild. Öruggur sigur vannst á Rúanda, 3:0. Viðureignin hófst með því að Raj Bonifacius vann örugglega í einliða- leik 6:0 og 6:0. Arnar Sigurðsson fagnaði einnig öruggum sigri 6:1 og 6:1. Andri Jónsson og Magnús Gunn- arsson unnu tvíliðaleik 6:7, 7:6 og 7:6 Andri Jónsson og Arnar Sigurðsson voru heldur betur í sviðsljósinu þeg- ar San Marínó var lagt að velli. Þeir tryggðu Íslandi sigur, 2:1, með því að vinna í tvíliðaleik. Raj Bonifacius tapaði fyrsta leik- urinn á móti Domenico Vicini, 7-6 og 6-2. Arnar vann síðan Fabio Zonzini 6-2, 6-1 í seinni einliðaleiksleikurinn. Í tvíliðaleiknum unnu þeir Andri og Arnar – þá William Forcellini og Vic- ini 6-2 og 6-3. Ísland hafði áður unnið Namibíu, 3:0. Íslenska landsliðið tapaði því ekki leik í keppninni. Namibía varð í öðru sæti, San Marínó í þriðja og Rúanda í fjórða sæti. Ísland með gull í Armeníu Ólöf MaríaJónsdóttir endaði í 57.-62. sæti á Opna skoska meist- aramótinu sem lauk þá laug- ardaginn í Aber- deen á Skotlandi. Ólöf lék samtals á 13 höggum yfir pari – lék lokahring- inn á 76 höggu. Gwladys Nocera frá Frakklandi sigraði á 5 höggum und- ir pari samtals, en hún fékk um 35 milljónir kr. fyrir sigurinn. Ólöf María fékk rúmlega 72.000 kr. í verðlaunafé.    Kobe Bryant, Los Angeles La-kers, er leikmaður ársins, MVP, í NBA-deildinni í fyrsta sinn á ferlinum samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins Los Angeles Times. David Stern, fram- kvæmdastjóri NBA-deildarinnar mun afhenta Bryant viðurkenn- inguna í næstu viku en heim- ildamaður dagblaðsins er tengdur fjölskyldu Bryant. Margir leikmenn komu til greina í kjörin í ár og þar má nefna, Chris Paul (New Orleans Hornets), Kevin Garnett (Boston Celtics) og LeBron James (Clevel- and).    Bryant hefur leikið gríðarlega velí vetur með LA Lakers þrátt fyrir að hafa gagnrýnt forráðamenn liðsins sl. sumar og á sama tíma fór hann fram á það að fá að fara frá fé- laginu. Lakers var með besta árang- ur allra liða í Vesturdeildinni, 57 sigra og 27 tapleiki. Bryant, sem er 29 ára, skoraði 28,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hann var með 31,6 stig að meðaltali í fyrra. Varn- arleikur hans þótti betri í ár en áður og eins og stigaskor hans gefur til kynna valdi hann oftar að gefa bolt- ann á samherja sína í stað þess að skjóta á körfuna sjálfur.    Peter Lawriefrá Írlandi sigraði á Opna spænska meist- aramótinu í golfi í gær en þetta er fyrsti sigur hans á Evrópumóta- röðinni. Lawrie hafði betur gegn Spánverjanum Ignacio Garrido í bráðabana um sigurinn en Garrido var með fimm högga forskot á Law- rie fyrir lokadaginn. Þeir léku báðir 72 holur á 15 höggum undir pari en Lawrie setti niður langt pútt fyrir fugli á lokaholunni og komst þannig í bráðabana um sigurinn.    Joachim Löw, landsliðsþjálfariÞýskalands í knattspyrnu, segir að það sé mikið áfall fyrir þýska liðið að miðjumaðurinn Bernd Schneider geti ekki leikið á EM í Austurríki og Sviss í sumar. Hann meiddist í leik með Leverkusen á föstudag og það er ljóst að hann verður ekki leikfær fyrr en næsta keppnistímabil. Fólk sport@mbl.is ,,Þetta var hörkuleikur. Mikil bar- átta enda tvö sterk lið að mætast og það var virkilega gaman að horfa á þennan leik. Það sáust marktæki- færi á báða bóga en ef allt er gert upp held ég að við höfum þar haft yf- irhöndina. Edda Garðarsdóttir skor- aði frábært mark með langskoti. Þrumaði af löngu færi boltanum sem sveif yfir markmanninn og í fjær- hornið. Virkilega vel gert hjá henni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari þegar Morgunblað- ið sló á þráðinn til hans í gær. Hann sagði leikmenn íslenska liðsins hafa sótt í sig veðrið í síðari hálfleik: ,,Í fyrri hálfleik var smávegis basl á okkur þar sem okkur gekk til dæmis illa að finna Margréti Láru. Það gekk betur í síðari hálfleik og þá færðist meiri yfirvegun yfir leik liðs- ins. Í kjölfarið fylgdu nokkur góð marktækifæri. Við fengum svo á okkur jöfnunarmarkið þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og það var mjög svekkjandi. Þess vegna erum við að- eins fúl með úrslitin en í það heila tekið var leikurinn mjög góður. Við græddum mikið á því að spila þenn- an leik og leikur liðsins var mjög góður. Þetta var miklu sterkara lið hjá Finnum en þegar við lékum við þær um daginn á Algarve.“ Álaginu dreift Sigurður segist sáttur við líkam- legt ástand leikmanna en þær hafi komið vel út í þrekprófum sem hann hafi lagt fyrir þær að undanförnu. Hann segir þó smávægileg meiðsli og æfingaálag hrjá liðið: ,,Ég skipti sex leikmönnum inn á í síðari hálfleik til þess að dreifa álaginu. Það eru þrír til fjórir leikmenn sem eru ekki alveg 100% heilir heilsu. En engu að síður verða allir með í leiknum á mið- vikudaginn. Við reynum náttúrlega að stýra álaginu og á þessu stigi málsins er mikilvægara að skoða leikmenn en ná góðum úrslitum. Þó svo að við séum að reyna að venjast því að vinna leiki. Á þessum árstíma sést náttúrlega smámunur á Erlu Steinu og Dóru Stefánsdóttur ann- ars vegar og öðrum leikmönnum hins vegar. Þær spila erlendis og eru í betri leikæfingu heldur en hinir leikmenn liðsins sem eru ekki byrj- aðir að spila á grasi. Þær eru ryðg- aðri en viljinn er þeim mun meiri til þess að standa sig vel. Það er eitt- hvað sem er styrkleiki hjá íslenska landsliðinu.“ Lítil tilraunastarfsemi Sigurður Ragnar segir ekki mikla tilraunastarfsemi vera í gangi í Finn- landsferðinni eins og stundum tíðk- ast þegar um vináttuleiki er að ræða: ,,Ég vinn með mjög svipaðar áherslur og í æfingamótinu á Alg- arve á dögunum þar sem við unnum fjóra leiki. Ég hef verið að keyra töluvert á svipuðu byrjunarliði. Það hafa kannski verið ein til tvær breyt- ingar milli leikja. Kjarninn í liðinu hefur verið sá sami og er orðinn ágætlega samæfður enda höfum við fengið marga vináttuleiki. Það hefur verið stígandi í liðinu og það er ég mjög ánægður með. Mér finnst að það séu tvær til þrjá stöður í liðinu sem ekki er búið að negla niður. Við erum því aðeins að leita fyrir okkur í þeim stöðum og bíða eftir því að ein- hverjir leikmenn stimpli sig ræki- lega inn í landsliðið og negli þær stöður. Við nýtum því leikina til þess að skoða leikmenn í þessum tveimur til þremur stöðum á vellinum sem við erum óviss um. Sandra stóð á milli stanganna Sandra Sigurðardóttir, markvörð- ur Stjörnunnar, stóð í marki íslenska liðsins í leiknum en María B. Ágústs- dóttir mun taka stöðu hennar í síðari leiknum. Sigurður segist hafa ákveð- ið fyrir fram að leyfa þeim að spreyta sig sinni í hvorum leiknum en þær hafa litla sem enga reynslu af A-landsliðinu: ,,Sandra spilaði allan leikinn og stóð sig frábærlega vel. Sérstaklega kom eitt skipti þar sem hún varði fáránlega vel en þá voru allir búnir að sjá boltann í netinu. Auk þess var hún mjög óheppin þeg- ar Finnarnir skoruðu. Þá kom skot af stuttu færi úr þvögu. Söndru tókst að slá boltann en þaðan fór hann í stöngina og inn. Virkilega vel gert hjá henni að ná til boltans en þar fyr- ir utan var hún mjög örugg í öllum fyrirgjöfum og slíku. Í það heila tek- ið bara mjög góður leikur hjá henni,“ sagði Sigurður um markmannsstöð- una sem verið hefur í umræðunni. Ljósmynd/Ville Vuorinen Í sókn Margrét Lára Viðarsdóttir, miðherji landsliðs kvenna í knattspyrnu, sækir hér að finnska markinu í Helsinki í gær. Glæsimark Eddu gegn Finnum í Espoo ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í gær 1:1 jafn- tefli gegn Finnlandi í vináttulands- leik í Espoo. Edda Garðarsdóttir skoraði mark Íslands á 57. mínútu með glæsilegu skoti af 25 metra færi en Finnum tókst að jafna leik- inn í uppbótartíma. Liðin mætast aftur ytra á miðvikudag og verður það síðasti leikur íslenska liðsins fyrir næsta leik í undakeppni EM 2009. Þá heldur liðið til Serbíu í lok mánaðarins en tekur svo á móti Slóvenum og Grikkjum í júní. Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.