Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. REAL Madrid tryggði sér Spán- armeistaratitilinn í knattspyrnu með sögulegum endaspretti gegn Osasuna í gærkvöldi, 2:1. Þegar þrjár umferðir eru eftir á Spáni er Real með 10 stiga forskot á Villa- real, sem er í öðru sæti og fjórtán stiga forskot á Barcelona, sem er í þriðja sæti. Real lék með 10 leikmenn nær allan seinni hálfleikinn, eða eftir að Fabio Cannavaro fékk að sjá rauða spjaldið í upphafi hálfleiksins. Þegar átta mín. voru til leiksloka skoraði Patxi Punal úr vítaspyrnu fyrir Osasuna og allt benti til þess að Real myndi tapa. En tvö mörk frá þeim Arjen Robben og Gonzalo Higuain á loka- sprettinum tryggðu Real sigur og sinn 31. meistaratitil í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen lék síð- ustu 12 mín. er Barcelona vann stórsigur á Valencia á Camp Nou, 6:0. Eiður Smári kom inn á sem varamaður fyrir Deco. Lionel Messi skoraði fyrsta mark Barcelona úr vítaspyrnu á fimmtu mín. og þremur mín. síðan var Xavi búinn að bæta við marki. Thierry Henry, sem skoraði tvö mörk, skor- aði þriðja markið á 14. mín. Það var svo Bojan Kiric sem skoraði tvö mörk. Real Madrid Spánarmeistari Bernd Schuster, þjálfari Real. LEIKMENN HK í Kópavogi gerðu jafntefli við Stjörnuna í lokaleik sín- um í N1 deildinni í Digranesi, 32:32. Þeir tryggðu sér annað sætið á Ís- landsmótinu og tóku á móti silfur- verðlaunum frá Einari Þorvarðar- syni, framkvæmdastjóra HSÍ, eftir leikinn. Þetta er annað árið í röð sem HK- menn hafna í öðru sæti í N1-deild- inni, en þeir börðust við Valsmenn um Íslandsmeistaratitilinn fram í síðustu umferð keppnistímabilið 2006-2007. Leikur HK við Íslandsmeistarana var fjörugur, en Haukar voru með þriggja stiga forskot í leikhléi, 15:12. Rétt fyrir leikslok leit allt út fyrir að meistararnir færu með sigur af hólmi, en HK-menn náðu að skora síðasta mark leiksins og jafna við mikil fögnuð í Digranesi, 32:32. Ólafur Bjarki Ragnarsson var at- kvæðamesti leikmaður HK og skor- aði 8 mörk. Hjá Haukum skoraði Kári Kristján Kristjánsson 8 mörk og Gísli Jón Þórisson sjö mörk. Akureyringar lögðu leikmenn ÍBV að velli í KA-heimilinu 42:33 og leik- menn Aftureldingar kvöddu úrvals- deildina með sigri á Stjörnunni, 26:22. HK-menn með silfur Flensburgkastaði nán- ast frá sér mögu- leika á að hreppa þýska meist- aratitilinn í hand- knattleik þegar liðið tapaði fyrir Magdeburg á úti- velli á laugardag í þýsku 1. deildar keppninni, 32:28. Kiel stendur nú með pálmann í höndum en meistararnir hafa þriggja stiga forskot á Flensburg þegar tvær umferðir eru eftir. Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson skoruðu eitt mark hvor fyrir Flensburg en markahæst- ur var Daninn Lars Christiansen með 9 mörk.    Logi Geirsson skoraði fjögur afmörkum Lemgo sem sigraði N- Lübbecke, 33:31, en með liðinu leika Birkir Ívar Guðmundsson og Þórir Ólafsson, sem var ekki í hópnum.    Gylfi Gylfason skoraði tvö mörkfyrir Wilhelmshavener þegar liðið gerði jafntefli við Groswall- stadt, 30:30.    Jalisky Garcia skoraði 6 af mörk-um Göppingen sem vann góðan útisigur á Essen, 30:27.    Peter Schmeichel, fyrrverandimarkvörður Manchester Unit- ed og danska landsliðsins í knatt- spyrnu, spáir því að það verði ann- aðhvort Mark Hughes eða Roy Keane sem koma til með að taka við hlutverki Sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóra Man. Utd, þegar hann hættir, en Ferguson er nú 66 ára. Hann segist þó ekki vera á þeim buxunum að hætta strax. Schmeic- hel segir að þeir Hughes, sem er knattspyrnustjóri hjá Blackburn, og Keane, sem er knattspyrnustjóri hjá Sunderland, þekki vel til á Old Traf- ford þar sem þeir voru báðir afar vinsælir leikmenn.    Enski lands-liðsmað- urinn David Beckham átti stórleik með liði sínu LA Galaxy í bandarísku at- vinnumanna- deildinni um helgina – þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Real Salt Lake, 2:2. Galaxy lenti 2:0 undir, en Beckham kom sínum mönnum til bjargar og jafnaði metin með tveim- ur mörkum.    Þýski landsliðsmarkvörðurinnTimo Hildebrand, sem leikur með Valencia á Spáni, hefur verið orðaður við Bayern München, sem arftaki Oliver Kahn, fyrirliða liðsins. „Ég hef ekki áhuga á að verma vara- mannabekkinn hjá neinu liði,“ sagði Hildebrand. Fólk sport@mbl.is ,,Ég er svona að koma niður,“ sagði Axel þegar Morgunblaðið innti hann eftir því í gær hvort hann væri kom- inn niður á jörðina. Axel segir að stemningin hafi verið ósvikin: ,,Það er mikill handboltaáhugi í bænum. Fólk fjölmennti til Bergen þrátt fyr- ir að það sé um sjö tíma akstur þang- að. Þegar við komum til baka feng- um við svo frábærar móttökur þar sem nánast allir bæjarbúar voru samankomnir til þess að fagna okk- ur. Við fengum lögreglufylgd síðasta spölinn inn í borgina.“ Þetta er aðeins í annað sinn sem Elverum verður Noregsmeistari en fyrra skiptið var árið 1995. Þá lék einnig Íslendingur með liðinu, Matt- hías Matthíasson ÍR-ingur. Þetta er því mikið afrek hjá Axel sem er nú í þeirri sérkennilegu stöðu að gera Elverum að meisturum en fyrr í vet- ur ákváðu forráðamenn félagsins að endurnýja ekki samninginn við Axel. Frá því hefur verið gengið að Christian Berge, fyrrum leikmaður Flensburg, verður eftirmaður hans hjá félaginu. Fyrirspurnir hafa þegar borist Axel segir sína framtíð vera óráðna en hann þjálfaði áður Þór í fjögur ár: ,,Það hafa nokkrar fyrir- spurnir borist. Ég er í mastersnámi og það þyrfti verulega spennandi til- boð að berast til þess að ég myndi flytja frá Noregi. Það er svekkjandi að þurfa að sleppa hendinni af liði sem maður er búinn að byggja upp. Ég hef fulla trúa á því að liðið geti verið í toppbaráttu næstu árin. Í nóvember voru menn eitthvað ósátt- ir við gengi liðsins. Ég vildi fram- lengja samning minn við félagið en forráðamenn liðsins vildu það ekki.“ Boðflennur í kveðjupartíi Elverum hafnaði í fimmta sæti í deildarkeppninni og sló út Runar í tveimur leikjum í úrslitakeppninni. Undanúrslitin og úrslitin voru spiluð í Bergen á föstudag og laugardag. Elverum sigraði Haugasund í und- anúrslitum og skellti svo deildar- og bikarmeisturum Drammen í úrslit- unum eins og áður segir. Með Dram- men leika tveir af dáðustu hand- knattleiksmönnum Norðmanna, þeir Glenn Solberg og Frode Hagen. Úr- slitaleikurinn var kveðjuleikur þeirra þar sem þeir hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna. Það má því segja að Íslendingarnir hafi verið boðflennur í kveðjupartíi þeirra fé- laga, þar sem almennt var reiknað með að þeir myndu kveðja með sigri og bæta þriðja titlinum í safnið. Ingi- mundur og Sigurður Ari skyggðu hins vegar á þá en Sigurður skoraði átta mörk í leiknum og Ingimundur sjö: ,,Þeir voru frábærir í leiknum eins og reyndar allir mínir leikmenn. Siggi og Diddi hafa vaxið mjög á þessum tíma sem þeir hafa leikið í Noregi,“ sagði Axel um framlag þeirra félaga. Sveitungi Axels, Sam- úel Ívar Árnason, lék með liðinu fyr- ir áramót en hann fluttist búferlum til Oslóar og gat því ekki klárað leik- tíðina. ,,Þetta var frábært“ Eyjamaðurinn Sigurður Ari tjáði Morgunblaðinu að sigurinn hefði verið mikil upplifun: ,,Þetta var frá- bært. Við höfðum unnið Drammen í deildarkeppninni og vissum því að það væri hægt að vinna þá. Þó úrslit- in hafi komið flestum á óvart þá viss- um við sjálfir að þetta væri hægt,“ sagði Sigurður og bætti við: ,,Það var líka frábært að kveðja Axel með titli. Það var virkilega ánægjulegt.“ Sigurður er búinn að gera tveggja ára samning við félagið og Ingi- mundur hefur gert munnlegt sam- komulag um að leika áfram með El- verum. Morgunblaðið/Kristján Sigurvegari Axel Stefánsson, þjálfari Elverum, og lærisveinar hans fögnuðu Noregsmeistaratitlinum í handknattleik karla. „Fengum lögreglufylgd síðasta spölinn í bæinn“ ÍSLENDINGALIÐIÐ Elverum varð á laugardaginn Noregsmeistari í handknattleik karla. Liðið kom geysilega á óvart með því að leggja firnasterkt lið Drammen að velli 33:31 í úrslitaleik í Bergen. Axel Stefánsson, fyrrum þjálfari Þórs á Akureyri, hefur þjálfað liðið síðast- liðin tvö ár og með liðinu leika þeir Ingimundur Ingimundarson og Sig- urður Ari Stefánsson. Fóru þeir mikinn í leiknum og skoruðu sam- tals fimmtán mörk. Þeir munu leika áfram með liðinu en Axel er á för- um. Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is Elverum varð óvænt norskur meistari undir stjórn Axels Stefánssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.