Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 37 MARGT bendir til að nú séu þáttaskil í efnahagsmálum og við atvinnuuppbyggingu í samfélagi okkar. Að við hættum að naga í rót allar auðlind- ir lands og sjávar og einbeitum okkur að menntun, hugviti og grænni orku, eflum innviði sam- félagsins, temprum sveiflur í hag- kerfinu. Stefna Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar í atvinnu- og efna- hagsmálum hafði einmitt þessa grunntóna. Að atvinnulífi og hag- stjórn verði þannig háttað að ekki þurfi að umgangast íslenska hag- kerfið einsog fíkniefnasjúkling í hvert sinn sem að kreppir. Að liðinn væri tími svokallaðra innspýtinga í formi stóriðjuframkvæmda. Að hætt yrði að spilla náttúruverðmætum sem aldrei verða aftur heimt. Samfylkingin er nú í stjórn vegna þess að fólki líkaði vel samhljóm- urinn milli efnahags- og atvinnu- stefnunnar, velferðarboðskapsins og umhverfisstefnunnar um „Fagra Ís- land“. Og vissulega lifum við á áhugaverðum tímum: Á aðeins ári hefur náðst talsverður árangur. Þrátt fyrir kreppuna sem á herjar. Öldudalir í efnahagsmálum eru óhjákvæmilegir og geta verið hollir – ef undirstöðurnar eru í lagi. Þá verða menn að taka á, láta af hóglífi, finna frjóar lausnir. Mikilvægast er að herða hugann, safna liði og þræða hjá vanabundna munstrinu. Gamli stíllinn er lífseigur. Það er auðveldast að láta vanann ráða þeg- ar á bjátar – og hin fornfrægu bandalög hagsmunanna birtast í gamalkunnu háttalagi og gamaldags orðfæri. Þetta sést vel í áformunum um álver í Helguvík. Þeim til framdráttar er sagt að nú verði að keyra upp atvinnustigið – með gömlu innspýtingunum. At- vinnuástand er sannarlega tvísýnt á næstunni. Flestir telja þó að fólk og fyrirtæki þoli enn við þrátt fyrir samdráttinn, og atvinnulausir á Út- nesjum virðast síst vera úr þeim hópum sem helst njóta vinnu við ál- versframkvæmdir. Reyndar er þeg- ar verið að vinna að uppbyggingu á svæðinu af mikilli hugmyndaauðgi með mennta- framkvæmdum á Vell- inum. Vonandi stendur sá rekstur af sér ruðn- ingsáhrif álversins? Á tímum loftslagsvár verður að sýna fyr- irhyggju. Þeir sem vilja álver þurfa að gera sér grein fyrir því að mengunarkvóti Íslend- inga er á þrotum. Það er einfalt reiknings- dæmi að innan heim- ilda fram til 2012 rúm- ast aðeins eitt álver af meðalstærð. Helguvík mundi ýta út öðrum ál- versáformum – þar á meðal Bakka- veri við Húsavík. Farið hefur fé betra, segja sumir. Aðrir telja að ál- ver væri skárra á landsbyggðinni en suðvesturhorninu miðað við þörf fyr- ir fjárfestingar og atvinnu. Hvað gerist svo eftir 2012 veit enginn – en sennilegast er að allar þjóðir verði að menga minna. Álverið í Helguvík þarf gríðarlega orku. Þá sneyðist um orkuöflun fyrir önnur hugsanleg iðjuver á þessu svæði og austurum allt Suðurland. Vel getur farið svo að vegna Helgu- víkurálvers þurfi að gefast upp við netþjónabú eða mengunarlítil hreinkísilver. Er það í samræmi við framtíðarhagsmuni Íslendinga? Helguvík étur rafmagn – og ef aðrir eiga líka að fá orku þarf að virkja meira. Miklu meira. Svæðið frá Reykjanesskaga austur að jökl- um er samfelldur orkumarkaður og ekki skynsamlegt að skoða hvert dæmi í einangrun. Gangsetning ál- vers á Útnesjum eykur til dæmis þrýsting á að virkjanir komist í gagnið við neðanverða Þjórsá. Vilja það allir? Álver í Helguvík vekur margar spurningar – og tefur ljóslega þau þáttaskil sem boðuð voru í upphafi greinar. Þess vegna höfum við Sam- fylkingarmenn og óflokksbundnir í Græna netinu, umhverfissamtökum jafnaðarmanna, varað við þessum framkvæmdum og afleiðingum þeirra. Við teljum að auk einstakra áætlana og aðgerða hafi í kosn- ingastefnu Samfylkingarinnar um „Fagra Ísland“ og „nýja atvinnu- lífið“ falist almenn en afar skýr fyr- irheit um aðra kosti í atvinnumálum en hingað til hafa heillað stjórnvöld og um nýja tíma í umhverfismálum. Við þessi fyrirheit á Samfylkingin að standa og stuðla þannig að þeim um- breytingum sem samfélag okkar á skilið. Við þurfum ekki gömul kreppuráð heldur skýra framtíðarsýn. Kreppulausnir eða framtíðarsýn? Mörður Árnason skrifar um framtíð- arsýn og efnahags- horfur » Atvinnulífi og hag- stjórn á að hátta þannig að ekki þurfi að umgangast íslenska hagkerfið eins og fíkni- efnasjúkling í hvert sinn sem að kreppir. Mörður Árnason Höfundur er formaður Græna nets- ins, umhverfissamtaka í tengslum við Samfylkinguna. HVAMMSSKÓGUR SKORRADAL DÖNSK NÚTÍMA HÖNNUN Erum að reysa þessi sýningarhús að Hvammskógi 43 og Hvammskógi 13, húsin eru til sölu og verða tilbúin nú í sumar. Söluaðili Þórhallur sími 896-8232. Sjá einnig: www.livora.is og www.gardatorg.is Háteigsvegur 30 - 105 Reykjavík Opið hús í dag kl. 14:30 - 15:00 Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is Glæsileg og mikið endurnýjuð 264,2 fm, 9 herbergja efri sérhæð ásamt bíl- skúr á þessum eftirsótta stað mið- svæðis í Reykjavík. Eignin skiptist í hæð og ris. Gengið er úr sérinngangi uppá hæðina sem skiptist í eldhús, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þrjár stofur, geymslu og þvottahús. Í risi eru þrjú svefnherbergi og snyrting. Eignin er nútímalega innréttuð með eikar plankaparketi og flottri lýsingu. Stór lóð til suðurs. Laus strax. Makaskipti á minni eign skoðuð. Verð: 68 millj. Sölumaður Stórborgar á staðnum. Í einkasölu 250 fm einbýlishús á frá- bærum stað. Innbyggður bílskúr. Húsið er hannað af Einari Ólafssyni arkitekt hjá Arkitekto.is og innan- húsarkitektinum Hallgrími Friðgeirs- syni hjá Glámu/Kím. Húsið er byggt í hæsta gæðaflokki, allar innrétting- ar sérsmíðaðar. Granít borðplötur. Öll tæki frá Miele. Ljós hönnuð af Helga í Lúmex. Baðherbergin eru tvö með glæsilegum innréttingum. Axor hreinlætistæki sem eru ítölsk hönnun. Svefnherbergin eru 4 og öll vel rúmgóð. Þvottahús er með vandaðri inn- réttingu og hannað með það í huga að vera með tæki í vinnuhæð. Eldhús- ið er sérlega glæsilegt með eldaeyju. Lóðin er frágengin með hellulögðu bílaplani og stéttum umhverfis húsið. Mjög stór timbuverönd úr harðvið með steyptum skjólveggjum. Möguleg skipti á ódýrari eign. V. 98 m. Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason 896 5221. Hvannakur – glæsihús í Garðabæ Akraland Garðabæ - glæsilegar lóðir í skiptum Í einkasölu 750 fm lóðir við Stórakur (verð 23,9 millj.) og Sunnakur (verð 29 millj.) (neðsti botnlanginn). Til afhend. strax. Möguleiki að taka bíl eða minni eign upp í kaupverð. Upplýsingar veitir Bárður 896 5221. , ,í morgungjöf?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.