Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BEINT samhengi var milli stuðning Íslands við innrásina í Írak og ís- lenskra varnarmála, þ.e. veru Bandaríkjahers hér á landi. Þetta kemur fram í grein Vals Ingimund- arsonar, sagnfræðings, í bókinni Uppbrot hugmyndakerfis. End- urmótun íslenskrar utanríkisstefnu, 1991-2007 sem er nýkomin út. Þannig segir að íslenskir embætt- ismenn í Reykjavík og Washington hafi tengt Íraksstríðið og íslensk varnarmál saman með því að benda á að það væri ekki forsvaranlegt að þrýsta á stuðning íslenskra stjórn- valda við innrásina ef að á sama tíma stæði til að draga úr viðbúnaði Bandaríkjahers á Íslandi. Ein af röksemdunum var að Ísland, sem eitt „hinna viljugu“, gæti orðið skot- mark hryðjuverkamanna. Bandarísk stjórnvöld áttuðu sig á, samkvæmt grein Vals, að stuðningur Íslands við innrásina kynni að verða „nokkru verði keyptur“ en gáfu þó aldrei til kynna að sú ákvörðun að kalla orr- ustuþoturnar á brott yrði tekin til endurskoðunar. Athygli vekur að þrátt fyrir þetta lögðu íslensk stjórnvöld áherslu á það strax í byrj- un apríl 2003 að stuðningurinn við Íraksstríðið hefði ekkert með orr- ustuþoturnar að gera og komu þeim skilaboðum til bandarískra stjórn- valda. Davíð ofmat samningsstöðuna Valur vitnar í óbirt bréfa- samskipti George W. Bush, Banda- ríkjaforseta, og Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands og heldur því fram að Davíð hafi of- metið samningsstöðu íslenskra stjórnvalda þegar hann hótaði því að segja varnarsamningnum upp ef dregið yrði úr herviðbúnaði hér á landi. Trúverðugleiki íslenskrar ut- anríkisstefnu hafi beðið hnekki þeg- ar ekki var staðið við margítrekaðar hótanir um uppsögn varnarsamn- ingsins. „Davíð Oddsson taldi að herinn væri hér „til að verjast óviss- unni“, enda var vonlaust að halda því fram að einhver bein hernaðarógn steðjaði að landinu. Hann var hins vegar ekki reiðubúinn að skilgreina nánar hvað fjórar orrustuþotur gætu gert ef hér skapaðist hættu- ástand. Bandaríkjamenn héldu því fram að herbúnaðurinn kæmi ekki að neinum notum ef landið yrði fyrir árás og væri ekki til varnar þeim hermönnum sem þeir höfðu á Ís- landi,“ segir í greininni þar sem jafn- framt kemur fram að íslensk stjórn- völd hafi lagað utanríkisstefnu sína að ráðandi orðræðu í alþjóðamálum. Fyrst áttu orrustuþoturnar fjórar að vera einhvers konar vörn gegn fram- tíðaróvissu en síðar, eftir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september, hafi þær átt að hafa fæl- ingarmátt gegn hryðjuverkum. „Vafalaust hafa ráðamenn gert sér ljóst að þoturnar skiptu ekki sköp- um. En þeir vissu að yrðu þær kall- aðar á brott yrði nánast ekkert eftir af herstöðinni vegna þess að nær öll starfsemin snerist um þær með beinum og óbeinum hætti,“ segir í greininni. Tvíbent afstaða Halldórs Valur bendir á að Halldór Ás- grímsson hafi verið mildari í afstöðu sinni gagnvart kröfum Bandaríkja- manna um niðurskurð en Davíð og m.a. lagt til ákveðnar tilslakanir. Davíð vildi hins vegar ekkert gefa eftir. Að sama skapi voru Halldór og Davíð ekki einhuga þegar kom að stuðningi við Íraksstríðið. Davíð fór aldrei leynt með þá skoðun sína að fylgja ætti Bandaríkjamönnum að málum og í greininni segir að varla hafi annað hvarflað að honum en að ganga alla leið í stuðningi við Banda- ríkin þegar stjórn George W. Bush fór fram á það. Í bréfaskiptum við Kjell Magne Bondevik, þáverandi forsætisráðherra Noregs, sex vikum fyrir innrásina, hafnaði Davíð alfarið þeim hugmyndum að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu meiri tíma til vopnaeftirlits í Írak sem og að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna ætti að samþykkja sérstaka ályktun um heimild til innrásar. Halldór var hins vegar mun treg- ari til, enda vildi hann að ný ályktun frá öryggisráðinu lægi fyrir auk þess sem mun meiri andstaða var við stríðsrekstur í Framsóknarflokkn- um en í Sjálfstæðisflokknum. Hann lét þó til leiðast að lokum. Þegar bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að Ísland væri á lista hinna „vilj- ugu þjóða“ dró Halldór hins vegar strax í land og gerði að því skóna að stuðningurinn væri ekki eins mikill og Bandaríkjamenn héldu fram. Í greininni segir að bandarísk stjórnvöld hafi sett fram ákveðnar kröfur mánuði fyrir innrásina, m.a. að fá fullan aðgang að Keflavík- urflugvelli. Utanríkisráðuneytið vildi hins vegar að framlag Íslands yrði skoðað í samhengi við framlag annarra ríkja en stjórnvöld settu sig þó ekki upp á móti þeirri leynilegu aðgerð Bandaríkjamanna að flytja útlagasveit Íraka frá Bandaríkj- unum í gegnum Ísland, áleiðis til Íraks í lok febrúar 2003. Samningsstaða Íslands engin Í grein Vals segir að þrátt fyrir persónulega velvild George W. Bush í garð Davíðs Oddssonar hafi hern- aðarhagsmunir Bandaríkjanna ráðið að lokum og lagatúlkun Bandaríkja- manna á varnarsamningnum farið eftir því. Samkomulagið sem gert var þegar herinn fór héðan hafi bor- ið þess merki að samningsstaða ís- lenskra stjórnvalda var engin. Bandaríkjamenn höfnuðu öllum ósk- um um að einhverjir hermenn yrðu hér á landi og það eina sem íslensk stjórnvöld fengu út úr viðræðunum um hervarnir var almenn áætlun Bandaríkjamanna um öryggi Ís- lands á neyðartímum, ákvörðun um reglubundna samráðsfundi hátt- settra embættismanna og fallist var á að hér á landi yrði haldin ein her- æfing á ári. Samkvæmt grein Vals hefði ís- lenskum stjórnvöldum sennilega ekki boðist betri lausn en Banda- ríkjamenn voru reiðubúnir að styðja á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) á árunum 2003-2004, þ.e. að einhver bandalagsríki kæmu að lof- ferðaeftirliti á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hefðu þá þurft að gefa sig fyrr í deilunni. Herinn fór þrátt fyrir allt  Bein tengsl voru milli stuðnings Íslands við innrásina í Írak og tilrauna stjórnvalda til að tryggja áfram- haldandi viðveru Bandaríkjahers  Davíð Oddsson, þá forsætisráðherra, ofmat samningsstöðu Íslands Morgunblaðið/ÞÖK Einn fáni í stað tveggja Varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður árið 1951 og í framhaldinu var opnuð varnarstöð á Miðnesheiði. Bandaríkjamenn tóku einhliða ákvörðun um að hætta starfsemi þar árið 2006. Morgunblaðið/Einar Falur Ekkert blóð Stuðningur Íslands við innrásina í Írak olli miklum deilum hér á landi og efnt var til fjölmennra mótmæla. Morgunblaðið/Jim Smart Deilt um varnir George W. Bush vildi ekki veikja stöðu Davíðs Oddssonar en á endanum réðu hernaðarlegir hagsmunir. BANDARÍKJAMENN gerðu ým- islegt til að afla málstað sín- um stuðnings að því er fram kemur í umfjöllun Vals. Sett var upp sérstök fjölmiðlaáætl- un árið 2003. Elizabeth Jones, þáverandi aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, var falið að ræða við Styrmi Gunn- arsson, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, og Boga Ágústsson, þáverandi forstöðu- mann fréttasviðs Ríkisútvarps- ins. Tveimur dögum síðar áttu síðan blaðamenn þessara tveggja miðla að fá viðtal við Colin Powell, þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Bandaríkjamenn gengu svo langt að koma með tillögu um hvaða blaðamenn það skyldu vera. Fleiri liðir í áætluninni voru að bjóða þremur fjölmiðla- fulltrúum til Washington og síðar sex íslenskum áhrifa- mönnum í NATO-ferð til Bruss- el til að kynna sér starfsemi bandarísku herstjórnarinnar í Evrópu. Þessar ráðagerðir fóru hins vegar út um þúfur, að því er fram kemur í grein Vals, og fundurinn með Styrmi og Boga hafði engin áhrif á framgang málsins, nema að ljóst var að ritstjóri Morgunblaðsins feng- ist ekki til að ganga erinda Bandaríkjamanna að þessu sinni. Fjölmiðlaáætlun fór í vaskinn ÍSLENSK stjórnvöld réðu tvisv- ar sinnum bandaríska hags- munaverði (lobbýista) til að afla málstað sínum í deilunni um orrustuþoturnar fylgis í Washington. Sá fyrri, James Kuhn, mælti m.a. með því að stjórnvöld stofnuðu til tengsla við bandaríska þingmenn og taldi alls óvíst að bandaríska utanríkisráðuneytið kæmi í veg fyrir að orrustuþoturnar yrðu kallaðar á brott. Í grein Vals segir að lítið hafi komið út úr starfi Kuhns. Íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið mikið tillit til ráðlegginga hans. Jafnframt hafi farið mjög í taugarnar á bandarískum embætt- ismönnum að Íslendingar skyldu ráða hagsmunavörð til að ganga erinda sinna. Í fótspor Mike Tyson Það sama átti við þegar ís- lensk stjórnvöld réðu Sig Ro- gich, litríkan almannatengil af íslenskum ættum, sem upp- haflega bar nafnið Sigfús. Nafn hans varð hvað þekktast þegar hnefaleikarinn Mike Ty- son réði hann til að bæta ímynd sína eftir að hann beit hluta af eyra andstæðings síns árið 1997. Ekki var það þó ástæðan fyrir því að íslensk stjórnvöld ákváðu að veðja á þennan hest heldur sérstök tengsl hans við Bush- fjölskylduna. Rogich hafði ver- ið sendiherra hér á landi í nokkra mánuði árið 1992 en var síðan kallaður heim til Bandaríkjanna til þátttöku í kosningabaráttu George Bush eldri. Hins vegar breytti ráðn- ing hans litlu um samninga- viðræður Íslands og Bandaríkj- anna. Réðu tvisvar hagsmunaverði Hingað til hefur því verið haldið fram að Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafi tekið ákvörðun um stuðning við Íraksstríðið þegar ósk um það barst frá bandarískum stjórnvöldum 18. mars 2003. Í grein Vals kemur hins vegar fram að daginn áður hafi bresk stjórnvöld fengið grænt ljós frá Íslandi. Halldór hefur sagt opinberlega að hann hafi lagt blessun sína yfir að Ísland yrði á lista hinna viljugu þjóða í tengslum við ríkisstjórnarfund hinn 18. mars. Hins veg- ar ber heimildum Vals ekki saman um hvort Halldór hafi í raun gefið samþykki sitt á þeim tímapunkti, þ.e. áður en bandaríska sendiherranum var tilkynnt að Ísland væri með á listanum. Síðar um dag- inn færði sendiherra Íslands í Washington bandarískum stjórnvöldum þau skilaboð að bæði forsætisráðherra og utanrík- isráðherra stæðu að baki ákvörðuninni. Bresk stjórnvöld fengu grænt ljós 17. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.