Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 17
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 17 Sólskin og sumar er eitthvað sem sumir eiga í bernskuminningunni, en nú annað sumarið í röð linnir ekki sólskinsstundum og blíðviðri og allir eru afskaplega glaðir. Sumir vilja meina að þetta sé afleiðing mengun- ar sem við mennirnir á jarðarkringl- unni eigum þátt í að blása út í and- rúmsloftið. Hvað sem því líður njótum við, sem búum hér á norður- hjaranum, blíðviðrisins. Og ekki finnst Grundfirðingum ástæða til að kvarta yfir veðrinu þetta sumarið.    Hvert skemmtiferðaskipið af öðru kemur inn á Grundarfjörðinn og far- þegarnir sem ekki fara í útsýnisferð fyrir Snæfellsjökul spranga um í góðviðrinu og unga fólkið sem vinn- ur í áhaldahúsinu fær það hlutverk þegar skipakomur eru, að skemmta ferðamönnunum með því að leika álfa og huldufólk, bónda og vinnuhjú og sumir jafnvel jólasveina. Saman syngja þau síðan íslenska þjóðvísur og sýna dans í stíl með tilþrifum. Þetta fellur vel í kramið hjá erlendu ferðamönnunum sem jafnvel taka sér smá gönguferð með álfkonunum til að skoða bústað þeirra í kletti ofar í byggðinni.    Sögumiðstöðin sem þjónar hlut- verki safns, upplýsingamiðstöðvar og kaffihúss blómstrar sem aldrei fyrr og fékk nýverið fimm þúsund- asta gestinn í heimsókn og var hon- um tekið með kostum og kynjum. Á þessu sumri eru það heiðurshjónin Óli Jón Ólafson og Steinunn Haf- steinsdóttir sem halda úti kaffihús- inu Emil í Sögumiðstöðinni í fyrsta sinn og láta vel af umferðinni um sali hússins og afgreiða kaffi og heima- bakað til þakklátra kúnna.    Unglingalandsmót í umsjón HSH (Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu) verður haldið í Grundarfirði um verslunarmanna- helgina að ári og undirbúningur fyr- ir það kominn á fullt skrið. Þökulagning svæða fyrir fótbolta- velli stendur yfir og undirbúningur fyrir lagningu tartanbrauta um- hverfis íþróttavöll fer senn í gang. Ljóst er að Íþróttamiðstöð sem reisa átti í Grundarfirði með stærri úti- sundlaug en nú er til staðar verður ekki til notkunar á þessu unglinga- landsmóti. En að sjálfsögðu miðast framkvæmd unglingalandsmótanna við það að menn sníði sér stakk eftir vexti á hverjum þeim stað sem ung- lingalandsmótið er haldið og þau sveitarfélög sem eru innan vébanda héraðssambandsins sem tekur að sér framkvæmdina vinni saman eins vel og kostur er að gera umgjörðina um mótið sem glæsilegasta því ung- lingalandsmótin hafa þegar sýnt það og sannað að þau hafa mikið for- varnargildi. GRUNDARFJÖRÐUR Gunnar Kristjánsson fréttaritari Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Gestgjafar Unga fólkið í áhaldahús- inu hefur það hlutverk að skemmta gestum skemmtiferðskipa. Séra Hjálmar Jónsson leikur golf„eins og tími vinnst til þessa dagana“. Um daginn fóru hann og Friðrik Sophusson hringinn á Urriðavelli. „Ég stillti mig ekki um að lýsa töktum félaga Friðriks. Hann sýndi það aftur og aftur að hann bjargar sér, jafnvel í mjög þröngri stöðu: Friðrik er fimur til spari og flestum er markvissari. Í „rough-ið“ hann sló en reif sig upp þó og púttaði fyrir pari. Kvartað var undan veðri, en það gekk á með hvössum skúrum. Svo birti upp eitt andartak, nógu lengi til að hleypa af þessari vísu: Landið vantar víða skjól, vona ég að lygni. Á Urriðavelli er alltaf sól þótt annars staðar rigni. Gylfi Þorkelsson leit atburðarásina öðrum augum: Friðrik er fimur, til spari fer hann gjarnan offari. Í Veranna ró reif upp grastó og fórnaði grágæsapari. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Af golfi og töktum Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is Í versluninni Valrós á Akureyrier að finna fatnað eftir hönn-uðinn Kristínu Kristjáns-dóttur. Merkið hennar Ryk er afar vinsælt og þá ekki hvað síst „fuglakjólarnir“ sem hún hannar. Kristín mun bráðlega opna verslun samnefnda merkinu í hjarta Reykjavíkur. „Þegar ég var 13 ára ákvað ég að ég ætlaði að verða fatahönnuður og að merkið ætti að heita Ryk,“ segir Kristín. „Mér fannst Ryk einfalt og smart nafn sem fólk myndi muna. Nafnið er líka þannig að ég vissi að fólk myndi pæla í því, enda fæ ég oft spurninguna: „Af hverju ryk?“.“ Um svipað leyti og Kristín fann nafnið, fór hún að ganga í sínum eigin fatnaði. Það færðist svo yfir í að hún fór að sauma fatnað á sig og vinkonur sínar og segir Kristín þær undantekningarlaust hafa farið á skemmtistaðina í hennar fötum. Að loknu stúdentsprófi frá hönn- unar- og textílbraut VMA árið 2004 fór hún í klæðskeranám. Því námi lauk hún sl. vor og útskrifaðist sem kjólaklæðskeri frá Iðnskólanum í Reykjavík. Kristín hefur selt eigin föt frá því hún hóf nám við Iðnskólann: „Fyrstu jólin eftir að ég byrjaði í skólanum ákvað ég að selja fatnað svipaðan því og ég hafði áður verið að sauma. Ég saumaði þá 15 flíkur sem kláruðust fyrsta daginn sem þær voru til sölu. Þannig að ég mátti fara heim aftur og sauma meira.“ Kjólar og hversdagsföt Í kjölfar þess var Kristín með fatnað í versluninni Sirka og svo í Valrós, þar sem hún er nú til húsa. „Þetta gengur alveg ótrúlega vel,“ viðurkennir hún. Á meðal þess sem Kristín saumar undir merkinu Ryk eru kjólar af ýmsum gerðum. Hún er einnig með hversdagsföt, boli, kjóla, jakka, vesti og hárbönd. Allt eingöngu fyrir dömur. Í fatn- aðinn notar hún m.a. efni sem hún flytur sjálf inn frá New York og London. Vinsælustu kjólar Kristínar bera skrautlegt fuglamynstur á brjóst- kassanum. Í þá kjóla notar Kristín kímónóefni frá Japan: „Þeir vilja reyndar ekki selja efnið heldur bara heila kímónóa. Þannig að ég flyt þá inn heila og klippi efnið í kjólana. Þetta eru þeir kjólar sem ég legg mesta áherslu á í dag.“ Nú í haust mun Kristín opna verslunina Ryk á Klapparstíg 35, þar sem umræddir kjólar verða til sölu ásamt fleiri flíkum. „Undirbún- ingur verslunarinnar er á fullu núna. Ég er að safna upp lager og sinna sérpöntunum. En verslunin mun opna um mánaðamótin sept- ember-október.“ Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Ryk „Þetta gengur alveg ótrúlega vel,“ segir Kristín Kristjánsdóttir sem er hér í einum fuglakjólanna í versluninni Valrós á Akureyri. Fuglakjólarnir vinsælir Rykstúlkan 2008 Jara Sól Guðjónsdóttir er módel fyrir Ryk. Smart Kristín hannar margar gerð- ir kjóla og sinnir sérpöntunum. „Flíkurnar kláruðust fyrsta daginn sem þær voru til sölu. Þannig að ég mátti fara heim og sauma meira.“ Flott Fataverslun Kristínar verður opnuð á Klapp- arstíg í september. SKAPANDI SKRIF með Þorvaldi Þorsteinssyni 18. - 28. ágúst nokkur sæti laus Framhaldsnámskeið! 1. - 11. september skráning hafin Leiðbeinandi er Þorvaldur Þorsteinsson leikskáld og barnabókahöfundur (Skilaboðaskjóðan, Blíðfinnsbækurnar, And Björk, of course..., Vasaleikhúsið) Nokkrar umsagnir þátttakenda: "Frábært námskeið sem opnar nýja sýn á lífið og tilveruna." "Fær mann til að hugsa upp á nýtt!" "Ófyrirgefanlega gaman og nærandi fyrir sálina..." Námskeiðið fer fram í Rope Yoga setrinu í Laugardal Nánari upplýsingar á kennsla.is og í síma 822 3699 Skráðu þig núna á kennsla.is! tíska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.