Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 11
Komið til móts við efnaminni fjölskyldur Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is FYRR í sumar bárust fréttir af því að efnaminna fólk í Reykjavík nýtti sér hin svokölluðu frístundakort mun síður en þær fjölskyldur sem meira fé hafa milli handanna. Stjórn ÍTR samþykkti í júní að taka á mál- unum. Áttu að hafa jafna möguleika Grunnhugmyndin að baki frí- stundakortunum er sú að börn hafi jafna möguleika á að stunda tóm- stundir, óháð fjárhag foreldra. Því skýtur skökku við að það séu einmitt börn í efnaminnstu fjölskyldunum sem síst nýta sér kortin. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri ÍTR, þekkir vel til frí- stundakortsins. Hann segir nýt- inguna sem slíka vera á áætlun, en gert sé ráð fyrir að um 70% barna í Reykjavík nýti sér kortið við árslok. Aðspurður hvað borgin ætli að gera til að koma til móts við börn sem ekki geti notað kortið vegna fjárhagsstöðu foreldranna bendir Gísli á tvær leiðir. Annars vegar er 5% þess fjármagns sem Reykjavík- urborg setur í frístundakortin eyrnamerkt hópastarfi með börnum sem ekki nýta sér kortin. Þannig mynda félagsmiðstöðvarnar og ýmis félög hópa sem börn geta sótt í eftir hentugleika, t.d. hóp þar sem krakk- ar geta leikið sér í fótbolta eða hóp fyrir börn innflytjenda. Hins vegar bendir Gísli á forvarnar- og fram- farasjóð, sem ætlað er að þróa nær- umhverfi íbúðahverfa. Í sjóðinn set- ur borgin um 100 millj. á ári og hefur stór hluti umsókna í hann tengst verkefnum með krökkum sem ekki nýta sér hin hefðbundnu úrræði. Gísli telur að skýringanna á minni notkun meðal efnaminna fólks sé m.a. að leita í því að þótt foreldrar fái 25 þúsund króna styrk kosti margar tómstundir samt sem áður meira. Þannig kosti ýmis tóm- stundaiðja um 100 þúsund á ári. Stefán Jóhann Stefánsson, vara- borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, benti á vandann í ræðu sinni í borg- arstjórn. Hann telur lausnina fyrst og fremst fólgna í aukinni upplýs- ingagjöf, en hann hafi orðið var við að ákveðinn hópur væri að missa af niðurgreiðslunum vegna þess að hann ætti einhverra hluta vegna í erfiðleikum með að sækja um. Í HNOTSKURN »Í maílok hafði styrk veriðráðstafað fyrir 9.501 eða um 195 millj. króna. »127 félög eru nú aðilar aðkortinu. » Í könnun ÍBR á hverjirværu að nota kortið kom fram að þeir sem hefðu meiri menntun og hærri tekjur væru mun líklegri til að nýta kortið. »Þá var mikill munur ánotkuninni eftir hverfum, en hann kann t.d. að skýrast af aðstöðumun í hverfunum. Frístundakortin síður notuð hjá þeim efnaminni Morgunblaðið/Árni Sæberg Að leik Frístundakort eru frekar notuð af vel menntuðum tekjuháum fjöl- skyldum heldur en tekjuminni. Vilji er til að koma til móts við seinni hópinn. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 11 FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FYRIR tæplega hálfri öld var Ant- on Ottesen háseti á varðskipinu Ægi, sem þá tók breska togarann Aston Villa í landhelgi og færði til hafnar á Ísafirði. Skömmu síðar sá Anton að greint var frá stöðunni í ensku knattspyrnunni í íþróttafrétt- um dagblaðsins Vísis eftir leiki helg- arinnar og tók eftir að Aston Villa var á töflunni. Honum var sagt að bátar hétu oft eftir liðum og síðan hefur Aston Villa verið hans lið í ensku knattspyrnunni. „Það var nú ekki mikið gert úr þessu þá en nóg til að ég hef staðið með liðinu síð- an.“ Anton Ottesen, bóndi á Ytra- Hólmi II og fyrrverandi oddviti í Innra Akraneshreppi í áratugi, er forfallinn Aston Villa-aðdáandi og bíður spenntur eftir að sjá lið sitt mæta FH í fyrri leik þeirra í 2. um- ferð forkeppni UEFA-keppninnar á fimmtudag. „Það eru ekkert nema Púllarar eða Manchester-menn í kringum mig og þeim finnst lítið til míns liðs koma en mér er slétt sama – ég styð það í gegnum sætt og súrt og hef gaman af þessu.“ Aston Villa í bak og fyrir Fyrir rúmum áratug hóf Anton silungarækt í tjörnum vestan við Akrafjall. Hann lætur reykja silung- inn og gefur vinum og vandamönn- um. Á umbúðunum er sérstakt merki, sem hann lét útbúa. Á því er mynd af silungi og þar stendur: Aston Villa. Anton á Hólmi. Reykt- ur silungur. Anton fer á skak þegar vel viðrar og auðvitað heitir báturinn Aston Villa. „Ég hef veitt vel og um daginn fékk ég til dæmis um 40 þorska á skömmum tíma. Ágætismatarfisk.“ Aston Villa lék á móti Val fyrir margt löngu en Anton sá ekki þann leik. „Ég fór ekkert suður og hef ekki heldur farið út til að sjá liðið leika en strákarnir hafa keypt ým- islegt tengt Villa á ferðum sínum og gefið mér. Nágranni minn gaf mér líka treyju.“ Hann bætir við að hann hafi verið fastagestur á heima- leikjum Skagamanna í áratugi og auk þess farið á bikarúrslitaleiki þegar Skaginn hafi átt hlut að máli. En Aston Villa á hug hans allan. „Ég sit reyndar ekki mikið yfir leikjum nú orðið en fylgist alltaf með úrslitunum. Þetta hefur ekki verið of spennandi undanfarin ár en þeir voru fínir í fyrra. Baldvin Jóns- son hjá Bændasamtökunum er ann- ar Villa-aðdáandi og hann er allur inni í þessum foringjum og nöfnum en ég er ekkert inni í þeim.“ Forfallinn aðdáandi Anton Ottesen hefur haldið með enska liðinu Aston Villa í nær hálfa öld. Hann tengir bæði bát og silungarækt við félagið. Tók Aston Villa í landhelgi  Hefur haldið með Aston Villa í nær hálfa öld  Báturinn og umbúðirnar með nafni félagsins Morgunblaðið/Golli Hefur Anton Ottesen reynt að auka fylgið við Aston Villa? Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi hann gefið Gísla Gíslasyni, þá- verandi bæjarstjóra á Akranesi, og öðrum sveitarstjórnarmönnum merki en ekki til að útbreiða boð- skapinn. „Þetta er bara til gamans gert,“ segir hann. S&S Heimsferðir bjóða ein- stakt tilboð á einn vin- sælasta áfangastað Costa Brava strandarinnar við Barcelona, Lloret de Mar. Gist er á Hotel Eugenia, sem er hótel með góðri aðstöðu, garði, sundlaug og veitinga- stað. Stutt í golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma og svölum eða verönd. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Lloret de Mar 12. september Ath. aðeins örfá herbergi í boði! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 59.990 með fullu fæði Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með fullu fæði á Hotel Eugenia *** í 7 nætur, 12. september. frá kr. 59.990 Ótrúlegt tilboð! Vikuferð m/fullu fæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.