Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.2008, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI UPPSELT ÖRFÁ SÆTI LAUS STÆRSTU OG BESTU ÆVINTÝRIN ERU EINFALD- LEGA ÓDAUÐLEG! BRENDAN FRASER JET LI “...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.” “...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”. - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ KUNG FU PANDA kl. 1:30 - 3:40 m/ísl. tali LEYFÐ THE MUMMY 3 kl. 5:50D - 8D - 10:30D B.i. 12 ára DIGITAL THE LOVE GURU kl. 8 - 10 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tal kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL DARK KNIGHT kl. 5 - 8 - 10:50 POWERSÝNING B.i. 12 ára KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 4 LEYFÐ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af! “…einhver besta teiknimynd sem ég hef séð.” – kvikmyndir.is FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ ...umhugsunar- og athyglisverðasta teiknimynd í áratugi...” “WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...” S.V. Morgunblaðið THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 3:40 - 6 - 8D - 10:30D B.i. 12 ára THE MUMMY 3 kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 - 8 - 8:20 - 10:50 B.i. 12 ára THE DARK KNIGHT kl. 2 - 5 LÚXUS VIP MAMMA MIA kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Þeir sem þekkja mig vel vitaað ég mun seint þykjamanna skemmtilegastur og fjörugastur. Þessi pistill kemur mínum fáu og þolinmóðu vinum varla á óvart. En hér er hún komin, greinin þar sem ég hendi steinum úr gler- húsi, og fjalla um það fjör sem vantaði í gleðigöngu Hinsegin daga. Síst af öllu vil ég særa göngufólkið, sem af hugsjón og elju stendur fyrir þessari líflegu hátíð ár eftir ár. Og það er ekki að gangan hafi ekki verið skemmti- leg, rétt eins og fyrri ár, en eitt og annað má betur fara. Vinur er sá er til vamms segir, sagði einhver.    Eitt sem vantar sárlega er aðrífa áhorfendur betur með í fjörið. Það er kannski þetta kalda og lokaða eðli skandínavans sem veldur því að við sem horfðum á gönguna vorum flestöll þögul og alvarleg, með hendur meðfram síð- um. Það heyrðist varla í áhorf- endum fyrr en rétt undir lokin að galdrakarlinn Páll Óskar kom eins og stuðrúsína í pylsuendanum. Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með Palla, hvernig hann hefur ekkert fyrir því að rífa upp fjörið hvar sem er og hvenær sem er. Kannski ætti Páll að fara fyrir göngunni frekar en reka lestina, því fjörið sem hann nær að galdra fram myndi líklega endast öllum atriðunum sem á eftir koma. Eða þarf Páll kannski að veita öðru göngufólki smá leiðsögn í grunn- atriðum stuðsköpunar?    Er jafnvel ráð að dreifa flautumog hrossabrestum til áhorf- enda, svo þeir geti látið í sér heyra án þess að hafa of mikið fyrir því? Það er auðvitað stórt skref fyrir hæfilega bældan Íslending að hrópa reifur og glaður fyrsta „vúhúúú!“-ið. Mikið auðveldara er að skekja hrossabrest eða blása í flautu, svona til að gefa fjörið og gleðina til kynna með einhverju móti. Mætti máski huga að því að gera í göngunni eins og þeir gera í tón- leikasölum sumstaðar úti í heimi, og fela klappara hér og þar í skar- anum. Kannski þarf ekki nema einn fjörugan ísbrjót á hver gatna- mót til að opna sálartetur kaldra og hljóðra afkomenda Grettis og Egils upp á gátt, svo gangan um- breytist í eitt allsherjarkarníval þar sem áhorfendur taka þátt frek- ar en að fylgjast bara óvirkir með.    Svo eru það gönguatriðin sjálf.Þó gangan hafi að sögn skipu- leggjenda verið stærri í ár en áður þá hafa atriðin í göngunni oft verið áhugaverðari. Hver man t.d. ekki eftir peysufatavagninum hér um árið og sjómannavagninum? Tvær einfaldar og yndislega skemmti- legar hugmyndir sem bæði minntu á hvað fjölbreytileikinn leynist víða og vöktu fjör meðal áhorfenda án þess að hátalararnir væru stilltir á mesta hávaða.    Það situr ósköp fátt eftir afgönguatriðunum í ár. Trans- hópurinn var kannski með hvað áhugaverðasta ádeilu en umgjörð- in var agalega lágstemmd hjá þeim. Enginn vagn eða atriði stendur upp úr í minningunni sem sérstaklega fyndinn, skemmti- legur, pólitískur eða listrænt áhugaverður. Kannski háði það göngunni að hafa ekki aðgang að smíðaverk- stæði eins og fyrri ár. Það þarf auðvitað aðstöðu og efni til að gera virkilega skemmtilegt atriði og ekki allir sem hafa það sem þarf í bílskúrnum heima.    Sumum þykir það ef til villkjánaleg hugmynd en það kann að vera að það vanti meiri samkeppni í gönguna. Þetta gera þeir í Ríó og virðist heldur betur virka. Ef veitt væru verðlaun eða viðurkenning fyrir besta vagninn, skörpustu ádeiluna og jafnvel drottning göngunnar krýnd gæti það gerst að keppnisandinn myndi hvetja göngufólk til að gera enn þá betur. asgeiri@mbl.is Hendur niður með síðum AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson » Það heyrðist varla íáhorfendum fyrr en rétt undir lokin að galdrakarlinn Páll Ósk- ar kom eins og stuðrús- ína í pylsuendanum. Morgunblaðið/G.Rúnar Sjáðu kallinn! Sumir áhorfendur brosa, aðrir horfa á einbeittir og alvörugefnir, jafnvel með hendur krosslagðar. HINN nýfæddi sonur leikarans Matthew McConaughey mun læra á brimbretti um leið og hann lærir að ganga. Þetta segir móðir hans, Ca- mila Alves. Litli drengurinn, sem heitir Levi, kom í heiminn hinn 7. júlí síðastliðinn og móðir hans er staðráðin í að láta hann fylgja í fót- spor föður síns sem er þekktur fyrir áhuga sinn á brimbrettum. „Levi fer í fyrstu kennslustundina um leið og hann byrjar að labba,“ sagði Alves í viðtali, en hún er bras- ilísk fyrirsæta. Reuters Myndarleg Matthew McConaughey og unnusta hans Camila Alves. Snemma beygist krókurinn SAMTÖK hags- munafélaga fatl- aðra í Bandaríkj- unum létu frá sér tilkynningu í gær þar sem fólk er hvatt til að snið- ganga gam- anmyndina Tro- pic Thunder sem væntanleg er í kvikmyndahús og skartar Ben Still- er í aðalhlutverki. Eru fatlaðir óánægðir með mynd- ina þar sem þeir telja hana gera ósmekklegt grín af fólki með and- legar fatlanir. Myndin segir af hópi stórleikara frá Hollywood sem vinna við tökur á stríðshasarmynd. Fyrir röð óhappatilviljana gerist það svo að leikararnir standa frammi fyrir því að þurfa að berjast fyrir lífi sínu. Talsmaður DreamWorks, sem framleiðir myndina, sagði fjöl- miðlum að myndinni væri ætlað að gera grín að öfgum Hollywood og feli grínið meðal annars í sér að sögupersónurnar fara á köflum yfir strikið. Ætlunin sé þó ekki að gera grín að eða særa fólk með fatlanir. Fatlaðir sniðganga Ben Stiller Ben Stiller

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.