Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 6
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÉG BAUÐ Guðjóni Friðrikssyni að setja athugasemd hans á vef- síðu mína, matthias.is, og vísa í hana úr dagbókarfærslunni. Hann samþykkti það og er því full sátt okkar á milli og málið úr sögunni. Ég fagna þeirri niðurstöðu,“ segir Matthías Johannessen, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur hafði farið þess á leit við Matthías að hann fjarlægði rangar staðhæfingar um sig á vefsíðunni matthias.is. „Matthías hringdi í mig og við ræddum saman. Ég ætla að skrifa athugasemd sem fer inn á síðuna og ég er sáttur við þá niðurstöðu, málið er því leyst,“ segir Guðjón. Guðjón kenndi aldrei í Ármúla Í dagbókarfærslum sínum á net- inu, á slóðinni matthias.is, skrifar Matthías um að Guðjón hafi lækk- Haustið 1973 hóf hún nám í Ár- múlaskóla, þá 14 ára gömul. Þá skrifaði hún nýja ritgerð um ljóða- gerð Matthíasar, þar sem hún þekkti vel til efnisins. Hún segist hafa fengið lága einkunn fyrir og því leitað til fyrrverandi kennara síns við Langholtsskóla, Jennu Jensdóttur, sem hafi tekið málið upp við fræðslustjóra Reykjavík- urborgar. Ósanngjörn einkunn Magnús Jónsson, þáverandi skólastjóri Ármúlaskóla, kallaði í kjölfarið allar ritgerðir inn. Farið var yfir ritgerðirnar og kom í ljós að einkunn Jóhönnu var ósann- gjörn og ekki reist á faglegu mati. Var einkunnin því næst leiðrétt. Þegar Jóhönnu voru sýndar myndir af Guðjóni gat hún ekki staðfest að um Guðjón hefði verið að ræða. Aðrir fyrrverandi nem- endur og fyrrverandi kennarar gátu ekki staðfest að Guðjón hefði nokkru sinni kennt þar, en rætt var við sex kennara auk yfirkenn- ara sem störfuðu í skólanum frá árinu 1973 og áfram. Magnús Jónsson, sem var skóla- stjóri Ármúlaskóla á þessum tíma, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki kannast við þetta mál.  Guðjón Friðriksson ritar athugasemd inn á vefsíðu Matthíasar Johannessen og þeir skilja sáttir  Fyrrverandi kennarar og nemendur Ármúlaskóla kannast ekki við að Guðjón hafi kennt þar Guðjón og Matthías sættust Í HNOTSKURN »Guðjón Friðriksson skrif-aði grein í Morgunblaðið sl. föstudag þar sem hann sagði skrifin um sig á vefsíð- unni „lygaþvælu“. »Gömul skólasystir Guðjónsúr menntaskóla sem kenndi í Ármúla á þessum ár- um kannast ekki við að Guðjón hafi „nokkru sinni stigið fæti inn í Ármúlaskóla“. að einkunn Jóhönnu Eiríksdóttur, þá nemanda í Ármúlaskóla, úr 9 niður í 4 fyrir ritgerð sem hún skrifaði um ljóð Matthíasar. Vísar Matthías í samtal sem hann átti við Jennu Jensdóttur rithöfund í október 1998. Guðjón neitar því að hafa kennt í Ármúlaskóla. Í sam- tali við Morgunblaðið sagðist Guð- jón hafa kennt í Laugalækjarskóla frá 1970-1972 og eftir það hafið störf við Menntaskólann á Ísafirði. Jóhanna staðfesti allt sem kom fram í dagbók Matthíasar annað en nafn kennarans. „Þetta var tilraunaverkefni í gagnfræðadeild Langholtsskóla vorið 1973 og ég var 14 ára gömul. Ég skrifaði svo aðra ritgerð um Matthías þegar ég var nemandi í Ármúla og fékk þá óvenju lága einkunn fyrir,“ segir Jóhanna, sem nú starfar sem flugfreyja. Jó- hanna segist ekki muna hvaða kennari það var sem gaf henni þessa lágu einkunn. Heimsótti Matthías „Við máttum velja okkur eitt ljóðskáld og kynna okkur allt um hann, ég valdi mér Matthías. Ég fór meðal annars á skrifstofur Morgunblaðsins til þess að taka við hann viðtal,“ segir Jóhanna. Grein Guðjón bað Matthías að fjarlægja rangfærslur. Matthias.is Þar birtir Matthías dagbækur sínar. 6 MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Akureyri | Fjórir liðsmenn ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik voru heiðraðir sérstaklega á Akureyrarvöku fyrir framgöngu sína í Peking. Það voru þeir Arn- ór Atlason, Guðjón Valur Sig- urðsson, Hreiðar Levi Guðmunds- son og Sverre Jakobsson, en allir hafa þeir verið leikmenn hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar um lengri eða skemmri tíma. Leikmennirnir fengu við- urkenningarskildi frá Akureyr- arbæ fyrir ómetanlegt framlag sitt til handknattleiksíþrótt- arinnar og þau jákvæðu áhrif sem þeir hafa haft á akureyrska íþróttaæsku. Sverre Jakobsson veitti við- urkenningunni viðtöku fyrir hönd fjórmenninganna í Listagilinu á Akureyri fyrir framan mikinn fjölda fólks og var honum fagnað vel og innilega. hsb@mbl.is Fjórir norð- anmenn heiðraðir Silfurmaðurinn Sverre Jakobsson. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is SAMNINGAFUNDUR ljósmæðra og ríkisins sem fram fór í gær skil- aði engum árangri. Ljósmæður eru svartsýnar á að lausn finnist á kjaradeilu þeirra við ríkið. Annar fundur hefur verið boðaður klukk- an tvö í dag. „Við höfum ekki orðið vör við neina viðleitni af hálfu ríkisins til að leysa þetta mál, og það eru okk- ur mikil vonbrigði,“ sagði Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljós- mæðrafélags Íslands (LMFÍ). Launin 25% lægri „Við erum alveg tilbúin til að skrifa undir samning sem er sam- bærilegur við þá sem aðrar stéttir Bandalags háskólamanna (BHM) hafa skrifað undir við ríkið. Það er bara þannig að við ljósmæður fáum 25% lægri laun en aðrar sambæri- legar stéttir og slíkt er einfaldlega óviðunandi í okkar augum.“ Guðlaug var ekki bjartsýn á að fundurinn í dag myndi skila mikl- um árangri. „Okkur virðist ekki vera sýndur mikill skilningur og ef fundurinn á morgun [í dag] verður eins og þessi sem var að klárast, þá höfum við ekki mikla ástæðu til bjartsýni.“ Erfitt að segja fyrir um þróunina Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að því miður hefði samkomulag ekki náðst á fundinum í gær. Um ástæðu þess hve erfiðlega gengur að ná sáttum í málinu sagði Gunn- ar samningsaðila einfaldlega eiga erfitt með að koma til móts hvor við annan. „Það voru þó ýmsar tillögur uppi á borðinu hjá okkur og við reynum bara að halda áfram með þær og vonast til að málið muni þokast eitthvað áfram.“ Aðspurður hvort hann væri bjartsýnn á að niður- staða fengist fljótlega í kjaradeil- unni sagði Gunnar: „Það er alltof erfitt að spá um hvernig þetta mun ganga.“ Verði ekki samið á næstunni hefjast verkfallsaðgerðir ljós- mæðra á miðnætti á miðvikudag. Fyrsta verkfallið mun standa í sól- arhring. Þá eru fjögur önnur verkföll skipulögð seinna í mánuðinum sem öll verða lengri en það fyrsta. Verkföllin munu beinast gegn sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum og heilsugæslustöðvum í rekstri ríkisins. UM 98-99% ljósmæðra sam- þykktu tillögu stjórnar LMFÍ um boðun verkfallsaðgerða. Metþátt- taka var í atkvæðagreiðslunni en yfir 90% atkvæðisbærra ljósmæðra tóku þátt í henni. Ljósmæðranám á Íslandi er tveggja ára nám að loknu BS-prófi í hjúkrunarfræði eða sambærilegri menntun. Það er ennfremur lagt að jöfnu við meistaragráðu. Svartsýni í kjaradeilu  Samningafundur ljósmæðra og ríkisins í gær skilaði engu  „Við höfum ekki orðið vör við neina viðleitni af hálfu ríkisins til að leysa þetta mál“ Í HNOTSKURN »Samningafundur ljós-mæðra og ríkisins í gær skilaði engum árangri. »Annar fundur hefur veriðboðaður klukkan 14:00 í dag. Ljósmæður eru svartsýn- ar á að lausn muni fást í mál- inu í dag. ÍSLENDINGUM fer stöðugt fjölgandi og nú stefnir í metár í fæðingum. Árið 2007 var afskaplega nálægt því að verða metár. „Árið í fyrra var mjög stórt ár og þá munaði aðeins einni fæðingu að það væri það stærsta frá upphafi,“ segir Guðrún Eggertsdóttir, yfirljós- móðir á Landspítalanum. Þá komu 3.129 börn í heiminn á fæðingardeild Land- spítalans við Hringbraut. Tölur frá 28. ágúst síðast- liðnum benda til 14% aukningar frá sama tíma á síðasta ári. Guðrún segir þetta hafa verið annasamt ár í starfi. „Allir mánuðirnir hafa verið mjög stórir og júlí sló til að mynda öll met. Þá fæddust 319 börn hérna á deild- inni hjá okkur.“ Íslendingar frjósamir sem aldrei fyrr Morgunblaðið/G.Rúnar Fæðingardeild Guðríður Ingvarsdóttir ljósmóðir hugar að Fríðu Rut Hallgrímsdóttur, verðandi móður. Enok Jón Kjartansson, verðandi faðir, fylgist spenntur með. Árið hefur verið annasamt hjá ljósmæðrum og allir mánuðir stórir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.