Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 13 Landeigandi hefur síðastaorðið um hvaða trjáteg-und er plantað á hverjumstað. Ýmis sjónarmið ráða ferðinni, en eðlilega er notagildi of- arlega í huga bóndans og eins hvern- ig tegundin fellur að landinu. Mest er gróðursett af íslensku birki og jókst notkun birkis mjög með tilkomu Hekluskógaverkefn- isins, sem er nýtt samstarfsverkefni nokkurra aðila, en þar er nær ein- göngu notað íslenskt birki. Samtals eru gróðursettar hátt í tvær millj- ónir birkiplantna á ári hér á landi. Næst á eftir koma rússalerki og sitkagreni, rúmlega milljón plöntur af hvorri tegund, og þar á eftir stafa- fura og Alaskaösp, nokkur hundruð þúsund plöntur af hvorri tegund. Mikil vinna er við gerð áætlunar um hvert ræktunarsvæði, en ráðu- nautur eða áætlanafulltrúi kort- leggur niður í reiti þau svæði þar sem samningur hefur verið gerður um skógrækt. Auk veðurfars hefur hver reitur sín sérkenni hvað varðar landhalla, jarðvegsdýpt og hvort grjót er á yfirborði eða ekki. Þegar því er lokið fer ráðunautur með ákveðnar tillögur til bónda, þannig að haft er samráð um hvað fer í jörð- ina á hverjum stað. Bóndinn hefur síðasta orðið, að sögn Björns Jónssonar hjá Suður- landsskógum, en ráðunautur hefur þekkingu til að segja að ákveðnar tegundir þrífist vel og aðrar hugs- anlega alls ekki á viðkomandi spildu t.d. vegna raka eða jarðvegs. „Þegar skógræktaráætlun hefur verið gerð og við erum búin að lesa landið ligg- ur það nokkuð ljóst fyrir hverju á að planta á hverjum stað,“ segir Björn. Hann segir líka að bóndinn þurfi að gera sér grein fyrir því hvaða hlutverk skóginum sé ætlað; kannski sé honum ætlað meira hlutverk en að ná borðviði eða timbri. Tugir kílómetra af skjólbeltum Þeir sem rækta skjólbelti víða um land eru einnig hluti af landshluta- verkefnunum í skógrækt. Í mörgum tilvikum eru sömu aðilar með skjól- beltaræktun og nytjaskógrækt. Þeir vinna oft sín verk síðsumars og í haust má reikna með að lagðir verði tugir kílómetra af skjólbeltum bara á Suðurlandi af á annað hundrað bændum. Tilgangur með skjólbeltunum er margvíslegur, þau eru notuð til að skýla búfénaði, túnum og korn- ökrum. Ferðaþjónustubændur koma margir upp skjóli í kringum sinn bú- skap. Margir nota skjólbelti sem undanfara skógræktar. Hvert landshlutaverkefni hefur sín sérkenni og áherslur enda eru aðstæður og skógræktarskilyrði mismundandi eftir landshlutum. Heimamenn eiga fulltrúa í stjórn hvers verkefnis og gefur það land- eigendum tækifæri til að taka þátt í mótun og framgangi verkefnisins. Landbúnaðarráðherra og Skógrækt ríkisins skipa einnig menn í stjórn verkefnanna. Falli að landi en skapi einnig sem bestan arð „Val á trjátegundum er og verður alltaf umdeilt, en við viljum reyna að fella skóg sem best að landslaginu, en um leið hámarka arð þeirra sem standa í þessu,“ segir Björn B. Jóns- son, framkvæmdastjóri Suðurlands- skóga. „Hér á Suðurlandi eru það sitka- greni, ösp og fura sem standa sig best, en á Austur- og Norðurlandi er það lerkið. Þegar við skipuleggjum skógrækt horfum við stöðugt meira á það að skógurinn falli vel inn í um- hverfið og blöndum skógana mjög mikið nú orðið, niður í minnstu runna til að skreyta skóga.“ Spurður um háar aspir sem breyta landslaginu víða meðfram þjóðveginum og hvort skórækt- armenn heyri ekki athugasemdir vegna þeirra segir Björn að fólk á landsbyggðinni fagni þessari trjá- rækt frekar en hitt. Hann hafi þó heyrt athugasemdir vegna aspanna sem er að finna meðfram veginum við Flúðir. Það sé þó meira kaffi- stofuspjall heldur en ígrunduð gagn- rýni. „Varðandi aspirnar þá heyri ég á fólki að aspir eigi heima í nytja- skógrækt og ég stend með þeim sem segja að aspir eigi ekki heima í þétt- býli.“ „Ég vil alvöru skóg“ Þröstur Eysteinsson hjá Skóg- rækt ríkisins er spurður hvort þær plöntur sem mest eru notaðar í landshlutaverkefnunum, að birkinu undanskildu, séu ekki gestir eða að minnsta kosti framandi í íslenskri Flóru. Hann segir að þessar teg- undir séu vel aðlagaðar íslenskum aðstæðum og ríkið væri ekki að styrkja þessa grein nema vitað væri að þær vaxa vel hér á landi. Hann er spurður hvort skógrækt- armenn heyrðu ekki gagnrýn- israddir á þessar tegundir. „Vissulega. Þessar raddir um inn- fluttu tegundirnar hafa verið svolítið háværar að undanförnu. Við heyrum hins vegar jafn margar raddir skóg- arbænda og annarra sem segja að ef „þið ætlið að láta mig eingöngu gróð- ursetja birki þá verð ég ekki með. Birkið vex ekkert og hjá mér verður þetta bara kjarr, ég kæri mig ekki um slíkt. Ég vil alvöruskóg ef ég fer að gróðursetja tré á annað borð.“ Við hlustum líka á þessar raddir og reynum svo að finna niðurstöðu sem allir geta verið sáttir við,“ segir Þröstur. „Ég held að það sem eftir stendur sé að hver maður hafi sinn smekk og það sé einfaldlega ekki hægt að sam- ræma smekk fólks,“ segir Þröstur. Nákvæmar áætlanir forsenda ræktunar ÓNEFNDUR áhugamaður um skógrækt hefur ýmislegt að athuga við gróðursetningu á öspum meðfram vegum. „Menn eru að setja aspir í röðum rétt við vegi og ef þessi bannsett té fara að þrífast er verið að biðja okkur að keyra í göngum. Alla leið frá Stóru-Laxá að Flúðum mun ekki sjá til sólar, hvað þá að þú sjáir út fyrir veginn. Eitt er að keyra í skógi, en mér líst ekkert á ef það á skikka mig til að keyra í trjágöng- um,“ segir hann og bætir við: „Hjá sumum skógræktarmönnum er tré skilgreining á orðinu fegurð.“ Er tré sama og fegurð? Á SÍÐUSTU árum hafa stöðugt meiri kröfur verið gerðar til bænda í skógrækt. Á það við ýmsa umhverfisþætti og ekki síst skipulagsmál sem orðin eru flóknari en áður og ekki er lengur sjálfgefið að sá sem vill fara út í nytjaskógrækt fái leyfi sveitarstjórna til þess. Umhverf- ismat er nauðsynlegt fari land undir skógræktarverkefni yfir 200 hektara stærð og þarf bóndinn að bera kostnað við matið. Á myndinni er Guðmundur, bóndi í Selsundi, við haustgróðursetn- ingu á birki í lúpínubreiðu í nágrenni Heklu. Birki er mest notað í landshlutaverkefnunum og nær eingöngu í verkefni sem kennt er við Hekluskóga. Sjálfsáning birkis hefur aukist mjög hér á landi á síðustu árum með minnkandi beit búfjár og hlýnandi veðurfari. Skógrækt- arfrömuður hafði á orðið að sjálfsáningin væri afkastamesta skóg- ræktin um þessar mundir. Sjálfsáning afkastamikil Birki mest notað, en einnig yfir millj- ón plöntur árlega af rússalerki og sitkagreni  Á vegum Héraðs- og Austurlands- skóga eru um 150 skógræktarsamn- ingar í gildi auk styrkja til skjól- beltagerðar. Upphaf landshlutaverkefnis í skógrækt má rekja til Héraðsskóga árið 1990. Tekist hefur að eyða biðlistum fyrir austan. Landið sem notað er til skóg- ræktar er allt frá 20 hekturum, sem er lágmarks, upp í yfir 200 hektara. Ólöf Sigurbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri Héraðs- og Austur- landsskóga, segir að lerkið sé mest notað, en á síðustu árum hafi lauftré eins og birki og íslenskur reynir ver- ið notuð í auknum mæli, og þá ekki síst niðri á fjörðum þar sem að- stæður eru aðrar en á Héraði. Einn- ig er það gert til að skapa fjölbreytni og til að fegra ásýnd skóganna. Ólöf segir að fjárveitingar hafi ekki hækkað á milli ára og það hafi haft í för með sér að ýmis verkefni hafi mætt afgangi, eins og t.d. grisjun og stígagerð en staðið hafi verið við samninga um gróðursetningu. Austurland  Suðurlandsskógar hafa gert samninga við 274 bændur eða land- eigendur, þar af eru um 150 í skjól- beltaræktun. Bændur planta allt upp í 100 þúsund plöntum á ári, en sumir planta ekki árlega og eru þær upphæðir sem bændur fá mjög mismunandi, en samningar eru gerðir til 40 ára. Bóndi sem gróð- ursetur 100 þúsund plöntur fær tæplega tvær milljónir króna fyrir gróðursetningu og áburðargjöf. Suðurlandsskógar útvega plöntur og það efni sem nota þarf við fram- kvæmdir og er það afhent eftir ströngum reglum. Ríkiskaup sjá um útboð á plöntum og efni. Tilraunir með að frysta plöntur hafa gefist vel. Björn Jónsson, framkvæmda- stjóri Suðurlandsskóga, segir að sitkagreni sé mikið notað í ræktun á Suðurlandi og margir líti á það sem framtíðartré í skógrækt í fjórð- ungnum, en einnig sé mikið notað af birki og öðrum trjátegundum eins og ösp, furu og reynivið. Suðurland  Samningum hefur ekki fjölgað mikið í ár hjá Norðurlandsskógum, en skógræktarsamningar eru nú 146 talsins og um 100 samningar hafa verið gerðir um skjólbelti. Brynjar Skúlason hjá Norðurlandsskógum segir að þar á bæ hafi menn haldið að sér höndum vegna þess að raun- gildi fjárveitinga hafi staðið í stað eða lækkað. Biðlisti muni lengjast, en 10-15 sæki um að komast í skóg- rækt árlega. Þá fækki þeim plöntum sem verði gróðursettar í ár um 2-300 þúsund og verði um 1.200 þúsund. Hann segir að plöntusamningar séu vísitölutryggðir og vegna aukins kostnaðar verði þeir færri en áður sem fái það plöntumagn sem þeir óska eftir. Brynjar segir að árið hafi verið einstaklega gott fyrir skóg- ræktendur og árangur fari stöðugt batnandi. Á Norðurlandi var mest notað af lerki og þá gjarnan í upp- hafi skógræktar á jörðum. Birkið hefur sótt á og auk gróðursetningar dreifir það sér víða sjálft. Norðurland  Flestir skógræktarsamningar sem gerðir hafa verið á Vesturlandi eru við bændur í Borgarfjarðarsýslu og Dalasýslu. Alls hafa verið gerðir 105 skógræktarsamningar og um 125 samningar um skjólbelti. Í ár verða trúlega gerðir fimm nýir samningar. Biðlisti er eftir að komast af stað og í ár hefur ekki verið hægt að anna eft- irspurn þeirra sem eru byrjaðir. „Undanfarin fjögur ár hefur fjár- veiting smátt og smátt verið að rýrna, ýmist hefur hún staðið í stað miðað við raunverð eða ekki náð krónutölu ársins á undan. Þetta er þvert á það sem gert var ráð fyrir, því menn höfðu ætlað sér að þrepa upp í áföngum,“ segir Sigvaldi Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Vest- urlandsskóga. Í ár verði tæpur helmingur gróðursettur af því sem gróðursett var í fyrra, tæplega 400 þúsund plöntur í ár á móti um 870 þúsund í fyrra. Mest er gróðursett af sitkagreni og stafafuru, en lerki og birki komi þar á eftir. Vesturland  Skjólskógar á Vestfjörðum hafa nokkra sérstöðu og í upphafi var óvissa um hvort aðstæður vestra hentuðu til nytjaskógræktar. Áður en lagt var í verkefnið fyrir um ára- tug var leitast við að svara því hvort það væri eftirsóknarvert. Nið- urstaðan var sú að þetta væri fýsi- legur kostur og var ekki síst horft til þess að hagstætt gæti verið að rækta beitarskóga og einnig skjólskóga. Áhrif veðurfars var sérstaklega kannað, en alla tíð hafði veður nán- ast eingöngu verið metið vestra með tilliti til sjósóknar. Nú hafa 52 samn- ingar verið gerðir og eru sumir bændur með blandaða ræktun, þ.e. beitarskóga, nytjaskóga og skjól- belti. Átta bændur eru á biðlista eftir að komast að og í ár hefur ekki tek- ist að standa við samninga um fram- kvæmdahraða. Birki er útbreiddast í ræktun Vestfirðinga, en síðan greni og lerki, sem hefur staðið sig vel, að sögn Sæmundar Þorvaldssonar framkvæmdastjóra. Vestfirðir í nær 20 þúsund hektara | Trén falli að landinu og skapi sem mestan arð | Mikil verðhækkun á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.