Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 25
Ég og fjölskylda mín sendum Magga, börnunum, svo og öllum að- standendum, innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um hetjuna hana Guðnýju verði þeim styrkur í sorg- inni. Þóra Sigríður. Ég sá þig, Guðný, sitja í stólnum er sumarblærinn lék um vanga, skynjaði ei, hve Guð minn góður mér gefið hefur – að lifa, ganga. Heilsaði þér – um hjartað fann ég heljartakið – sárra vona. Mundi allan myndarskapinn magnaða, sterka, hrausta kona. Nú ertu frjáls sem fuglinn sjálfur fljúgandi höfin milli stranda. Öll við lifum eilífðina – upp og heim til frelsislanda. Þig heim ég sótti hérna megin, hafðu þökk – mér mat að bjóða. Fyrir góðar gjafir þínar þér Guð hefur búið staðinn góða. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Vígþór og Sjöfn. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 25 Atvinnuauglýsingar Litla jólabúðin Óskar eftir starfskrafti í fullt starf. Þarf að geta byrjað strax. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til lindsay@simnet.is Raðauglýsingar 569 1100 Þjónusta Málarar Málarar geta bætt við sig verkefnum. Húsfélög, fyrirtæki, vönduð vinnubrögð. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 695-1918. Tilboð/Útboð Lóðir & lagnir Einn verktaki í allt verkið Tökum að okkur verk fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga. Grunnar, hellu- lagnir, snjóbræðslulagnir, dren, skolplagnir, lóðafrágangur, jarðvegsskipti, fleyganir, smágröfuleiga o.fl. Gerum föst verðtilboð. Guðjón, sími 897 2288. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Píanó óskast. Óska eftir að kaupa gamaldags píanó eða Píanettu í brúnum lit. Upplýsingar í síma: 896 3362 eða senda mynd á thorao@mbl.is. Heilsa Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuðum LR-kúrinn er ótrúlega einfaldur og öflugur. Engin örvandi efni notuð. Dóra - 869-2024, www.dietkur.is Húsnæði í boði Flat on Geneva Lake 30sqm+balcony, summer & alpinpa- radise in Thonon, 30km from Geneva. http://thonon.blogdog.se, price 144.000 Euro. 3.5 hours by train to Paris or Milano. Tel.+46.8.205156 . Atvinnuhúsnæði 100 fm skrifstofuhúsnæði til leigu í Síðumúla. Gott húsnæði, hagstæð leiga. Uppl. í síma 896-8068. Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Sumarhús Rotþrær, heildarlausn (“kit”) á hagstæðu verði. Sérboruð siturrör, fráveiturör og tengistykki. Einangrunarplast og takkamottur. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211. Heimasíða: www.borgarplast.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Einstakt tækifæri!!! Nýtt og stórglæsilegt 60 fm sumarhús í Munaðarnesi. Verð 18.9m. Skipti möguleg. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. Rnr.112575. Frekari upplýsingar í síma 562-1717 og 899-3715. Námskeið Windows Vista áfangi hefst 15. sept. Undirbúningur fyrir MCTS próf 70-620 í nýju prófgráðukerfi Micro- soft. Rafiðnaðarskólinn www.raf.is Microsoft IT Academy Námstækni kynnir námskeið, þjónustu Námstækni ehf. kynnir námskeið og ráðgjafaþjónustu í Rvk. 8. sept. PhotoReading - Blómstraðu! - Feng Shui! Uppl.: www.namstaekni.is Skráning: namstaekni@namstaekni.is Þjónusta PLEXIFORM.IS OG BÓLSTRUN Dugguvogi 11 Leðurbólstrun og viðgerðir á sætum. Bakkmyndavél og skynjarar fyrir bíla. Framleiðum standa fyrir fartölvu, bæklinga, nafnspjöld og blaðafolda o.fl. sími 555 3344. Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Teg. VEGA - glæsilegar buxur í S,M,L,XL á kr. 1.990,- Teg. MAJA - mjög flottar í S,M,L,XL á kr. 1.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán-fös 10-18, lau 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is. Nýkomið úrval af dömuskóm úr leðri, skinnfóðruðum. Stærðir: 36 - 42 Verð: 8.975.- og 8.985.- Misty skór Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið: mán - fös. 10 - 18. Ath lokað er á laugardögum í su- mar. Góð þjónusta, fagleg ráðgjöf. Málningarvinna Þaulvanur málari ætlar að bæta við sig verkefnum í sumar. Inni og úti. Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann- gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318. Bílar Toyota Corolla ´93 1.3 5d, ek 196þ.Verð 110.000. S. 868 2647. Toyota Avensis árg. 2002 vvt.i Dráttark. endurnýjað púst, smurbók, ný skoðaður, sparneytinn og fallegur bíll, ekinn 108 þ. verð 980 þ. sími: 699-3181 / 588-8181 Námsmannabílinn Nissan Almera, árg'99. ek.128 þús km. Beinskiptur. Vetrar-og sumardekk fylgja. Sparneytinn eðalkaggi í skólann. Verð 300 þús. Nánari upplýsingar í síma 696-0915. Ökukennsla Glæsileg kennslubifreið Subaru Impreza AERO 2008, FWD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, bilaskoli.is Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i ´07. Bifhjólakennsla. 8921451/5574975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Kæri vinur, nú þeg- ar leiðir skilur er mér efst í huga þakklæti til þín. Ég vil þakka þér samfylgd þína á lífsins leið þar sem viska þín og góð- mennska í bland við gáska og gleði hafa varðað veginn. Viska þín hefur verið mér nokkurs konar andleg leiðsögn um, hvernig skuli bregðast við þegar í ölduróti lífsins koma upp erfiðar aðstæður. Ég kalla fram ímynd þína, ímyndin er: hvernig skyldi hann Aðalbjörn Benediktsson ✝ Aðalbjörn Bene-diktsson fæddist á Aðalbóli í Miðfirði 23. júlí 1925. Hann lést á Landspítal- anum 13. ágúst síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Fossvogskirkju 21. ágúst. Aðalbjörn leysa þetta mál? Ég set mig í þær stellingar, sem ég ímynda mér að þú hefðir sett þig í, lækka róminn, set al- vöruþunga í röddina, segi nokkur vel valin orð, þar sem engu að síður það, sem ekki er sagt, segir meira en það, sem er sagt, hlut- irnir skiljast og málið leysist. Á lífsins leið hef ég stundum staðið frammi fyrir svo háum brekkum að mér hefur jafn- vel fundist um megn að komast yfir þær en þegar þannig var komið réttir þú ávallt fram kærleiksríka hjálparhönd og gerðir á þann hátt leiðina mýkri undir fæti og auðveld- ari yfirferðar. Kæri vinur, fyrir þetta er ég þér ótrúlega þakklátur. Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu’ ekki, hvað sem á dynur, að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur. (Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson) Þú naust þess að vera úti í nátt- úrunni, sjá túnin grænka og grasið gróa, – að vaka yfir búfénaði þínum, – að vera góður bóndi, – að vera á meðal sveitunga þinna og vera þar fremstur meðal jafningja. Þú hafðir ríkar tilfinningar gagnvart öllu því er líf bóndans og íslenskt bænda- samfélag einkenndist af, þú lifðir lífinu sem slíkur og það gaf því til- gang. Þínar næmu tilfinningar gagnvart öllu í umhverfinu voru aðdáunarverðar og verum þess minnug að líf hinna tilfinningalausu einkennist af tilfinningaleysi, ekk- ert er eins dapurlegt og líf án til- finninga. Gömul hyggindi segja „það kem- ur maður í manns stað“, svo má vera en það á ekki við um þig. Þú varst einstakt góðmenni og sannur höfðingi er gegndi einstæðu hlut- verki í spilverki lífsins. Kæri vinur, það mun enginn taka þitt sæti eða fylla þitt skarð í huga mér. Ég mun alltaf geyma minningu þína með mér og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér þann tíma er við áttum saman. Þú varst og munt alltaf vera vinur minn, ég mun sakna þín. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Vertu sæll kæri vinur og þakka þér samfylgdina, þú varst sannur vinur. Ég veit að þú munt njóta aðdáunar og virðingar á vegferð þinni hér eftir sem hingað til. Kæra Guðrún, dætur og aðrir að- standendur, samúðarkveðjur til ykkar allra. Tómarúm er eftir en minningin um mikinn og góðan mann fyllir upp í það skarð. Ljós heimsins mun vaka yfir ykkur og veita ykkur þá birtu og hugarró er þið þarfnist til að takast á við þá sorg er fylgir fráfalli mæts manns. Jón Tryggvi Kristjánsson. Meira: Mbl.Is/Minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.