Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2008 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KYNNING OG VIÐTÖL Kynningarfundur 3. september kl. 12.30–13.15 á Radisson SAS Hótel Sögu. Útflutningsráð heldur kynningarfund með Ruth Bobrich, viðskipta- fulltrúa við sendiráð Íslands í Berlín, þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: • Hvaða atvinnugreinar eru í mestum vexti í Þýskalandi? • Hvaða atvinnugreinar eru áhugaverðastar fyrir íslensk fyrirtæki? • Hvaða væntingar hafa þýsk fyrirtæki til sinna samstarfsaðila? Fundurinn er ætlaður öllum sem vilja fræðast nánar um þennan markað eða hafa hug á að stunda viðskipti þar. Viðtöl 4. og 5. september mun Ruth hitta fulltrúa fyrirtækja sem vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins. Auk Þýskalands eru umdæmislönd sendiráðsins: Króatía, Pólland og Búlgaría. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands, Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita: Andri Marteinsson, verkefnisstjóri, andri@utflutningsrad.is og Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is. ÞÝSKALAND – LAND TÆKIFÆRANNA www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Ég held að það sé mikluvænlegra fyrir mark-aðinn að búa til fjórðabankann sem er það öfl- ugur að hann getur náð sér í fjár- magn á alþjóðlegum markaði og látið til sín taka,“ segir Agnar Hansson, bankastjóri Icebank. Hann telur sameiningu smærri fjármálafyrirtækja ákjósanlegri þróun en að þeir renni inn í stóru viðskiptabankana. Agnar segir að fjórða aflið á fjár- málamarkaðnum, auk Glitnis, Landsbankans og Kaupþings, þurfi að vera með meira en 100 milljarða króna í eigið fé og traustan inn- lánsgrunn. Icebank er með tæpa 11 milljarða í eigið fé. „Það er ekki hagkvæmt lengur að vera með mörg lítil fjármálafyr- irtæki. Allt reglugerðarumhverfið, samskipti við opinbera aðila eins og Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, gerð MiFID skýrslna og fleira er kostnaðarsamt. Í góðæri þegar eignir margfaldast í verði geta fyr- irtæki staðið undir þessu. Það þarf hins vegar engan vísindamann til að sjá eftir að hafa farið ofan í reikninga nokkurra sparisjóða að reksturinn hefur gengið afleitlega undanfarin ár. Það er alveg ljóst að því mun fylgja einhver sársauki að rétta reksturinn við,“ segir Agnar. Sjálfviljugir eða neyddir Miðað við núverandi ástand telur Agnar spurninguna í raun vera þá að annaðhvort ganga menn í þetta verk sjálfviljugir eða verða neyddir til þess. „Hvað ætla menn að þrá- ast við lengi?“ spyr hann. „Ef sama þróun heldur áfram, og stærstu sparisjóðirnir verða étnir upp af stóru bönkunum er spari- sjóðakerfið búið. Ef við viljum halda rekstri sparisjóðanna áfram er hægt að hugsa sér að stór öfl- ugur sparisjóður eða sparisjóða- banki verði til á suðvesturhorninu. Einingarnar úti á landi geta haldið einhverju sjálfstæði en fá stuðning frá Reykjavík varðandi flest sem snýr að rekstrinum eins og áhættu- stýringu.“ Spurningin sem blasir þá við er hvort sparisjóðakerfið sé ekki úr sér gengið og geti ekki tekist á við þá erfiðleika sem blasa við. Agnar telur ekki. „Það eru til sparisjóðir úti um alla Evrópu og Bandaríkin ennþá. Sparisjóðakerfið er í prinsippinu ekkert annað en sjálfseign- arstofnun þar sem menn í héraði koma saman og byrja að leggja inn peninga og lána fólki og smærri fyrirtækjum. Sparisjóðir eru kannski ekki aflið til að fara í magnaða útrás. En geta verið til sparisjóðir úti um landið? Já, af hverju ekki? Með stuðningi frá stórum aðila á höfuðborgarsvæðinu er það mögulegt.“ Agnar bendir á að sparisjóðirnir hafi oft lagt peninga í uppbygging- arverkefni. Þeir eigi til dæmis um 50% í VBS fjárfestingarbanka og rúm 20% í Saga Capital auk ann- arra fyrirtækja. Hann vil fátt segja um mögulegt samstarf eða samein- ingu þessara aðila. Sparisjóðir þjappi sér saman „Það er ekkert óeðlilegt að sjá fyrir sér að vilji sparisjóðir þjappa sér saman og reyna að gera eitt- hvað að þeir horfi á þessi dótt- urfélög sín og reyni að þjappa þeim saman. Eru Icebank og VBS besta fyrsta skrefið í einhvers konar upp- byggingu á fjórða banka? Ég veit það ekki alveg,“ svarar Agnar. Hvort Saga Capital hafi verið fyrsti kostur segir hann að Saga sé mjög spennandi félag í ljósi þess að eiginfjárhlutfallið þar sé mjög hátt. Og það myndi nýtast sparisjóða- kerfinu mjög vel að fá Sögu inn til samstarfs. Í síðustu viku samþykktu stofn- fjáraðilar BYR sparisjóðs að breyta rekstrarforminu í hlutafélag og sú vinna er líka hafin í Sparisjóði Keflavíkur. Spurningin er hvort þessir tveir sparisjóðir ásamt Ice- bank og huganlega smærri fjár- málafyrirtæki séu grunnurinn að fjórða stóra bankanum á höf- uðborgarsvæðinu sem Agnar sér fyrir sér. „Ég held að það væri skemmti- legri þróun fyrir íslenskan fjár- málamarkað heldur en að Byr færi inn í Glitni eða Landsbankann og Sparisjóður Keflavíkur inn í Kaup- þing. Ef það gerist verður enginn fjórði banki til. Þetta er líka um- hugsunarefni ef við ætlum að halda hér sjálfstæðri mynt og einhverjum gjaldeyrismarkaði. Þegar gjaldeyrismarkaður var opnaður voru níu aðilar á milli- bankamarkaði. Við erum farin að eygja það að geta tekið þátt í milli- bankamarkaðnum en erum samt með alltof lítinn eiginfjárgrunn til þess að geta verið alvöruþátttak- endur. Ég held að það væri gott fyrir dýptina á markaðnum að fjórði aðilinn kæmi þar inn. Þrír eru augljóslega ekki mjög margir,“ segir Agnar. Eitt besta ár Icebank Bankastjórinn er sáttur með rekstur Icebank það sem af er ári þrátt fyrir erfiðleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hann segir þetta að sumu leyti besta ár Ice- bank. „Vaxtatekjur og vaxtamunur er hærri en hann hefur nokkurn tíma verið. Vaxtamunurinn er nán- ast tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ég veit ekki til þess að nokkur banki sé að skila því,“ segir Agnar. Icebank hét áður Sparisjóða- bankinn. Sérstaða bankans felst í því að hafa í 25 ár þjónustað spari- sjóðina, miðlað peningum þeirra og aflað þeim lána í erlendri mynt. Agnar segir að sú sérfræðiþekking sem hafi skapast sé nú nýtt til að þjónusta önnur fjármálafyrirtæki, bæði stóru bankana og smærri verðbréfafyrirtæki. Í Icebank sé sérstaklega horft til fjárstýringar, eins og gjaldeyris- og afleiðumiðl- unar. Þeir keppi ekki í hlutabréfa- og skuldabréfamiðlun og eru ekki með neina eignastýringu. „Þannig að við getum átt við- skipti við alla án þess að þeim finn- ist að við séum að troða þeim um tær eða stela af þeim einhverjum bitum. Þróunin hefur verið sú að miklu meiri velta er í gjaldeyrinum. Árið 2005 og 2006 var veltan frá 30 til 50 milljarðar króna á mánuði. Í júní veltum við 900 milljörðum króna,“ segir Agnar. „Þrátt fyrir að Icebank sé til- tölulega lítill banki njótum við þessarar sparisjóðstengingar ann- ars vegar og að við erum í 25 ár búin að sjá um öll erlend viðskipti fyrir sparisjóðina hins vegar. Við erum með lánalínur að minnsta kosti úti um alla Evrópu. Stórir bankar í Japan og Bandaríkjunum eru með skrifstofur í London sem við erum í samskiptum við. Þetta setur okkur svolítið í annan flokk ef miðað er við önnur lítil fjármála- fyrirtæki sem hafa verið að ein- beita sér meira að verðbréfamark- aðnum.“ Sparisjóðir skulda 30 milljarða Agnar segir að allri erlendri end- urfjármögnun Icebank hafi verið lokið í apríl á þessu ári. Engir gjalddagar séu fyrr en á næsta ári. Efnahagsreikningurinn geti sveifl- ast mikið þar sem fjármögnun Ice- bank snúist fyrst og fremst um að búa til peninga fyrir önnur fjár- málafyrirtæki. Það sem hafi gerst undanfarið sé að misræmi hafi orð- ið í eignum og skuldum sparisjóð- anna inni í Icebank. Nú skuldi sparisjóðirnir Icebank um 30 milljarða króna, mest vegna erlendra skulda. Rúm 70% af efna- hagsreikningnum séu þannig fyr- irgreiðslur til annarra fjármálafyr- irtækja. Ef það kreppi meira að í fjármögnun sé auðveldara að bregðast við vegna þessa. „Við erum búin að byggja upp mikla sérþekkingu í bankastarfsemi á Íslandi. Þó að það blási aðeins á móti núna eigum við auðvitað að halda áfram,“ segir Agnar Hans- son, bankastjóri Icebank. Vill sjá fjórða stóra bankann  Bankastjóri Icebank sér fyrir sér að smærri fjármálafyrirtæki sameinist í stóran banka  Gleypi stóru bankarnir fleiri sparisjóði telur hann sparisjóðakerfið að þrotum komið Morgunblaðið/RAX Sófasportisti Agnar Hansson er mikill áhugamaður um íþróttir, horfir mest á þær en stundar líka golf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.