Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                                                                                                                                                                                            FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is SAMNINGANEFND ríkisins hefur ekki viðurkennt að það eigi fyrst og fremst eða eingöngu að miða við menntun þegar kemur að röðun stétta í launaflokka. Gunnar Björns- son, formaður samninganefndar rík- isins, segir að það eigi miklu frekar að taka mið af „eðli starfa“. Ólík nálgun við þessa hluti virðist eiga stóran þátt í því að kjaradeila ljós- mæðra er í hnút og engin lausn í sjónmáli þrátt fyrir verkfall. Ljósmæður eru ekki fyrsta stétt- in sem fer í verkfall til að „leiðrétta skekkju í launatöflunni“. Grunn- skólakennarar hafa lengi haldið því fram að kennslustarfið sé ekki rétt metið í samanburði við aðrar stéttir. Þroskaþjálfar áttu fyrir fáum árum í harðri kjaradeilu sem háð var und- ir þeim merkjum að ekki væri tekið tillit til menntunar þroskaþjálfa. Leikskólakennarar hafa háð svipaða baráttu og hægt er að nefna fleiri. Gunnar segir að ríkið hafi aldrei lagt eingöngu menntun til grund- vallar við mat á störfum. Miklu frekar sé horft til eðli starfa. Hann bendir á að fyrir 10 árum hafi þessi mál verið rædd við ljósmæður og þá hafi þær lagt áherslu á að ljós- mæðrum yrði ekki mismunað í laun- um eftir því hvað þær hefðu mikla menntun að baki, en elstu ljósmæð- urnar hafa ekki verið í 6 ára há- skólanámi eins og þær yngri. Þarf enga aðlögun til að leiðrétta skekkju Það hefur oft verið viðkvæðið þegar gera á einhverjar kerfislega leiðréttingar á launum, að þetta sé langtímaverkefni sem ekki verði leyst í einum samningum. Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segist geta tekið undir það að þessi launaleið- rétting sé langtímaverkefni. Þessi krafa ljósmæðra sé búin að vera uppi á borðinu í mörgum samn- ingum síðastliðin ár. Nú sé komið að því að gera eitthvað. Hún segist ekki geta skilið hvers vegna það þurfi að vera einhver aðlögun að því að leiðrétta skekkju í launakerfinu. Ef menn viðurkenni að það sé vit- laust gefið eigi menn að laga það og það strax. Aðspurð segir hún að það sé hennar skilningur að samn- inganefnd ríkisins virðurkenni að það sé skekkja í launakerfinu og það halli á ljósmæður. Samt hafi ekki náðst samkomulag um að laga þetta. Kröfur ljósmæðra eru um 25% hækkun launa, en að öðru leyti hafa þær lýst sig tilbúnar að gera sams konar samninga og önnur félög inn- an BHM. BHM gerði fyrr á árinu skammtímasamning sem rennur út á næsta ári. Bæði Guðlaug og Gunn- ar segja að lítil umræða hafi átt sér stað um samning til lengri tíma. Staðan sé erfið og lítið hafi miðað í samningsátt á síðustu fundum. Morgunblaðið/G. Rúnar Stuðningur Fundur var haldinn til stuðnings baráttu ljósmæðra á Austurvelli í gær. Fjölmörg félög hafa sent stuðn- ingsyfirlýsingar við ljósmæður. Meðal þeirra eru Kvenréttindafélagið, náttúrufræðingar, þroskaþjálfar og fleiri. Allt í rembihnút  Í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra er tekist á um hvort eigi að miða við menntun eða „eðli starfa“  Lausn ekki í sjónmáli Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÞAR sem Grænlendingar hafa lýst yfir áhuga á því að veiða hnúfubak að nýju mælir stjórnarnefnd Nammco (Norður-Atlantshafssjávarspen- dýraráðið) með því að heildarkvóti hnúfubaks við Vestur-Grænland árið 2009 fari ekki fram úr 10 dýrum. „Kvóti og hvalur eru komin í sömu setningu,“ segir Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og nýkjör- in varaformaður Nammco og for- maður stjórnarnefndar ráðsins. Nammco fundaði á Grænlandi í vikunni og fór Ásta Einarsdóttir fyr- ir íslensku sendinefndinni. Hún bendir á að ráðgjöfin sé eitt en það sé síðan ákvörðun hvers ríkis fyrir sig hvort það fari eftir henni. Í sumar óskuðu Grænlendingar eftir kvóta hjá Alþjóðahvalveiði- ráðinu fyrir frumbyggja til veiða á hnúfubaki. Vísindanefnd alþjóða- hvalveiðiráðsins samþykkti veiðar á 10 dýrum úr stofninum við Vestur- Grænland enda væru þær vel innan sjálfbærrar nýtingar. Alþjóðahval- veiðiráðið samþykkti ekki tillöguna og var það mikið áfall fyrir Græn- lendinga, þótt þeir hafi ekki veitt hnúfubak í 60 ár. Ásta segir að í kjöl- farið vilji þeir draga sig út úr sendi- nefnd Danmerkur innan alþjóða- hvalveiðiráðsins og leggja þess í stað meiri áherslu á Nammco. Sömu áherslur hafi komið fram hjá Fær- eyingum á fundinum. Ásta segir að íslenska sendi- nefndin hafi óskað eftir því að vís- indanefndin lyki mati á stofnum langreyðar í Norður-Atlantshafi og veitti Íslandi sem fyrr veiðiráðgjöf innan sjálfbærnimarka á þessu svæði. Auk þess hafi verið óskað eft- ir veiðiráðgjöf á hrefnu. Viðamikil talning Í júlí í fyrra fóru fram talningar á sjávarspendýrum í Norður- Atlantshafi, yfirgripsmestu taln- ingar á sjávarspendýrum í heim- inum, og var greint frá framkvæmd- inni á fundinum. Grænland, Ísland, Noregur, Færeyjar, Kanada og Rússland tóku þátt í talningunni og var hún samræmd öðrum talningum sem fóru fram á sama tíma í Banda- ríkjunum og úti fyrir ströndum Vestur-Evrópu. Niðurstöðurnar verða líklega kynntar á næsta árs- fundi. Ísland óskar eftir veiðiráðgjöf á langreyðum og hrefnum innan sjálfbærnimarka Nammco mælir með kvóta á hnúfubaki við Grænland Morgunblaðið/Ómar Kvóti Nammco leggur til að Grænlendingar veiði allt að 10 hnúfubaka 2009. KARLMAÐUR á sextugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir alvarlega árás á eiginkonu sína. Árásina er hann sagður hafa gert í Reykjavík á þriðjudagskvöld. Konan, sem einnig er á sextugs- aldri, var flutt á sjúkrahús með áverka á höfði og var í bráðri lífs- hættu að mati lækna. Gekkst hún undir bráðaaðgerð um nóttina og er nú úr lífshættu. Maðurinn sætir gæslu til 9. sept- ember, en lögregla fór fram á lengra gæsluvarðhald. Héraðsdóm- ur taldi hins vegar nægjanlegt að halda manninum til þriðjudags. Að sögn Friðriks Smára Björg- vinssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins missti konan meðvitund þar sem hún var stödd í öðru húsi en heimili sínu á þriðjudagskvöldið. Grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi veitt henni höfuð- áverkann nokkru fyrr. Friðrik Smári sagðist í samtali við frétta- vef Morgunblaðsins í gær ekki geta upplýst um hvort maðurinn hefði játað á sig verknaðinn né heldur hvort vitað væri til þess að hann hefði áður orðið uppvís að heimilisofbeldi. Var í bráðri lífs- hættu um tíma Maður í varðhald vegna heimilisofbeldis Morgunblaðið/Júlíus MIKILL bruni varð á verkstæði og geymsluhúsnæði verktakafyrirtæk- isins Ístaks á Grænlandi í fyrrinótt. 400 fermetra bygging brann til grunna en ekkert manntjón varð. Tjónið er talið nema tugum milljóna króna. Bruninn varð í öðrum firði norðan við bæinn Sisimiut á vestur- ströndinni, þar sem Ístak er að byggja vatnsaflsvirkjun. Að sögn Lofts Árnasonar, framkvæmda- stjóra Ístaks, er verkstæðisbygging- in og allt sem í henni var gjörónýtt eftir brunann. Mikið mál að endurbyggja Eldsupptök eru ókunn, en fyrst varð vart við brunann á sjötta tím- anum í gærmorgun. Þá var húsið alelda. Svæðið er afskekkt og langt í slökkvilið, svo ekki varð ráðið við eldinn. „Aðalmálið er hjá okkur að koma þessu upp aftur því við erum alveg handalausir þegar þetta er far- ið,“ sagði Loftur í samtali við frétta- vef Morgunblaðsins. Unnið sé að því að koma öðrum búnaði og tækjum til Grænlands. Eldsvoðinn stöðvi vinn- una á staðnum í einhvern tíma en hve lengi sé ekki vitað. Mikið mál sé að koma aðstöðunni upp aftur í eyði- firði sem þessum. onundur@mbl.is Stórbruni hjá Ístaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.