Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 27 ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur (ÍR) er eitt stærsta íþrótta- félag landsins og starfa alls níu deildir innan félagsins. Starf- semi þess hefur verið í Breiðholtinu frá því árið 1970. Allt frá þeim tíma hefur félagið barist fyrir því að fá bætta og betri aðstöðu fyrir starfsemina. Því var stórum áfanga náð þegar félagið fékk úthlutað svæði í Suð- ur-Mjódd. Við sem störfum innan ÍR lítum svo á að stór hluti starfseminnar sé hrein og klár þjónusta við íbúa hverfisins. Því skiptir sú aðstaða sem við getum boðið þátttakendum í starfinu miklu máli. Allir þeir sem hafa kynnt sér starfsemi íþróttafélaga eru sammála um að þar fari fram mikið forvarnarstarf sem skiptir íbúana miklu máli. Til þess að hvetja börn til íþróttaiðk- unar er mikilvægt að félagið nái árangri svo til verði fyrirmyndir en aðstaðan til iðkunar skiptir ekki síður máli. Barátta okkar ÍR-inga fyrir því að fá reist íþróttahús í Suður- Mjódd hefur tekið langan tíma og undanfarin átta ár hefur þetta ver- ið helsta baráttumál þeirra sem starfað hafa innan fé- lagsins. Það er því ekki laust við að manni bregði í brún og verði orða vant við að lesa viðtal við Ólaf F. Magnússon borg- arfulltrúa í 24 stund- um hinn 21. ágúst síð- astliðinn. Þar kallar Ólafur það pólitískt fyrirgreiðsluverkefni að loksins hafi náðst samkomulag á milli borgaryfirvalda og Íþróttafélags Reykjavíkur um byggingu íþrótta- húss sem kemur til með að hýsa stóran hluta af starfsemi félagsins. Í dag er starfsemin dreifð bæði um hverfið sem og í önnur hverfi borgarinnar. Þegar byggingu þessa nýja húss verður lokið mun hins vegar stærsti huti starfsem- innar verða kominn á einn stað, þ.e. í Suður-Mjódd. Það er alls ekki ætlun okkar að gera lítið úr hlut Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að þessum samningi var náð. Vil- hjálmur hefur haft þetta mál á stefnuskrá sinni, bæði þegar hann var í minnihluta sem og í þeim meirihlutum sem hann hefur setið í. Það að kalla þetta mál fyr- irgreiðsluverkefni er til háborinnar skammar fyrir mann sem telur sig berjast fyrir velferðarmálum. Það má vel flokka þá starfsemi og þjónustu sem fram fer innan ÍR undir þá skilgreiningu að teljast velferðarþjónusta, sérstaklega sé litið til þess hversu mikið forvarn- argildi þátttaka í íþróttum hefur. Eins getur þátttaka í íþróttum haft mikið með það að segja hvernig einstaklingum vegnar í líf- inu svo ekki sé minnst á hreyfingu og offitu sem er vaxandi vandamál í samfélaginu. Við hjá ÍR teljum það vera til hagsbóta fyrir samfélagið að vel sé staðið að íþróttaiðkun barna og unglinga því þeirra er framtíðin. Því er þeim stóra hópi sjálf- boðaliða innan félagsins, sem fórn- ar tíma sínum í þágu þess, hrein- lega misboðið með svona yfirlýsingum. En yfirlýsing sem þessi virðist hafa þann eina tilgang að koma óorði á pólitíska andstæð- inga. Við sem störfum í þágu ÍR fráb- iðjum okkur að vera notuð í póli- tískum tilgangi og óskum einungis eftir því að eiga gott samstarf við Reykjavíkurborg um að byggja upp enn betra Breiðholt. Úlfar Steindórsson skrifar um ummæli Ólafs F. Magnús- sonar um ÍR og byggingu íþrótta- húss » Það er því ekki laust við að manni bregði í brún og verði orða vant við að lesa viðtal við Ólaf F. Magnússon borgar- fulltrúa í 24 stundum hinn 21. ágúst Úlfar Steindórsson Höfundur er formaður ÍR. Hvað á Ólafur eiginlega við með þessari yfirlýsingu? EITT helsta bar- áttumál aðstandenda geðfatlaðra í Reykja- vík hefur verið að koma á „Akureyr- armódelinu“ og tryggja þjónustu sam- bærilega þeirri sem Akureyrarbær veitir og fleiri bæjarfélög sem hafa tekið mála- flokkinn að öllu til sín frá ríkinu með þjón- ustusamningum. Þetta langþráða markmið er nú í höfn með þjón- ustusamningi milli rík- is og borgar sem und- irritaður var í síðustu viku. Um þessar mundir er eitt ár síðan ég tók við formennsku í verkefnisstjórn Straumhvarfa, átaks- verkefnis sem komið var á fót til að leysa uppsafnaðan húsnæðisvanda geðfatlaðra og efla þjónustu við þá, en þeir höfðu setið eftir í þessum efnum. Sjálfstæðri búsetu flýtt um ár – biðin senn á enda Húsnæðismálin hefðu mátt standa betur þegar ég tók við verkefninu, sérstaklega á suðvesturhorni lands- ins. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að leysa vanda geðfatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, enda langt komið á landsbyggðinni að leysa húsnæðismál allra sem heyra undir verkefnið þar. Þegar Straum- hvarfaverkefnið hófst voru 84 geð- fatlaðir í Reykjavík sem ýmist bjuggu á stofnunum, hjá aðstand- endum eða í óviðunandi húsnæði vegna skorts á íbúðum með viðeig- andi þjónustu. Með samningnum við borgina og yfirtöku hennar á upp- byggingu á vegum Straumhvarfa verður vandi þessa hóps leystur þeg- ar á næsta ári með hús- næði við hæfi ásamt stuðningi og þjón- ustu.Það er því sérstakt ánægjuefni að öll sú vinna sem lögð hefur verið í að ná samn- ingum er að skila sér í heildstæðri þjónustu við geðfatlaða í Reykja- vík. Reykjavíkurborg mun strax taka að sér alla stoðþjónustu við 44 geðfatlaða Reykvíkinga og tryggja þeim sjálf- stæða búsetu fyrir lok næsta árs, – ári fyrr en áætlað var. Um næstu áramót, þegar allt verk- efnið verður komið til framkvæmda, hefur Reykjavíkurborg tekið að sér þjónustu við 105 geðfatlaða, sem áður heyrðu flestir undir Straumhvörf, og þar með tryggt þeim öllum heildstæða þjónustu sem hentar betur þörf- um hvers og eins. Þetta er viðamesta verkefni á sviði þjón- ustu við geðfatlaða sem sveitarfélag tekur að sér með þjónustusamningi við ríkið enda er um helmingur þeirra sem undir Straumhvörf heyra Reykvíkingar. Nú er verið að und- irbúa sambærilega samninga fyrir geðfatlaða, sem heyra undir Straumhvörf, í umdæmi Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Viðræður við sveit- arfélög um lokaáfangann á því svæði eru á góðum skriði eins og verkefnið í heild. Á ný út í lífið Átaksverkefnið Straumhvörf nær til 160 íbúa á landinu öllu sem útvega átti búsetuúrræði ásamt sérhæfðum stuðningi og stoðþjónustu sem lýtur að atvinnu, menntun, endurhæfingu og annarri dagþjónustu. Verkefnið er nú hálfnað og þegar er búið að taka í notkun eða semja um kaup á húsnæði fyrir 136 manns á landinu öllu. Íbúðirnar verða teknar í notkun á þessu og næsta ári. Auk þessa hef- ur umtalsverðu fé verið varið til að styrkja fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að efla sjálfstæði geð- fatlaðra og veita þeim þjálfun til að takast á við lífið og ná bata. Í sumar útskrifuðust 10 manns af geðdeild fyrir atbeina Straumhvarfa og 12 munu væntanlega útskrifast síðari hluta ársins. Það er því augljóst að verkefnið hefur valdið straum- hvörfum í uppbyggingu búsetuúr- ræða og hverskonar þjónustu fyrir geðfatlaða á landinu. Ég vil í lokin þakka öllum þeim, sem hafa lagt á sig ómælda vinnu við að ná þessum mikilvæga áfanga í þágu geðfatlaðra í Reykjavík og aðstandenda þeirra. Ásta R. Jóhann- esdóttir skrifar um þjónustu við geð- fatlaða í Reykjavík Ásta R. Jóhannesdóttir »Um næstu áramót hef- ur Reykjavík- urborg tekið að sér þjónustu við 105 geðfatlaða, sem áður heyrðu flestir undir Straum- hvörf Höfundur er alþingismaður og formaður verkefnisstjórnar Straumhvarfa. Straumhvörf í Reykjavík MINNINGAR ✝ Valgerður Sig-urðardóttir var fædd 6. sept. 1930 og lést 24. febrúar 2008. Foreldrar hennar voru Sigurður J. F. Benediktsson og Steinunn Jóns- dóttir. Sigurður var fæddur á Krosstekk í Mjóafirði 23. febr. 1898, d. 3. des. 1976. Steinunn var fædd á Vogum í Vopnafirði 16. júlí 1902, d. 14. maí 1969. Systkini Valgerðar eru: 1) Erla Fríðhólm, f. 6.11. 1922. Maki hennar er Hallbjörn Berg- mann Elímund- arson, f. 21.10. 1918. 2) Þórhildur, f. 10.7. 1927. Maki hennar var Friðrik Björnsson, f. 2.3. 1927, d. 17. 1. 2004. 3) Reynir f. 1.6.1929. Maki hans var Hafdís Guð- mundsdóttir, f. 2.11. 1930, þau slitu samvistum. Útför Valgerðar fór fram 4. mars 2008 í kyrrþey frá Fossvogskap- ellu. Hinsta hvíla Valgerðar er í Kópavogskirkjugarði. Elsku Vala mín. Loksins fékkst þú hvíldina. Ég átti margar góðar stundir með þér í gegnum lífið. Mig langar til að rifja upp nokkrar hér: Ég var ellefu ára og þú litaðir hárið á mér rautt. Strax á eftir settir þú svo í mig permanent, ég gleymi aldrei hvað hún Stenna systir var reið þeg- ar hún kom inn, því andlitið á mér var allt rautt, liturinn hafði allur lek- ið úr. Ég man vel tímann sem við áttum saman á síldinni, þá var nú oft mikið fjör og margt brallað. Ein minning, sem fer um huga minn er ég sit hér og hugsa um þig, er þegar við fórum tvær saman norður til Stennu. Við vorum á bílnum hans Friðriks Þórs og það sprakk hjá okkur. Við höfðum það nú af að skipta um dekk en þegar Gulli og Friðrik Þór fóru að skoða dekkin kom í ljós að allar rærnar voru öfugar. Við vorum heppnar að missa ekki dekkið undan bílnum. Í þessum hugrenningum mínum eru allir bíltúrarnir sem við áttum saman. Oftar enn ekki var afi með okkur og við fórum að sækja Erlu Björgu á leikskólann. Ég held ég gleymi heldur aldrei andlitinu á ykk- ur Halla þegar hann Halli Valli var skírður, þið ljómuðuð bæði. Síðast en ekki síst minnist ég jólanna. Meðan afi lifði og þú hafðir enn heilsu til, vorum við öll saman á að- fangakvöld, hjá Erlu og Halla, og svo hjá mér og Rúnari á gamlárskvöld. Þá var nú oft mikið hlegið, spilað og sungið. Ég veit að amma og afi hafa tekið vel á móti þér er þú komst, það er engin spurning. Mig langar sérstaklega að þakka öllu starfsfólki á deild A3 á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Umönn- un ykkar var einstök. Sjáumst, frænka. Þín Þorbjörg Friðriksdóttir (Bobbý). Til minningar um systur mína sem hefði orðið 78 ára í dag, 6. september 2008. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín systir, Þórhildur (Lilla). Mig langar að minnast móður- systur minnar, hennar Völu, sem hefði orðið 78 ára í dag 6. septem- ber. Vala var stórglæsileg kona og sem barn skildi ég ekkert í því hvers vegna hún átti ekki mann og þegar ég spurði hana um það var svarið: Til hvers, ég þarf engan mann, svona get ég gert allt sem mig lang- ar til. Ég var ekki svo gömul þegar ég fór að taka rútuna ein frá Sandgerði til Reykjavíkur og leigubíll frá BSÍ á Lágholtsveginn til afa og Völu. Vala vann hjá BÚR í mörg ár. Ég fékk að fara með henni í vinnuna, þegar verið var að salta síld. Þetta var mikið upplifelsi fyrir níu ára gamla stúlku. Skemmtilegast var að fá silfurpening í stígvélið. Eftir að afi dó tók Vala bílpróf og keypti sér bíl, Skóda sem var app- elsínugulur á litinn. Þá var nú fjör hjá okkur báðum. Við fórum á hverju kvöldi á rúntinn um Seltjarn- arnesið, út á Granda og nágrenni. Mikið var hlegið og gantast í þess- um ferðum. Skemmtilegast þótti mér samt þegar ég fékk að mála hana, þá settist hún í stól inn í stofu og ég sótti allt snyrtidótið hennar. Svo var hún máluð, auðvitað varð ég að prufa allar snyrtivörurnar henn- ar, svo hún var orðin ansi skrautleg þegar líða tók á kvöldið. Ég fékk meira að segja að lita á henni hárið og augnabrýrnar. Sennilega hefur áhugi minn á förðun vaknað þarna. Þegar ég hringdi í hana eftir að ég eignaðist elstu dóttur mína og sagði henni að hún væri búin að eignast nöfnu þá kom bara löng þögn í sím- ann og svo hló hún og sagði: „hvað segirðu?“ Ég sagði henni að hún ætti núna nöfnu sem héti Valgerður Ósk, þá sagði hún mér að stúlkan sem hún var skírð eftir hafi heitið Valgerður Ósk og hún hefði oft furð- að sig á því hvers vegna hún hefði ekki fengið Óskar-nafnið líka. Dætur mínar elskuðu að skoða alla pöntunarlistana hennar. Henni þótti gaman að panta sérvörur úr þessum listum. Með þessum hugrenningum mín- um langar mig að kveðja þig, elsku besta Vala mín. Þegar ég heimsótti þig á Grund í sumar og sagði þér frá flutningnum til Noregs fannst þér það spennandi. Í desember þegar ég kom til þín sá ég að þér hafði hrakað mikið en ég átti samt ekki von á að þú ættir svona stuttan tíma eftir hér hjá okkur. Þú skipaðir svo stóran sess í hjarta mínu og dætra minna sem alltaf kölluðu þig ömmu. Ég kveð þig með miklum söknuði en ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Ég veit að þér líður vel núna, ert komin í faðminn á ömmu og afa. Elsku Vala mín, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Hlýjar kveðjur til þín frá Völu Ósk og Sunnu. Ég vil senda sérstakt þakklæti til Bobbýar systur minnar sem hugs- aði svo vel um hana Völu öll þessi ár. Einnig vil ég þakka starfsfólki Grundar fyrir góða umönnun. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Þín Heiður Huld. Valgerður Sigurðardóttir MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna grein- um, stytta texta í samráði við höf- unda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á for- síðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/senda- grein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.