Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elín Sigurjóns-dóttir frá Pét- ursey í Mýrdal, Ella í Steinum, fæddist á Hvoli í Mýrdal 12. janúar 1922. Hún lést á Ljósheimum á Selfossi 26. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Kristjáns- dóttir frá Hvoli og Sigurjón Árnason frá Pétursey. Bræð- ur Ellu eru: 1) Þór- arinn, fv. alþing- ismaður og bústjóri í Laugardælum, f. 1923, kvæntur Ólöfu Haraldsdóttur, börn þeirra eru Sigríður, f. 1953, Haraldur, f. 1954, Kristín, f. 1956, og Ólafur Elín elst upp í Pétursey og fer á Héraðsskólann á Laugarvatni 1938–1939 en tekur þá við búsfor- ráðum af móður sinni sem veiktist og lést tveimur árum síðar. Elín fer svo á húsmæðraskólann á Laug- arvatni 1947 og árið eftir hefur hún búskap með manni sínum í Steinum undir Eyjafjöllum. Þar bjuggu þau með hefðbundinn bú- skap og verslunarrekstur þangað til þau fluttu á Selfoss 1993. Elín giftist Sigurbergi Magn- ússyni, Bergi í Steinum, f. í Stein- um undir Austur-Eyjafjöllum 13. ágúst 1916, d. 18. desember 1998. Ávallt var mannmargt í heimili hjá þeim, 1956 taka þau að sér Árna Sigurðsson frá Rauðsbakka og býr hann hjá þeim hjónum þar til Berg- ur fellur frá og eftir það með Ellu þar til hún fer á Ljósheima 2001. Útför Elínar fer fram frá Ey- vindarhólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Þór, f. 1965. 2) Árni bifreiðastjóri og starfsmaður K.S.Vík, f. 1926, kvæntur Ástu Hermannsdóttur, d. 1993, börn þeirra eru Þorsteinn, f. 1951, Sigríður Dorothea, f. 1952, Sigurjón, f. 1957, Hermann, f. 1958, Elín, f. 1961, d. 1997, og Oddur, f. 1965. 3) Eyjólfur bóndi og bifreiða- stjóri, f. 1947, kvænt- ur Ernu Ólafsdóttur, börn þeirra eru Sigurjón, f. 1971, Steinunn, f. 1973, Guðbjörn, f. 1976, Ingveldur, f. 1979, og Pétur, f. 1989. 4) Sigurður bifreiðastjóri, f. 1949, d. 2000. Í dag kveðjum við hana Ellu frænku föðursystur mína sem er besta manneskja sem ég hef nokkru sinni kynnst, hún var mér allt í senn frænka, móðir og leiðbeinandi á sinn einstaka hátt sem reynist oft svo erf- itt að lýsa með orðum. Ég var bara 5 ára gutti þegar ég fór að venja komur mínar að Steinum til þeirra Ellu og Bergs og naut ástúðar og umhyggju þeirra alla tíð síðan sem þeirra eigin sonur. Steinar undir Eyjafjöllum er eng- inn venjulegur staður á þeirra tíma því þá er þetta allt í senn hjúkrunar- heimili, umferðarmiðstöð áætlunar- bíla og bensínstöð svo fátt eitt sé tal- ið. Öllum sem leið áttu hjá þótti sjálfsagt að stoppa í Steinum, fá kaffi og með því og eins var með húsráð- endurna, þeim fannst þetta sjálfsagð- ur hlutur, taka á móti pökkum og koma þeim til skila. Eins var ef veður voru váglynd, þá áttu viðkomendur víst skjól ef þeir komust að Steinum. Ella var ávallt í starfi þess sem þjónaði öðrum en um leið sterkur stjórnandi sem stjórnaði á sinn ein- staka hátt af gleði og ánægju og virkj- aði þannig öll ungmenni í lið með sér og kenndi okkur ómælda vinnugleði með hrósi og brosi sem seint gleymist og verð ég þess ávallt minnugur hvað maður flýtti sér í sendiferðum fyrir Ellu því hrósið átti maður alltaf víst þegar maður kom til baka. Við vorum fjölmörg sumarbörnin þeirra Ellu og Bergs og oft var til að byrja með mis- jafn matarsmekkurinn eins og geng- ur og gerist en Ella hafði einstakt lag á að fá alla til að þykja allur matur góður sem hann og var, með því að dekstra viðkomandi alveg út í eitt þannig að yfir gekk og brást það aldr- ei að öll matvendni heyrði sögunni til. Ef okkur sumarbörnin langaði að gera eitthvað sem var utan þess ramma sem Bergi fannst skynsam- legur eða þarft fórum við ávallt til Ellu og þá brást það ekki að við náð- um okkar í gegn enda hafði hún ein- stakan skilning á okkar þörfum, enda var það hennar hlutskipti í lífinu að þjóna öðrum og gera til hæfis en krefjast aldrei neins fyrir sig sjálfa. Heimilið í Steinum var rekið af miklum myndarskap og útsjónarsemi og handbragð og dugnaður Ellu var einstakur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og ef hún settist niður þá tók hún í prjóna eða heklaði og það voru hennar hvíldarstundir. Ella átti við heilabilun að stríða hin síðari ár og dvaldi á Ljósheimum á Selfossi þar sem hún naut einstakrar umhyggju starfsfólks sem seint verður fullþökk- uð. Þrátt fyrir þessi erfiðu veikindi breyttist aldrei hennar einstaka skaplyndi, hún var ávallt glöð, bros- mild og gaf af sér þessa einstöku hlýju sem einkenndi hana framar öllu öðru. Ég vil hér með þakka starfsfólki Ljósheima einstaka umhyggju fyrir henni og eins langar mig að þakka henni Þóreyju í Laugardælum sem sinnti henni frænku af einstakri kost- gæfni og elju hennar óeigingjarna starf fyrir okkur aðstandendurna. Ellu minni þakka ég svo allt það góða sem hún gaf mér í svo ríkum mæli. Ég er þess fullviss að það verð- ur vel tekið á móti henni hinum megin og fjölmargir sem fagna komu henn- ar. Blessuð sé minning þín. Hermann Árnason. Elsku frænka. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég fékk að upp- lifa með þér. Ég ætlaði að verða alveg eins og þú. Ég fór bara smástelpa í heimsókn til Ellu og Bergs. Þær voru ekki margar í fyrstu heimsóknirnar, en þær urðu alltaf fleiri og fleiri, því allt- af var jafn gott að koma til ykkar og varð ég þess aðnjótandi á unga aldri að fá að kúra í rúminu þínu. Voru þær margar fallegu peysurnar sem ég fékk frá þér, og enn þann dag í dag á ég fjósaskupluna sem ég fékk hjá þér, því ég varð að vera eins og þú. Þegar ég stækkaði fór ég í sveit í aðra átt, en ég skrapp oft á veturna til ykkar Bergs. Alltaf var nú komið við, þó ég ætti orðið börn sjálf. Einu sinni átti að keyra framhjá og þá heyrðist í aft- ursætinu, „Ella og Bergur verða al- veg brjáluð ef við stoppum ekki.“ Var því stoppað hið snarasta, enda vissu þeir að þar var nú eitthvað gott í sjoppunni hjá Bergi. (Það var lengi sem þessi orð voru á vörum fólks.) Síðan lá ferðin á Selfoss, og var ég hjá Ellu systur og tók á móti ykkur í nýja húsinu í Baugstjörninni. Þangað var ekkert síðra að koma, alltaf til ný- bakaðar skonsur og kleinur eins og í Steinum. Elsku frænka, síðast þegar ég kom til þín með pabba var smá bros. Þú varst svo slétt og fín og hárið fallegt. Megi minning þín lifa um ókomna tíð. Guð geymi þig. Sigríður Dórothea. Við fráfall hennar Ellu í Steinum koma margar minningar upp í hug- ann. Ella kom að Steinum ung að árum þegar hún giftist föðurbróður mínum Sigurbergi Magnússyni. Í Steina- hverfinu hafði verið áningarstaður ferðamanna. Eftir að Ella kom þang- að hélt það að sjálfsögðu áfram og sinnti hún hlutverki gestgjafans með miklum ágætum. Alltaf var kaffi á könnunni og alþekktar voru jólakök- urnar hennar. Ekki fækkaði heldur gestakomum með tilkomu sjoppunn- ar, þótti mínum börnum gott að koma þar því verðlagið var sérstaklega hagstætt og ekki þurfti að hafa mikla peninga til að fá óskir sínar uppfyllt- ar. Ellu og Bergi varð ekki barna auð- ið en ég fékk ásamt ótal öðrum börn- um að njóta ástríkis þeirra, alltaf var eitthvað til sem litlum munnum lík- aði, gott var að koma þar í miðdags- kaffi því brauðið var alltaf smurt, held ég að karlarnir þeir Bergur og Árni hafi bara ekki kunnað að smyrja brauðið. Mikil var eftirvæntingin hjá okkur krökkunum „austrí“ að fá þau „vestri“ í heimsókn á aðfangadags- kvöld, það eru ógleymanlegar stund- ir. Hún hafði alveg einstaklega góða lund hún Ella, ekki man ég eftir að hafa séð hana reiðast og maður pass- aði sig á að gera ekkert á hennar hlut. Þegar við peyjarnir þurftum að gera tilraunir á hænunum nutum við þess að hænsnakofinn var á bak við fjós, þá var líka passað að vera ekki í sjónlínu þegar við tókum upp fljótvirkari að- ferðir við að tína ullarlagða. Þegar við sögðum frá þessu sem uppkomnir menn hló hún bara að okkur eins og henni einni var lagið. Blessuð sé minning þín, Elín Sig- urjónsdóttir Bergur Pálsson. Það var ekki auðvelt fyrir 9 ára Eyjapeyja að fara í fyrsta skipti að heiman í sveit hjá mér ókunnu fólki. Bergur bóndi sótti mig á Hellu, en þá var nokkuð langt ferðalag austur að Steinum. Fyrstu móttökurnar hjá Ellu í Steinum líða mér ekki úr minni en hlýjan og vingjarnlegt brosið fylgdi henni alla tíð. Hún dillaði sér allri, breiddi út faðminn á móti mér og bauð mig velkomin á heimilið sem átti eftir að verða mér svo gefandi og kært. Brosið hennar Ellu, það var svo hlýtt til augnanna þegar hún pírði augun og tísti af ánægju, bros sem var birtingarmynd þeirrar vönduðu og gefandi konu sem Elín í Steinum var mér og öðrum. Elín var stórmyndarleg kona með nett kónganef, hversdagslega klædd rósóttum Hagkaupsslopp og hafði vaggandi gönguleg vegna veikinda í hné, hún sönglaði og trallaði fyrir munni sér og var glaðlynd kona og húsleg. Það voru ekki eingöngu við sum- arbörnin sem fengum að njóta hlýju hennar og gleði. Ella og Bergur tóku inn á heimili sitt Árna á Rauðsbakka, þá ungan mann, og fylltu líf hans tækifærum sem menn í hans sporum áttu ekki að vænta frá samfélaginu í þá daga. Einnig Gerðu gömlu og bjuggu henni öruggt heimili síðustu ár lífs hennar. Þá átti Sigurjón í Hóla- koti þar víst hæli undir vendarvæng þeirra hjóna í Steinum. Á bak við þessi góðverk bjó meiri hlýja og sam- hugur en gengur og gerist í dag við þá sem minna mega sín eða voru heim- ilislausir. Þessa hlýju drukkum við börnin í okkur með volgri mjólkinni við matarborðið í Steinum og ég hef búið að alla ævi. Matarborðið var samkomustaðurinn í Steinum, þar var morgunmatur, morgunkaffi, hádegis- matur, kaffitími, kvöldmatur og kvöldkaffi. Alltaf hlaðið og dekkað borð í öll mál og grautur eins og hver og einn gat í sig látið. Bergur sat við borðendann, Árni við gluggann og við hin í ákveðinn aldursröð og Ella sá um að allir fengju nóg af öllu. Við vor- um öll orðin góð í eftirhermum, en al- veg sérstaklega frændi hennar Ellu, hann Hermann Árnason frá Vík, en hann gat hermt eftir öllum í sveitinni, Bergur hafði gaman af, kynti undir og þegar Árni náðist á flug var grátið af hlátri en Ella brosti og tísti yfir öllu saman. Ella sá til þess að allir gætu átt góða stund við matarborðið og tók bensínafgreiðsluna fyrir stelpurnar þó erfitt ætti hún með gang oft á tíð- um. Í mínum huga er vandfundin kona eins og Elín í Steinum sem allt sitt líf þjónaði öðrum og skaut skjólshúsi yf- ir margan ferðalanginn. Heimili Ellu var til algjörrar fyrirmyndar, hún stjórnaði af lipurð en festu og allir fengu sömu hlýju móttökurnar með opnum örmum og brosandi augum. Þar sem ég verð ekki við útför El- ínar af óviðráðanlegum orsökum votta ég nánustu fjölskyldu, systkin- um og okkur öllum „börnum“ Elínar samúð. Ásmundur Friðriksson. Elín Sigurjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Elínu Sigurðardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við veikindi og andlát elskulegs eiginmanns míns, sonar okkar, föður, tengdaföður og afa, ARNAR GUNNARSSONAR. Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Landspítalans og samstarfsfólki í Lækjarskóla. Jóhanna Valdemarsdóttir, Gunnar Pétursson, Guðbjörg Helga Guðbrandsdóttir, Númi Arnarson, Þóra Birna Ásgeirsdóttir, Helga Björg Arnardóttir, Andrés Björnsson, Alexander Örn Númason. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BENNÝ SIGURGEIRSDÓTTIR, Suðurgötu 67, Akranesi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudag- inn 3. september, verður jarðsungin frá Akranes- kirkju þriðjudaginn 9. september kl. 14.00. Bjarni Stefánsson, Jóhann Jensson, Guðlaug Aðalsteinsdóttir, Jóna Birna Bjarnadóttir, Guðmundur Reynir Reynisson, Elín Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, SVEINN GUÐBJARNASON frá Ívarshúsum, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést fimmtudaginn 4. september að Höfða. Útförin verður auglýst síðar. Fjóla Guðbjarnadóttir, Vigdís Guðbjarnadóttir, Erna Guðbjarnadóttir, Sigmundur Guðbjarnason, Margrét Þorvaldsdóttir, Sveinbjörn Guðbjarnason, Sigríður Magnúsdóttir, Sturla Guðbjarnason, Diljá Sjöfn Pálsdóttir, Hannesína Guðbjarnadóttir, Eggert Þór Steinþórsson, Jón Hallgrímsson. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrísmóum 4, Garðabæ, andaðist að morgni föstudagsins 5. september á deild K-2, Landakoti. Útför auglýst síðar. Þeim sem vilja heiðra minningu hennar er bent á Barnaheill, sími: 553-5900. Ástríður H. Þ., Bjarni E. Thoroddsen, ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EIRÍKUR RÓBERT FERDINANDSSON skósmíðameistari, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 4. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 10. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði, deild 3-B, reikn. 0545-14-606801, kt. 491177-0129. Steinunn Eiríksdóttir, Ármann Eiríksson, Sigrún Gísladóttir, Ferdinand Róbert Eiríksson, Jóhanna Erla Eiríksdóttir, Jón Pétur Svavarsson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.