Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.09.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er laugardagur 6. september- , 250. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja. (Hebr. 1, 9.) Víkverji telur sig lausan við for-dóma, veit í það minnsta ekki af eigin fordómum ef einhverjir eru. Hann kaupir sér hiklaust erlent grænmeti, þó svo íslenskt standi til boða, og ræður þá bæði verð og bragð. Erlent grænmeti er oftast nær ódýrara en það íslenska, og hví skyldi Víkverji eyða meiru en þarf í grænmeti? x x x Víkverji hefur orðið var við for-dóma í garð erlends grænmetis. Hvers á grænmeti að gjalda? Er grænmeti ekki bara grænmeti, hvort sem það er frá Spáni eða Íslandi? Margir virðast óttast erlent græn- meti, hræddir við að fá af því maga- pest eða jafnvel matareitrun. Ein- hverra hluta vegna heldur fólk að íslenskt grænmeti sé miklu betra en það erlenda, og rökstyður með því að það viti þó hvaðan það kemur. x x x Víkverji botnar ekkert í þessu.Hvers vegna í ósköpunum ætti grænmeti frá sólarlöndum að vera verra en grænmeti frá landi þar sem aðstæður eru mun verri til rækt- unar? Hver trúir því að íslenskur tómatur sé betri á einhvern hátt en spænskur eða grískur? Hafa þeir sem óttast erlent grænmeti einhvern tíma borðað erlent grænmeti? Taka þeir íslenskt grænmeti með sér til út- landa? x x x Víkverji vill auðvitað styrkja ís-lenska garðyrkjubændur og snæðir ósjaldan Flúðasveppi. Hann vildi þó feginn hafa enn betri aðgang og úrval að erlendu grænmeti, að Ís- lendingar fengju að kynnast almenni- lega því gnægtaborði jarðar. Víkverji fyllist fortíðarþrá þá sjald- an hann kemst í bragðmikinn, eld- rauðan tómat, minnist sólríkra ára er hann ungur nam og starfaði í gós- enlandi grænmetis og ávaxta við Mið- jarðarhafið, þar sem ólífuolía drýpur af hverju strái. Þar sem hollur matur er hluti af daglegu lífi en ekki rándýr lúxusvara. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Reykjavík Kristjana Kría Lovísa fæddist 29. júní. Hún vó 3.260 g (13 merkur) og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Marta Guðrún Jóhann- esdóttir og Bjarni Þórisson. Reykjavík Ninna Þórey fæddist 28. júlí kl. 11.17. Hún vó 16 merkur og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Björn Róbert Jensson og Stefanía Kjartansdóttir. Reykjavík Áki Valur fæddist 26. apríl. Hann vó rúmar 14 merkur og var 52,5 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Alma Jónsdóttir og Ágúst G. Vals- son. Keflavík Fjölnir Zóphónías fæddist 24. júní kl. 15.15. Hann vó 3.535 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Þröstur Gylfason og Teresa B. Björnsdóttir. Nýirborgarar Krossgáta Lárétt | 1 frítíma, 8 gangbraut, 9 nabbar, 10 spil, 11 afhenti, 13 rjóða, 15 dæld,18 trufla, 21 að- stoð, 22 káta, 23 sívinn- andi, 24 markmið. Lóðrétt | 2 rangt, 3 lét, 4 lét sér lynda, 5 dósar, 6 mynni, 7 hafa fyrir satt, 12 hreinn, 14 elska, 15 komma, 16 óhreinkaði, 17 fáni, 18 guð, 19 málm- inum, 20 smábita. leifi, 20 ækið, 21 illt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 þukla, 4 gegnt, 7 kúgað, 8 féleg, 9 afl, 11 tása, 13 kurr, 14 skæra, 15 þökk, 17 rugl, 20 æði, 22 klökk, 23 lubbi, 24 tapað, 25 tíðni. Lóðrétt: 1 þykkt, 2 kuggs, 3 arða, 4 gafl, 5 guldu, 6 tog- ar, 10 frægð, 12 ask, 13 kar,15 þekkt, 16 klöpp, 18 um- boð, 19 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 e6 11. Bd2 Rgf6 12. O–O–O Dc7 13. Re4 O–O–O 14. g3 Rxe4 15. Dxe4 Rf6 16. De2 Hd5 17. c4 Hxh5 18. Bf4 Dd8 19. Hhe1 Bb4 20. Re5 De7 21. Hg1 g5 22. g4 Hh3 23. Df1 Ha3 24. bxa3 Bxa3+ 25. Kc2 gxf4 26. Hd3 Bd6 27. Dc1 h5 28. gxh5 Hxh5 29. Dxf4 c5 30. Hg5 Hxg5 31. Dxg5 cxd4 32. f4 Bc7 33. Hh3 Bd8 34. Hh8 Kc7 Staðan kom upp í keppni milli sveitar ungra stórmeistara og upprennandi stórstjarna gegn liði reyndari og stór- meistara sem lauk fyrir skömmu í Amsterdam. Ungi hollenski stórmeist- ari Daniel Stellwagen (2616) hafði hvítt gegn Rússanum Evgeny Bareev (2655). 35. Rxf7! Dxf7 36. Dc5+ Kd7 37. Dxd4+ Rd5 38. cxd5 exd5 39. Dd3 Bf6 40. Df5+ Kd6 41. Hh6 Ke7 42. Hh7 Bg7 43. Dg5+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þræðingur. Norður ♠1065 ♥D97 ♦1054 ♣10532 Vestur Austur ♠743 ♠98 ♥ÁG1086543 ♥K2 ♦2 ♦DG876 ♣6 ♣G987 Suður ♠ÁKDG2 ♥-- ♦ÁK93 ♣ÁKD4 Suður spilar 6♠. Suðri er mikið gefið, en vandi fylgir vegsemd hverri. Eftir alkröfuopnun hindraði vestur með 4♥ og norður doblaði til að sýna afleit spil (eins kon- ar afmelding). Vond staða, suður axlaði ábyrgð með stökki í 6♠. Hjartaás út. Sagnhafi nýtti sér vel upplýsandi sagnir og hjálplegt útspil. Hann tromp- aði ♥Á hátt, tók þrisvar tromp og end- aði í borði. Innkomuna notaði hann til að trompa hjarta og fella kóng austurs. Tveir efstu í laufi sýndu leguna þar og nú var allt klappað og klárt fyrir loka- áfangann: að spila tígulníu að heiman. Austur var upptalinn með 2–2–5–4 og gat ekki komist hjá því að hleypa blind- um inn á aðra láglitatíuna. E.S. Ef vestur reynist eiga stakt mannspil í tígli verður hann að spila hjarta á drottninguna og við það þvingast austur! (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert skarpur og uppfinninga- samur og þarfnast ekki mikillar leiðsagn- ar. Þér finnst gaman að leika og vinna þar sem reglur eru lausar í böndunum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hafðu trú á að gangur mála sé rétt- ur. Þú ert á góðu róli og líka ef hlutirnir breytast. Ef þú veist það djúpt í sálu þinni getur þú tekið skemmtilegar áhættur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sem mikil félagsvera finnst þér þú bera ábyrgð á því að fólk skemmti sér. Núna er það allt of þreytandi verk. Sjáðu frekar til þess að þú skemmtir þér sjálfur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú getur sogað í þig tilfinningar fólksins í kringum þig eins og svampur. Þú værir til í að skrúfa fyrir þennan hæfi- leika í kvöld til að vernda eigin upplifun. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Lokaðu á liðið. Settu símsvarann á og skildu gemsann eftir heima. Þú þarf ekki að svara öllu sem heimtar athygli. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Hvort sem það er vinna, samningur eða samband, þá ertu spenntur yfir því. Ekki sýna ákefðina – vertu svalur. Orðið „skuldbinding“ má ekki heyrast. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Stundum eru tilfinningar manns nei- kvæðar. Það þarf ekki að endast lengi. Reyndu eitthvað nýtt, þegar aðferðir þín- ar duga ekki til að leysa vandann. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú ert ákveðinn í að breyta góðum hlut í mun betri. Það sem þú bjóst við að tæki langan tíma, gerist mun hrað- ar. Framfarir eiga sér þegar stað nú þeg- ar þú lest þetta. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú hefur alltaf verið ofurhress í viðureign þinni við lífið, og það hefur hentað þér hingað til. Nú ertu tilbúinn til að slaka aðeins á. Hvers vegna ekki að kveikja á kerti? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Líttu í kringum þig og finndu eitthvað nýtt til að fíla. Sýndu vænt- umþykju á nýja vegu og hagnastu á nýjan hátt. Þú verður mjög ánægður með breyt- ingarnar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú hefur fundið leið til að elska þá sem hafa gert þér rangt til. Munu þeir gera það aftur? Þú getur samþykkt og sýnt samúð en samt sett mörk. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Spennandi fundur með aðila sem þú lítur upp til er eins og viti í myrkrinu. Hann vísar þér réttu áttina til að hefja ferðina í. Þú skalt bregðast strax við. Stjörnuspá Holiday Mathis 6. september 1914 Benedikt G. Waage, síðar for- seti ÍSÍ, synti fyrstur manna, svo vitað sé, úr Viðey til lands á tæpum tveimur tímum. „Mesta sund er sögur fara af á Íslandi síðan á Grettisdögum,“ sagði Morgunblaðið. 6. september 1943 Íslandsklukk- an eftir Hall- dór Kiljan Laxness kom út. Ekkert verka Hall- dórs hefur fengið jafn góðar viðtökur. Þetta var fyrsta bók af þremur sem sam- an eru nefndar Íslandsklukk- an. Hinar eru Hið ljósa man og Eldur í Kaupinhafn. 6. september 1952 Iðnsýning var opnuð í Reykja- vík. Hana sóttu um 73 þúsund manns eða annar hver Íslend- ingur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá … Ólafía Guðrún Ásgeirsdóttir frá Krossnesi, Norð- urfirði á Strönd- um, Kjarrhólma 30, Kópavogi, sem dvelur nú á sambýlinu í Gull- smára 11, Kópa- vogi, verður ní- ræð 8. september næstkomandi. Í tilefni þess tekur hún á móti gest- um í dag, laugardaginn 6. sept- ember kl. 15-18, í félagsheimilinu í Gullsmára 13, Kópavogi. Ólafía vonast eftir að sem flestir ættingjar og vinir komi og fagni þessum tíma- mótum með henni og þiggi kaffi að hætti Strandamanna. Ólafía af- þakkar gjafir en söfnunarbaukur verður á staðnum fyrir þá sem vilja gleðja hana með því að styrkja við- gerð á gamla húsinu í Ófeigsfirði. 90 ára Bræðurnir Gunnar Magnús og Grétar, kenndir við Hávarsstaði í Leirársveit, eiga sjötugsafmæli 8. septermber. Í tilefni þess verður gestum og gangandi boðið upp á kaffi og meðlæti á Árbakka, Háv- arsstöðum, sunnudaginn 7. sept- ember frá kl. 14 til 19. 70 ára ELSTI Hafnfirðingurinn fagnar í dag 99 ára af- mæli sínu og er þannig aðeins einu ári yngri en heimabærinn. Sigurveig Kristín Sólveig Guð- mundsdóttir. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flens- borg og fullnaðarprófi frá Kvennaskólanum. Árið 1933 lauk hún kennaranámi og kenndi lengi í barnaskólum bæði í Hafnarfirði og á Patreksfirði. Sigurveig og eiginmaður hennar, Sæmundur Jóhannesson, eignuðust sjö börn. Aðspurð segist Sigurveig ekki hafa tölu á afkomendunum. „Þeir eru um 50, ég er ekki með það á hreinu, það er alltaf að koma nýtt og nýtt barn.“ Það er greini- legt að kennsla og menntun eiga enn hug Sigurveigar allan. Hún hlustar mikið á hljóðbækur, þá helst „námsbækurnar sem unga fólkið er að læra í efri skólunum. Ég er t.d. núna með jarðfræðina. Ég vil vita hvað unga fólkið er að læra.“ Sigurveig hefur einnig kynnt sér sagnfræði, kirkjusögu og heimspeki en henni finnst sú síðastnefnda og mannkynsagan einna áhugaverðustu fögin. Þessi mikli áhugi Sig- urveigar á kennslu varð til þess að 1. janúar 2005 var hún sæmd ridd- arakrossi fyrir störf í þágu mennta- og uppeldismála. Sigurveig heldur upp á afmæli sitt í dag með fjölskyldu og vinum í Haukahúsinu í Hafnarfirði kl. 15 til 17. Hún segist gjarnan vilja halda upp á stórafmæli svo afkomendurnir haldi hópinn en hluti þeirra býr í Noregi. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ | ylfa@mbl.is Sigurveig Guðmundsdóttir 99 ára Hlustar á jarðfræði ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd, og nafn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.