Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 23 MYNDBANDSINNSETNING Ás- dísar Sifjar Gunnarsdóttur tekur sig einstaklega vel út í rými Kling og Bang-gallerísins. Ásdís varpar mynd- skeiðunum upp um alla veggi og loft salarins en myndvarparnir eru allir á gólfinu svo skuggi áhorfandans spilar alltaf stórt hlutverk í heildinni, hvort sem hann er einn í rýminu eða ásamt fleiri gestum. Verk Ásdísar sýnir vel fram á að nýtilegt rými fyrir myndlistarverk einskorðast svo sannarlega ekki við veggi og gólf, þar sem hún svo að segja málar með ljósi, litum og form- um goðsagnarkennda sögu sem minnir á hvernig endurreisnarmál- ararnir máluðu kirkjurnar algerlega að innan þar sem enginn flötur var undanskilinn. Myndskeið Ásdísar eru ljóðræn og seiðandi þar sem Ásdís sjálf er í goð- sagnarkenndu aðalhlutverki í sam- spili við mismunandi og oft upphafið umhverfi sem birtist í stórfengleika náttúru eða arkitektúrs. Ásdís flytur einnig gjörning sem ber titilinn „Fallegi viðkvæmi kon- ungdómur þinn“ nokkrum sinnum á sýningartímabilinu í leikstjórn Guð- rúnar Ásmundsdóttur. Performans- inn eða leikritið er eins konar viðbót við sýninguna og varpar ákveðnu ljósi á þann hugmyndaheim sem Ásdís vinnur með. Sígildar hugmyndir um trú, ást og synd eru settar fram á dramatískan, ljóðrænan og sundur- lausan hátt. Krúttlegur yfirborðsleik- inn sem einkennt hefur verk Ásdísar er enn áberandi og er að komast á það stig að verða merkingarbær. Ás- dísi tekst í þessari sýningu að nýta einlæga sjálfhverfu sína og hrifningu til að draga áhorfandann inn í heild- arleikverk sitt þar sem heimur gyðj- unnar er „yfir og allt um kring“ um leið og hún er uppspretta allrar orku, ástar og visku. Allir (Íslendingar) eiga hlutdeild í gyðjunni því hún vísar í fjallkonuna og fornan náttúrukraft Urðar Verðandi og Skuldar. Það eru síðan yfirborðsgaldrar leikhúsguðs- ins Díonýsusar sem ljá verkinu disneykenndan töfraljóma. Ímynd gyðjunnar Þóra Þórisdóttir MYNDLIST Kling og Bang gallerí, Hverfisgötu 42 Sýningin stendur til 28. september. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Ásdís Sif Gunnarsdóttir – Myndbands- innsetning „Appelsínurauður eldur“ – Sýningarstjóri Hekla Dögg Jónsdóttir bbbbn Morgunblaðið/Golli Ljóðræn „Ásdís flytur einnig gjörning sem ber titilinn „Fallegi viðkvæmi konungdómur þinn“ nokkrum sinnum á sýningartímabilinu ...“ Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Föstudagur 26. september kl. 19.30 Eldur og ís - tónleikar utan raða Íslensk efnisskrá sem verður einnig flutt í tónleikaferð hljómsveitarinnar til Japan í október. Einstakt tækifæri til að hlýða á nokkur áheyrilegustu tónverk íslenskrar tónlistarsögu. Stjórnandi: Petri Sakari Einleikarar: Ari Þór Vilhjálmsson og Hallfríður Ólafsdóttir Jón Leifs: Þrjú óhlutræn málverk Jórunn Viðar: Eldur Hafliði Hallgrímsson: Poemi Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine Áskell Másson: Rún Atli Heimir Sveinsson: Icerapp 2000 ■ Laugardagur 27. september kl. 17.00 Bandarískt brass - kristaltónleikar í Þjóðmenningarhúsinu Málmblásarasveit hljómsveitarinnar hefur leikinn í kammertónleikaröðinni Kristalnum með alkunnum glæsibrag. ■ Fimmtudagur 2. október kl. 19.30 Í austurvegi ■ Föstudagur 3. október kl. 21.00 Heyrðu mig nú - Gamelan MÉR fannst fullmikið af því góða þegar ég las tilkynningu frá Startart listamannahúsi um opnun á sex einkasýningum þar inni. Þar sem ég þekki húsakynnin sá ég fyrir mér fremur smáar sýningar sem vart ættu erindi í heila gagnrýni. En þeg- ar hálfguðir á borð við Magnús Páls- son sýna þýðir ekkert annað en að mæta á staðinn með blað og blýant og punkta niður það sem fyrir augu ber. Magnús má heita langlífastur Súmaranna, listrænt séð, sennilega vegna þess að hann hefur ætíð verið með annan fótinn í grasrótinni eins og nú; með annan fótinn í Startart og hinn í Chrystal Ball-galleríi í Berlín á sama tíma. Þetta er nefni- lega spurning um heimslið og heima- lið eins og sýning Önnu Eyjólfs- dóttur á jarðhæð Startart fjallar um, en hún sýnir m.a. styttur af silfr- uðum handboltastrákum og dans- andi konum með ryksugur og ým- iskonar búsáhöld. Magnús er þá undantekningin sem afsannar regl- una. Hann er bæði í heimsliðinu og heimaliðinu. Sýning Magnúsar heitir „Rainbow clippings“ og samanstendur af klippimyndum úr tímaritum sem mynda graut orða. Þessu fylgir smellið hljóðverk sem er byggt út frá álíka hugmynd, einskonar hljóð– klippimyndir eða „collage“. Helst skortir sjónræna þáttinn á þessari sýningu Magnúsar. Hann fær hins vegar útrás á lofti Startart þar sem Didda Hjartardóttir Leh- mann sýnir málverk sem byggjast á álíka vinnureglum, þ.e. hún raðar saman mynstri í „optískt collage“, hverju ofan á annað. Í herbergi til hliðar við Diddu sýnir Harpa Dögg Kjartansdóttir einnig klippimyndir undir yfirheitinu „Klikk í Klipp“. Harpa útskrifaðist frá LHÍ í fyrra og sýnir hér ævintýralegar myndir sem koma skemmtilega á óvart. Þótt einkasýning Magnúsar sé ekki nema í rétt rúmlega skáp (sem heitir „Vestursalur“ hjá Startart) kallar hún ekkert endilega eftir stærra plássi. Hún nýtur sín bara vel þarna í holinu. Ásdís Spanó, sem sýnir „Frið- land“ í álíka rými (sem er þá „Aust- ursalur“), nær hins vegar ekki að laga málverk sín að smæðinni. Sýning Magneu Ásmundsdóttur, „Jafnvægi“, tengir svo jarðhæð og loft og teygir sig eftir gangi og út í garð. Rýmið sem hún ræðst í er nokkuð sértækt og yfirtekur látleysi verkanna, úti sem inni. Ég veit ekki hvort það er stefnan hjá Startart að setja Íslandsmet í einkasýningum á sem fæstum fer- metrum næstu misserin. En það er á margan hátt forvitnilegt að ganga um húsakynnin og sjá nýtinguna á rýminu. Listamönnum er raðað hverjum í sitt rými en renna samt saman eins og samsýning á sex einkasýningum. Einstaka listamenn skila þá sínu en í heild nýtur listin sín ekki vel. Samsýning á sex einkasýningum Jón B.K. Ransu MYNDLIST Startart listamannahús Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13:00- 17:00. Sýningum lýkur 24. september. Aðgangur ókeypis. Sex einkasýningar bbmnn Morgunblaðið/Valdís Thor Regnbogaklippur Sýning Magn- úsar heitir „Rainbow clippings“. , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.