Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 14
OPIÐ hús verður á Hótel Búðum í tilefni að 60 afmæli hótelsins næst- komandi laugardag kl. 14-18. Að- standendur hótelsins segja að í boði verði veitingar, auk tónlistaratriða með listamönnunum Andreu Gylfa- dóttur, Helga Björns, Polkabandinu og fleirum. Einnig verður boðið upp á hestaferðir, bátsferðir, rat- leik og fleira. Fagna tímamótum 14 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÚDENTARÁÐ hefur sent bæj- arfélögum erindi þar sem segir að það hljóti að vera kappsmál hvers sveitarfélags að búa þannig um hnútana að hver einstaklingur vilji ekki skera viljandi á heimataug sína þó svo viðkomandi hafi hleypt heimdraganum. Borið hafi á því að stúdentar búsettir úti á landi í námi á höfuðborgarsvæðinu færi lög- heimili sitt til Reykjavíkur með það í huga að fá ókeypis strætókort. Færa lögheimili FÉLAGAR í Stuðningsmanna- samtökum skoska landsliðsins í knattspyrnu ( Tartan Army Suns- hine appeal) heimsóttu á dögunum Barnaspítala Hringsins og færðu Kvenfélaginu Hringnum pen- ingagjöf. Samtökin hafa um árabil lagt góðgerðasamtökum lið sem beina sjónum sínum að börnum, bæði í Skotlandi og erlendis. Í til- efni landsleiks Íslands-Skotlands í knattspyrnu vildu forsvarsmenn samtakanna nota tækifærið til þess að láta gott af sér leiða hér á landi. Að lokinni afhendingu gjafarinnar var þeim boðið að gæða sér á súpu. Morgunblaðið/G.Rúnar Komu færandi hendi STÖÐVA verður vaxandi út- gjaldaaukningu Reykjavík- urborgar og hefjast handa við að lækka álögur á borgarbúa og at- vinnustarfsemi, að því er fram kem- ur í kafla um aðhald og aga í fjár- málastjórn borgarinnar í stjórnmálaályktun aðalfundar Heimdallar, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Heimdallur hafnar öllum hugmyndum um að ríkið greiði upp skuldir sveitarfé- laga eins og formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur lagt til. Í ályktuninni er einnig fjallað um samgöngumál, leikskólamál, grunnskóla, kjarasamninga, Orku- veitu Reykjavíkur, Reykjavík- urflugvöll, skipulagsmál, afnám lágmarksútsvars og síðast en ekki síst – borgarstjórn Reykjavíkur. „Heimdallur telur að sviptingar við stjórnvöl Reykjavíkur und- anfarið ár hafi ekki verið farsælar fyrir borgarbúa. Það upplausnar- ástand sem ríkt hefur á árinu er borgarfulltrúum ekki til fram- dráttar og ekki til þess fallið að auka trú almennings á stjórn- málamönnum,“ segir m.a. í álykt- uninni. Þá vonast félagið til að þess- um kafla sé lokið með endurvöktu meirihlutasamstarfi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar. Heimdell- ingar eru sannfærðir um að borg- arstjórnarflokki sjálfstæðismanna undir forystu Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur borgarstjóra takist að sýna fram á að „þeim sé treystandi til þess að stýra borginni af festu og ábyrgð“. Álögur verði lækkaðar HÁDEGISFYRIRLESTRAR Sagnfræðingafélagsins hefjast í næstu viku og í þetta sinn munu fyrirlesarar reyna að svara spurningunum „Hvað er að óttast?“ og „Hvað er andóf?“ Haustið er helgað óttanum,“ segir í frétta- tilkynningu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ríður á vaðið næsta þriðjudag kl. 12.05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins með erindið: „Kalda stríðið – dómur sögunnar“. Í útdrætti segir m.a.: „Vakið er máls á nauðsyn þess, að veittur sé sem bestur aðgangur að öllum skjölum um kalda stríðið. Mikilvægt sé að átta sig á þeim þáttum, sem vógu þyngst við töku ákvarð- ana um öryggis- og varnarmál. Það er mat höfundar, að á tíunda áratug síðustu aldar hafi næsta hávaðalítið verið rætt um stöðu Íslands í kalda stríðinu. Morgunblaðið hafi til dæmis ákveðið að hlífa þeim við uppgjöri, sem harðast vógu að blaðinu og heiðri þess á tímum kalda stríðsins.“ „Haustið er helgað óttanum“ STUTT VEKJA á íbúa til umhugsunar um hreint loft í höfuðborginni í sérstakri samgönguviku ársins í næstu viku. Hvetja á hvern og einn til að velta því fyrir sér hvað þeir geta gert til að bæta loftgæði og til að endurskoða ferðavenjur sínar, að sögn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, formanns um- hverfis- og samgönguráðs. Fjölmargir viðburðir eru í undirbúningi alla daga samgönguvikunnar, frá 16.-22. september. Samgönguvika er nú hald- in í sjötta sinn og taka yfir 2.000 borgir í Evrópu þátt í henni. Meðal fjölmargra viðburða eru hjóladagur fjölskyldunnar, strætódagur, hjólasirkus, nýtt göngu- og hjólastígakort fyrir höfuðborgarsvæðið o.fl. Vekja íbúa til umhugsunar um hreint loft fyrir alla í borginni Eftir Ómar Friðriksson og Örlyg Stein Sigurjónsson Talsmenn stjórnmálaflokk-anna eru mishrifnir afhugmyndum sem Við-skiptaráð Íslands setti fram á dögunum um að settt verði bindandi útgjaldaþak á ráðuneytin fyrir heilt kjörtímabil. Alþingi hægfara Að mati Gunnars Svavarssonar Samfylkingarþingmanns og for- manns fjárlaganefndar eiga menn að horfa til breytinga í ríkisrekstri. „Mér finnst mjög gott að samtök eins og Viðskiptaráð komi með hug- myndir sem finna má í skýrslunni,“ segir hann. „Menn eiga að horfa til breytinga í ríkisrekstri eins og í öðrum rekstri. Ég get ekki verið annað en jákvæður gagnvart því að skoða mjög margt sem Viðskiptaráð bendir á og vona að menn geri það með opnum huga. Það er nefnilega margt sem ekki hefur breyst á liðn- um árum og ég tel að nú sé tími til að breyta ýmsu í ríkisrekstrinum. Það þarf að gerast í góðu samstarfi á Alþingi, við heimilin í landinu, og hagsmunaaðila í atvinnulífi.“ Gunn- ar segist finna fyrir því á Alþingi að stofnunin sé ef til vill hægfara í mjög mörgum málum „og ég veit að það tekur tíma fyrir þingið að fara fram með breytingar,“ bætir hann við. Ofeyðsla og flottræfilsháttur Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í fjárlaganefnd er sammála því mati Viðskiptaráðs að innleiða ætti út- gjaldaþak fyrir hvert ráðuneyti. „Það er eitt af verkefnum framtíðar að stemma stigu við ríkisútgjöldum sem liggja í ofeyðslu og flottræfils- hætti,“ segir Bjarni. „Ríkið hefur gengið á undan í því að færa alla staðla upp fyrir öll eðlileg mörk, hvort sem við tölum um fasteignir eða rekstrarumhverfi stofnana. Aft- ur á móti eru aðstæður til að setja útgjaldaþak á ráðuneyti ekki mjög góðar eins og staðan er í dag. Það er mjög óskynsamlegt fyrir þjóð- arbúið að draga saman seglin þegar mjög mikill samdráttur er í einka- geiranum í landinu. Þvert á móti verðum að gefa svolítið í varðandi ríkisútgjöld og ég hef vonir um að það verði gert í næsta fjárlaga- frumvarpi,“ segir hann. Vill ekki lögfestingu nema að uppfylltum vissum skilyrðum „Það er í fínu lagi að setja viðmið- anir og reglur en ég er ekki tals- maður þess að festa þetta í lög, nema tryggt sé að innbyggður sé ákveðinn sveigjanleiki“ segir Krist- ján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki og varaformaður fjárlaganefndar. Að mati Kristjáns er sjálfsagt að setja útgjöldunum ákveðin markmið eins og gert hefur verið en spurður hvort það sé nægilegt segir hann; ,,Það sem þarf að ganga betur er eins og kom fram í máli fjár- málaráðherra [á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs] að ráðuneytin fylgi þeim heimildum sem þeim hafa ver- ið settar og virði útgjaldarammana sem þeim eru settir við gerð fjár- laga og virði fjárlögin. Það er kannski stóra vandamálið vegna þess að þegar fjárlögin eru afgreidd frá Alþingi er hvert og eitt ráðu- neyti ábyrgt fyrir því að halda sig innan þeirra heimilda sem Alþingi hefur veitt. Þar er pottur brotinn.“ Á að skera niður á Landspítala? Ögmundur Jónasson þingflokks- formaður Vinstri grænna er alger- lega ósammála mati Viðskiptaráðs og telur að ráðið ætti fremur að líta í eigin barm, í stað þess að horfa á ríkiskassann. „Mér finnst að Við- skiptaráð Íslands ætti að huga að ungunum sínum, sem eru nátt- úrlega fjármálafyrirtækin og aðrir aðilar sem hafa spilað áhættuspil með íslenskt efnahagskerfi,“ segir hann. „En Viðskiptaráð kýs frekar að beina augum sínum að ríkinu og þar með velferðarsamfélaginu. Mað- ur spyr sjálfan sig hvar Við- skiptaráð vilji skera niður? Er það Landspítalinn eða Droplaugarstaðir sem þeir hafa í huga? Þeir verða að vera nákvæmari í skilgreiningum sínum. Á síðustu 20 árum hefur rík- ið verið að minnka skuldir sínar en aðstandendur Viðskiptaráðs hafa hinsvegar aukið skuldirnar upp úr öllu valdi. Í þessu ljósi finnst manni áherslur og forgangsröðun hjá þess- ari samkundu vægast sagt und- arleg.“ Ekki raunhæft að festa niður fjárlagarammann Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, telur ekki raunhæft að ætla að festa fjár- lagarammann niður til fjögurra ára. „Ef skatttekjur dragast saman þá verða menn auðvitað að sníða sér stakk eftir vexti í ríkisfjármálunum eins og aðrir. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann bendir fátt til þess að menn hafi þá séð langt fram í tím- ann. Þó ég sé ekki menntaður í hag- fræði finnst mér hafa skort mikið á það við ráðgjöf að því er varðar þró- un peningamála, skatttekna og at- vinnu o.fl. að hún stæðist tólf mán- aða framsýni,“ segir hann. Spurður hvort herða þurfi út- gjaldareglurnar segir Guðjón að hægt sé að svara því bæði játandi og neitandi. „Það má halda því fram að á þrengingartímum þurfi ríkið jafnvel að auka verklega þátttöku sína og halda uppi verklegum fram- kvæmdum. Ríkið fær kannski bestu tilboðin á þeim tímum þegar lítið er um að vera og hægir á vinnumark- aðinum. Menn geta því líka farið vel með skattpeninga þó þeim sé eytt. Hin hliðin getur líka verið sú að það þurfi að draga úr spennunni og hægja á. Þetta hlýtur því að vera mat hvers árs fyrir sig.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þak eða op? Þingmenn eru mishrifnir af þeirri hugmynd að lögfesta þak á útgjöld ráðuneyta yfir heilt kjötímabil. Sitt sýnist hverjum um þak á útgjöldin Hugmyndir Viðskipta- ráðs um að innleiða út- gjaldaþak fyrir hvert ráðuneyti yfir heilt tímabil eiga mismun- andi hljómgrunn meðal þingmanna. Bjarni Verðum að gefa svo- lítið í Gunnar Nú er tími til að breyta Guðjón Arnar Fara vel með skattpeninga Kristján Þór Ráðuneyti virði útgjaldaramma Ögmundur Hugi að ung- unum sínum Í HNOTSKURN »Í nýútkominni skýrslu Við-skiptaráðs um útþenslu hins opinbera segir að innleiða ætti bindandi útgjaldaþak fyr- ir hvert ráðuneyti yfir heilt kjörtímabil svo efla mætti trú- verðugleika fjárlagarammans. »Þak af þessu tagi gætidregið úr pólitískum þrýstingi á aukin útgjöld og aukið framlag fjármálastjórn- arinnar til sveiflujöfnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.