Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 48
Það voru engir stjörnustælar í gangi … 53 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ALLT bendir til þess að hlutar af kvikmynd bandaríska leikstjórans Stanley Kubrick, Dr. Strangelove, hafi verið teknir hér á landi, en myndin er frá árinu 1964. Morgunblaðið hafði samband við bandaríska kvikmyndatökumanninn Robert Gaffney sem vann meðal annars náið með Kubrick við gerð 2001: A Space Odyssey, auk þess sem þeir unnu saman að undirbúningi að kvikmynd um Napóle- on Bónaparte, sem ekkert varð úr. Gaffney kom nokkuð að gerð Dr. Strangelove, og segir hann líklegt að nokkrar senur í myndinni sýni íslenskt landslag. Hann treystir sér þó ekki til að fullyrða það, enda rúm 44 ár frá því að myndin var gerð. „Það er líklegt að sum skotin úr sprengjuflugvél- inni hafi verið tekin yfir Íslandi,“ segir Gaffney. „Við flugum yfir og tókum kvikmyndir á svæðum sem áttu að sýna landslag í Sovétríkjunum. Á þessum tíma gátum við auðvitað ekki flogið yfir Sovétríkin,“ segir Gaffney, en myndin var gerð í miðju kalda stríðinu, og er í raun hárbeitt háðs- ádeila á stríðið. Þegar Dr. Stranglove er flett upp á vefsíðunni Internet Movie Database, imdb.com, kemur fram að myndin hafi að hluta til verið tekin á Íslandi, en þar er sagt að um hafi verið að ræða skot úr lofti og úr sprengjuflugvélinni í myndinni. Þetta kem- ur heim og saman við orð Roberts Gaffney. Dr. Strangelove, sem heitir fullu nafni Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb, er fyrir löngu orðin klassísk mynd í kvikmyndasögunni, og er af mörgum talin ein besta kvikmynd sem gerð hefur verið. Þannig er hún í 25. sæti yfir bestu myndir allra tíma á meðal notenda imdb.com. Myndin segir frá brjáluðum hershöfðingja í bandaríska hernum sem fyrirskipar kjarn- orkuárás á Sovétríkin, fullkomlega í óþökk yf- irmanna sinna. Fylgst er með kostulegum við- brögðum forseta Bandaríkjanna og aðstoðarmanna hans, auk þess sem B-52 sprengjuflugvél sem varpa á kjarnorkusprengju á Sovétríkin er fylgt eftir. Vélin flýgur langa leið til Sovétríkjanna, og á leiðinni sjást skot sem líklega voru tekin upp á Íslandi, Grænlandi og í Kanada. Það er Peter Sellers sem lék aðalhlutverkin í Dr. Strangelove, en hann fór með þrjú hlutverk í myndinni. Stanley Kubrick þarf vart að kynna en hann var einn virtasti kvikmyndaleikstjóri sögunnar. Á meðal annarra mynda hans má nefna Lolita, A Clockwork Orange, The Shining, Full Metal Jac- ket og Eyes Wide Shut. Kubrick lést árið 1999, sjötugur að aldri. Strangelove á Íslandi Klassísk mynd Lítil efri: Stanley Kubrick. Lítil neðri: Eitt frægasta atriði myndarinnar. Stór mynd: Peter Sellers fer á kostum sem Dr. Strangelove. Hlutar af meistaraverki Kubricks, Dr. Strangelove, voru líklega teknir á Íslandi „Jógað hjálpaði mér gífurlega í veikindunum og þegar ég taldi mig loks tilbúna til að hefja aftur vinnu, hannaði ég námskeið fyrir krabba- meinssjúka og vann svo á sam- býlum bæði við jógakennslu og svæðanudd,“ segir Arnhildur sem fékk þá flugu í höfuðið stuttu síðar að stofna til styrktartónleika fyrir krabbameinssjúk og langveik börn Hún viðraði hugmyndina við Geir Ólafsson söngvara sem kom bolt- anum af stað. „Það hafa allir verið af vilja gerð- ir og ég get ekki þakkað þeim nóg- samlega fyrir.“ Miðasala fer fram á Miði.is og er miðaverð 2.000 krónur. MARGIR af helstu stórsöngvurum þjóðarinnar koma fram á tónleikum á Hótel Nordica sunnudaginn 28. september næstkomandi. Tilefnið er styrktartónleikar Umhyggju, fé- lags langveikra barna og mun allur ágóði tónleikanna renna óskiptur til félagsins. Meðal þeirra sem leggja málefninu liðsinni sitt má nefna Egil Ólafsson, Ragga Bjarna, Stefán Hilmarsson, Björn Jörund Friðbjörnsson, Siggu Beinteins, Friðrik Ómar og fleiri. Arnhildur S. Magnúsdóttir jóga- kennari og nuddari hefur veg og vanda af skipulagningu tón- leikanna en hún greindist sjálf með krabbamein árið 2001. Stórsöngvarar styrkja langveik börn Morgunblaðið/Golli Þurs Egill Ólafsson er einn þeirra sem koma fram á tónleikunum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Með gítarinn Björn Jörundur situr nú í hljóðveri ásamt félögum sínum í Nýdönsk. Hver veit nema hann frumflytji eitt nýtt lag á tónleikunum.  Tónleikar gáfumannasveit- arinnar Tind- ersticks fóru fram á NASA í fyrrakvöld. Fullt var út úr dyrum á tónleik- unum þrátt fyrir viðvarandi efna- hagsþrengingar og almennan upp- gjafartón hjá tónleikahöldurum en af því má vera ljóst að tónleika- bransinn hefur í raun aðeins glímt við eitt vandamál á undanförnum mánuðum; dómgreindarleysi tón- leikahaldara. Stemningin á tón- leikunum var sérstaklega góð og á allra viðkvæmustu augnablikunum í flutningi Tindersticks mátti heyra saumnál detta, þ.e.a.s. ef ekki hefði verið fyrir hlátrasköllin í þeim nöfnum, Möggu Vilhjálms leikkonu og Möggu Stínu söng- konu sem þar voru mættar í þessu rokna stuði, ásamt vinkonu sinni og kollega, Björk Guðmunds- dóttur. Kátt í tónleikahöllinni  Meðlimir Ís- lensku kvik- mynda- og sjón- varpsakademí- unnar hafa nú fengið senda raf- ræna kjörseðla fyrir kosningu á framlagi Íslands til Óskarsverðlaunanna. Valið stendur um alls sex myndir og hafa aldrei áður verið jafn margar myndir á kjörseðli. Þær eru: Brúð- guminn, Heiðin, Stóra planið, Skrapp út, Sveitabrúðkaup og The Amazing Truth About Queen Ra- quela. Kosningu lýkur á miðnætti á mánudag. Eins og fram kemur á vef akademíunnar er kosningin eins- konar forleikur að Edduverðlaun- unum, en frestur til að senda inn efni vegna tilnefninga til Eddunnar rennur út í byrjun október og verð- ur nánar auglýstur innan skamms. Hátíðin fer fram í nóvember og verður það í tíunda skiptið sem hún er haldin. Hver þeirra keppir um Óskarinn í ár?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.