Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRIÐ 1989 lentu tvær stúlkur, Hrafn- hildur Thoroddsen og vinkona hennar, Harpa Sonjudóttir, í alvarlegu umferð- arslysi er bíll þeirra lenti í árekstri við strætisvagn. Harpa kastaðist út úr bílnum, hálsbrotnaði og lést samstundis en Hrafnhildur klemmdist á milli bíls og handriðs og klipptist allt að því í sundur um sig miðja. Það er nánast kraftaverk að Hrafnhildur lifði slys- ið af – en afleiðingar þess urðu miklir fjöláverkar; m.a. mænuskaði, heyrnar- og málskerðing, nýrnabil- un og fl. Móðir Hrafnhildar, Auður Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, hefur frá slysi dóttur sinnar háð harða baráttu fyrir rannsóknum á mænuskaða og ákvað einnig snemma í ferlinu að hún skyldi varða veg dóttur sinnar í breyttri tilveru, hvernig sem ástandið yrði. Hún var staðráðin í að Hrafnhildur skyldi ekki enda á stofnun, ein í sinni sáru neyð – heldur ætti hún rétt á að fá alla þá aðstoð og lækn- ingu sem völ væri á í heiminum. Þar með hófst barátta Auðar Guðjóns- dóttur og leit hennar að færustu sérfræðingum á sviði mænuskað- alækninga og rannsókna í heim- inum. Sú barátta hefur skilað miklum árangri en er sannarlega ekki þrautalaus. Auður rak sig á ýmsa veggi í þessari miklu leit sem leiddi hana og Hrafnhildi meðal annars til Rússlands og Kína – oftar en einu sinni. Þær mægður áttuðu sig fljót- lega á að mikil þekking var til stað- ar í heiminum um þessi mál – en ólíkir menningarheimar og ýmsar aðrar hindranir komu í veg fyrir að vísindamenn samein- uðu þekkingu sína. Síðustu tuttugu árin hefur Auður barist nánast ein við að vekja athygli alþjóðlega vís- indaheimsins á nauð- syn þess að efla rann- sóknir á sviði mænuskaða. Meðal annars hefur hún að eigin frumkvæði og á eigin kostnað framleitt sjónvarpskvikmynd um baráttu þeirra Hrafnhildar, „You Will Never Walk Again“, sem þýdd hef- ur verið á fjölda tungumála og sýnd í mörgum löndum, vestan og austan hafs. Auður hefur gengist fyrir al- þjóðlegri ráðstefnu um mænuskaða, skrifað ótal greinar og komið fram í viðtölum í fjölmiðlum. Hið háleita markmið hennar um stofnun gang- abanka um rannsóknir á sviði mænuskaða varð að veruleika fyrir tveimur árum og nú er Mænuskað- astofnun Íslands einnig orðin stað- reynd með fulltingi heilbrigðisráðu- neytisins og nokkurra íslenskra bakhjarla í atvinnulífinu. Yfirmaður gagnabankans er Bandaríkjamað- urinn dr. Laurance Johnston og er hann hugsaður sem alþjóðleg upp- lýsingabrú um nýjungar í meðferð mænuskaddaðra og er á ensku, spænsku og arabísku. Unnið er að þýðingu á önnur tungumál – en for- senda þess að vísindamenn nýti sér gagnabankann er gott málaðgengi að honum. Það er trú Auðar Guðjónsdóttur, baráttukonu, að sársaukinn sé gjall- arhorn Guðs til þess að vekja sljóa veröld. Hún notar lífsreynslu sína og dóttur sinnar til að vekja veröld- ina til vitundar um alvarleika mænuskaða. Hún hefur skrifað ótal bréf til ráðamanna víða um heim, m.a. Danadrottningar, Karls Breta- prins, Hillary Clinton, Cristophers Reeves heitins og vinar hans Rob- ins Williams leikara og leitað eftir athygli erlendra fjölmiðla. Þessi barátta hennar hefur nú skilað þeim árangri að mænuskaði og lækningar við honum er komið á dagskrá sem raunhæfur möguleiki. Ástand þess- ara mála er afleitt í dag. Meðferð við mænuskaða virðist eingöngu fel- ast í endurhæfingu, þ.e. mænus- ködduðum er kennt að bjarga sér og sætta sig við fötlun sína sem er álitin endanleg og óafturkræf. Mænuskaddaðir hafa verið settir hjá í þjóðfélaginu og nánast afskrif- aðir. Mænuskaðastofnun Íslands er háleit hugsun og vonandi mun framlag íslensku þjóðarinnar til al- þjóðlegar mænuskaðabaráttu skila árangri um ókomna tíð. „Mænu- skaði er alvarlegasta heilbrigð- isvandamál mannkynsins. Í stuðn- ingi Íslendinga við þann málstað felst von um hjálp fyrir svo marga alls staðar frá í veröldinni – ekki bara á Íslandi. Í stað valdbeitingar, sem svo oft er gripið til í alþjóð- legum samskiptum, þá beita Íslend- ingar öðru afli sem mun hafa dýpri áhrif í tímans rás. Það er mæli- kvarði á hvernig þjóðfélög verða til.“ Svo mælir dr. Johnston, for- stöðumaður gagnabanka Mænu- skaðastofnunar Íslands, og undir það tökum við sem látum okkur annt um velferð mænuskaddaðra. Framundan er fjáröflunarátak Mænuskaðastofnunar Íslands. Ég hvet almenning til að leggja þessu frábæra málefni lið. Við vitum ekki hver verður næstur í röð mænu- skaddaðra og því eru mænuskað- arannsóknir mál okkar allra. Þekking er stærsta aflið í baráttunni við mænuskaða Ragnheiður Davíðs- dóttir skrifar um mænuskaða og lækningar við hon- um » Það er trú Auðar Guðjónsdóttur, bar- áttukonu, að sársaukinn sé gjallarhorn Guðs til þess að vekja sljóa ver- öld. Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. KJARADEILA ljósmæðra við ríkið virðist vera í hnút. Ég er miður mín yfir því að ljósmæður þurfi að beita hörku til að ná fram réttmætum kjarabótum. Eitt af því fáa sem ég hélt að stæði skýrt og óteygj- anlegt í stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar er að bæta ætti sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera og þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri- hluta. Nú er komið í ljós að ég hafði rangt fyrir mér. Orðin í stjórnarsáttmálanum eru inn- antóm. Ljósmæður hafa fundið fyrir stuðningi þjóðarinnar í þeirri kjarabaráttu sem þær eiga í um þessar mundir. Óskandi væri að þær fengju stuðning frá rík- isstjórninni sem ábyrgð ber á launamálum þeirra. Einstaka þing- menn stjórnarflokkanna hafa reyndar gefið út stuðningsyfirlýs- ingu við ljósmæður en á meðan stuðningurinn er í orði en ekki á borði er lítið að marka hann. Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnvalda er að vinna markvisst gegn kynbundnum vinnumarkaði og endurmeta kjör kvenna hjá hinu opinbera. Árang- ur ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum hing- að til er ekki til þess að hreykja sér af. Segja má að eini áþreifanlegi árang- urinn sé að hafa lagt fram og fengið sam- þykkt ný jafnréttislög sem unnin voru á tím- um framsóknarmanna í félagsmálaráðu- neytinu. Sé hægt að tala um einhverja stétt sem kvennastétt eru það ljósmæður. Stéttin sam- anstendur eingöngu af konum og starfar að mestu fyrir konur þó að vissulega hafi þær tekið á móti okkur karlmönnunum og komi til með að taka á móti börnunum okk- ar. Á Íslandi voru reyndar starf- andi ljósfeður til 1933 en síðan þá hafa karlmenn ekki sótt í námið. Að því leyti eru Íslendingar eft- irbátar nágrannaþjóða sinna þar sem karlmenn sinna störfum ljós- mæðra. Í Svíþjóð starfa t.d. um 50 ljósfeður á fæðingardeildum sjúkrahúsa. En burtséð frá því hvort stéttin sé kvennastétt eður ei þá er erfitt að sjá hvers vegna stéttin hefur ekki fengið leiðrétt- ingu á kjörum sínum. Ríkið virðist meta nám þeirra sem fjögurra ára háskólanám þegar það er í raun og veru sex ára nám. Í fréttum Sjónvarpsins í síðustu viku var áhugaverður sam- anburður á launum hjúkr- unarfræðings og ljósmóður. Segj- um sem svo að tveir hjúkrunarfræðingar starfi á sæng- urkvennagangi Landspítala. Með tveggja ára starfsreynslu hafa þeir hvor um sig 261.230 krónur í grunnlaun á mánuði. Nú ákveður annar að fara í ljósmæðranám sem tekur tvö ár og snýr aftur til starfa með 274.294 krónur í grunnlaun. Sá sem hélt áfram að starfa sem hjúkrunarfræðingur fengi eftir þessi tvö ár 299.807 krónur. Ljósmæður eiga svo sannarlega skilið að fá laun sín leiðrétt enda hafa fáar stéttir lægri laun innan Bandalags háskólamanna. Það er einnig nauðsynlegt upp á nýliðun í stéttinni að gera þar sem 44% ljós- mæðra fara á eftirlaun á næstu tíu árum. Við eigum að koma í veg fyrir mögulegan skort á ljós- mæðrum í framtíðinni í dag en ekki bíða eftir að í óefni sé komið. Hvers vegna er ekki samið við ljósmæður? Eggert Sólberg Jónsson skrifar um kjör ljósmæðra » Ljósmæður eiga svo sannarlega skilið að fá laun sín leiðrétt enda hafa fáar stéttir lægri laun innan Bandalags háskólamanna. Eggert Sólberg Jónsson Höfundur er varaformaður Sam- bands ungra framsóknarmanna. - kemur þér við 26 milljarðar falla á Eimskip Lögreglan gleymdi landamæraeftirliti Nektardansinn leyfður í Kópavogi Kynmök til að aflétta bölvun Athugasemdir gerðar við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur Margrét Maack er ný rödd Popplands Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.