Morgunblaðið - 01.10.2008, Page 2

Morgunblaðið - 01.10.2008, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR á nú alls 103 íbúðir eftir að hafa eignast þær á uppboði og hefur þeim fjölgað tals- vert síðustu mánuði. Fæstar voru eignir Íbúðalánasjóðs 46 talsins fyrir nokkrum misserum. Flestar eru þessar eignir á Austurlandi, gjarnan 2-4 herbergja að stærð. Hluti þessara íbúða var byggður eða keyptur með leiguíbúðaláni og hefur Íbúðalánasjóður þurft að leysa þær til sín eftir erfiðleika leigu- félaga. Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs, segir að innlausn eigna sé vaxandi vandamál og þegar harðni á dalnum gangi sjóðnum illa að selja þessar eignir. Það sé hins vegar ekki í verkahring sjóðsins að leigja eign- ir. Þinglýsing leigusamninga Á heimasíðu AFLs, starfsgreina- félags á Austurlandi, er brýnt fyrir þeim sem leigja íbúðarhúsnæði að þinglýsa leigusamningum. „Nú fyrir skömmu leysti Íbúða- lánasjóður til sín nokkrar íbúðir á Austurlandi, sem voru í eigu eign- arhaldsfélags, og þar sem leigu- samningarnir voru óþinglýstir, virð- ist sem íbúar þurfi að yfirgefa íbúðirnar með litlum fyrirvara. En það er ekki nóg bara að þinglýsa samningunum,“ segir á heimasíð- unni. „Það er því full ástæða til að hvetja leigjendur til að þinglýsa leigusamningum sínum. En þrátt fyrir að leigusamn- ingnum sé þinglýst þarf einnig að fylgjast með hvort viðkomandi íbúð lendir í nauðungarsöluferli og gera þá kröfu til sýslumanns um að leigu- samningurinn sé viðurkennd krafa við nauðungarsöluna – að öðrum kosti er leigjandinn upp á náð og miskunn þess er leysir íbúðina til sín á uppboðinu. AFL hefur fyrir hönd félags- manna sinna er leigja umræddar íbúðir leitað til Íbúðalánasjóðs og farið fram á að íbúum gefist kostur á lengri fresti en upphaflegt bréf hljóðaði upp á,“ segir á síðu AFLs. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði fá leigusamningar eins og önnur þinglýst skjöl stöðu í veðröð. Ef ÍLS lánar út á íbúð sem er fyr- ir með þinglýstum leigusamningi og síðan er eignin seld nauðungarsölu vegna vanskila þá heldur leigusamn- ingurinn, þar sem hann er á undan ÍLS í veðröð. Ef ÍLS lánar áður en leigusamningi er þinglýst fellur samningurinn niður við nauðungar- sölu þar sem hann er á eftir ÍLS í veðröð. Innlausn íbúða vaxandi vandi  Íbúðalánasjóður á nú 103 íbúðir  Sala eigna erfið þegar harðnar á dalnum  Starfsgreinafélagið AFL á Austurlandi hvetur leigjendur til að þinglýsa samningum  Leigusamningur heldur stöðu í veðröð Hversu margar íbúðir hefur sjóð- urinn leyst til sín á þessu ári mið- að við árið 2007 sem eru 1) í eigu ábúanda 2) í eigu aðila sem leigir íbúðirnar áfram til ábúenda? Hvað einstaklinga varðar leysti sjóð- urinn til sín alls 122 eignir árið 2007, það sem af er árinu 2008, í lok ágúst, hefur sjóðurinn leyst til sín 96 eignir. Hvað varðar íbúðir með leiguíbúðalánum leysti sjóðurinn til sín alls 32 eignir, árið 2007. Það sem af er árinu 2008 hefur sjóður- inn leyst til sín alls 34 eignir. Hversu oft hafa leigjendur keypt íbúðir? Árið 2007 keyptu leigjendur eignir í 10 tilfellum. Það sem af er 2008 hafa leigjendur í 11 tilfellum keypt eignir. S&S STARFSMENN Borgarleikhússins fögnuðu með veglegri tertu og kampavíni þeim áfanga í gær að hafa selt fjögur þúsund áskriftarkort að upp- færslum vetrarins. Enn eru þrjár vikur eftir af kortasölu. „Við erum alveg í skýjunum og afskaplega stolt öll í Borgarleikhúsinu og þakklát áhorf- endum fyrir að sýna því svona mikinn áhuga sem við erum að gera,“ segir Magnús Geir Þórðar- son, leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Þetta er afskaplega gott veganesti inn í leikárið, fyrir þær sýningar sem við erum þegar byrjuð að sýna og fjölda annarra sem eru á leiðinni. Það er stolt og mikil ánægja í hópnum.“ Magnús Geir segir jafnframt ánægjulegt hve vel hafi tekist að selja á einstakar sýningar en uppseldar sýningar á Fló á skinni og Fólkið í blokkinni eru orðnar fjölmargar. ylfa@mbl.is Borgarleikhúsið slær Íslandsmet með sölu 4.000 áskriftarkorta Morgunblaðið/Árni Sæberg Kortagestir sjöfalt fleiri en á síðasta leikári VILJAYFIRLÝSING um samstarf um atvinnuþróun í nágrenni Kefla- víkurflugvallar var undirrituð í gær. Stefnt er að því að auka enn frekar samstarf ríkisins og sveitarfélag- anna fimm á Suðurnesjum en í kjöl- far brotthvarfs bandaríska varnar- liðsins 2006 stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir að lykilatriðið sé að ríkið og félög og stofnanir í eigu þess og sveitarfélögin vinni saman að því að laða nýja fjárfesta að svæðinu. Reynsla að utan sýni að með þeim hætti geti alþjóðlegir flugvellir orðið mikilvægur aflvaki hagvaxtar. Undir yfirlýsinguna skrifuðu Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Kristján L. Möller samgönguráð- herra og fulltrúar Grinda- víkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sand- gerðisbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Sveitarfélagsins Garðs. ylfa@m- bl.is Samstarf um flugvallarsvæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Sátt Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum takast í hendur eftir undirritun. FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam- taka atvinnulífsins (SA) fundaði í gær með embættismönnum Evrópu- sambandsins (ESB) á sviði sam- keppnismála. Lýstu þeir áhyggjum af stöðu mála á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum en fram kom að á vettvangi ESB væri verið að undir- búa breytingar á löggjöf til að koma í veg fyrir að núverandi kreppa gæti endurtekið sig. Einnig var fundað með sérfræð- ingum ESB á fjármálasviði um stöð- una á fjármálamörkuðum. Þar kom fram að ESB ynni að útfærslu hug- mynda til að fást við yfirstandandi erfiðleika, einkum þegar um væri að ræða fjármálafyrirtæki sem störf- uðu í mörgum ríkjum. ylfa@mbl.is SA funduðu með ESB LÖGREGLAN hefur undanfarið haft nokkur afskipti af ökumönnum vegna stöðvunarbrota, að því er seg- ir á vef lögreglunnar, en mikið er um að ökutækjum sé lagt ólöglega. Þetta á meðal annars við um miðborgina en svo virðist sem sumir ökumenn flutningabíla virði ekki reglur sem gilda um vöruafgreiðslu á svæðinu. Á vefnum segir að bílum sé líka illa lagt í öðrum hverfum borgarinnar. T.d. hafi lögreglumenn talið tæplega 40 bíla í nokkrum götum Vesturbæj- arins sem lagt var á gangstéttum en eigendur þeirra eiga allir sekt yfir höfði sér. ylfa@mbl.is Mikið um stöðvunarbrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.