Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.10.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Yfirtaka rík-isins áGlitni er einhver umfangs- mesta aðgerð í efnahagsmálum sem gripið hefur verið til á Ís- landi. Hér er um að ræða gríð- arlegt inngrip í markaðinn. Ýmislegt bendir til að þetta verði ekki síðasta stóra að- gerðin sem stjórnvöld, í nafni skattgreiðenda, þurfa að grípa til á þessu stórviðrasama hausti. Krónan hefur síðustu daga verið í frjálsu falli, með til- heyrandi búsifjum fyrir al- menning. Verð gjaldmiðilsins hefur fallið um hátt í 20% í september sem getur þýtt að verðlag hækki um 8-9% til við- bótar við það sem þegar er orðið, eins og fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblað- inu í dag. Aðgerðir ríkisins til bjargar Glitni hafa ekki náð að setja undir hrun gjaldmiðilsins. Þvert á móti hefur sú stað- reynd, að Glitnir var að kom- ast í þrot, ýtt undir áhyggjur af íslenzkum fjármálamarkaði í heild. Mat alþjóðlegra matsfyrir- tækja virðist vera að vandinn gæti reynzt víðtækari og að ríkið væri þá ekki nægilega vel í stakk búið að bregðast við. Stjórnvöld í löndunum allt í kringum okkur hafa brugðizt við fjármálakrepp- unni með yfirtök- um banka og með því að leitast við að bæta lausafjárstöðu fjármála- fyrirtækjanna með öðrum ráð- um. Nú síðast grípur írska ríkis- stjórnin inn í með áætlun um að tryggja allar bankainni- stæður í landinu næstu miss- erin og bæta þannig lausa- fjárstöðu bankanna. Staða Íra er að mörgu leyti svipuð og staða Íslendinga, að öðru leyti en því að þeir eru ekki með gjaldmiðil sem er í frjálsu falli. Kostnaðurinn fyrir skatt- greiðendur af aðgerðum sem þessum er umtalsverður, en á móti koma hagsmunir almenn- ings sem sparifjáreigenda og neytenda. Það getur þurft að færa fórnir til að verja fjár- málakerfið og vinna gegn gengishruni krónunnar. Þótt kjör ríkisins og ís- lenzkra fjármálastofnana á al- þjóðlegum mörkuðum hafi versnað er líklega enginn ann- ar kostur en að ríkið nýti heimildir sínar til að taka stór lán erlendis til að styrkja gjaldeyrisforðann og auka svigrúm sitt til aðgerða. Þær heimildir hefði mátt nýta fyrr. Nú eru fáir aðrir kostir í stöð- unni. Skattgreiðendur geta þurft að færa fórnir} Tími aðgerða Það fjár-málakerfi, sem verið hefur við lýði í heim- inum að banda- rískri fyrirmynd í um ald- arfjórðung, riðar nú til falls. Þess er að vænta að Banda- ríkjaþing greiði í dag atkvæði um björgunaraðgerðir ríkis- stjórnarinnar, sem ganga út á að 700 milljarðar verði teknir frá til að kaupa ónýt lán af fjármálastofnunum og hjálpa þeim út úr sínum erfiðleikum. Á meðan bandaríski seðla- bankinn var undir stjórn Al- ans Greenspans var við- kvæðið í hvert skipti sem harðnaði á dalnum að dæla ódýrum peningum inn í kerfið og gera fjármálastofnunum þannig kleift að fjármagna sig og halda á vit nýrra ævintýra án þess að tekið væri á und- irliggjandi vandamálum. Nú er hins vegar svo komið að að- ferð Greenspans gengur ekki lengur og með hruni fjárfest- ingarbankans Lehman Brothers 22. ágúst urðu þáttaskil – 11. september fjármálamarkaðanna. Um helgina breiddist kreppan ekki bara út til Ís- lands, heldur til Evrópu. Í Þýskalandi var 27 milljarða evra björgunar- hring kastað til Hypo Real Estate og Belgar, Hol- lendingar og Lúx- emborgarar komu Fortis til bjargar. Í Frakklandi og Belgíu eru menn undir það búnir að þurfa að bjarga bankanum Dexia. Á megin- landi Evrópu sitja stjórn- málamenn og bankastjórar einnig fram á nótt rétt eins og á Íslandi og reyna að bjarga fjármálastofnunum á kostnað skattborgara í þeirri von að hægt verði að stöðva hrunið. En í raun hafa þeir ekki hugmynd um hvað er í vænd- um. Tortryggnin milli banka er orðin slík að þeir þora ekki að lána hver öðrum. Við slíkar kringumstæður getur meira að segja banki með heil- brigðan fjárhag farið á hlið- ina. Í Evrópu eru raddir um að stutt sé í að ekki dugi að bjarga einstaka bönkum, það þurfi að koma jafnvægi á allt kerfið til að koma í veg fyrir að það bræði úr sér. Og nú sé ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkjamenn, sem eru að sligast undan útgjöldum í Írak og Afganistan og stór- skuldugir, til að koma fjár- málaheiminum aftur á sporið. Tortryggni eykst á lánamarkaði }Brestir í fjármálaheiminum F jölmargar hugrenningar vakna við lestur nýrrar bókar um Hafskips- málið, Afdrif Hafskips – Í boði hins opinbera eftir Stefán Gunnar Sveinsson. Ein sú ásæknasta snýr að hlutverki stjórnmálamanna. Í Hafskipsmálinu komu við sögu stjórn- málamenn sem fundu þef af stórhneyksli, ekki síst vegna lesturs á götublaði. Götublöð kafa ekki djúpt ofan í sannleikann, eins og þau keppast þó við að telja lesendum trú um. Þau tína upp orðróm héðan og þaðan og slengja honum síðan á forsíðu með stríðsletri til að selja. Sjálfmiðaðir stjórnmálamenn í stöðugri leit að ástæðu til að hampa sjálfum sér nota stundum götublöð – alveg eins og götublöðin nota þá. Eftir lestur götublaðs þutu stjórnmálamenn upp í pontu á Alþingi, án þess að hafa nokkurn áhuga á sannleikanum og án þess að kæra sig nokkurn skapaðan hlut um fólk. Ef stjórnmálamennirnir hefðu kært sig um sannleikann hefðu þeir farið gætilega því það er ekki heillavænlegt í lífinu að fá sannleikann upp á móti sér. Ef stjórnmálamennirnir hefðu kært sig um fólk hefðu þeir leitt hugann að því hversu skelfilegt það er að saka sak- lausa menn um stórglæpi. En stjórnmálamennirnir hugsuðu ekki á húmanískum nótum. Enda er svoleiðis hugsunarháttur alltof einfeldningslegur til að metn- aðarfullir stjórnmálamenn geti tamið sér hann. Heltekn- ir af athyglissýki fundu stjórnmálamennirnir hvernig orðkynngin gagntók þá um leið og þeir stigu í ræðustól og tók öll völd. Fullyrðingar um svik- samlegt athæfi fossuðu upp úr þeim. Augna- blikið var þeirra. Þeir komust í fjölmiðla. Þá var stund þeirra fullkomnuð. Og þeir urðu svo ánægðir með eigin frammistöðu að þeir gátu ekki hætt, enda klappaðir upp af fjölmiðlum, og fóru því aftur í pontu og endurtóku það sem þeir töldu vera magnaðan einleik sinn. Saklausir menn voru stimplaðir sekir áður en mál þeirra fór fyrir dóm. Svo kom í ljós að þeir voru ekki sekir um neina stórglæpi, eins og ítrekað hafði verið fullyrt. Þeir endur- heimtu mannorð sitt eftir skelfilega reynslu. Engar sögur fara af því hvernig stjórnmála- mönnunum leið þegar þeim varð ljóst að þeir höfðu haft mikla sómamenn fyrir rangri sök. Það má geta sér þess til að stjórnmálamönn- unum hafi þótt málið allt fremur óheppilegt. Ekki er ólík- legt að þeir hafi huggað sig með því að svona sé nú einu sinni pólitíkin, hún sé sannarlega enginn sunnudagaskóli. Þar sé ekki hægt að ætlast til að menn geti staðið við allt sem þeir segja í hita leiksins. Svo sé þetta líka allt löngu liðið og best að gleyma því. Já, sennilega hafa stjórnmálamennirnir gleymt Haf- skipsmálinu og þætti sínum í því. Eða hvað? Hefur sam- viskubitið vitjað þeirra síðustu vikur í umræðum um Haf- skipsbókina? Eða eru þeir yfir það hafnir að hafa samvisku? Sennilega fæst seint svar við því. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Vitjar samviskan þeirra? Leita skjóls í stormi á fjármálamörkuðum FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is L ífeyrissjóðir verða fyrir verulegum áföllum vegna þeirrar kreppu sem gengur yfir fjár- málamarkaði. Nú síðast rýrnar eignarhlutur tveggja af stærstu sjóðunum um nokkra millj- arða kr. eftir aðkomu ríkisins að Glitni. Enginn vafi leikur þó á því að staða lífeyrissjóðanna er eftir sem áður mjög traust. Þetta er samdóma álit viðmælenda hjá lífeyrissjóðum. Færa sig í stórum stíl yfir í skuldabréf með föstum tekjum Hrein eign allra lífeyrissjóða var tæpir 1.700 milljarðar um seinustu áramót og í lok júlí hafði eign þeirra aukist í rúma 1.800 milljarða. Sjóð- irnir hafa í stórum stíl flutt eignir sínar úr áhættusamari bréfum yfir í tryggari fjárfestingar. ,,Menn eru klárlega að færa sig í stórum stíl yfir í skuldabréf með föstum tekjum og hafa verið að flytja fjármagn erlend- is frá hingað til lands að einhverju marki vegna ástands á mörkuðum og gengis krónunnar,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Fleiri taka undir að sjóðirnir hljóti að endurmeta fjárfestingarstefnu sína. Þó er líka á það bent að þeir verði að dreifa áhættunni og það væri full mikil áhætta tekin að vera með alla fjármuni lífeyrissjóðs „hér í þessu litla hagkerfi okkar. Við verð- um að dreifa þessu og fjárfesta líka erlendis,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis. Hann segir að vissulega hafi mikl- ar lækkanir átt sér stað á hluta- fjármörkuðum allt þetta ár og kaup ríkisins á Glitni hafi valdið meiri lækkun á einum degi en menn hafi áður séð. Á það beri þó að líta að tap sjóðsins vegna 1,3% eignarhlutar Gildis í Glitni sé í raun mjög mjög lítið brot af eignasafni sjóðsins. Eignirnar voru um 238 milljarðar um seinustu áramót og þar af inn- lend hlutabréf um 50 milljarðar. Árni leggur áherslu á að þessi at- burður breyti engu um trygginga- fræðilega stöðu lífeyrissjóðsins. Maríanna Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir enga launung á því að lækkanirnar á mörkuðum komi illa við eignasafn sjóðsins. Þegar lækk- anir eiga sér stað á hlutabréfaverði á örfáum dögum leiði það til skerð- ingar á ávöxtun til skamms tíma litið „en við höldum í vonina um að þetta muni breytast þegar til lengri tíma er litið,“ segir hún. Maríanna leggur áherslu á að fólk þurfi ekki að óttast um lífeyrisréttindi sín. Eignir sjóðs- ins voru um áramót 317 milljarðar kr. Óvíst hvort skerða þurfi réttindi eða hækka iðgjöldin Flestum ber saman um að vegna ástandsins á mörkuðum sé rétt að búa sig undir að raunávöxtun á eign- um lífeyrissjóða verði neikvæð þeg- ar upp er staðið í lok ársins. „Ávöxtun lífeyrissjóðanna var 9% á seinustu fimm árum og við gerum ráð fyrir því að til frambúðar nái líf- eyrissjóðirnir 3,5% raunávöxtun. En þó er auðvitað ljóst að þetta ár verð- ur frekar slakt,“ segir Hrafn. Líf- eyrissjóðum er skylt að sjá til þess að jafnvægi sé á milli eigna og skuld- bindinga þeirra. Komi í ljós við tryggingafræðilega athugun á líf- eyrissjóði að skuldir eru yfir 10% af eignum ber lífeyrissjóðnum að grípa til ráðstafana til að ná jafnvægi milli eigna og skuldbindinga. Þetta verð- ur aðeins gert með hækkun iðgjalda og/eða skerðingu á réttindum sjóð- félaga. Hrafn segir afskaplega erfitt að segja til um það á þessu stigi hvort til þess þurfi að koma eða ekki. Morgunblaðið/Ómar Óvissa Talsmenn lífeyrissjóða segja fjárfestingastefnuna í stöðugri endur- skoðun, ekki síst þegar óvenjulegt ástand ríkir á fjármálamörkuðum. LANDSSAMTÖK lífeyrissjóða birtu frétt í gær og benda á að breytt eignarhald hjá Glitni hafi eitt og sér hvorki áhrif á rekstur líf- eyrissjóða né lífeyrisréttindi sjóð- félaga. Um sé að ræða um 5,5% eignarhluti lífeyrissjóða í bank- anum, sem svari til um 13 milljarða króna á gengi síðasta föstudags. „Ástand á fjármálamörkuðum yfir- leitt er meira áhyggjuefni en tíð- indin af Glitni.“ Hvað varði eignar- hluti í Glitni sé ótímabært að meta hverju þeir muni skila þegar til lengri tíma er litið. 13 milljarða eign í Glitni      $%(2  *       !"#$% &"'( !   ) !*+ * , ) !*+ '-". !+*  , ) !*+  '( !  .+ / .-" '-%.!  ) !*+ 0 .)-" ) !!.-" "  1 ."! 2 ! '-!%!*+ 0 . !*+  .-/* .- 0- 01-/*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.