Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 35 ✝ AðalsteinnValdimarsson fæddist á Sauðár- króki 2. mars 1930. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut hinn 26. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Valdimar Kon- ráðsson, f. 15.9. 1900, d. 4.2. 1986, og Ingibjörg Jó- hannsdóttir, f. 28.9. 1904, d. 6.7. 1955. Aðalsteinn átti fjögur systkin, Sólborgu Rósu, Jóhann Auðun, Elsu Maríu og Jóhönnu. Hinn 8.8. 1953 kvæntist Aðal- steinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Björgvinsdóttur, f. 30.8. 1932. Foreldrar hennar voru Björgvin Bjarnason, f. 3.2. 1908, d. 30.4. 1976, og Anna Kristín Árnadóttir, f. 7.4. 1908, d. 8.3. 1987. Aðalsteinn og Sigríður eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Anna Björg, f. 30.3. 1953, gift Jóni Arnari Karlssyni. Börn þeirra eru a) Aðal- steinn Ingi, f. 1973. Kvæntur Oddnýju Ármannsdóttur. Þau eiga þrjú börn. b) Jóhann Ísak, f. 1977. Í sambúð með Camillu Schön. Þau eiga tvö börn. c) Arnbjörg, f. 1982. Gift Hilmari Bjarka Snorrasyni. Þau eiga eitt barn. 2) Ingibjörg Rósa, f. 4.4. 1954. Börn hennar eru a) Bjarney, f. 1974. Í sambúð með Jorge William Flores Lugo. Þau eiga tvö börn. b) Margeir, f. 1979. 3) Valdimar, f. 14.4. 1957, kvænt- ur Katrínu Karlottu Brands- dóttur. Börn þeirra eru a) Sigríð- ur Hlíf, f. 1978. Gift Einari Loga Sveinssyni. Þau eiga tvö börn. b) Arnar Freyr, f. 1982. c) Aðal- steinn, f. 1987. d) Björgvin, f. 1994. Útför Aðalsteins fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin kl. 15. Elsku afi. Það var alltaf jafn yndislegt að koma til þín og ömmu í Brekkuhvamminn, alltaf var tekið á móti okkur barnabörnunum með mikilli hlýju og ástúð. Það er úr mörgum góðum minningum að velja sem við áttum saman, elsku afi, og erfitt að velja úr. En eitt er ofarlega í minni hjá okkur eldri systkinunum. Það var þegar við fjölskyldan bjuggum hjá þér ömmu þegar foreldrar okkar voru að byggja í Lækjarberginu. Eitt kvöld gerði aftakaveður og raf- magnið fór af. Amma fór og tendr- aði á kertum til að lýsa upp. Ég man hversu spennandi mér fannst þetta, hrædd en þó örugg heima hjá ykkur. Við vorum öll sest í stofuna og vorum að hlusta á veðr- ið. Þú náðir í harmonikkuna og spilaðir fyrir okkur og við sungum með. Þetta fannst okkur systkin- unum rosalega skemmtilegt og þegar vonskuveður gengur yfir get ég ekki annað en hugsað til þessa tíma. Ljósið frá kertunum, harm- onikkan og söngurinn. Sem barn hugsaði ég kannski ekki mikið út í það hversu mikinn tíma þið amma vörðuð með okkur. En nú þegar ég er orðin foreldri get ég ekki annað en dáðst að því hversu mikinn tíma þú gafst þér til að sinna barnabarnabörnunum. Jó- el Snæ fannst fátt jafn skemmti- legt og að fara með þér út í bílskúr að gramsa eða að leika sér í geymslunni. Oft á tíðum fékk hann þá að fara með eitthvað sem hann fann eða fannst einstaklega merki- legt, eins og golfkúlur í poka. Það kom oftar en ekki fyrir að þið amma höfðuð verið að passa Jóel, og svo þegar komið var að því að fara heim, þá vildi hann fá að vera lengur. Mér þótti afskaplega vænt um það í þau skipti sem ég var með Jóel Snæ veikan heima og þú og amma komuð alltaf við með bakkelsi handa honum á ykkar daglega göngutúr. Þetta finnst mér lýsa þeirri ást og umhyggju sem þið báruð fyrir okkur. Ég veit að þú munt vaka yfir ömmu og okkur öllum. Ég á erfitt með að lýsa í orðum hversu sárt ég mun sakna þín, elsku afi minn, en mér er það þó huggun í hjarta að vita að þú og elsku litli bróðir minn séuð sameinaðir á ný. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ( V.Briem) Sigríður Hlíf Valdimarsdóttir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Afi var yndislegasti afi sem hægt er að hugsa sér. Minning hans lifir í hjörtum okkar. Aðalsteinn Ingi, Jóhann Ísak, Arnbjörg og fjölskyldur. Í dag er til moldar borinn mágur minn og vinur, Aðalsteinn Margeir Valdimarsson sem ávallt var kall- aður Alli. Ég var ekki há í loftinu þegar Alli kom sem kærasti systur minn- ar á heimili okkar á Norðfirði. Hann gaf sér tíma fyrir litla hnátu sem fannst hann flottastur af öllum. Hann kenndi mér að prjóna og svo spilaði hann á harm- onikku. Ég ætlaði sko að eignast svona mann og að minnsta kosti rauðhærðan eins og hann og það varð raunin. Sigga og Alli hófu sinn búskap í heimabæ Alla, Sauðárkróki og þar fæddust börnin þeirra þrjú, Anna Björg, Valdimar og Ingibjörg Rósa. Ég dvaldi þar nokkur sumur við barnapíustörf og alltaf var sambúðin við Alla jafnánægjuleg. Um 1971 flytja þau til Hafnar- fjarðar þar sem ég bjó og síðan hefur samgangurinn verið óslitinn og okkur til mikillar gleði. Á fallegum síðsumarsdegi grípa örlögin í taumana, Sigga og Alli lenda í hræðilegu bílslysi sem síð- an leiðir til ótímabærs andláts hans. Eitt barnabarna minna sagði: „Hann var góður maður og það verður vel tekið á móti honum hjá Guði.“ Ég bið góðan Guð að styrkja systur mína og alla fjölskylduna á þessu erfiða tímabili og ég og mín fjölskylda öll vottum þeim okkar innilegustu samúð. Guð blessi minningu Alla. Arnbjörg (Abba). Aðalsteinn Valdimarsson ✝ Lauritz Con-stantin Jörg- ensen var fæddur í Reykjavík 7. nóv- ember 1941. Lést á heimili sínu í Minne- sota 10. september síðastliðinn. Lauritz var sonur hjónanna Herdísar Guð- mundsdótttur, f. 3.7. 1920, og Lauritz Constantins Jörg- ensens, f. 4.3. 1902, d. 23.7. 1952. Lárus, eins og hann var kallaður hér heima, var næst- elstur alsystkina sem eru: Svan- dís, (Vilhelm látinn), Dagmar og Margrét. Hálfsystkin sammæðra eru Brynja og Guðmundur Hilm- ar. Hálfsystkin samfeðra voru ell- efu. Sex þeirra eftirlifandi eru: Guðmundur, Lárus, Erna, Anna, Jóna og Björk. Látin eru: Elín, Arnar Rósant, Maríe, Jóhanna og Málfríður. Eiginkona Lárusar var Sonja Einarsdóttir f. 30.05. 1942, d. 30.08. 1982. Sonja og Lárus eignuðust þrjú börn. 1) Elín Rósa (Jörg- ensen) Rimnac, f. 3.4. 1962, maki Ro- nald Rimnac, börn: a) Rebecca Marie, f. 14.10. 1988, b) Ja- cob, f. 25.11. 1991, og c) Benjamin Ronald, f. 28.2. 1994. 2) Lára Íris Jörgensen, f. 15.3. 1966, sambýlis- maður Eiríkur Pétursson, börn a) Sonja Rós, f. 24.4. 1985, sambýlismaður Hilmar Árdal, börn þeirra Signý og Ísa- bell, b) Dustin, f. 6.11. 1989, og c) Sara, f. 1.12. 1991. 3) Einar Ben Jörgensen, f. 21.05. 1974, maki Michele Jörgensen, börn Brandon og Teylor, tvíburar, f. 3.6. 2006. Eftirlifandi eiginkona Lárusar er Dee Payne, f. 6.5. 1952. Minningarathöfn um Lárus fer fram frá Fossvogskapellu í dag, föstudag, og hefst klukkan 11. Elsku Lárus bróðir. Nú ertu kominn í faðm Guðs eftir langa baráttu við sjúkdóminn sem þú barðist við í svo mörg ár. Við systkinin þökkum þér allar samveru- stundirnar sem við fengum að eiga með þér elsku bróðir bæði hér heima og einnig í Minnesota. Það var glatt á hjalla þegar þú komst heim síðasta haust og fjöl- skyldan öll kom saman til að sjá þig og eiga með þér góða stund, gleðjast og rifja upp gamlar minningar. Þær minningar hverfa seint. Þú varst fullur bjartsýni og vonar um að þú gætir farið vestur til Ingjaldssands og jafnvel skoðað landið þitt betur. Þetta var von sem þú barst í hjarta þér. Þig langaði að koma hingað síðla sumars og að ættingjar og vinir gætu komið saman fyrir vestan. Þú hafðir ávallt næmt auga fyrir fegurð, það sýndu verk þín jafnt inn- an- og utandyra. Þér léku verk í hendi og snyrtimenni varstu mikið, þannig að eftir var tekið, enda bar heimili ykkar Dee þess merki hversu handlaginn þú varst. Þær eru svo margar minningarnar sem við eigum um þig Lárus minn sem hvert okkar ber í sínu hjarta. Þín er sárt saknað. Elsku Dee þú komst eins og engill í líf Lárusar, þú hlúðir að honum með svo mikilli ástúð og ummhyggju. Þér ber að þakka hversu vel þú stóðst við hlið hanns til seinustu stundar. Kær- ar þakkir Dee fyrir allt. Elsku Dee ,Elín Lára og Einar, börn og barnabörn. Megi Guð vera með ykkur og gefa ykkur styrk við fráfall föður ykkar, afa og langafa. Komið er haust, og hallar sumardegi, húmið kalt á mínum vegi, fölna grös á feðra minna grund. Kaldir straumar, yfir láð og legi, lækkar sól á fögrum himnateigi gleði lífs, er fegurð alla stund. Fannhvít orðin, fornu, háu fjöllin fögur blómin, sofnuð vært um láð. Fölur litur, færist yfir völlinn, flest er tímans mótum háð. (Guðm. Guðmundsson afi frá Sæbóli.) Svandís I. Jörgensen. Dagmar V. Jörgensen Chavez. Margrét S. Jörgensen. Brynja Dagbjartsdóttir. Guðmundur Hilmar Guðmundsson. Lauritz Constantin Jörgensen ✝ Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem sýndu mér samúð og hlýjug við andlát og útför elsku- legs sonar míns, JÓNS ANDRÉSSONAR, frá Höfðabrekku, síðast til heimilis að Áshamri 38, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til kvenfélagsins Líknar, Vestmannaeyjum. Ásbjörg Jónsdóttir. Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Hótel Saga annast erfidr ykkjur af virðingu og alúð. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta. Erfidrykkjur af alúð Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar Elsku Halla mín. Mig langar að þakka þér og fjöl- skyldu þinni fyrir allar góðu stundirnar sem ég og fjölskylda mín áttum með ykkur. Alltaf vorum við velkomin á heimili ykkar þar sem okkur mætti einlæg vinátta og hlýja og þar sem við vörðum mörgum góð- um stundum saman. Þessar minn- ingar þykir mér mjög vænt um. Halla Kristrún Jakobsdóttir ✝ Halla KristrúnJakobsdóttir fæddist á Kambi í Veiðileysufirði í Árneshreppi 9. jan- úar 1931. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni 8. sept- ember síðastliðinn og var útför henn- ar gerð frá Bú- staðakirkju 18. september. Á menntaskólaár- um mínum var það mér mikils virði að vera ávallt velkomin á heimili ykkar og kom ég stundum við þar á leið minni úr skóla. Þá fann ég svo vel hversu mikla um- hyggju þú barst fyrir mér og hve vænt þér þótti um mig. Það var notalegt að setjast niður í eld- húsinu hjá þér þar sem við töluðum saman og þú gafst mér alltaf eitthvað gott að borða og passaðir upp á að ég tæki nú vítamín með matnum. Þér var á allan hátt umhugað um velferð mína og sýndir það bæði í orði og verki. Þú varst mikil listakona og hæfi- leikarík og bjóst til listaverk úr ótrúlegustu hlutum. Handgerð dúkka frá þér prýðir hillu á heimili mínu í dag. Ég var líka svo heppin að fá að gjöf frá þér lopapeysu, vettlinga og sokka, allt búið til af þér og bæði vandað og fallegt eins og við var að búast. Svo man ég eftir því tilhlökk- unarefni þegar þið fjölskyldan senduð okkur systrunum jóla- pakka og piparkökuhús og þá fannst okkur að jólin væru sann- arlega að koma. Umhyggjusemi þinni og vænt- umþykju mun ég aldrei gleyma. Þú varst einstök og yndisleg kona og mér mun alltaf þykja vænt um þig. Þú og fjölskylda þín voruð okk- ur vinir í raun, því fengum við öll að kynnast. Ég var lánsöm að fá að kynnast þér og þinni góðu fjölskyldu og eiga með ykkur svo góðar stundir. Það eru minningar sem verða mér alltaf kærar. Ég þakka þér af hjartans ein- lægni fyrir allt, elsku Halla mín, og bið góðan Guð að blessa og varðveita fjölskyldu þína og veita henni styrk á þessum erfiðu tím- um. Sigurbjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.