Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 9 FRÉTTIR BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti í gær að fresta losun umframefna á landfyllingu á Kársnesi uns nið- urstaða liggur fyrir um skipulag svæðisins. Landfyllingin hefur ver- ið harðlega gagnrýnd og lögmæti þess að losa þar efni dregið í efa. Í fréttatilkynningu segir að starf- semin sé hvorki háð fram- kvæmdaleyfi né umhverfismati. „Nýjustu mælingar sýna jafnframt að stærð landfyllingar sé innan marka gildandi aðalskipulags […] Er því ljóst að starfsemi á Kársnesi er innan ramma laga og skipulags.“ Engu að síður verði frekari losun ekki leyfð fyrr en niðurstaða er fengin um skipulagningu svæðisins. Lokað fyrir losun á nesinu VINNINGSHAFINN í þrefalda pottinum í lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sambúð sem á von á sínu fyrsta barni. Hún er búin að vera með tíu raða lottóseðil í áskrift í nokkurn tíma og voru tölurnar sem dregnar voru út á laugardag- inn í efstu röðinni á seðlinum henn- ar. Fjölskyldan var að horfa á út- dráttinn í sjónvarpinu og sá töl- urnar sínar birtast á skjánum. Þau áttu erfitt með að trúa því að þetta væru þeirra tölur og helgin var því lengi að líða þar til þau gátu fengið það staðfest hjá starfsmönnum Get- spár að þau væru orðin rúmlega 14 milljónum króna ríkari. Vinning- urinn er skattfrjáls. Í fréttatilkynn- ingu segir að vinningshafinn fái ráðgjöf hjá KPMG endurskoðun um meðferð og ávöxtun slíkra fjár- muna. Vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið. Vann 14 millj- ónir í lottói SÍÐASTA skólaár nutu 10.640 nem- endur grunnskólans sérkennslu eða einhvers konar stuðnings, sem er 24,3% allra nemenda. Er það fækkun um 162 nemendur frá fyrra skólaári milli ára. Hlutfallslega flestir nem- endur 4. bekkjar (9 ára nemendur) nutu stuðnings eða 27,4 prósent af árganginum. Af þeim nemendum sem njóta stuðnings eru 62,2% drengir og 37,8% stúlkur, að því er segir í frétt frá Hagstofu Íslands. Konur voru 87% starfsmanna grunnskólans árið 2007. Þetta hlut- fall hefur lítið breyst á síðustu árum, en það var t.d. 88% árið 1998. Í fyrra voru 95 konur skólastjórar en 90 karlar. Þetta er í fyrsta skiptið sem konur eru fleiri í stöðu skólastjóra. Árið 1998 voru karlkynsskólastjórar t.d. helmingi fleiri en kvenkyns- skólastjórar. Að meðaltali voru starfsdagar kennara 13,1 á síðastliðnu skólaári. Fjöldi starfsdaga var misjafn eftir skólum og var heildarfjöldi starfs- daga frá 5 til 21. Að meðaltali voru 4,9 starfsdagar teknir á starfstíma skóla og 8,2 dagar utan starfstíma skóla, svokallaðir skipulagsdagar að hausti og vori. egol@mbl.is Fjórðungur nema í stuðningskennslu Um 87% starfsmanna grunnskólanna eru konur Í HNOTSKURN »Fjöldi grunnskólanemameð erlent móðurmál nam 1.734 á síðasta skólaári, en 747 árið 1998. »Vinnudagar grunnskóla-kennara voru að meðaltali 179 talsins með nemendum og 13 starfsdagar eða 192 vinnu- dagar alls. Þetta er óbreyttur fjöldi frá síðastliðnu skólaári. »Mun fleiri strákar fá sér-kennslu en stúlkur.                                    !" Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 Allir stakir jakkar á kr.10.900 Föstudag og langan laugardag Jakkasprengja 19.900 - 24.900 Allir stakir jakkar á kr. 12.900 Föstudag og langan laugardag Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Cashmere peysur í fallegum gjafaöskjum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Flottir Kjólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.