Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 23
matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 23 Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Í slendingar eins og allir aðrir vilja bragða á sem mestu að sögn Bento Costa Guerreiro, annars eiganda staðarins Tapas-barsins á Vesturgötu 3. Fjölbreytnin sem ríkir á staðnum höfðar vel til fólks en þar er boðið upp á 60-70 smárétti sem verða að heilli máltíð með alls kyns bragði, auk aðal- og eftirrétta. Að borða frjáls frá reglum og stundaskrám eru einkunnarorð veit- ingastaðarins en spænsku smárétt- irnir tapas eru sagðir endurspegla spænskan lífsstíl; frjálslegan og vina- legan. Spánverjar búa að ríkri tapas- hefð en Bento segir þá, sem og Portúgala í hans eigin föðurlandi, kunna að njóta lífsins í góðra vina hópi, t.d. eftir vinnu, um leið og þeir sporðrenna smáréttum en hann telur Íslendinga halda að þeir hafi sífellt minni tíma – og peninga – til að slaka þannig á eftir vinnu. „Allt brjálað“ „Frelsandi“ tapas-réttir virðast þó eiga upp á pallborðið hér á landi. Staðurinn hefur verið starfræktur í átta ár og síðustu misseri segist Bento hafa merkt nærri tvöfalt meiri aðsókn en á síðustu tveimur árum. „Það er allt brjálað að gera,“ tjáir hann blaðamanni. Skýringin geti m.a. legið í því að staðurinn hafi fengið til sín matreiðslumann sem hafi t.a.m. kokkað á stað á Spáni sem er með þrjár Michelin-stjörnur. Matgæðingurinn Bento segir að laga þurfi tapas-hefðina örlítið að smekk Íslendinga, þeir vilji t.d. ekki rækjur í skelinni eins og Spánverjar. „En þeir kunna að meta góðan mat, þetta snýst allt um það.“ Hráefnið segir hann ólíkt á milli þjóðanna en matreiðslan sé ekki ósvipuð og nefn- ir í því samhengi spænsku hráskink- una og íslenska hangikjötið. Morgunblaðið fékk Bento til að leysa frá skjóðunni og gefa okkur ljúffengar uppskriftir og um leið meðfærilegar á aðhaldstímum. Til- valið fyrir eða eftir leikhúsið eða kannski eftir vinnu. Þar er frelsið. Nautabani ferskt salat með fetaosti bökuð kartafla 1 grísaspjót (70 g) 1 nautaspjót (70 g) 1 lambaspjót (70 g) 1 humarspjót (70 g) 1 kjúklingaspjót (70 g) Alioli-hvítlaukssósa Spjótin eru grilluð og fullkláruð. Það er best að skera botninn af bök- uðu kartöflunni svo hún sé stöðug. Salatinu er raðað fallega á diskinn og spjótunum stungið í kartöfluna við hliðina. Hvítlaukssósan sett í skál til hliðar. Hvítlauksbakaðir humarhalar 3 stk. stórir humarhalar (120 g) hvítlaukssmjör brauðrasp sítrónusneiðar salt og pipar Humarhalarnir eru klipptir að of- an og kjötið dregið upp á og hreins- að. Raspi er stráð yfir þá og sett klípa af hvítlaukssmjöri yfir hvern og einn. Bakað í ofni við 210ºC í 4-5 mín. Saltið þá og piprið eftir smekk. Eggjakaka (Tortilla) 1 laukur skorinn í litla bita 500 g hráar kartöflur í teningum 8 egg 1-2 tsk. salt 1 tsk. grófmalaður pipar smjörsprey Laukurinn og kartöflurnar eru settar í pott með olíu sem flýtur yfir. Þetta er hitað þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Eggin eru brotin í skál og kartöflurnar sigtaðar frá olíunni út í eggin, saltað og piprað. Djúp panna er hituð upp í „blúss- andi“ hita, smurð með smjörspreyi og eggjunum hellt út í. Best er að reyna að velta blöndunni svolítið í pönnunni svo að eggjakakan bakist sem jafnast. Þetta er steikt í 3 mín- útur á hvorri hlið með loki. Saltfiskur Catalana 400 g saltfiskssteikur 1 msk. hvítlauksolía salt og pipar 1 rauðlaukur 300 g paprika 2 dl rauðvín kjúklingakraftur eftir þörfum 3 msk. balsamico 400 g flysjaðir tómatar í dós nokkrar greinar timjan og rósmarín 100 g ristaðar möndluflögur Grænmeti og krydd svitað í potti og vökva og tómötum bætt í, látið sjóða vel niður og smakkað til með krafti. Möndlum bætt út í sósuna að lokum. Saltfiskurinn pönnusteiktur með hvítlauksolíu, salti og pipar. Crema Catalana 250 g eggjarauður 4 dl mjólk 7,5 dl rjómi 140 g sykur 1 stk. vanillubaun Soðið upp á mjólkinni, rjómanum, sykrinum og vanillunni. Eggjarauð- ur settar í skál og þeyttar á meðan mjólkurblöndunni er rólega hellt út í. Þetta er sigtað og hellt í skálar. Bakað í ofninum við 110ºC í um 45 mín. Dásamleg eggjakaka Kartöflur, laukur og egg er frábær blanda. Gott á eftir Crema Catalana. Bestir? Hvítlauksbakaðir humarhalar eru langvinsælastir á Tapas-barnum. Nautabani Vígaleg spjót til reiðu. Morgunblaðið/Eggert Tapas-teymið Martin Sappia yfirmatreiðslumaður er lengst t.v., þá eigendurnir Nuno Servo og Bento Costa Guerreiro og loks Bjarki Freyr Ómarsson yfirmatreiðslumaður. Frelsandi spænskt tapas Saltfiskur Spænskt er það. FATA- OG NYTJAMARKAÐUR Á HALLVEIGARSTÖÐUM Starfsmenntunarsjóður Bandalags kvenna í Reykjavík verður með markaðssölu á morgun laugardag 4. október á Túngötu 14 kl. 13.00. Alls kyns varningur á verði 100 - 1000 Fjáröflunarnefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.