Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Salbjörg Ósk-arsdóttir fædd- ist 31. júlí 1960 í Kópavogi. Hún lést á heimili sínu þann 24. september. Salbjörg var dótt- ir hjónanna Jó- hönnu Björns- dóttur, f. 20.9. 1929 í Reykjavík og Ósk- ars Hannibalssonar, f. 6.5. 1919 í Önund- arfirði, d. 25.11. 1985. Þau bjuggu við Álfhólsveg í Kópavogi þar sem Jóhanna býr enn. Óskar var vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur en Jóhanna var fulltrúi hjá Hagstofu Íslands þar sem hún vann lengst af við prestaskýrslur. Systkini Salbjargar eru Magnús f. 1.4. 1956, d. 14.11. 1976, Guðrún Hanna f. 2.4. 1959, Hörður f. 6.3. síðan í Kvennaskólann. Að loknu Kvennaskólaprófi fór hún í Versl- unarskóla Íslands þaðan sem hún lauk stúdentsprófi vorið 1981. Út- skrifaðist af tölvubraut Iðnskól- ans í Reykjavík vorið 2001 og lauk BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands í febrúar 2008. Salbjörg var fulltrúi hjá Hag- stofu Íslands 1981-1991, ritari hjá Staðlaráði 1994-2000, vann í tæpt ár á bókasafni Landspítalans en síðan hjá tollstjóraembættinu sem ritari og hélt þar tölvunámskeið. Eftir að hún eignaðist yngri dótt- urina hugsaði hún um heimilið auk þess að stunda nám við Há- skóla Íslands. Hún gegndi ýmsum sjálfboða- liða- og trúnaðarstörfum fyrir Ferðafélag Íslands, Íslenska alpa- klúbbinn, Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd, Félag um skjala- stjórn og Foreldrafélag Mela- skóla. Útför Salbjargar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 13. 1962 og Bryndís f. 28.4. 1964. Salbjörg giftist 25. maí 2006 Sverri Harðarsyni lækni á Rannsókna- stofu í meinafræði, Landspítala, f. 17.5. 1958. Foreldrar hans eru Kristrún Guðna- dóttir og Hörður Guðmundsson en Hörður lést 2003. Dætur Salbjargar eru Arnheiður Gróa Björnsdóttir, f. 19.11. 1996, og Krist- rún Sverrisdóttir, f. 20.1. 2004. Faðir Arnheiðar er Björn Haf- berg, f. 4.7. 1956. Salbjörg ólst upp í Kópavog- inum en fluttist síðan til Reykja- víkur og bjó lengi við Fálkagötu en sambúðarárin fimm með Sverri á Hagamel. Hún gekk í Digranesskóla en Þegar vindurinn er nógu sterkur slítur hann líka grænu blöðin af trjánum. Á hryssingslegum haust- dögum varð mín kæra vinkona og mágkona að lúta í lægra haldi fyrir andstyggilegum sjúkdómi. Ung kona í blóma lífs síns. Það er átak- anlega sárt. Söllu varðaði ekki alltaf um hvert straumurinn lá. Hún tók óhrædd sína stefnu sem hún byggði á eigin dómgreind og áhuga. Og hún lifði í samræmi við hugsjónir sínar, var staðföst og þrautseig. Líf Söllu ein- kenndist af nánum tengslum við náttúruna. Hún naut fegurðarinnar og kom alltaf auga á hana. Hún fylgdist með árstíðaskiptum og ferl- um náttúrunnar og tók virkan þátt í atburðum hennar. Fífill að vori og dirrindí, berin blá, dúnmjúkur snjór, dansandi norðurljós og rautt sólar- lagið, allt hreif þetta hana. Áhugi hennar á menningararfinum, sögu og íslenskri tungu litaði líka tilveru hennar. Hún var vinur vina sinna, hjálpsöm og ósérhlífin. Með fallegu og hógværu lífi sínu kenndi hún samferðamönnum sínum ótalmargt. Maður skapar heim sinn með hjálp vina og ættingja. Í samspili við þá drögum við upp hvert og eitt okk- ar eigin mynd sem endurspeglar lífs- sýn og afstöðu til þess mikilvæga. Með þeim eignumst við andlegan samastað. Með raunverulegum vin- um eigum við áreynslulaust góðar og gefandi stundir. Salla var á meðal þeirra bestu. Vináttan er eilíf. Það er svolítil huggun. Margir syrgja Söllu. Efst í huga mér eru þó móðir hennar og systk- ini, elsku Sverrir og dæturnar góðu Arnheiður og Kristrún. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Sólrún Harðardóttir. Mig langar að kveðja æskuvin- konu mína, Salbjörgu Óskarsdóttur, sem lést á heimili sínu 24. september síðastliðinn. Við vorum alin upp hvort sínum megin efst við Álfabrekkuna, austast á Kópavogshálsinum. Mikill vin- skapur tókst með fólkinu okkar, enda systkinahóparnir tveir á líkum aldri. Við lékum okkur saman alla daga, ég, Salbjörg og yngri systkini hennar, Hörður og Bryndís. For- eldrar okkur urðu líka vinir og náið samband hefur haldist alla mína ævi við þetta góða fólk. Sumrin á Kópavogshálsi voru æv- intýratími. Systkinin sáu um kúa- rekstur fyrir Gest í Meltungu. Ég fékk að fljóta með, fimm ára. Hef örugglega verið til vandræða en var aldrei látinn finna annað en að ég væri fullgildur kúasmali. Í kringum æskuheimili okkar voru víðáttumikl- ir móar og endalausir möguleikar fyrir kraftmikla og uppátektarsama krakka. September þótti mér samt ætíð dapurlegur mánuður. Þá lauk form- lega frelsi sumarsins. Þessi dómur minn yfir septembermánuði rifjaðist upp fyrir mér þegar ég talaði við Jó- hönnu, vinkonu mína Björnsdóttur, móður Salbjargar, fyrir nokkrum dögum. Salbjörg, þessi góða og vel gerða kona, lá banaleguna. Öll von um bata horfin. Hún Salbjörg, sem var svo hamingjusamlega gift, ein- staklega vel gerð og hlý manneskja og móðir tveggja ungra telpna. Svona á lífið aldrei að vera. Ég dáðist samt að þeim mikla styrk sem Salbjörg bjó yfir. Stóri dómurinn kom fyrir tveimur árum með greiningu illkynja sjúkdóms. Frá Lundúnum fylgdist ég með lífi hennar og fjölskyldunnar á blogginu hennar. Krafturinn og lífsgleðin snertu mig djúpt. Hún vissi hvað var í vændum en kaus að fylla dagana lífi. Samt gekk Salbjörg líka frá laus- um endum eins og hægt var. Við hittumst um miðjan ágúst þegar ég var heima í stuttu fríi. Hún bar sig vel og mig óraði ekki fyrir að þetta yrðu okkar hinstu kveðjur. Við ræddum veikindin og hún sagði mér hvernig málin stóðu. En lýsti líka fyrir mér hvernig hún kaus að gera sem mest úr sínum tíma. Ekkert vonleysi, depurð eða uppgjöf. Samt engin óraunhæf afneitun. Einungis aðdáunarverður djúpur skilningur á því hvernig lifa á lífinu, hvað skiptir máli og hvað ekki. Að ná að telja lífið í árunum en ekki árin í lífinu. Nú í sorginni finnst mér þetta vera henn- ar sigur í baráttunni við sín napur- legu örlög. Salbjörg og fólkið hennar hafa mátt þola þung högg í gegnum tíð- ina. Hún átti samt mikinn styrk og hamingju í sínum góða eiginmanni, systur og mágkonu sem umvöfðu hana og dæturnar í veikindunum. Ég bið Sverri, Arnheiði og Krist- rúnu, Jóhönnu, Gunnu, Herði og Bryndísi og þeirra fjölskyldum allr- ar blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Salbjörgu þakka ég allt hið góða sem hún gaf mér. Megi hún hvíla í friði. Ferdinand Jónsson. Ég tók strax eftir henni þegar ég gekk inn í kennslustofuna í Kvenna- skólanum í Reykjavík fyrir 34 árum. Þarna sat hún Salbjörg, hógværðin og rólegheitin uppmáluð. Hún var ein af þessum manneskjum sem skera sig úr fjöldanum af því að yfir henni hvíldi ró og friður og áran hennar var í svo miklu jafnvægi. Salla breyttist lítið í tímans rás. Þessi ró og friður einkenndi hana alla tíð. Hún var alin upp í Kópavoginum en varð svo Vesturbæingur eins og ég. Ég kynntist Söllu ekki vel fyrr en eftir að hún flutti í Vesturbæinn. Hún sat oft í bíl með mér ef við vor- um að fara lengri ferðir og þá var spjallað um daginn og veginn. Salla var góður hlustandi, hún sagði fátt en þegar hún lagði orð í belg þá var það vel mælt og útspekúlerað og þá hlustaði ég vel. Hún var ekki mikið fyrir orðskrum. Og með henni var gott að þegja. Hún var sjálfri sér nóg og sátt í sínu. Hún hélt í það gamla, var göm- ul sál og elskaði gamlar hefðir. Tal- aði gott, kjarnyrt mál, var mikill grúskari og alæta á bækur og allan fróðleik. Nam íslensku í háskólan- um, var náttúrubarn og fór allra sinna ferða á hjóli. Naut þess að ferðast bæði innanlands sem utan og gisti á farfuglaheimilum þegar hún fór á vit nýrra ævintýra. Sleða- og skautaferðir, göngu- og nestisferðir á Ægissíðunni var eitthvað sem hún gerði mikið af. Svo eignaðist hún Arnheiði og þá fjölgaði um einn á hjólinu og einn í fjalla- og sleðaferð- unum og ekkert stoppaði þær. Svo kom Sverrir inn í líf hennar og Krist- rún kom í heiminn. Nú var það öll fjölskyldan sem hjólaði og ferðaðist. Hún var mikil mamma og mikil fjölskyldumanneskja. Svo byrjaði Salla að blogga og verður bloggið gimsteinn fyrir dæt- ur hennar í framtíðinni, þar birtist mamma þeirra þeim ljóslifandi. Salla gerði lítið úr veikindum sín- um. Vildi sem minnst um veikindin tala. Hún nýtti tímann vel og neitaði að láta veikindin stjórna lífi sínu. Hélt ótrauð áfram í háskólanum þrátt fyrir þverrandi orku. Hún kenndi mér að það smáa er það stóra. Hvíl í friði, elsku vinkona. Þú hafðir mikil áhrif á mig. Hanna Birna. „Hún góða vinkona þín er dáin.“ Þetta var sagt við mig með sorg, hlýju og skilningi. Orðin bergmála í huga mér. Hve ósanngjarnt og mis- kunnarlaust getur lífið verið? Hún Salla mín, góða skilningsríka móð- irin, elskulega eiginkonan, systirin, dóttirin, frænkan og trygga vinkona. Óraunverulegt og grimmt. Söllu kynntist ég í barnaskóla árið 1972. Við vorum úti á skólalóð Digra- nesskóla í Kópavogi, báðar á heim- leið. Af einhverjum ástæðum dróg- ust við hvor að annarri og fórum að spjalla saman. Fyrsta spjallið af mörgum minnisstæðum. Salla kom mér til þess að hlæja og það varð ekki aftur snúið. Við urðum vinkon- ur. Ég man ekki af hverju við hlóg- um en ímynda mér að Salla hafi skotið inn einhverri hnyttinni setn- ingu eins og henni var tamt þegar við vorum saman. Það var sannar- lega aldrei leiðinlegt nálægt vinkonu minni, né heldur lognmolla. Í tjaldú- tilegu á Þingvöll dreif hún mig ári seinna. Botnlaust íslenskt hvítt tjald, blautt gras, kalt en afskaplega skemmtilegt. Við töluðum fram und- ir morgun, gengum mikið og spáðum í lífið og tilveruna út frá öllum hugs- anlegum og óhugsanlegum, vísinda- legum og óvísindalegum sjónarhorn- um. Salla var hugsuðurinn. Hún kynnti sér aðstæður, skipulagði og var hið sanna náttúrubarn. Hún hafði mikinn áhuga á náttúrunni og margvíslegri menningu. Hún naut þess að lesa, fræðast og ferðast, hvort sem var innanlands eða utan og eru það ófáir sem hafa notið hennar góðu fararstjórnar. Salla var hafsjór af fróðleik og miðlaði þekkingu sinni til okkar hinna sem minna vissu af hógværð og skilningi. Salla hafði strax mikla og góða tilfinningu fyrir íslenskri tungu. Löngu áður en hún lauk ís- lenskunámi við Háskóla Íslands var hún farin að lesa yfir texta fyrir mig og aðra af sinni alkunnu nákvæmni. Þrátt fyrir að Salla væri vinmörg og með fjölskyldu hafði hún alltaf tíma til að hjálpa öðrum – tíma fyrir sína nánustu, eiginmann sinn og dætur. Betri vinkonu og móður er ekki hægt að hugsa sér, kannski jafngóða en ekki betri. Salla elskaði dætur sínar tak- markalaust og gaf þeim alla sína ást- úð og umhyggju. Hún lagði sig fram um að fræða þær, tók bækur fram yfir sjónvarp enda átti hún ekkert slíkt í mörg ár og lét lífsgæðakapp- hlaupið lönd og leið. Arnheiður og Kristrún búa að þessu kærleiksríka, hlýja uppeldi sem ég trúi að muni vísa þeim veginn um ókomin ár. Við hin búum að því að hafa fengið að kynnast Söllu, njóta návistar henn- ar, lífssýnar og leiðbeininga. Það eitt getur bætt okkur ef við gefum okkur tækifæri til þess að staldra við og hugleiða allt sem hún gaf okkur. Sverri, Arnheiði, Kristrúnu, Jó- hönnu, Gunnu og fjölskyldu, Herði, Bryndísi og fjölskyldu, vinkonum og vinum Söllu votta ég mína dýpstu samúð. Skarð Söllu verður aldrei fyllt en lífssýn og lífsgleði hennar fram á síðustu stundu mun lýsa skært í hugum okkar. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr. (Matthías Jochumsson.) Kristín Siggeirsdóttir. Sumum aðstæðum er erfitt að finna orð. Nú þegar við kveðjum Söllu vinkonu okkar hinsta sinni langar okkur að segja svo margt en það er erfitt að finna orð sem ná yfir allt það sem um hugann fer. Þrátt fyrir að við vitum að lífið er hverfult og dauðinn bíður okkar allra þá fær maður á þessari stundu ekki varist hugsunum um óréttlæti. Salla sem var svo full af lífsorku og gleði hrifin burtu í blóma lífsins. Á sama tíma erum við innilega þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Söllu og eiga hana að vinkonu. Þær minningar sem við eigum um samverustundir okkar eru dýrmæt- ar og gleymast ekki. Salla var sterk og sjálfstæð kona. Hún var óhrædd að fara sínar eigin leiðir og hafði til að bera innri styrk sem ekkert virt- ist geta haggað. Hún tókst á við lífið á sama hátt og hún kleif fjöll. Hún vissi að hvort tveggja vinnst með einu skrefi í senn. Þegar Salla veiktist tók hún því af styrk og rósemi og í lokin horfðist hún í augu við dauðann af sama æðruleysi og raunsæi og lífið sjálft. Hvíl í friði, kæra vinkona, og þökk fyrir samfylgdina og vináttu þína alla. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Sverrir, Arnheiður og Kristrún, við vottum ykkur og að- standendum öllum okkar dýpstu samúð. Hlédís og Hrönn. Sumarið var liðið og skuggar haustsins lengdust daginn sem Salla kvaddi í blóma lífsins, hvarf frá ung- um dætrum og eiginmanni. Það er þyngra en tárum taki. Hugurinn leitar aftur í tímann þegar leiðir okkar Söllu lágu saman í stjórn Ferðafélags Íslands vorið 1994. Hún var ung, hraust og veð- urbarin, moldin, fjöllin og hafið runnu í æðum hennar. Hún hafði ferðast til Nepals og klifið Mont Blanc en Ísland var landið hennar. Hún fór flestra sinna ferða gangandi eða á hjóli. Salla hafði haldið uppi fé- lagsstarfi í Íslenska Alpaklúbbnum í áratug, og það varð til þess að ég gerðist félagi um skeið. Í hugsun var hún hugmyndarík og frumleg. Við vorum saman í út- breiðslunefnd Ferðafélagsins og fundir haldnir á heimili hennar á Fálkagötunni. Hún bar alltaf fram grasa- eða ávaxtate áður en ég upp- götvaði slíka heilsudrykki. En sér- staklega eru mér minnisstæðar skíðaferðir með Söllu yfir heiðar og dali í nágrenni Reykjavíkur þegar sólin skein á hina hvítu mjöll. – Brátt hófst nýr kafli í ævibók Söllu. Hún eignaðist Arnheiði Gróu og lagði sig fram um uppeldi hennar. Salla hvarf úr stjórn Ferðafélagsins og fundum okkar fækkaði. Salla tók upp á því að senda mér kort frá sérkennilegum stöðum á landinu og reyndi ég að svara í sömu mynt. Mér þótti sérstaklega vænt um þessar sendingar. Tvö kortin prýða enn eldhúsið mitt þótt liðið sé á annan áratug frá því ég fékk þau í hendur: Annað er litmynd af flór- goða, hitt er ílöng svarthvít mynd af einmana húsi á strönd þar sem brim- aldan brotnar. Það kort er dagsett 31. júlí 2002 í Gvendarskál, Hóla- byrðu: „Horfi yfir Skagafjörðinn og á fjöllin kringum Hjaltadalinn. Á sunnudaginn fórum við í Austurdal og gistum í Hildarseli og gengum yf- ir Nýjabæjarfjall að Villingadal í Eyjafirði; 14 tíma ganga það, lengst- af stórgrýtt en útsýni var frábært.“ Salla var ritfær. Í allmörg ár sendi hún ítarlegan og skemmtilegan ann- ál um hver jól. Eitt sinn sendi hún mér mynd af Arnheiði Gróu með blómsveig um höfuð. Undir mynd- inni stóð: „Fyrsta fífilinn fundum við á sumardaginn fyrsta á Laugaveg- inum og þann síðasta 29. október í Laugarnesinu. Geri aðrar jurtir bet- ur!“ Þannig sá Salla lifandi náttúru þar sem aðrir horfðu niður í mal- bikið. Nýr kafli í lífsbók Söllu hófst fyrir nokkrum árum. Hún eignaðist aðra dóttur, Kristrúnu, og gekk í hjóna- band. Hún var 44 ára þegar yngri dóttirin fæddist og hún stálhraust. Lífið brosti við henni. Það var á Laugaveginum fyrir tveimur árum að ég óskaði henni til hamingju með giftinguna. En þá sagði hún mér þau válegu tíðindi að hún hefði greinst með æxli við heila og það verið fjar- lægt. Hún bar sig vel, en henni var brugðið. Hún hélt sínu striki, sótti tíma í Háskólanum í íslensku, jafn- vel meðan á meðferð stóð. Í vor veiktist hún aftur, vágesturinn gaf engin grið. Nú er síðasta sumarið hennar Söllu liðið og skuggar haustsins lengjast. Í Laugarnesi grær gulur fífill. Ég votta Sverri, Arnheiði Gróu og Kristrúnu litlu, svo og öðrum ætt- ingjum, mína dýpstu samúð. Gerður Steinþórsdóttir. Fyrir rúmum tveimur árum vor- um við Salla að kveðja vinkonu okk- ar hana Þórdísi, sem hafði veikst fáum árum fyrr af krabbameini og svo ótrúlegt sem það nú er greindist þú svo þá um haustið og nú er aftur komið að kveðjustund við góða og trausta vinkonu. Upphaf vinskapar okkar má rekja til uppástungu þinn- ar um samvinnu er við vorum sín í hvoru horni lesstofu Borgarbóka- safnsins að vinna að sömu ritgerð- inni á síðasta ári okkar í Versló. Fljótlega kom í ljós hvað þú hafðir mikið yndi af ferðalögum og fjall- göngum og þú stundaðir það áhuga- mál þitt alla tíð. Þú varst skemmti- legur ferðafélagi og það var mjög öruggt að ferðast með þér, þar sem þú varst svo úrræðagóð og minnug á staðhætti. Það leið heldur ekki á löngu áður en aðrir komu auga á hæfileika þína og þannig varstu orð- in fararstjóri hjá Ferðafélagi Ís- lands áður en langt um leið. Svo varstu í ýmsum nefndum og stjórn- um, bæði hjá Ferðafélagi Íslands og Íslenska Alpaklúbbnum. Á vetrum voru gönguskíðin tekin fram og á vorin voru það jöklaferðirnar og all- ar vinnuferðirnar. Ég man t.d. eftir þér alsælli að mála þakið á skálanum við Álftavatn og maður sér þig fyrir sér vera að keyra hjólbörur og berj- andi með sleggju við að höggva niður staura. Sumarið 1981 fórst þú sem aupair til Þýskalands og þá fékk maður mörg skemmtileg bréfin frá þér. Strax eftir árslanga dvöl þína fórum Salbjörg Óskarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.