Morgunblaðið - 03.10.2008, Page 23

Morgunblaðið - 03.10.2008, Page 23
matur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 2008 23 Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Í slendingar eins og allir aðrir vilja bragða á sem mestu að sögn Bento Costa Guerreiro, annars eiganda staðarins Tapas-barsins á Vesturgötu 3. Fjölbreytnin sem ríkir á staðnum höfðar vel til fólks en þar er boðið upp á 60-70 smárétti sem verða að heilli máltíð með alls kyns bragði, auk aðal- og eftirrétta. Að borða frjáls frá reglum og stundaskrám eru einkunnarorð veit- ingastaðarins en spænsku smárétt- irnir tapas eru sagðir endurspegla spænskan lífsstíl; frjálslegan og vina- legan. Spánverjar búa að ríkri tapas- hefð en Bento segir þá, sem og Portúgala í hans eigin föðurlandi, kunna að njóta lífsins í góðra vina hópi, t.d. eftir vinnu, um leið og þeir sporðrenna smáréttum en hann telur Íslendinga halda að þeir hafi sífellt minni tíma – og peninga – til að slaka þannig á eftir vinnu. „Allt brjálað“ „Frelsandi“ tapas-réttir virðast þó eiga upp á pallborðið hér á landi. Staðurinn hefur verið starfræktur í átta ár og síðustu misseri segist Bento hafa merkt nærri tvöfalt meiri aðsókn en á síðustu tveimur árum. „Það er allt brjálað að gera,“ tjáir hann blaðamanni. Skýringin geti m.a. legið í því að staðurinn hafi fengið til sín matreiðslumann sem hafi t.a.m. kokkað á stað á Spáni sem er með þrjár Michelin-stjörnur. Matgæðingurinn Bento segir að laga þurfi tapas-hefðina örlítið að smekk Íslendinga, þeir vilji t.d. ekki rækjur í skelinni eins og Spánverjar. „En þeir kunna að meta góðan mat, þetta snýst allt um það.“ Hráefnið segir hann ólíkt á milli þjóðanna en matreiðslan sé ekki ósvipuð og nefn- ir í því samhengi spænsku hráskink- una og íslenska hangikjötið. Morgunblaðið fékk Bento til að leysa frá skjóðunni og gefa okkur ljúffengar uppskriftir og um leið meðfærilegar á aðhaldstímum. Til- valið fyrir eða eftir leikhúsið eða kannski eftir vinnu. Þar er frelsið. Nautabani ferskt salat með fetaosti bökuð kartafla 1 grísaspjót (70 g) 1 nautaspjót (70 g) 1 lambaspjót (70 g) 1 humarspjót (70 g) 1 kjúklingaspjót (70 g) Alioli-hvítlaukssósa Spjótin eru grilluð og fullkláruð. Það er best að skera botninn af bök- uðu kartöflunni svo hún sé stöðug. Salatinu er raðað fallega á diskinn og spjótunum stungið í kartöfluna við hliðina. Hvítlaukssósan sett í skál til hliðar. Hvítlauksbakaðir humarhalar 3 stk. stórir humarhalar (120 g) hvítlaukssmjör brauðrasp sítrónusneiðar salt og pipar Humarhalarnir eru klipptir að of- an og kjötið dregið upp á og hreins- að. Raspi er stráð yfir þá og sett klípa af hvítlaukssmjöri yfir hvern og einn. Bakað í ofni við 210ºC í 4-5 mín. Saltið þá og piprið eftir smekk. Eggjakaka (Tortilla) 1 laukur skorinn í litla bita 500 g hráar kartöflur í teningum 8 egg 1-2 tsk. salt 1 tsk. grófmalaður pipar smjörsprey Laukurinn og kartöflurnar eru settar í pott með olíu sem flýtur yfir. Þetta er hitað þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Eggin eru brotin í skál og kartöflurnar sigtaðar frá olíunni út í eggin, saltað og piprað. Djúp panna er hituð upp í „blúss- andi“ hita, smurð með smjörspreyi og eggjunum hellt út í. Best er að reyna að velta blöndunni svolítið í pönnunni svo að eggjakakan bakist sem jafnast. Þetta er steikt í 3 mín- útur á hvorri hlið með loki. Saltfiskur Catalana 400 g saltfiskssteikur 1 msk. hvítlauksolía salt og pipar 1 rauðlaukur 300 g paprika 2 dl rauðvín kjúklingakraftur eftir þörfum 3 msk. balsamico 400 g flysjaðir tómatar í dós nokkrar greinar timjan og rósmarín 100 g ristaðar möndluflögur Grænmeti og krydd svitað í potti og vökva og tómötum bætt í, látið sjóða vel niður og smakkað til með krafti. Möndlum bætt út í sósuna að lokum. Saltfiskurinn pönnusteiktur með hvítlauksolíu, salti og pipar. Crema Catalana 250 g eggjarauður 4 dl mjólk 7,5 dl rjómi 140 g sykur 1 stk. vanillubaun Soðið upp á mjólkinni, rjómanum, sykrinum og vanillunni. Eggjarauð- ur settar í skál og þeyttar á meðan mjólkurblöndunni er rólega hellt út í. Þetta er sigtað og hellt í skálar. Bakað í ofninum við 110ºC í um 45 mín. Dásamleg eggjakaka Kartöflur, laukur og egg er frábær blanda. Gott á eftir Crema Catalana. Bestir? Hvítlauksbakaðir humarhalar eru langvinsælastir á Tapas-barnum. Nautabani Vígaleg spjót til reiðu. Morgunblaðið/Eggert Tapas-teymið Martin Sappia yfirmatreiðslumaður er lengst t.v., þá eigendurnir Nuno Servo og Bento Costa Guerreiro og loks Bjarki Freyr Ómarsson yfirmatreiðslumaður. Frelsandi spænskt tapas Saltfiskur Spænskt er það. FATA- OG NYTJAMARKAÐUR Á HALLVEIGARSTÖÐUM Starfsmenntunarsjóður Bandalags kvenna í Reykjavík verður með markaðssölu á morgun laugardag 4. október á Túngötu 14 kl. 13.00. Alls kyns varningur á verði 100 - 1000 Fjáröflunarnefnd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.