Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinnforseti Alþýðusambands Ís- lands, orðaði það svo í viðtali hér í blaðinu í gær, að Íslendingar hefðu ekki séð jafnalvarlega stöðu í efna- hagsmálum „síðan móðuharðindin gengu yfir, ef jafna á til einhvers í sögu okkar. Það er skelfilegt ástand.“     Sumum þykirnú kannski vel í lagt að taka viðmiðunarpunkt í móðuharðind- unum.     Móðuharðindin hófust meðSkaftáreldunum 1783-84, eins og þeir vita sem muna vel Íslands- söguna sína. Gosinu fylgdu eitur- gufur og öskufall. Í kjölfarið sigldi svo öflugur Suðurlandsskjálfti 1784 og bólusótt árið 1785.     Þessar hörmungar kostuðu um10.000 manns af íbúum landsins lífið.     Landsmenn stunduðu flestirsjálfsþurftabúskap og búsmal- inn hrundi niður. Á einu ári féll um helmingur stórgripa og 75% af sauðfé landsmanna.     Heilar sveitir lögðust í eyði ogekkert var velferðarkerfið til að hjálpa.     Ef móðuharðindin eru viðmið-unin, er núverandi kreppa auð- veld viðfangs.     Enn höfum við nóg að bíta ogbrenna, prýðilegt heilbrigð- iskerfi og búsmala við góða heilsu.     Allt önnur framtíð blasir við okk-ur en 1785, þegar það var orð- að að flytja flakkara og bjargþrota fólk til Jótlandsheiða. Gylfi Arnbjörnsson Móðuharðindi?                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                     !"    !  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (     # # #    $ %&&  '& '        $   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '    ' ' '  ' ' '  '  ' ' '                          *$BC                !" #  $  %  &  " *! $$ B *! ()  * &! &) &! "  ! + <2 <! <2 <! <2 ("!*  &, % -&. /  D! -                   /    ' ()  *           !" # +   " <7   " ,   -(     !    " # +    !   ! 6 2  8       " #    (  .  !    */ " '         !           ! # %  0  " 01 && 22   !&&3   &, % Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR KRAKKARNIR á leikskólanum Sæborg í vesturbæ Reykjavíkur gerðu sér glaðan dag sl. fimmtudag, en þá fagnaði leikskólinn 15 ára afmæli sínu. Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri, segir að í hádeginu hafi börn og starfsfólk gætt sér á dýrindis humarsúpu. „Svo borðuðum við stóra og mikla brúnköku og sungu Sæborgarsönginn, nýtt frumsamið lag um leik- skólann sem einn starfsmaðurinn samdi,“ segir Soffía. Foreldrafélag leikskólans gaf skólanum jafnframt fánastöng í afmæl- isgjöf og var fáni dreginn að húni á afmælisdeginum. Börn og foreldrar glöddust svo yfir myndlistasýningu leikskólabarnanna. elva@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Humarsúpa og kaka í tilefni dagsins Leikskólinn Sæborg fagnaði 15 ára afmæli Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁBYRGÐIN vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Þetta segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, hagfræðingur hjá norska verðbréfa- fyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál. „Þessar stofnanir samfélagsins eru ábyrgar með einum eða öðrum hætti. En ekki venjulegt fólk, Jón og Gunna,“ segir Andreassen. Andressen segist ekki skilja hvers vegna ekki var gripið í taumana áður en í óefni kom á Íslandi. „Það er ekki hægt að kenna alþjóðlegu fjármála- kreppunni um ófarir Íslands. Það eru tvö og halft ár síðan ég skrifaði um stöðuna á Íslandi og benti þar á að eitthvað undarlegt ætti sér stað. Ég hef fengið margs konar viðbrögð frá hagfræðingum og bankamönnum víða að. Þar hefur verið bent á að það sem væri að gerast á Íslandi, bæði í efna- hagslífinu og hvað varðaði vöxt bankanna, gæti ekki byggst á góðri hagfræði. Og sú reyndist raun- in.“ „Að vissu leyti má segja að það hafi verið gott að þessi spilaborg hrundi núna en ekki eftir tvö til þrjú ár. Þá hefði þetta orðið ykkur enn dýrkeypt- ara. Það hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyr- ir löngu, en þið voruð heppin að hrunið varð núna.“ segir hann. Andreassen kveðst telja að Norðmenn hafa tak- markaðan áhuga á að taka á sig byrðar vegna ís- lenska efnahagshrunsins. „Ég á ekki von á því að Norðmenn séu reiðubúnir að leggja háar fjárhæð- ir í að greiða niður skuldir Íslendinga. Þið skuldið miklu meira en þið getið greitt þjáningalaust. Ég býst við að flestir Norðmenn myndu segja – látum þá þjást um tíma. Þetta er ekki okkar vandamál. En við myndum ekki láta ykkur svelta.“ Jón og Gunna ollu ekki hruninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.