Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stefán Ólafs-son fé-lagsfræð- ingur vakti í gær athygli á leiðinni, sem Finnar fóru út úr þeirri alvarlegu efnahagskreppu, sem reið yfir landið í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þá fóru saman bankakreppa og hrun Rúss- landsverzlunar Finna. Leið finnskra stjórnvalda út úr kreppunni var þríþætt. Í fyrsta lagi sóttu þau um aðild að Evrópubandalaginu, eins og það hét þá, og fengu. Þetta sætti finnsk fyrirtæki betur við tilveruna og stuðlaði að lægra vöruverði og vöxtum. Aðild- arumsóknin sjálf beitti finnskt hagkerfi strax meiri aga. „Það, að EB-aðild er á næsta leiti, hefur áhrif á afstöðu fólks og viðhorf,“ sagði Jaakko Ilon- iemi, formaður Ráðs atvinnu- lífsins í Finnlandi, í viðtali við Morgunblaðið í marz 1992. „Þess vegna þrýstir hún á um hraðari breytingar á uppbygg- ingu efnahagslífsins.“ Í öðru lagi, benti Stefán Ólafsson á í fréttum Rík- isútvarpsins í gær, beittu Finn- ar velferðarkerfinu til að hlaupa undir bagga með þeim sem lentu í erfiðleikum í kreppunni, og juku velferðar- útgjöld. Engu að síður neydd- ust þeir til að skera niður víða í velferðarkerfinu og minnka réttindi. Sumt af þeim niður- skurði hefur orðið varanlegt. Ekki er ósennilegt að fara þurfi svipaðar leið- ir hér á landi. Í þriðja lagi benti Stefán Ólafs- son á að Finnar hefðu tekið upp nýja atvinnustefnu; „sem byggði á að búa til öflugt ný- sköpunarumhverfi fyrir sprotafyrirtæki um allt land“. Á því sviði geta einnig falizt gríðarleg tækifæri hér á landi. Morgunblaðið birti í gær ýt- arlega umfjöllun um sprotafyr- irtæki, sem sýndi vel þá miklu hugmyndaauðgi og tækifæri sem liggja í slíkri starfsemi. Nú er lag til að leggja stór- aukna áherzlu á rannsóknir og þróun og efla stuðning við sprotafyrirtæki, sem byggja á slíkum grunni. Í sprotafyr- irtækjum geta legið atvinnu- tækifæri fyrir margt af því gríðarlega vel menntaða og hæfileikaríka fólki, sem misst hefur vinnuna að undanförnu í fjármálageiranum og víðar. Það skiptir miklu máli að skapa störf fyrir þetta fólk, því að annars flytur það úr landi með hæfileika sína og þekkingu. Það þarf að „virkja há- menntaða einstaklinga svo þeir flýi ekki land“, eins og Björk Guðmundsdóttir söngkona orðar það í Morgunblaðinu í gær. Við getum margt lært af Finnum. Nú er lag til að leggja stóraukna áherzlu á rannsóknir og þróun} Finnska leiðin Vágestur at-vinnuleysisins hefur barið óþyrmilega að dyr- um á Íslandi. Í ís- lensku samfélagi hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á að koma í veg fyrir atvinnuleysi og frekar hafa menn sætt sig við verðbólgu en að láta það viðgangast að fjöldi fólks missti vinnuna. Á undanförnum árum hafa miklar hremmingar gengið yfir úti á landsbyggðinni, sér- staklega vegna breytinga í sjávarútvegi, og í sumum byggðarlögum hefur hrun blas- að við. Nú er ástandið verst á höfuðborgarsvæðinu, þótt áhrifanna gæti um landið allt. Nú þurfa allir að leggjast á árarnar til að koma í veg fyrir að atvinnuleysið verði langvar- andi. Ábyrgðin er hjá ríki og sveitarfélögum. Hún er líka hjá atvinnulífinu og þar ber ekki síst að nefna skyldu þeirra fyr- irtækja, sem eru í þeirri nöt- urlegu stöðu að þurfa að segja upp fólki, til að veita því alla hugsanlega aðstoð til að finna nýja vinnu. Hjá þeim fyrirtækjum, sem nú hafa ástæðu til að ráða fólk, hljóta menn einnig að gera sér grein fyrir því að um þessar mundir býður margt mjög hæft fólk fram krafta sína. Þeir, sem hafa misst vinn- una, verða líka að gæta þess að þeir haldi þeim réttindum, sem þeir hafa unnið sér í starfi. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að hætti menn að greiða félagsgjöld til síns stéttar- félags geta þeir misst ýmis réttindi, til dæmis til sjúkra- dagpeninga og námsstyrks. „Fyrir marga eru stéttar- félögin bakhjarl þegar á reynir og það reynir sjálfsagt aldrei meira á en þegar fólk missir vinnuna,“ segir Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmda- stjóri Alþýðusambands Ís- lands. Íslenskt þjóðfélag þolir ekki langvarandi atvinnuleysi. Nú þarf sem fyrr að leggja höfuð- áherslu á að tryggja næga at- vinnu. Leggja þarf höfuð- áherslu á að tryggja næga vinnu} Vágestur atvinnuleysis V olaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Nú ríkir svartnætti hjá mörgum. Og von- brigðin eru mikil. Enn hefur Ís- land komið aftan að fólki, étið upp sparnað og magnað skuldir. Það er samt langt til jafnað að líkja ástandinu nú við móðuharð- indin! Íslendingar hafa oft séð það svart. Séra Matthías Jochumsson kom svipþungur heim árið 1888 eftir að hafa verið kvaddur út að jarðsyngja mann. Þennan dag yrkir hann magnað kvæði, “Volaða land“ og til- urðina má rekja til mannsins, „sem hann jarðaði fyrr um daginn – ekkjumaður og fað- ir fjögurra barna – hafði dáið úr hungri. Ís- inn var landfastur svo að ekki var hægt að róa út, hann hafði gefið börnum sínum allt ætilegt og dáið sjálfur.“ Drepandi land, hvað er það helzt, sem þú safnar? Sult vorn og örbirgð þú jafnar, drepandi land! Pálmi Jónsson á Akri, gamall þingmaður og ráðherra, rifjaði upp við mig í stuttu spjalli í gær, að það hefði skarðað í á árunum 1967 og 1968 þegar útflutningstekjur þjóðarinnar drógust sam- an um 40% á tveimur árum. Þá hvarf síldin og verðfall varð á fiskmörkuðum erlendis. Og því varð að mæta með hörðum efnahagsráðstöfunum. „Það er ekki í fyrsta skipti núna sem hörð mótmæli eru höfð uppi og reynt að efna til múgsefjunar. Dag eftir dag, kvöld eft- ir kvöld var Austurvöllur þakinn af fólki með mót- mælaspjöld gegn ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, þar sem sjá mátti spjöld með áletruninni: „Drepum Bjarna og hengjum Gylfa“. Í gegnum þennan brim- skafl stýrði Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra þjóðinni með miklum skörungs- skap. En á þeim tíma stóð Alþýðuflokkurinn undir forystu þeirra Emils Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar algjörlega heill að stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðis- flokknum og var enginn bilbugur á ríkis- stjórninni þrátt fyrir þessi mótmæli.“ Við erum öll í sama bátnum. Er til of mikils mælst af æðstu valdamönnum þjóðarinnar, að þeir sýni samstöðu og að orð þeirra og ákvarðanir þeirra séu hafnar yfir flokka- drætti og persónulegan metnað? Svona rétt á meðan þeir stýra fleyinu í gegnum brim- skaflinn? Kannski er æðruleysi mikilvægast í fari leiðtoga á tímum sem þessum – og staðfesta. „Þegar raknaði úr á árunum 1969 og 1970, þá var Bjarni dáður af landslýð. Þó hann væri viðskotaillur á meðan erfiðleikarnir voru mestir, þá var hann allur annar maður, ljúfur og glaður, þegar hann fann að þjóðin var að sigrast á erfiðleikunum og fólkið stóð með honum.“ Matthías sá ekki út úr svartnættinu er hann orti Volaða land. En síðan rofaði til. Sama ár orti hann Bragarbót: Lífsæla land, nærandi kjark vorn og kjarna, kraftur og líf þinna barna, lífsæla land. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Mótmælin á Austurvelli FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is B lasir við harkalegri niðurskurður ríkis- útgjalda en þekkst hef- ur um árabil og svim- andi skattahækkanir? Við þessum spurningum hafa enn engin svör fengist en fjárlaganefnd fundar stíft þessa dagana vegna gjörbreyttrar stöðu sem upp er kom- in í ríkisbúskapnum. Beðið er eftir að aflétt verði trúnaði af samningsdrög- unum á milli Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og stjórnvalda. Enn sem komið er hafa hvorki fjárlaganefndarmenn né aðrir þingmenn fengið upplýsingar um hvort þar eru einhver skuldbind- andi ákvæði um þróun ríkistekna og útgjalda sem Alþingi verði að taka mið af við afgreiðslu fjárlaga. Fjárlaganefnd biður um samkomulagið við IMF Fjárlaganefnd er farin að ókyrrast vegna þessa og óskaði eftir því á seinasta fundi sínum á föstudag að nefndin fengi þetta plagg í hendur. Svör liggja ekki fyrir. Efnahagsdýfan kallar á aukin út- gjöld á ýmsum sviðum. Útgjöld í vel- ferðarkerfinu vaxa í kreppu og fyrir- sjáanlegt er að skatttekjur munu dragast mikið saman. Viðmælendur úr hópi þingmanna og í fjárlaganefnd viðurkenna að jaðri við að skrifa þurfi fjárlagafrumvarp næsta árs upp á nýtt, þó aðeins sé mánuður lið- inn frá framlagningu þess. Hefur verið gert ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs gæti á næsta ári verið nærri 10% af landsframleiðslu. Ef litið er á stóraukinn fjármagns- kostnað ríkisins, sem gjaldfæra á við reikningsskil ríkissjóðs, og breyt- ingar á tekjum og gjöldum, þá má ætla að hallinn verði yfir 100 millj- arðar að óbreyttu. Ákvarðanir um skattahækkanir verða þó ekki teknar af fjárlaganefnd heldur verður ráð- herranefnd ríkisfjármála fjögurra ráðherra að ákveða slíkt, þar sem stjórnarsáttmálinn kveður á um að skattar verði lækkaðir. Ríkið hefur tekið á sig síauknar skuldbindingar, í kreppunni aukast útgjöld vegna atvinnuleysisbóta og rifja má upp að kostnaður ríkissjóðs vegna loforða í tengslum við gerð kjarasamninga er áætlaður um 47 milljarðar á næstu þremur árum. „Menn þurfi að skera hressilega niður en það er mín skoðun að menn þurfi líka að skoða tekjuleiðir. Það er ekkert undanskilið rétt eins og heim- ilin eru að fást við þessa dagana, að halda í við sig og spara ef nokkur möguleiki er að auka tekjur,“ segir þingmaður í stjórnarliðinu. Sumir þættir ríkisrekstursins séu þó heil- agri en aðrir. Standa verði vörð um grunnþjónustuna, heilbrigðisþjón- ustuna og velferðarkerfið en spara á öðrum sviðum. flestir viðmælendur eru þeirrar skoðunar að þrátt fyrir fyrirsjáanlegan niðurskurð verði nauðsynlegt að bæta í framkvæmdir á ýmsum sviðum til að bæta atvinnu- ástandið. „Staðan er afar erfið,“segir Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. „Ég held að það væri mjög óskynsamlegt að bregðast við þessu með harkalegum nið- urskurði á ríkisútgjöldum eða með mikilli hækkun skatta. Það myndi gera illt verra. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að setja upp raun- hæfa áætlun um hvernig hægt er að ná endum saman í ríkisbúskapnum eftir nokkur ár. Það hlýtur að fela í sér sér einhverja blöndu skatta- hækkunar og niðurskurðar,“ segir hann. Morgunblaðið/Ómar Gefa í Rætt er um að flýta framkvæmdum, sérstaklega þeim sem kalla ekki á mikil gjaldeyrisútlát og auka ekki rekstrarumfangið til lengri tíma litið. Glíma við kreppufjárlög og stokka upp á nýtt ALLS óvíst er að meginhluti væntanlegra gjaldeyrislána frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og erlendum seðlabönkum, um sex milljarðar Bandaríkjadala, verði í reynd notaður. Þetta segir Gylfi Magnússon, dósent í hag- fræði við Háskóla Íslands. Hann rökstyður þetta svona: „[Lánið] er frekar hugsað sem stuðningur eða bakland við markaðinn með krónuna og ef menn nota það eingöngu þann- ig, en ekki til að greiða niður skuldir eða greiða fyrir inn- flutning, þá gengur ekkert á féð og þá verður einfaldlega hægt að skila því þegar um hægist,“ segir Gylfi. Hann segir lántökuna því í reynd ekki verulega íþyngjandi ef lánin eru bara notuð með þessum hætti. Það megi jafnvel eingöngu líta á þau sem lánsheimildir, „sem menn hafa og geta nýtt. Þurfi menn síðan ekki að nýta það, þá fylgir því lítill kostnaður og engin vandræði verða með endurgreiðslur þeirra því það reynir ekkert á þær,“ segir Gylfi. Skila síðan láninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.