Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Efnahagsmál og þeir fjárhagslegu erfiðleikar sem blasa við fjölda manns brenna á mörgum. Morgunblaðinu hefur borist fjöldi greina og pistla þar sem fólk lýsir áhyggjum sínum af þróun mála. Samfélagsmál ÞAÐ er ljóst að nokkrir forkólfar kreppunnar verða að axla ábyrgð á ástandinu. En ég ætla ekki að fara út í þá sálma núna, heldur að sjá fyrir mér Ísland framtíðar. Fyrirmyndir Öll þurfum við okkar fyrirmyndir sem við getum lært af. Mín fyrirmynd er Sviss. Ein ríkasta og stöndugasta þjóð um áratugaskeið. Þeir hafa byggt velgengni sína á fjár- málaafurðum og miklu lýðræði. Ég er ekki búinn að missa trúna á frjálshyggjunni. Hún hefur skilað okkur ótrúlegum lífsgæðum. Hins vegar verður að hafa eftirlit með henni. Blandað hagkerfi með vissri rík- isforsjá þar sem samkeppni verður ekki komið við. Þar tekur ríkið við. En umfram allt að leyfa markaðinum að ráða verð- mynduninni. Það er eina leiðin til að sjá verðmætin. Gegnsæið á verðmiðanum vantaði, því voru markaðir stórlega ofmetnir og hrunið blasti við. Af hverju frjálshyggja? Vegna þess, að hún er eina kerfið sem líkir eftir náttúrulögmálunum. Eins og í nátt- úrunni. Þá leitast náttúran við að koma jafnvægi á fram- boð og eftirspurn. Og náttúran fær þannig „verðmiða“ á gæðin. Byggðavandinn Við skiptum landinu upp í einingar sambærilegar við kantónurnar í Sviss. Vestfirðir verða þannig ein eining, Norðurland vestra ein eining o.s.frv. Við veitum einingunum aukið sjálfsforræði. Höldum sköttunum inni í einingunum og snúum hlutföllunum við. Íslenska ríkið fær t.d. ákveðna prósentu til að halda utan um stjórnkerfið. Vestfjarðaeiningin fær t.d. að ráða sjálf skattheimt- unni, bæði vegna einstaklinga og fyrirtækja. Þannig fær einingin tæki til að halda fjármagninu inni í einingunni. Og hún gæti svo náð að laða að einstaklinga með lágri skattheimtu. Einnig gætu Vestfirðir t.d. ákveðið að lækka skatta á fyrirtæki niður í 10% til að laða að stórfyr- irtæki til að setja útibú sín á staðinn. Mörg erlend fyrirtæki myndu sjá hag sín í að skrá fyr- irtæki sitt í skattaparadís. Og Vestfirðir myndu blómstra sem aldrei fyrr. Byggðavandinn yrði leystur. Verslun með peninga Við eigum ekki að gefast upp þó allt hafi farið á versta veg. Við vorum á réttri leið með útrásinni. Vandamálið var að ekki var farið eftir leikreglunum og hlustað á Fjár- málaeftirlitið. Lærum af þessu. Mér finnst að við ættum að fara leið Lúxemborgara og Svisslendinga og leyfa bankaleynd. Það er engin tilviljun að þessar þjóðir eru ríkastar. Sviss hefur verslað með peninga mjög lengi. Hins vegar þarf að hafa eftirlit með bönkunum, skipta þeim niður í einingar, viðskiptabanka og svo fjárfesting- arbanka. Einnig að blanda ekki ábyrgðum á milli landa. Kaupþing gerði mistök að setja ekki Icesave í enska bankann sem þeir áttu í London og þannig hefði ábyrgð flust yfir á Breta. Krónan er ónýt Milton Friedman sagði að fljótandi gengi gæti aldrei gengið upp með örmynt. Það yrðu gerðar stanslausar árásir á hana. Tökum upp evruna, svissneskan franka eða norsku krónuna, allt er betra en krónan. En sennilega væri best að taka upp evruna og komast þannig í ábyrgð- ir og skjól hjá Evrópska seðlabankanum. Þjóðaratkvæðagreiðslur Við þurfum að auka lýðræði og hafa tíðar þjóðaratkvæða- greiðslur eins og Svisslendingar. Það er hið sanna lýð- ræði og reynslan sýnir að þjóðaratkvæðagreiðslurnar hafa skilað Svisslendingum „réttustu“ ákvörðununum. Orkumál Aukum framleiðsluna með fleiri álverum, gagnaverum fyrir netið og leggjum sérstaka áherslu á vetnisfram- leiðslu og raforku. Lækkum skatta á tvinnbíla til að spara olíukaup. Með því að nota tvinnbíla rétt og hlaða þá reglulega, væri í raun hægt að sleppa bensínnotkun. Spörum þannig gjaldeyri og treystum á innlenda orku. Auk þess ætti rekstur tvinnbíls (ef ríkið drepur það ekki niður með skattlagningu) að spara almenningi fúlgur fjár. Orkan er óþrjótandi hérna, hægt er að virkja fall- vötnin, neðansjávarstrauma, vindorkuna, jarðhitavirkjun og jafnvel sólarorkuna. Komum þessu öllu í verðmæti. Útrás í orkumálum Við erum á réttri leið þar. Við eigum að deila þekkingu okkar á jarðvarma með öðrum jarðarbúum. Og auðvitað eigum við að hagnast í leiðinni. Þekking kostar peninga og allir nunu græða á orkuútrásinni. Íslendingar góðir. Möguleikarnir eru óþrjótandi fyrir duglega og gáfaða þjóð. Við erum með gríðarlega þekk- ingu í landinu. Erum ennþá ríkust í heimi í þeim skilningi að mannauði. Við verðum fljót að læra af reynslunni og verða efnuð þjóð aftur. Ísland úr kreppunni Eftir Arnar Loftsson Höfundur er löggiltur fasteignasali. Í SAMBANDI við þá alvarlegu atburði sem að undanförnu hafa gerst og ríða með fullum krafti á íslensku þjóðfélagi í dag, ekki síst íslenskum bönk- um og öðrum fjármálafyrirtækjum, veltir maður vöngum yfir orðræðu ým- issa einstaklinga í efstu þrepum hins íslenska þjóðfélags. Sama fólkið og var í forustu fyrir hinni íslensku nýfrjálshyggju og veitti henni braut- argengi með stuðningi sínum og framgöngu bæði heima og erlendis telur nú við hæfi að tala um að nú sé komið að því að breyta um stefnu og að varðveita þurfi samfélagslega ábyrgð fólks í landinu! Í þeim hópi eru ein- staklingar sem áður fyrr töluðu mikið um að við, Íslendingar, þyrftum að grípa til félagslegra (les sósíalískra) ráða til þess að bæta þjóðfélagið í heimi vondra kapítalista. Þeir hinir sömu, sumir, gerðust áður málpípur hinna nýfrálshyggjusinnuðu kapítalísku útrásarvíkinga og létu sér vel líka að vera í sviðsljósinu með þeim. Þegar rætt er um að varðveita hið kapítalíska hagkerfi en að varðveita skuli samt hina samfélagslegu ábyrgð, hvað eru menn þá að meina? Hver, hverjir, eiga að gera það? Á e.t.v. að einkavæða hið opinbera velferð- arkerfi í þágu skipbrots nýfrjálshyggjunnar? Evrópusinnar hafa engar áhyggjur af því að Evrópusambandið hefur sömu áherslur í hagstjórnun og hið hákapítalíska bandaríska þjóðfélag sem nú riðar til falls vegna skorts á félagslegum gildum þar á bæ. Eins og í hinu ameríska hagkerfi eru fé- lagslegar áherslur ekki litnar hýru auga í Evrópusambandinu. Mér er það þess vegna hulin ráðgáta hve mikla áherslu hinn „sósíalíski“ (les jafn- aðarmanna-) flokkur Samfylkingarinnar leggur á aðild að Evrópusam- bandinu. Hvað er í gangi? Það hefur t.d. ekki bólað á því að ES hafi haft mikla samúð með Íslandi í þeim þrengingum sem yfir það hafa gengið í fjármálakrísunni sem nú tröllríður heiminum og helst hefur bitnað á okkur vegna fólskulegrar atlögu Breta á Íslendinga. Haldið þið, svokallaðir jafn- aðarmenn, að okkur hefði vegnað eitthvað betur í þessum þrengingum ef við hefðum verið fullgildir aðilar að ES? Ef svo er þá er útskýringa óskað. Sannleikurinn er reyndar sá að hið íslenska þjóðfélag, sem byggist á frelsi einstaklingsins til orðs og athafna og jafnframt félagslegum gildum þar sem öllum þjóðfélagsþegnum er tryggt öryggi og lífvænleg skilyrði, er ekki lengur að finna, hvorki í Skandinavíu né hinum áður sósíalísku þjóð- félögum í Evrópu. Evrópusambandið er óskapnaður nýfrjálshyggjunnar og það ber að forðast. Við þurfum ekki á því að halda, en það vill að sjálf- sögðu gleypa okkur og það sem það vantar helst, orku og fiskimið. Segjum nei við Evrópusambandið, segjum nei við EES. Segjum já við sjálfstætt frjálst Ísland og frjálsa sjálfstæða stefnu bæði í innanlands- og utanríkismálum. Áfram Ísland! HERMANN ÞÓRÐARSON, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Samfélagsleg ábyrgð – hvað þýðir það? Eftir Hermann Þórðarson TRÚLEGA er ég ekki eini lands- byggðareinstaklingurinn, sem átti peninga í peningabréfasjóði Lands- bankans, þótt ekki margir af þeim láti í sér heyra. En að undanförnu hefur verið tal- að við fólk í Reykjavík, sem segir sínar farir ekki sléttar gagnvart við- skiptum við peningasjóð LÍ og er ekki aldeilis ánægt með þá skerð- ingu á inneignum þeirra, sem nú blasir við, eða hvorki meira né minna en 30%-40%, og láir þeim enginn. Allt þetta fólk og þar með talinn ég undirritaður vorum hvött til að geyma peninga okkar inni á peningamarkaðssjóði Landsbank- ans, þar væru þeir öruggir og bæru bestu vextina. Afspyrnuléleg ríkisstjórn gaf það strax út að inneignir fólks í íslensk- um bönkum væru tryggðar og eng- inn ætti að tapa neinu. En hvað svo? Nei bíðið aðeins við. Ekki komu rík- isstjórninni neitt við þessir pen- ingamarkaðssjóðir og fólkið, sem átti þar peninga sína geymda, var ekkert of gott til að taka á sig skell- inn. Þetta er frjálshyggjukapítalismi íhaldsins; þeir sem minna mega sín eiga að borga brúsann fyrir fjár- glæpamennina, sem voru jú búnir að stela peningunum þeirra. Ég seldi lítið fyrirtæki, sem ég átti fyrir nokkrum árum, og eignaðist þar með nokkrar krónur, sem ég var hvattur til að leggja inn á pen- ingamarkaðssjóð í Landsbankanum, því eins og fyrr sagði var þar besta ávöxtunin, svo ekki sé talað um ör- yggi, sem þessi reikningur bauð upp á. Auðvitað þáði ég þetta kostaboð því eftir útreikningum mínum að dæma gæti ég, með því að nurla svo- litlu út af peningasjóðnum mán- aðarlega, lengt líftíma minn um ein- hver ár án þess að drepast úr sulti og seyru. Mér sýnist nefnilega að þær bætur, sem ég á rétt á frá Tryggingastofnuninni, og lífeyr- issjóðsgreiðslur séu vart til að lifa af, eða 130-140 þúsund á mánuði, hvað sem Jóhanna Sigurðardóttir segir. Nýjustu fréttir frá Landsbank- anum eru að búið er að stela af mér um 40% af minni innistæðu og þar með fækka þeim árum, sem ég á eft- ir lifandi. Eru peningarnir á peningamark- aðssjóði ekki inneign fólks í banka eins og ríkisstjórnin lofaði að bæta? Þökk sé ríkisstjórn Íslands, með íhaldið í broddi fylkingar, fyrir allt klúðrið. Nú er ég reiður. HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS, Akureyri. Nú er ég reiður Eftir Hjörleif Hallgríms BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur gefið fyrirheit um að almenningi, sem varðveitti fé í sjóðum gömlu bankanna, verði á einhvern hátt bættur hugsanlegur skaði. Enginn veit enn hver staða sjóðanna er og fjöldi fólks bíður í óvissu um örlög fjármuna sinna. Þótt einhverjum kunni að finnast yfirlýsingar ráð- herrans gáleysislegar höfða þær til réttlætiskenndar al- mennings enda skipta viðskiptavinir sjóðanna tugum þús- unda. Í þessu máli er til einföld leið. Það sem uppá vantar hjá bönkunum og ríkisvaldinu til að standa almenningi skil á inneign hans í sjóðum gömlu bankanna komi hlutafjáreign í viðkomandi nýjum banka í hlutfalli við hið tapaða fé og verðmat hvers banka fyrir sig eftir yfirtöku ríkisins. Inneign í öllum sjóðum bankanna komi undir þetta ákvæði nema inneign í hlutabréfasjóðum. Með þessu móti er komið í veg fyrir að þeir fjármunir almennings, sem ekki er innistæða fyrir, verði verðlausir og jafnframt viðurkennd á borði sú ábyrgð sem stjórnvöld báru varðandi eftirlit með sjóðunum. Þessi tillaga er ekki sett fram til að fría stjórnvöld frá að leita allra leiða til að bæta þeim sem misstu fé sitt í sjóðunum heldur er þetta þrautav- araleið þegar annað bregst. Inneign í sjóðum bankanna Eftir Lúðvík Ólafsson Höfundur er læknir. ÉG HEITI Jóhannes Þorkelsson og er bara venjulegur Íslendingur sem á sparifé sem er fast í ein- hverjum sjóðum hjá Kaupþings- banka. Ég er að horfa upp á allan minn sparnað brenna upp í aðgerð- arleysi sem ég skil ekki. Við erum fyrsta þjóðin til að falla hart í þessari banka- kreppu þó líklega eigi fleiri Vest- urlönd eftir að fá yfir sig samskon- ar fjárhags- kreppu og við, þar sem þetta er ekki einskorðað við okkar litla þjóðfélag. Ég get bara ekki skilið afhverju það er ekki opn- að fyrir þessa sjóði til að selja er- lendu hlutabréfin (sem eru allt að 40% hluti af sparnaðarleiðum ungs fólks í dag) til að takmarka tap al- mennings. Mér finnst öll umræða einblína á gjaldeyrisviðskipti. Þess vegna spyr ég hvort ekki væri best að losa þessi hlutabréf og fá gjald- eyri inn í landið og fólk gæti fengið sinn sparnað borgaðan út, ef þess væri óskað, áður en þessi hlutabréf verða verðlaus og þetta líklega tap- aðir peningar og fólkið í landinu tap- ar sparifé sínu. Ég er enginn sér- fræðingur í þessum málum og veit ekki hvernig best væri að fara að þessu en mér finnst að enginn sé að koma trúverðuglega fram fyrir þjóð- ina með hugmyndir um hvernig hægt sé að minnka þetta tap okkar. Enginn er að róa þjóðina og upplýsa hvað verður um peningana okkar, sem örfáir einstaklingar léku sér með. Margir eiga allt sitt undir þessu, bæði þeir sem eru búnir að missa vinnuna og þeir sem eru að missa vinnuna. Þessir peningar, sem fastir eru gætu framfleytt þeim yfir þá erf- iðustu tímana sem framundan eru. Annað mál sem mér finnst vanta í umræðunni er hvað á að gera fyrir fólkið sem hélt að það væri með örugg húsnæðislán í íslenskum krónum, verðtryggðum, sem verð- bólgan étur upp, og yfirdráttarvexti sem eru að rjúka upp úr öllu valdi. Hvernig verður komið á móts við mig sem tók íslenskt lán í íslenskum krónum en ekki erlent áhættugeng- islán? Allir vissu af áhættunni sem fylgir því að taka lán í erlendri mynt út af gengisáhættu. Lánin þeirra munu lækka með styrkingu krón- unnar en íslensku verðtryggðu lánin munu haldast í hæstu hæðum með hærri greiðslubyrði. Hvað verður gert fyrir okkur sem fórum „öruggu leiðina“ og tókum ekki gengisáhættuna? Og á end- anum förum við verst út úr þessu. Hvergi er svör að fá, hvorki í bönkum né ráðuneytum íslensku þjóðarinnar. JÓHANNES ÞORKELSSON, pípulagningamaður, skattgreið- andi, námsmaður og Íslendingur. Aðgerðarleysi stjórnvalda Eftir Jóhannes Þorkelsson Þá útrásarvíkingar veittu það vín sem Guð oss ei gaf og bláeygir borgarar neyttu, bubbinn stóð upp og kvað. Við erum svo snjallir og sætir svo útvalið riddara lið, oss auður og allsnægtir kætir og ávöxtinn þinn hirðum við. Ef garnirnar gaula af hungri í gjöfulli útrásar bót, þá klifrið í fjallanna klungri og kjamsið á gamalli rót. Þó kötturinn kúki á teppi, og krakkinn í sína brók, Þá auðmjúkur æstu þig ekki því orkan er kreppunnar bót. Á duggunum okkar við dólum. Við dáleiddum hrekklausa þjóð. Nú Babýlons baalunum ljótum við blótum af ranglátum sjóð. Ef ölið á endanum þrýtur og arðsemin er ekki ljós, við söknum þjóðar sem flýtur sofandi að feigðar ós. Til heimalands aftur við höldum hressir og úthvíldir menn, við Betlihem leysum úr böndum og bankana kaupum senn. En brjóti nú samviskan böndin, ég bið þig að sættast við mig. Þá Lasarus, hjartað og höndin er hlutskipti mitt fyrir þig. ÁRSÆLL ÞÓRÐARSON, húsasmiður. Út vil ek Eftir Ársæl Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.