Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.11.2008, Blaðsíða 13
FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hvet- ur þá sem eru atvinnulausir til að halda áfram að greiða í stéttarfélög því þannig halda þeir ýmsum rétt- indum, s.s. til sjúkradagpeninga og námsstyrkja. Það er misjafnt eftir félögum hversu há félagsgjöldin eru, en hjá Eflingu greiðir sá sem fær grunnfjárhæð atvinnuleys- isbóta um 950 krónur á mánuði. Þegar sótt er um atvinnuleys- isbætur eða greiðslur úr fæð- ingaorlofssjóði er hægt að merkja við á umsóknareyðublaði hvort draga eigi félagsgjöld af viðkom- andi greiðslum. „Þú ert að kaupa þér mjög ódýra, víðtæka tryggingu með þessu og um leið tryggja þér ákveðin félagsleg tengsl,“ segir Halldór Grönvold, aðstoð- arframkvæmdastjóri ASÍ. Hann bendir á að auk þess að halda rétti til sjúkradagpeninga og námsstyrkja heldur sá sem greiðir félagsgjöld rétti til styrkja vegna krabbameinsskoðunar, líkams- ræktar, gleraugnakaupa, lögfræði- og ráðgjafaþjónstu og fleira. „Fyr- ir marga eru stéttarfélögin bak- hjarl þegar á reynir og það reynir sjálfsagt aldrei meira á en þegar fólk missir vinnuna,“ segir Hall- dór. Veikist sá sem er á atvinnuleys- isbótum svo alvarlega að hann er óvinnufær á hann ekki rétt á at- vinnuleysisbótum. Viðkomandi getur þá sótt um sjúkradagpeninga frá Trygg- ingastofnun ríkisins (TR) en þeir nema 1.040 krónum á dag eða um 30.000 krónum á mánuði. Ef veik- indin eru langvinn, getur hann átt rétt á svonefndum endurhæfing- arlífeyri sem er 26.728 krónur, tekjutryggingu sem er 85.592 og heimilisuppbót sem er 24.856, eða samtals um 137.000 krónur, sam- kvæmt upplýsingum frá TR. Ofan á þessa fjárhæð má, þegar það á við, bæta barnalífeyri sem er 19.760 krónur . Einstæðir foreldrar geta síðan sótt um mæðralaun sem eru 5.720 fyrir tvö börn og 14.872 fyrir þrjú börn. Rétt er að taka sérstaklega fram að einstæðir feður geta líka sótt um mæðralaun. Bætast ofan á greiðslur TR Þeir sem hafa borgað fé- lagsgjöld, atvinnulausir eða ekki, eiga rétt á sjúkradagpeningum. Réttindin eru misjöfn eftir félögum. Hjá Eflingu er upphæð sjúkra- dagpeninga tekjutengd og getur ekki farið upp fyrir meðaltekjur síðustu sex mánaða. Hæsta mögu- lega greiðslan er 280.000 krónur á mánuði. Þessi fjárhæð leggst ofan á þær greiðslur sem berast frá TR. Til að vinna sér inn rétt á fullri tekjutengingu hjá Eflingu þarf við- komandi að hafa verið félagsmaður í fimm ár en annars er tekjuteng- ingin 80%. Guðrún Kr. Óladóttir, forstöðumaður sjúkrasjóðs Eflingar bendir á að félagsgjöldin séu ekki há og að ríkið greiði ekki í sjúkra- sjóð af atvinnuleysistryggingum, líkt og atvinnurekendur gera af launagreiðslum. Hvetja atvinnulausa til að greiða félagsgjöld GRUNNFJÁRHÆÐ atvinnuleys- isbóta er 136.023 krónur á mán- uði. Einnig hafa atvinnulausir rétt á tekjutengingu í þrjá mánuði og geta bæturnar að hámarki numið 228.723 krónum. Til samanburðar má benda á að barnlaus einstaklingur í leigu- húsnæði á rétt á námslánum sem nema um 96.000 krónum á mán- uði (í 9 mánuði), sé tekið mið af tekjuskerðingu. Bæturnar heldur hærri en námslánin Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2008 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Önund Pál Ragnarsson FRESTUR til að skila athugasemd- um vegna nýrrar slökkvistöðvar í Elliðaárdal við Stekkjarbakka rann út sl. föstudag, en fjárhagsáætlun vegna verkefnisins er ekki frágeng- in. Það þýðir þó ekki að fyrirætlun- unum verði slegið á frest að mati Jóns Viðars Matthíassonar slökkvi- liðsstjóra. „Maður skynjar að menn eru að leggja mikið á sig til að halda uppi viðunandi grunnþjónustu á svæðinu, en endanlegar fjárhagsáætlanir liggja ekki fyrir,“ bendir hann á. Fyrirætlanirnar mæta andstöðu margra, sem telja of miklum gæðum Elliðaárdalsins sem útivistarsvæðis fórnað. Undirskriftalistar voru af- hentir borgaryfirvöldum í ráðhúsinu fyrir helgi. 2.300 manns höfðu ritað nöfn sín undir mótmælaskjalið, en einnig hafa um 1.500 manns skráð sig í mótmælahópinn á netinu undir yf- irskriftinni Verndum Elliðaárdal. Að sögn Bergljótar Rist, talsmanns hópsins, er fullur skilningur á því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fái góða lóð undir nýja slökkvistöð og hefur því verið lagt að borgaryfir- völdum að finna SHS lóð sem full- nægir þörfum liðsins. Sem mögu- leika nefnir hún lóð á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar (við Neðri-Fák) eða iðnaðarhverfi við Smiðjuveg. Einnig hefur hópurinn kallað eftir því að Elliðaárdalurinn verði efldur sem útivistarsvæði. Breyta áætlunum Hvað varðar aðra þætti í starfsemi SHS í yfirstandandi efnahagsþreng- ingum má nefna að slökkviliðið hefur ákveðið að breyta áætlunum sínum varðandi endurnýjun á slökkvibílum liðsins. Upphaflega var reiknað með að kaupa fjóra nýja bíla í haust en nú hefur verið ákveðið að dreifa kaup- unum og kaupa einn bíl í einu. Yrði hann keyptur eftir 1–2 ár og hinir í kjölfarið. Fullbúinn slökkvibíll kost- ar á bilinu 50-80 milljónir króna. Nýráðningar slökkviliðsmanna eru einnig í deiglunni og má nefna að ráðningarferli nýrra liðsmanna, sem hófst í byrjun september, við allt aðr- ar efnahagsaðstæður en nú eru uppi, er enn í gangi og hefur slökkviliðið ekki ákveðið að hverfa frá því ferli. Segir Jón Viðar að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, sem standa að SHS, leggi mikla áherslu á að þjón- usta SHS minnki ekki. Hins vegar liggur ekki fyrir hvernig útfærslu í þessum efnum verður háttað.          Um 2.300 mótmæltu slökkvistöð  Fjárhagsáætlun vegna byggingarinnar er ófrágengin en það þýðir ekki að henni verði frestað  Slökkviliðið hættir við kaup á fjórum slökkvibílum á einu bretti og kaupir í staðinn einn í einu ÞAÐ er eins og þeir séu hluti glæpavettvangs, lögreglumennirnir sem tóku lagið með Lög- reglukórnum í Eymundsson í Austurstræti á laugardag. Tilefnið var útgáfa Myrkár, nýjustu spennusögu Arnaldar Indriðasonar. Það var því vel við hæfi að fá lögreglukórinn til að syngja fyrir skáldsagnakollega sína. Að þessu sinni beinist athyglin að Elínborgu, sem í fjarveru Er- lendar rannsakar morðmál í Þingholtunum. Morgunblaðið/Golli Sungið fyrir Elínborgu BERGUR Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, segir ljóst að ákvörðun Alcoa um að fresta rannsóknum fyr- ir um tvo millj- arða á Þeista- reykjum, dragi úr líkunum á því að álver rísi á Bakka við Húsavík. „Okkur væri nær að huga heldur að fjölbreytt- ara atvinnulífi,“ segir Bergur. Ljóst er að margir Húsvíkingar vilja að álverið rísi, enda muni það auka mjög atvinnumöguleika í landshlutanum. Spurður hvort hann sjái eitthvað annað í spilunum fyrir þá segir Bergur að þeir búi við sama vanda og aðrir á Íslandi í dag. „Starf í álveri er mjög dýrt starf. Ís- lendingar eru ekki fjárhagslega mjög rík þjóð í dag.“ Vandi vegna atvinnuleysis sé ekki bundinn við einstaka landshluta. Dregur úr líkum á álveri Bergur Sigurðsson SKIPULAGSSTOFNUN hefur gef- ið álit sitt um mat á umhverfisáhrif- um fyrir efnistöku í Hjallatorfu í Lambafelli, Sveitarfélaginu Ölfusi. Skipulagsstofnun telur að helstu umhverfisáhrif efnistökunnar úr Hjallatorfu í Lambafelli séu sjón- ræn sem og áhrif á landslag og jarðmyndanir. Þau áhrif verði talsvert neikvæð en til mótvægis kemur að efnistaka úr aðliggjandi efnistökusvæðum í Lambafelli er í samræmi við mark- mið stjórnvalda að hafa efnisnámur fremur fáar og stórar í stað margra minni náma. Sjónræn áhrif af efnistöku ANNRÍKI var hjá lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku. Alls komu upp 99 mál. Þar af voru 7 hraðakst- ursmál og var sá sem hraðast ók tekinn á 137 km hraða. Þá voru 17 boðaðir til lögreglu vegna vanrækslu á skoðun. Tveir voru stöðvaðir vegna gruns um ölv- un við akstur. Báðir reyndust þeir vera yfir mörkum við blástur og voru sviptir ökuleyfi til bráða- birgða í kjölfarið. Þá voru 4 um- ferðaróhöpp tilkynnt. Ekki voru þó öll málin tengd bifreiðum, því mað- ur féll niður á steypta stétt þar sem hann var að gera við húsþak. Hann var fluttur til Reykjavíkur á sjúkra- hús. Á fimmtudagskvöldið var svo til- kynnt til lögreglu um ljósagang á himni og er talið að þar hafi verið um loftsteinahrap að ræða. 99 lögreglu- mál komu upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.