Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 53

Fréttablaðið - 14.05.2009, Side 53
FIMMTUDAGUR 14. maí 2009 37 Jói og Gói leika í gaman- þáttaröð sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu í haust. Einvalalið skrifar handrit þáttanna. Ný gamanþáttaröð verður tekin til sýninga á RÚV í haust. Hand- ritshöfundar eru þeir Sigurjón Kjartansson, Davíð Þór Jónsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Óskar Jónasson en hann mun einnig leikstýra þáttaröðinni. Aðalleik- arar eru þeir Jóhanes Haukur Jóhannesson og Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem tvíeykið Jói og Gói. Þáttaröðin og fólkið sem kemur að henni er merkileg fyrir margra sakir. Fyrir er það að nefna að tveir guðfræðinemar eru að skrifa brandara og söguþráð fyrir son biskupsins yfir Íslandi. Ilmur og Davíð Þór eru sem kunn- ugt nemar við guðfræðideild HÍ en Guðjón Davíð er jú sonur hr. Karls Sigurbjörnssonar. Þá má nefna að Sigurjón virðist hafa tekið sérstöku ástfóstri við Jóhannes því þeir eru að fara að setja upp Hellisbúann í Íslensku óperunni ásamt Rúnari Frey. Og það var fyrir tilstilli Sigurjóns að Jóhannes lék Geir H. Haar- de í síðasta áramótaskaupi en of langt mál er að segja þá sögu alla hér. Merkilegast er þó að þáttaröðin markar sætti milli tveggja grín- dúetta sem löngum hafa deilt um hvorir séu frumkvöðlar í íslensku gríni; Tvíhöfða annars vegar og Radíusbræðra hins vegar. „Við Davíð erum svona Hallarnir í okkar dúettum, við kölluðum fram brandarana en sögðum þá ekki sjálfir, þetta eru kallaðir „feederar“ á fræðimálinu,“ segir Sigurjón. „En við höfum nú náð fullum sáttum og erum að skrifa handrit handa nýjum dúett.“ Sigurjón hefur áður unnið með Ilmi og Óskari en þetta er í fyrsta skipti sem þeir Davíð vinna saman á þessu sviði síðan sjón- varpsþátturinn Limbó fékk hárin til að rísa á siðprúðum húsmæðr- um í vesturbænum. „Hann er alveg gríðarlega sterkur á þessu sviði og mikill hvalreki fyrir hóp- inn,“ segir Sigurjón. Gamanþáttaröðin er ekki í sketsaformi eins og langflestar íslenskar gamanþáttaseríur hafa verið. Heldur er hún með sögu- þræði og segir frá tveimur sam- býlingum sem takast á við lífið í 101. „Og það segir sig nokkurn veginn sjálft hver er hvað; Gói trúir því að hann muni finna góða konu og flytjast í Garðabæ en Jói er nokkurn veginn sáttur við lífið eins og það er.“ freyrgigja@frettabladid.is Guðlegur gamanleikur Jóa og Góa STERKUR OG SÖGULEGUR HÓPUR Guðfræðinemarnir Ilmur Kristjánsdóttir og Davíð Þór Jónsson skrifa brandara fyrir son biskupsins, Guðjón Davíð Karlsson. Sigurjón Kjartansson og Jóhannes Haukur hafa bundist sérstök- um tryggðarböndum með bæði Hellisbúanum og svo gaman- þáttaröðinni á RÚV. Óskar Jónasson fær síðan það vandasama hlutverk að leikstýra herlegheitunum. Auglýsingasími

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.