Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 14.05.2009, Qupperneq 56
40 14. maí 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Hver man ekki eftir plástrunum sem allir íþróttamenn voru með á nefinu hérna fyrir nokkrum árum? Þeir hurfu fljótt af sjónarsviðinu þegar sannað þótti að þeir hjálpuðu lítið eða ekkert. Menn hafa samt ekki lagt árar í bát með plástrana og nú hafa svokallaðir Orkuplástrar frá Lifewave slegið í gegn. Má því segja að plástrarnir færi sig neðar á líkamann. Íslenskir íþróttamenn eru farn- ir að nota þessa plástra í auknum mæli og meðal annars KR-ingarnir Bjarni Guðjónsson og Jónas Guðni Sævarsson. Þeir eru ánægðir með plástrana. „Ég er búinn að spila með þessa plástra síðan í febrúar. Þetta virk- ar fyrir mig,“ segir Bjarni Guð- jónsson. Hann spilar með orku- og liðleikaplástra en hægt er að fá alls konar plástra, meðal ann- ars til þess að sofa betur og jafn- vel grennast. „Ég hef fundið mun á orkunni hjá mér og verð minna þreyttur með plástrana, hvort sem það er í hausnum á mér eða ekki. Það skipt- ir mig í raun ekki máli á meðan mér finnst þeir virka,“ segir Bjarni. „Menn eru farnir að biðja um þessa plástra enda sjá þeir að þetta svínvirkar. Ég er meira að segja farinn að spila á kantinum,“ segir Bjarni léttur en hann setur plástrana annað hvort á bringuna eða fæturna á sér. Á meðal þekktra íþróttamanna sem sagðir eru nota þessa plástra eru David Beckham, Michael Phelps og Lance Armstrong. Í hóp þessara manna er einnig kominn fyrirliði KR, Jónas Guðni Sævars- son. „Ég finn fyrir smá orku þegar ég er með plástrana. Samt ekkert sem ég hef tekið mikið eftir. Þetta er ekkert eins og að fá vítamín- sprautu,“ segir Jónas Guðni, sem hefur spilað með þessa plástra í síðustu tveim leikjum. „Má til gamans geta þess að ég hef skorað í báðum leikjunum. Þetta eru því markaplástrar fyrir mig og ég mun halda áfram að spila með þá á meðan ég skora,“ segir Jónas Guðni og bætir við: „Ég fór á fyrirlestur og varð hrifinn. Það er ekkert í þessu sem á að fara inn í líkamann en á samt að hjálpa manni. Það er bara hið besta mál ef þetta virkar eins og það virðist gera. Ef þetta hjálpaði ekki nema bara andlega þá er það ekki neikvætt heldur,“ segir Jónas Guðni. En hvað eru þessir plástrar nákvæmlega og hvernig virka þeir eiginlega? „Þetta er í rauninni bara vísindi og ekkert annað. Þetta byggir á gömlu austurlensku fræðunum um nálastungupunkta og orkubrautir líkamans. Með því að setja plástr- ana á ákveðna punkta er verið að örva rafsegulsvið líkamans. Þetta er ný tækni og plástrarnir koma í staðinn fyrir nálarnar,“ segir Guð- mundur Bragason, kynningarfull- trúi fyrir Lifewave-plástrana. „Þetta er lokað kerfi. Það eru engin efni, krem eða lyf sem fara inn í líkamann sjálfan heldur ein- göngu tíðni. Þessi tíðni verður til við sambland sykurs, súrefnis og blöndu af amínósýrum sem eru inni í plástrinum. Það er í raun og veru bara hómópata-remedíur. Þetta eru náttúruleg efni.“ Nú eru alltaf margir efasemda- menn á sveimi þegar eitthvað álíka þessum plástrum kemur fram. Guðmundur segir að þetta sé ekkert svindl. „Alls ekki. Þetta virkar. Nef- plástrarnir áttu bara að auka súr- efnisflæðið með því að opna önd- unarveginn. Það var ekkert í þeim plástrum. Hér erum við aftur á móti bara að tala um vísindi,“ segir Guðmundur. henry@frettabladid.is Orkuplástrar eru nýjasta æðið í íþróttaheiminum Lifewave-orkuplástrarnir eru að slá í gegn hjá íþróttamönnum þessi misserin. Fjöldi þekktra erlendra íþróttamanna hefur verið að nota þessa plástra og Ís- lendingar eru að sjálfsögðu engir eftirbátar þeirra og keppa nú með plástra. LÍKA Á FÆTURNA Plástrarnir eru settir á svokallaða nálastungupunkta. Strákarnir setja þá plástra líka á lappirnar á sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLOTTIR MEÐ PLÁSTRANA KR-ingarnir Jónas Guðni Sævarsson og Bjarni Guðjónsson nota báðir Lifewave-plástrana og eru ánægðir með þá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI laugavegur 49 | sími 552 2020 tískuvöruverslun TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI FERSKT EINFALT & ÞÆGILEGT PANTAÐU SÓMA VEISLUBAKKA Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Hauka í Iceland Express-deild kvenna réðu í gær Henning Henningsson, nýráðinn lands- liðsþjálfara, sem þjálfara liðsins næsta vetur. Henning þjálfaði Haukastelpurnar 2001-02 og kom þeim þá upp í efstu deild. Margir reyndir þjálfarar eru komnir í kvennadeildina fyrir næsta vetur en fimm af átta þjálfurum hennar hafa gert lið að Íslandsmeisturum í annaðhvort karla- eða kvennaflokki. - óój Iceland Express-deild kvenna: Henning þjálfar meistara Hauka STÖÐUHÆKKUN Henning var aðstoðar- þjálfari Hauka í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Sverrir kominn til FH Sverrir Garðarsson mun leika með FH- ingum í sumar en í gær fékkst það staðfest að gengið hefði verið frá lánssamningi FH og sænska félagsins GIF Sundsvall þess efnis. Sverrir lék síðast með FH árið 2007 en var svo seldur til Sundsvall. Lánssamningurinn gildir til loka tímabilsins, sem þýðir að Sverrir mun ekki spila í Svíþjóð í sumar. Félagaskiptaglugganum verður lokað hinn 1. september, nokkrum vikum áður en tímabilinu hér á landi lýkur. Sigurður Ingimundarson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfu- bolta, ætlar að velja tólf manna hópinn sinn á Smáþjóðaleikunum á sunnudagskvöldið. Fram undan eru fjórar æfingar á fjórum dögum og þar munu tuttugu leikmenn berjast um tólf laus sæti. „Við verðum að vinna þetta hratt því það er ekki mikill tími fyrir æfingar. Það er allt í lagi. Við höfum síðan tíma til að slípa liðið almennilega saman,“ segir Sigurður. Það eru einhver forföll í íslenska landsliðinu og er þegar ljóst að hvorki Jakob Örn Sigurðarson né Helgi Már Magn- ússon verða með á Kýpur. Þá er líka óvíst hvort Hlynur Bæringsson eða Jón Arnór Stefánsson verði með. Sigurður er þó ekki búinn að afskrifa þá. „Það getur vel verið að Hlynur verði með en þá þarf ýmislegt að ganga upp,“ segir Sigurður en gengi ítalska liðsins Benetton í úrslitakeppninni á Ítalíu ræður því hvort Jón Arnór verður með á Kýpur. „Ef Jón verður á Ítalíu verður hann ekki með en ef hann er dottinn út, sem ég vona ekkert, þá kemur hann með okkur,“ segir Sigurður. Sigurður fagnar því að Pavel Ermolinskij ætli að vera með landsliðinu í sumar. „Hann verður með í allt sumar og líka í verkefninu í haust og það er gaman að því. Pavel er að spila mikið í gulldeildinni á Spáni sem er mjög gott. Hann er að spila þar í 25 til 30 mínútur og er að standa sig nokkuð vel. Hann er klárlega spennandi kostur og það verður gaman að fylgjast með honum í landsliðinu,“ segir Sigurður en Pavel, sem er 22 ára og tveggja metra leikstjórn- andi, hefur ekkert verið með landsliðinu síðustu árin. Íslenska landsliðið vann gullið á síðustu Smáþjóðaleikum þar sem úrslitaleikurinn leystist upp eftir að Kýpverjar misstu alla stjórn á sér og réðust bæði á íslensku leikmennina og dómara leiksins. „Það verður spennandi að mæta Kýpverjunum aftur og það er eins gott að menn verði tilbúnir í slagsmál. Nú verður ekkert bakkað og leyft þeim að haga sér eins og villimönnum,” segir Sigurður í léttum tón og bætir við: „Mér skilst að það sé búið að setja einhverjar varrúðarráð- stafanir í húsinu og aukna gæslu. Ég hef engar áhyggjur því ég hef bara gaman af þessu,“ segir Sigurður. SIGURÐUR INGIMUNDARSON, ÞJÁLFARI KARLALANDSLIÐSINS: UNDIRBÚNINGUR FYRIR SMÁÞJÓÐALEIKA AÐ HEFJAST Eins gott að menn verði tilbúnir í slagsmál
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.