Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1962, Page 3

Skinfaxi - 01.04.1962, Page 3
BJARNI M. GÍSLASON: JT a íslandi I. Blöðin hafa að undanförnu rætt talsvert um það, að byggður verði lýðháskóli í Skál- holti, og hef ég þar lagt nokkur orð til mál- anna í Morgunblaðinu og Tímanum. T þessu sambandi er vert að benda á skilmerkilega greinargerð eftir prófessor Jóhann Hann- esson í Morgunblaðinu 14. og 15. júní 1962. Nú getur verið, að einhverjum finnist lýð- háskólamálið slitni úr sambandi við áður- greindar umræður, ef ég í staðinn fyrir „Lýðháskóli í Skálholti" nota hugtakið „Lýðháskóli á lslandi“. En eftir samræður við ýmsa menn, sem hafa áhuga fyrir þessu máli, hefur sú hugsun sótt meira og meira að mér, að það yrði kannski minni hætta á því, að stéttvísar dyggðir settu rugling á málið, ef sönnunargildi þess fyrir íslenzku þjóðina væri ekki beinlínis bundið við end- Urreisn Skálholts. Það gefur talsverða hugmynd um menn- ingarlegan seinagang hærri skóla víðs veg- ar um heim, að farið er að setja á stofn sálfræðilegar rannsóknir í sambandi við prófskólakerfið til að kanna sjálfstæði nemendanna. Nýlega kom bandarískur pró- fessor að nafni Stanley Milgram frá Yale- háskólanum til Oslo til að gera tilraunir á stúdentunum þar. Og niðurstaðan varð hin sama og alls staðar annars staðar, að sér- fræðslustappið í skólunum ali mestmegnis upp ósjálfstæða menn, sem elti fjöldann, en hafi enga sjálfstæða, persónulega skoðun. Og svo sagði hinn lærði prófessor, að fram- Bjarni M. Gíslason. tíð lýðræðisins í vestrænum löndum væri í voða stödd, ef ekki yrðu stofnaðir skólar, sem flyttu þróttmikinn boðskap til að vekja unglingana til vitundar á verðmæt- um lífsins og sérstaklega á sínu eigin lífi. En það mikið voru hinir norsku stúdentar bundnir af skóla- og kennsluvenjum próf- skólanna, að aðeins einn gat sagt prófess- ornum frá því, að þannig skólar hefðu starfað á Norðurlöndum í meira en 100 ár og að tilveruréttur þeirra væri nú að vekja athygli heimsins. Þegar hann gat tekið þannig til orða var það vegna þess, að hann vissi að verja átti doktorsritgerð um hugsjónamanninn Grundtvig við Osló há- s K I N F A X I 3

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.