Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Side 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Side 9
Minningarorh: Guðjón Ólafsson, stýrimaðnr Þegar dugandi maður er burt kallaður í blóma lífsins, með sviplegum hætti, finnst manni sem brumi úr heiðskíru lofti eða sem skyggi fyrir sól um heiðskíran dag. En ekki þýðir að kveinka sér eða kvarta, enda mun það ekki að skapi þess manns, sem ég vil nú minnast með fáum orðum. Guðjón Ólafsson var fæddur á Patreksfirði 22 sept. 1906. Foreldrar hans voru ólafur Ólafs- son, skipstjóri Patreksfirði og Halldóra Hall- dórsdóttir. Óvenjulega snemma byrjaði hann á sjó- mennsku. Á 12. ári fór hann fyrst til sjós með föður sínum á seglskipinu „Olevettu". Upp frá því var hann alltaf sjómaður og helgaði því starfi alla krafta sína til dauðadags. Árið 1930 útskrifaðist hann af Stýrimanna- skólanum, og 1933 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Friðriku Guðmundsdóttur, og eign- uðust þau 2 börn. Hann var einn þeirra manna, sem máttu muna tvenna tíma. Eins og fyr er sagt, byrjaði hann sjómennsku á seglskipum, þar sem tækni öll var frumstæð og aðbúnaður manna allur af skornum skammti. En síðar var hann á togurum, sem höfðu skilyrði til fljót- fengis afla og bjóða á allan hátt betri skilyrði fyrir sjómennina. Fáir þeir, sem kynntust Guðjóni heitnum, munu hafa borið kaldan hug til hans, því hann reyndist ávallt hinn bezti drengur. Hann var kátur og skemmtilegur í vina hópi og átti innileik, sem aflaði honum æ fleiri kunningja meðal starfsbræðra hans og annarra, sem hann kynntist. Þó stundum hann væri hrjúfur á yfirborðinu, bærðist hjartað fullt af viðkvæmni og góðvild til félaga og starfsbræðra. Hann var hinn ötulasti sjómaður og kveinkaði sér ekki, þó á móti blési, og æðraðist ekki undan þunga dagsins, enda vanur að horfast í augu við erfiðleika starfans, hættur hafs og hættur trylltrar styrjaldar, sem undanfarin ár hefur geisað um höf og lönd. Ég var ungur að árum, þegar ég kynntist Guðjóni heitnum, þá sem byrjandi sjómaður, 10 ára samstarf okkar er mér Ijúft að þakka. Ég kveð þig með ljúfum endurminningunum. Með kveðju frá vinunum. Vertu sæll vinur, blessuð sé minning þín. Guðmundur ólafsson. MIIMIMIIMG Stormur æðir, bylgjan brýzt að landi. Bráðum komin nótt á þessum sandi. Augum leit með beizkju út í bylinn. Bátur er að stranda út við rifin. Burt er horfið bjargræði til dagsins. Bóndans líf, það féll í öldur hafsins. Brúður hnípin, blika tár á hvarmi. Barnið sælt nú hvíldi í hennar armi. Ó, herra drottinn, hlífðu mér 1 harmi. Svo halla ég mér að þínum föðurbarmi Úti komið er nú bezta veður, upp á sandinn líkið skolazt hefur, eilíf sól er anda sinn að hefja, inn í bæinn til að líkna og gleðja. G. E. VÍKI N G U R 145

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.