Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 14
Jón Magnússon, 70 ára Jón Magnússon skipstjóri, og seglasaumari frá Miðseli, Reykjavík varð 70 ára hinn 12. júní síðastliðinn. Jón er einn af hinum góðu sjómönnum frá skútutímabilinu. sem gjörðu garðinn frægan og áttu sinn mikla þátt í vexti og framförum Reykjavíkur. Hann er fæddur í Reykjavík 12. júní 1880. Faðir hans, Magnús Vigfússon á Miðseli, var ættaður frá Grund í Skorradal, en móðirin, Guðrún, var dóttir Jóns Þórðarsonar í Hlíðarhúsum í Reykjavík; það er Borgarbæjar- ætt, sem er góðkunn og fjölmenn í Reykjavík; svo að Jóni standa traustar stoðir, enda hefur hann sýnt það, að honum hefur ekki verið fisjað saman, og þurft á því að halda. Þagar Jón var unglingur, var sem óðast verið að kaupa kútterana gömlu frá Englandi og voru valdir til þess að sækja þá traustir og góðir sjómenn, og var hann í mörgum þeim ferðum. Árið 1906 er hann skipstjóri á kútter „Svanur“, þá 26 ára gamall, en eins og kunnugt er, var þetta mannskaðaárið mikla, þegar 3 skip fórust með öllum mönnum í suðvestan ofsaveðri. Jón var á skipi sínu Svaninum fyrir sunnan land í veðrinu, og varð fyrir ýmsu hnjaski og til dæmis um þrek hans skal það nefnt, að hann var við stýrið í 24 klukkustundir, og einn á 15D þilfari, með bönd á sér, og varði skipið áföllum meðan veðrið var sem verst. Þegar skipin voru komin í höfn eftir veðrið, flest meira og minna brotin, vantaði fjögur, þessi þrjú, sem fórust, og Svan. Var hann talinn af um tíma, því ferðin sóttist seint heim sökum umhleypinga, rifinna segla og brotinna siglu- ása, annars skrifaði Benedikt Sveinsson rit- stjóri vikublaðsins Ingólfur um þetta þá, og minntist Jóns lofsamlega. •Á þessu tímabili var Reykjavík ekki stærri en það, að næstum allir þekktust, og voru skútu- skipstjórarnir mikilsvirtir af öllum bæjarbú- um, sem vissu það vel hversu mikið var undir því komið. að þeir öfluðu vel, og kæmu með skip og menn aftur heim. Margir Reykjavíkur- drengir voru furðu glöggir á að þekkja skipin, þegar þau voru að sigla inn á milli eyjanna, og þekktu nöfn skipstjóranna. Þeir voru í augum drengja í Reykjavík þá eins og íþróttagarp- arnir, sem skara framúr eru nú, og flestir vildu komast á sjóinn og feta í fótspor þessara miklu manna. Jón var góður aflamaður, en sérstaklega var hans getið sem góðs sjómanns, sigldi djarft, en var þó gætinp, enda varð hann ekki fyrir neinum óhöppum sína skipstjóratíð. Eitthvað mun Jón hafa verið stýrimaður og skipstjóri á togurum, og síldveiðiskipstjóri, en árið 1931 varð hann fyrir því óláni að stórslasast, þegar hann datt ofan í tóma síldarþró í Krossanesi við Eyjafjörð, í náttmyrkri. Önnur mjöðmin gekk úr skorðum, og hællinn brotnaði; þegar hann gat orðið staulast aftur draghaltur, byrjaði hann á að sauma segl, yfirbreiðslur yfir lestar, og fleira til skipa, einnig tjöld og bílayfir- breiðslur, og hefur farnazt vel, sýnir það bezt þrek hans, svo bæklaður og við slæmar aðstæður og þrengsli á vinnustað. Meðal annars hefur Jón saumað allt fyrir Skipaútgerð ríkisins á þessu sviði. Kvæntur er Jón ágætis- og myndarkonu, Margréti Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Dýrafirði. Vinur. VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.