Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Síða 30
finnst sem í nótt sé hann að velja milli ham- ingju lífsins og ævintýra þess. Benjamín Hall gengur um borð í skipið. Á þilfarinu er engan mann að sjá. Einmana og yfirgefið ljósker hangir við landganginn, og dauft ljós nórir bak við sótugt glasið. Annars er allt koldimmt, klukkan er tvö. „Hann gengur niður járnstigann miðskips og þreifar sig fram eftir. Lestarnar standa opnar, og lamandi óhugnan andar neðan úr djúpinu. Lestarlúkur og vírar liggja á tjái og tundri um allt. Loks kemst hann fram í þröngan, niðdimm- an gang undir bakkanum. Hann þuklar um vegg- ina, finnur loks hurðarhún og snýr honum. Dyrnar opnast. Kæfandi daun leggur á móti honum, svo að honum verður hálfflökurt. Inni í hásetaklefan- um er hálfdimmt, eins og ljósinu sé erfitt um líf í þessari þungu stybbu. En eftir dálitla stund sér hann, að fjórir menn sitja við borð, er nær næstum eftir endilöngu klefagólfinu. Bak við þá stjórnborðsmegin eru tvær kojuraðir, og fyrir flestar kojurnar eru dregin skítug og rifin tjöld. Hann sér, að uppi í einni þeirra liggja tvær hálfnaktar stúlkur. Þær snúa sér við og horfa syfjulega á hann. Það verður kyrrð í klefanum, og Benjamín heyrir, að það er kvikt bak við tjöldin: stunur, más og blót. En mennirnir við borðið sitja graf- kyrrir og stara á komumanninn. — Ég er nýi léttmatrósinn, segir Benjamín hratt, og orðin flögra óvænt og hjálparvana út í loftið. Einn mannanna spýtir spekingslega. Benja- mín komst síðar að því, að það var báts- maðurinn. — Það er ágætt! segir hann, þú getur tekið öftustu hákojuna. Þú verður sjálfur að kasta út gestinum, sem í henni er. Benjamín gengur að kojunni, sem honum er ætluð, og dregur tjaldið til hliðar. Nakið flykki veltur á móti honum eins og foldgnátt fjall, tvö vatnsblá gyltuaugu horfa góðlátlega á hann frá fölri bústinni ásjónu, og um víðan, grófan munninn færist ógeðslegt bros. — Þér verðið að gera svo vel og fara fram úr, segir Benjamín hægt. Þetta er kojan mín. — Ég hélt þú værir að færa mér kaffi í rúmið, svarar stúlkan og strýkur blíðlega hár hans. Bylgjandi hlátur steypist yfir Benjamín, og það er eins og allur klefinn hristist af sam- fagnaði. Benjamín getur ekki almennilega hlegið með og verður ringlaður og sneyptur. — Nei, þú verður að fara fram úr, Maja! segir bátsmaðurinn loks. Eitt sinn tekur allt enda, og við förum út á morgun hvort sem er. Maja geispar óstjórnlega og slengir fótunum fram yfir kojubríkina. Þetgar hún er komin niður á gólfið, snýr hún sér að Benjamín. — Haltu nú á speglinum fyrir mig, væni, segir hún og brosir næstum móðurlegu alúðar- brosi til hans. — Nú ætla ég að gera mig fallega, skilurðu. Hún greiðir feitt flókið hárið, og Benjamín hélt speglinum eins haglega og hann gat. Þegar þessu er lokið, sezt hann á bekkinn hjá hinum, en Maja byrjar að klæða sig. Borðið er útkámað af slímkenndum daun- illum fiskleifum. Á borðinu stendur pjátur- diskur barmafullur af fúlu samblandi af saft- súpu og bráðnu smjöri. — Þið hefðuð átt að sjá annan stýrimann í dag, tekur einn hinna fjögurra allt í einu til máls. Það var hásetinn Óskar, sem hefir geitar- rödd og augu eins og í tík. — Hann sat inni í klefanum sínum með kærustuna á hnjánum og strauk á henni bakið. Ég sá allt saman að utan. Svo byrjar hún allt í einu að hrína: Farðu ekki, segir hún. Maðurinn minn, segir hún. Elsku maðurinn minn! E — he — he! — Hugsaðu bara um sjálfan þig, Óskar! seg- ir toginleitt eirbrúnt andlit undir lampanum. Svona nokkuð kemur hvorki þér né okkur við. Það verður djúp þögn. — 0, haltu þér saman, þreifar Óskar fyrir sér, en þögnin stöðvar hann. — Narvik hefir rétt fyrir sér, segir bátsmað- urinn hægt og hugsi. Sá fjórði við borðið, ungur ljóshærður piltur, kinkar kolli íbygginn: Það er satt, sem Nai’vik segir. Og bak við eitt tjaldið heyrist eins og dauft bergmál: Já, þetta er rétt hjá Narvik...... — Hún var reglulega lagleg, kærasta stýri- mannsins, segir Maja og setur á sig stráhatt- inn. Ég hitti hana uppi á bryggju, og hún spurði mig, hvar „Mignon“ lægi. Við urðum samferða um borð, og hún kvaddi mig svo al- úðlega — ég þakka yður kærlega fyrir hjálp- ina, sagði hún. Annar stýrimaður er líka ágætur náungi, við erum sveitungar. Jæja, verið þið blessaðir, strákar, þökk fyrir mig og velkomnir aftur! Síðan hverfur Maja út um dyrnar. — Maja er all right, segir sá hvíthærði, sem hinir kalla Sivert, þótt skírnarnafn hans sé Nikolai. Það er ekki amalegt, að hafa stelpu um borð hverja einustu nótt og vita, að maður hefir hana einn! 166 VIKINQUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.