Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 31
— Já, það er nú svo, segir bátsmaðurinn og gýtur til hans hornauga háðslega. En Sivert tekur ekki eftir því. Honum er mikið niðri fyrir, og hann roðnar fyrirfram af því, sem hann ætlaði að segja: Munið þið eftir hjálpræðishermanninum, sem kom með um borð hérna um kvöldið? Hann sat á milli okkar Maju, meðan við borðuðum kvöldmatinn. Ég feta í fótspor meistarans, sagði hann. Þann- ig sat Hann til borðs með tollheimtumönnum og bersyndugum. Það voru skækjur eins og Maja, sem Jesús elskaði. Svo strauk hann grönn- um rökum fingrunum um hár hennar. Þér fyr- irgefst mikið, af því að þú hefir mikið elskað, sagði hann. Hann var fínn náungi, bætir Sivert við hratt og blóðroðnar við þögnina. Óskar flissaði bak við höndina, og bátsmaður- inn spyr, hvort það hafi verið þess vegna sem Sivert hallaði sér að Maju, en Narvik kinkaði kolli til hans ánægður. Þá rís önnur stelpan í hákojunni upp við dogg. Handleggurinn er allur útflúraður. Hún er skorpin og tekin í andliti, og á neðri vörinni er gulur hrúðraður áblástur. „Þinn Artur“ er stungið með bleki á aðra öxlina, og Benjamín finnst allt í einu, að þessi orð séu að tala með bláum blygðunarlausum vörum. — Varaðu þig, Sivert segir hún háðslega. Maja á bráðum að fara á „Sjöttu“. Sivert spratt upp. — Þú lýgur því, bölvuð gálan þín, öskrar hann. Stúlkan hlær aðins lágt og glettnislega. Hin stúlkan rís snöggt upp. — Það er ekki satt, Sivert. Vertu óhræddur. Haltu saman á þér skítugum trantinum, Normanna. Normanna velti sér fnæsandi á hina hliðina. —Varaðu þig, Gunnhildur, hvæsir hún og læsir nöglunum í axlir henni svo að hún emjar af kvölum. Kojan verður eins og slöngubæli, þær hlykkjast og snúast og frísa af illsku. Bátsmaðurinn hleypur til og skilur þær. — Hættið þessum djöflagangi, kallar hann. Hypjið ykkur í land, báðar tvær. Þið hafið ekkert hér að gera, úr því að Haugasundararnir ykkar eru farnir. Upp! Stúlkurnar hoppa tautandi niður á gólfið og tína á sig nokkrar spjarir. Bátsinn rekur þær út á undan sér, og allt fellur í dúnalogn í klef- anum. Narvik hafði setið og föndrað við að smíða lítinn bát, en leggur nú frá sér tækin. Það er kominn háttutími, góða nótt, strákar, segir hann vingjarnlega og hverfur inn fyrir kojutjaldið. Óskar fer einnig að búa sig í háttinn. — Verið vissir um, að bátsmaðurinn tekur Normönnu í V í K I N □ U R kvöld segir hann við hina. Hann eða Artur, e- he-he. Nú sitja Sivert og Benjamín einir eftir við borðið. Djúpur andardráttur heyrist úr öllum áttum. Föl glætan frá lampanum fellur á sofandi andlit allt í kring. Með opinn munn og svefnþrútin augu líða mennirnir burt frá lífinu. Sivert brosir dauflega til Benjamíns: Svo að þú ert nýji léttmatrósinn. Ég er líka léttmatrós. Ég er kallaður Sivert. — Ég heiti Benjamín. — Finnst þér ekki dálítið einkennilegt að koma um borð í fyrsta skipti? En hér er ekki alltaf eins óþrifalegt og nú. Bölvaðir Hauga- sundararnir drógu stelpurnar um borð, og nú eru þeir farnir heim. Ég skrapp reyndar heim líka í tvo daga. Þeir voru búnir að byggja eina hæð ofan á húsið, og svo á að mála allt hvítt. Nei, það er langdjöfullegast að liggja við land, þá er allt útatað eins og hjá svínum. Þetta lagast á morgun, þegar við erum komnir út á haf. Normanna er svakakvenmaður. Það er stólpa- kjaftur á henni. Já, hér verður allt miklu betra á morgun. Allt í einu hallar hann sér að Benjamín og hvíslar lágt: Heldur þú að Maja sé veik? Benjamín veit ekki hvers vegna, en hann verð- ur að svara með óbifandi sannfæringu: Nei, ég er sannfærður um að hún er það ekki. — Já ég vissi það: Normanna er regluleg helvítis bikkja. Hún laug því eins og öllu öðru. Ég skal segja þér — Sivert steinþagnaði og horfir undrandi í kring um sig. — Nei það er víst kominn tími til að hátta segir hann og brosir við. Góða nótt, Benja- mín. — Góða nótt, Sivert. Allt í einu snýr Sivert sér að honum og segir hratt: Maður má til með að hafa kvenfólk, þegar maður kemur að landi, ekki satt? Það heyrist lágt þrusk frá einni kojunni, og Sivert flýtir sér upp í. Benjamín finnur koffortið sitt úti í horni ofan á hrúgu af sjóklæðum og stígvélum, sem lykta af fitu og terpintínu. Hann dregur upp rúmfatnaðinn sinn og veltir hinum fram úr kojunni. Það er aðeins gömul og tötraleg dýna stoppuð með heyi, sem stendur alls staðar út úr. Undarlegt er það, að eigandi hennar skuli einu sinni hafa komið um borð með nýja dýnu til að lifa lífi sínu um borð í þessu skipi. Þarna uppi hefir annar maður legið, hugsað og dreymt um margra mánaða skeið, þetta var heimur hans um borð. Nú er aðeins gömul ónýt dýna eftir. Annar maður býr um sig og hefst þar við, 167
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.