Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Qupperneq 35
Rekstur stórra olíuflutnmgaskipa Þegar olíuflutningaskipinu „VELUTINA" var hleypt af stokkunum hinn 4. apríl hófst nýr þáttur í brezkri olíuskipasmíði. Þetta skip, sem er fyrst fjögurra syst- urskipa er Shell lætur byggja, 28.000 lestir D. W., og verður tveimur öðrum hleypt af stokkunum í júní og því fjórða á síðara missiri 1950. Eru þessi nýju olíuskip Shell ætluð til að flytja hráolíu frá Miðausturlöndum að hreinsunarstöðvum Shell í Shellhaven og Stanlow, sem nú er verið að stækka þannig að afköst þeirra verða aukin upp í 6.000.000 lestir á ári. Meðalhraði skipanna er 16 hnútar og mun hvert þeirra geta flutt um 200.000 lestir af oliu frá Persíuflóa árlega eða um 360.000 lestir frá Miðjarð- arhafshöfnum þegar gert er ráð fyrir 8 og 14 ferðum á ári. Verða þetta stærstu olíuflutningaskip, sem hingað til hafa verið byggð í Bretlandi. Skip af slíkri stærð og jafnvel stærri eru nú í byggingu eða pöntun í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. Tvö 30.000 lestir D. W. skip byggð í Bandaríkjunum hafa þegar hafið siglingar og hefir Shell tekið þau á leigu um lengri tíma. Níu slik skip hafa hafið siglingar eða verið gerðar áætlanir um smíði þeirra. Tilhneiging til stórskipabyggingar fyrir oíuflutninga kemur greinilega í ljós þegar athug- aðar eru tölur fyrir olíuskipasmíðar og pantanir slíkra skipa 31. desember 1949. Af um 300 olíuskipum, samtals 5.500.000 lestir D. W., var meira en helmingur skipanna 16.000 lestir og þar yfir. Er hér um að ræða mikilvæga breytingu frá árunum milli heimstyrjaldanná, en þá var meðalstærð oliu- flutningaskipa 12.000 lestir. Var þá litið svo á, að millistærðin, skip sem gengu um 12 hnúta, væru ódýrust 1 rekstri með því hægt væri að nota þau til margra hluta og þau notuðu lítið eldsneyti. í síðari heimsstyrj- öldinni var þörf á skipum með stærri lestarrými og meiri ganghraða til að minnka hættuna á árásum her- skipa og kafbáta og þá tekinn í notkun í Bandaríkj- unum mikill fjöldi olíuskipa af gerðinni T-2, sem eru um 16.600 lestir D. W. Yfirleitt þykir nú hentugra að hafa skip stærri en áður var, þ. e. fyrir síðari heimsstyrjöldina, og á það einnig við um olíuflutningaskip. Með því bygginga- og reksturskostnaður er nú mjög hár, verður flutnings- kostnaði einungis haldið niðri með því að hagnýta plássið sem allra bezt. Því stærra sem skip er því lægra verður höfuðstólsframlagið til byggingar pr. lest. Sama gegnir um reksturskostnað. Hér við bætist að ti kemur sparnaður vegna minna mannahalds þegar stærri farm- ar fara með stærri skipum og er það atriði mikilvægt þegar erfitt er að fá áhafnir. Af sparnaðarástæðum hefir einnig verið horfið frá því að hækka hraða stóru skipanna meira en 16 hnúta eða svo úr 12 hnútum, sem var meðalhraði á árunum fyrir stríð, en þó eru nú til olíuflutningaskip sem ganga 19 og 20 hnúta. Við rekstur slíkra skipa kemur þó til greina mjög aukinn eldsneytiskostnaður fyrir við- bótarhnúta fram yfir vissan hraða og vegur það að sjálfsögðu upp á móti kostum þess að stytta siglinga- tímann með auknum hraða. Dieselvélar mega sín nú meira en aðrar vélategundir í brezka olíuskipaflotanum, en í nýju 28.000 tonna oíu- skipunum verða gufukatlar, sem brenna olíu og túrbínur, sem gefa 11.000 öxulhestöfl fyrir meðalhraða og 13.000 öxulhestöfl fyrir hámarkshraða. Það eru takmörk fyrir sparnaði af notkun dieselvéla í stórum skipum, þótt þær noti minna eldsneyti pr. hestafl heldur en gufu- túrbínur og katlar, sem brenna olíu. Vélarnar mundu taka meira pláss en þeim er ætlað og þar að auki þarf gufu í olíuskipum til að hita farminn að vissu stigi, svo hægt sé að dæla honum, og hefir því niðurstaðan orðið sú, að gufukatlar, sem brenna olíu, séu hent- ugastir aflgjafar fyrir stór olíuflutningaskip. Hér við bætist, að brennsluolían er talsvert ódýrara eldsneyti en dieselolían. Með stóru olíuflutningaskipunum skapast mörg við- fangsefni í hleðsu- og afskipunarhöfnum. Náð hefir verið að hlaða skip á einum 10 klukkustundum, en skipin komast ekki inn í nema fáeinar hafnir vegna þess hve löng þau eru og hve djúpt þau rista og í margar hafnir vantar stórvirk hleðslu- og afferming- artæki. Þá þarf innsigling að höfnum að vera djúp. Eins og er, verða nýju, stóru olíuflutningaskipin ein- ungis notuð til þeirra flutninga, sem þau voru byggð fyrir, en á þessum leiðum er nóg að gera og' hafnar- skilyrði eru fullnægjandi. Áður en langt um líður og þegar viðskiptin aukast og endanlega verður sýnt að rekstur stórra oiíuflutningaskipa er hagkvæmur, mun eflaust verða nauðsynlegt að bæta skilyrði í mörgum hinna stærri olíuhafna. Það er jafnvel farið að tala um möguleika á því að nota olíuskip, sem flutt geta allt að 50.000 lestir. VÍ KIN Q U R 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.