Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 61
Fyrstu sagnir um Kolbeinsey er að finna í Landnámu (útgáfu 1843, bls. 26). Þar er hennar minnzt í sambandi við siglingaleiðir, en vega- lengdir þar eru allfjarri sanni. Er þar sagt, að „dægursigling er til óbyggða í Grænlandi úr Kolbeinsey norður". Skulu hér orðrétt tekin um- mæli Hauksbókar, bls. 4. „Enn frá Langanesi á norðanverðu íslandi er ekki dægra haf til Svalbarða norður í hafsbotn, en dægur sigling er til óbyggða á Grænlandi úr Kolbeinsey norð- ur“. 1 Svarfdælu er getið um uppruna eyjarnafns- ins.5) Kolbeinn Sigmundsson0) landnámsmaður átti í deilum við Una Unason og beið lægri hlut í þeim viðskiptum, sökum þess, að fylgdarmenn hans snerust í lið með Una. Varð Kolbeinn svo reiður, að hann stökk á skip og sigldi í haf, braut skip sitt við klett þann, er liggur í út- norður frá Grímsey og týndist þar; er eyjan síðan við hann kennd og kölluð Kolbeinsey. En hvernig geta menn vitað, að Kolbeinn hafi brotið skip sitt á þessum stað? Kolbeinsey er svo langt norður í hafi, og fjarri siglinga- leiðum, að í þá daga hefur lítil umferð verið þar um slóðir. En annað mál er það, og ekki með öllu ósennilegt, að Kolbeinn hafi á eyjuna komizt með föruneyti sínu og hafi í byrjun far- arinnar ætlað að setjast þar að, en skipið hafi brotnað við flúðirnar og skipshöfnin hafi dáið á eyjunni, sökum þrenginga. Hafi svo verið, gátu vegsummerki fundizt löngu síðar, því að trúanlegt er, að eyjan hafi verið stærri um sig, en nú er, svo að sjóar hafi ekki gengið yfir hana. Heyrzt hafa æfagamlar sagnir, er herma, að fundizt hafi fyrir löngu mannabein og fleiri merki þess, að menn hafi þar dvalizt, en þær sagnir eru sundurleitar frá sannsögulegu sjón- armiði. Líða svo margar aldir, að hljótt er um Kol- beinsey. Mun lítið á hana minnst í sögum og sögnum, þar til árið 1580, að Guðbrandur Þor- láksson biskup á Hólum (1571—1627) gerir út leiðangur til að leita að Kolbeinsey og rannsaka hana í fræðilegum tilgangi. Mun þetta vera hin fyrsta landfræðislega rannsóknarför, er var farin til eyjarinnar, og á ýmsan hátt merkileg. Guðbrandur biskup hafi mikinn áhuga á að færðast um ísland og höfin í kringum það. Mun hann oft hafa leitað upplýsinga erlendis frá sæ- förum og ferðamönnum um ferðir þeirra. Til dæmis er það í frásögur fært, að danskur maður, 5) Svarfdæla, útgáfa 18S3, bls. 64. 6) Kolbeinn var sonur Sigmundar á Vestfold. Hann fór til Islands og nam land á milli Grjótár og Deildar- ár, Kolbeinsdal og Hjaltadal. (Landnáma). að nafni Graah, hafi skírt mjótt annes með há- um höfða á austurströnd Grænlands, „Cap Guð- brand“, til heiðurs við Guðbrand biskup.7) Einnig gerði hann jarðfræðilegan uppdrátt af höfðanum, sem er í „Meddelelser om Grönland", bls. 245. Til þess að leita Kolbeinseyjar og rannsaka hana, ef hún fyndist, fékk Guðbrandur biskup þá Hvannadalabræður: Bjarna, Jón og Einar Tómassyni. Bjarni var formaður fararinnar, þá 28 ára, en Jón og Einar ekki tvítugir, samt voru þeir orðlagðir hreystimenn og sjógarpar. Þótti þetta dirfskuferð. Hafði biskup boðið þeim bræðrum fé mikið, að því er Jón prestur Einars- son segir, sá er orti hinn landskunna brag um för þeirra bræðra til eyjarinnar. Samt munu engir hafa verið fúsir til farar með þeim bræðr- umum í landaleit þessa. Til ferðarinnar völdu þeir áttæring, hið bezta skip, en ekki fundu þeir eyjuna í þessari ferð, því að stórgarður kom; hrepptu þeir hið versta veður, náðu landi í Hraunum í Fljótum, og höfðu þeir verið í þeirri ferð tvo sólarhringa. En er veðrinu slotaði og birti til, lögðu þeir af stað aftur. Hrepptu suðaustan vind, en dimm- viðri. Eftir að þeir höfðu siglt í tvö dægur, sótti þá svefn; bundu þeir seglið og lögðust fyrir, tveir af þeim, en Einar vakti. Litlu eftir létti til og sá Einar þá eitthvað hvítt, og hélt hann, að þar færi hafskip undir fullum seglum, sem raunar var hæsta bjargið á Kolbeinsey, alhvítt af bjargfugli. Vakti þá Einar bræður sína og réru viku sjávar8) upp í eyjarvarið. (Réru þeir bræður jafnan viku sjávar á eyktinni.9) Komu þeir að skeri, sem er við eyjuna, og sópuðu þar saman fuglinum, svo var hann spakur. Lögðu svo að aðaleyjunni og köstuðu stjóra aft- ur af skipinu, en gleymdu að festa hann nógu vel á meðan þeir gengu um eyjuna, en fyrir brimsúginn bar skipið frá eyjunni, því stjór- ann tók á loft, er dýpkaði. Urðu þeir að horfa á þetta og urðu sorgfullir af ástandi sínu, þar sem ekkert var fyrirsjáanlegt nema dauðinn. Reyndi Bjarni að synda tvisvar sinnum, en heppnaðist ekki að ná skipinu, en það rak alltaf lengra og lengra frá, með mat þeirra og drykk og fatnað. VaríT þeim það þá eitt til úrræðis, að þeir lögðust á bæn. Breyttist þá veður skyndi- lega, kom fyrst logn, en síðar hægur útnorðan vindur, og fór skipið að reka til baka að eyjunni. 7) Höfða þennan nefna Grænendingar „Tornarsik" og liggur hann á 65° 14' n.br. og er 480 metra á hæð („Meddelelser om Grönland“, IX. hefti, bls. 202). 8) Vika sjávar er hér um bil jöfn danskri mílu. 9) Eykt = 3 klukkustundir. V I K I N □ U R 197

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.