Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Síða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Síða 63
fyrirstöðu, að skipalega er þar ill, má segja óbrúkandi". Frímann Benediktsson hreppstjóri í Grímsey, nú (1932) á áttræðisaldri, segist hafa komið í land á Kolbeinsey, er hann var þar úti við há- karlaveiðar á yngri árum. Sagði hann, að mikið hefði verið af fugli og eggjum á eyjunni. Eyj- una kvað hann stöðugt vera að molna og eyð- ast, svo að sjá mætti mun á næstum árlega. Af Grímseyingum, sem nú eru í eyjunni, hafa að- eins tveir komið til Kolbeinseyjar, er þeir voru á hákarlaskipum frá Eyjafirði, og engar ferðir hafa þeir farið til eyjarinnar síðan á dögum Jóns stólpa. Helgi Ólafsson á Borgum í Grímsey, ættaður úr Eyjafirði, segir, að laust fyrir aldamótin hafi skip úr Eyjafirði komið að Kolbeinsey, og gengu skipsmenn á eyjuna, tóku þar 14 þúsundir eggja, en þetta var um varptíma svartfuglsins, og still- ur fyrir lengri tíma. Eyjan var svo þakin af eggjum, að sumstaðar höfðu þau oltið saman í hrúgur. Þegar sjórok er, skolast þau af eyj- unni,13) en fuglinn lætur slíkt ekki á sig fá, og verpir aftur að hálfum mánuði liðnum. Kunn- ugir telja, að fuglar, sem verpa þar, muni tæp- lega unga þar út að nokkru ráði, af því að sjó- rok ganga jafnan yfir eyjuna. Að öllum líkind- um mun það vera svartfugl, sem aðallega verpir þar, en undir þá tegund bjargfugla heyrir: langvía og álka, en langvían greinist í fleiri afbrigði, svo sem: stuttnefja (hringskeri) og hringvía. Þessir fuglar eiga aðeins eitt egg og verpa þeim á berar klettasyllur og snasir í háum strandbjörgum við sjó. En úti í eyju langt úti í reginhafi geta þessir fuglar orpið á víð og dreif, því þar telja þeir sig óhulta. Af hvítfuglum, sem til mála gæti komið, að orpið hefðu fyrrum í Kolbeinsey, eru: Fýll og rita, en þó vafasamt með rituna, því að hún gerir sér haganlegt hreiður með mosa, sem hún flýgur með í björgin. Um aðra fugla en hér hafa verið taldir, getur ekki komið til mála, að verpt hafi í eyju þessari. Færeyingar hafa oft stundað sjóróðra við Grímsey yfir vor og sumar. Árið 1914, um mán- aðamótin júlí og ágúst, var fiskilítið við Gríms- ey. Tóku sig þá til fjórir Færeyingar á vélbátn- um „Grím“, eign Matthíasar prests Eggertsson- ar, og fóru alla leið til Kolbeinseyjar. Formaður fararinnar var Elías Christofersson. Bátinn hlóðu þeir á nokkrum klukkustundum við eyj- una, en hann var fremur lítill. Ekki komust 13) Komið hefur innan úr þorski, veiddum við Kol- beinsey, eggjarauða. þeir í eyjuna fyrir brimi. En fugl var aiiui* horfinn. Merkilegasti leiðangurinn til eyjarinnar var frá Húsavík dagana 5.—8. júní 1932. Voru þá teknar margar ljósmyndir af eyjunni frá öllum hliðum og hún nákvæmlega athuguð. í förinni voru: Sigfús Kristjánsson, Hólmgeir Árnason og Baldur Pálsson; einnig fengu þeir með sér Færeyinginn Sophus Gjöveraa, lærðan í sjó- mannafræði, til heimiiis í Héðinsvík á Tjörnesi. Tilætlunin með för þessari var sú, að rann- saka eyjuna, taka þar egg og fugl. Þeir höfðu og tæki til selveiða, því blöðruselir eru þar oft að sveima á vorin; líka höfðu þeir handfæri til fiskveiða. Þeir fengu sótsvarta þoku á Gríms- eyjarsundi, en fundu, þó Grímsey, lögðust á Sandvíkurlegu á mánudagsmorgun og biðu, að upp stytti þokunni, sem var á aðfaranótt þriðju- dags. Lögðu þeir þá af stað, en þokunni skellti yfir aftur. Klukkan 3 til 4 síðdegis á þriðju- daginn fundu þeir Kolbeinsey, jafnframt létti þokunni og gerði fagurt veður. Bát höfðu þeii' með sér, settu þeir hann á flot og gengu á land á eyjunni, en sjór var eins dauður og framast má verða norður þar. Dvöldu þeir við eyjuna það, sem eftir var dags, og fram á næstu nótt. Þeir athuguðu hana vandlega, vaðbáru hana, og mældist hún tæpa 60 faðma á lengd, 40 faðma á breidd, og 5—6 faðma á hæð yfir sjávarmál. Fugl sáu þeir engan, hvorki á eyjunni sjálfri né á sjónum í kring, og egg fundu þeir engin; átti þó fugl þar að vera alorpinn, eftir gamalla manna sögn, og fugl var alorpinn við Grímsey. Engin vegsummerki voru þar eftir fugl, nema lítilsháttar skegludritur á berginu. Þörunga- gróður enginn á flúðunum við eyjuna, sem von var, því hafís hafði þar verið fram undir sum- armál. Færum renndu þeir í sjó hér og þar í kringum eyjuna, en urðu ekki varir; ekki mældu þeir sjávarhita. Ekkert lausagrjót var á eyjunni, né neinn vottur fyrir gróðri eða jarðvegsmyndun, og öll eyjan bar vott þess, að sjóar hefðu yfir hana gengið. Stuðlaberg er þar ekki, heldur brunnið blágrýti með augum og frauðilegt, en þó núið og fágað eftir ágang sjóa og ísa. Kolbeinsey hefur stórlega hnignað öldum saman, sem ráða má af lýsingu hennar eftir Hvanndalabræður, og í raun og veru er það ekki ótrúlegt. Er þeir félagar komu aftur til Húsavíkur úr Kolbeins- eyjarför sinni, þótti mörgum hún ærið tilkomu- lítil, en þeir kváðu sig löglega afsakaða, því að ,,kreppan“ væri komin alla leið þangað. Eftir mælingu Friðriks sjóliðsforingja Ólafs- sonar á varðskipinu „Ægir“ árið 1933, er ná- kvæm mæling Kolbeinseyjar þetta: Hæð 46 fet, V l K I N □ U R 199

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.