Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1950, Page 64
lengd 230 fet, breidd 98 fet og 196 fet, þar sem hún er breiðust. Eyjan liggur á 67° 06' norður- breiddar og 18° 36' vestlægrar lengdar. Hún er frá vestur-norðvestur til austur-suðaustur. Frá Grímsey í norð-norðvestur 35 sjómilur. (Það, sem skrifað hefur verið um Kolbeinsey, má finna í: Árbókum Espólíns, V. bindi, bls. 35; Þjóðsögum Jóns Árnasonar, II. bindi, bls. 125—127; Landafræðissögu íslands eftir Þor- vald Thoroddsen, I. bindi, bls. 215—217; Lýsing íslands eftir Þorvald Thoroddsen, I. bindi, bls. 131—132; Eimreiðinni 1933 og Sagnaþáttum eftir Gísla Konráðsson). * Um liöfundinn. Þó að hin eldri kynslóð Islendinga vestan hafs hnígi nú óðfluga að velli, eru enn í hennar hópi ofan moldar eigi allfáir fróðleiksmenn í alþýðustétt. Einn þeirra er Bergur Jónsson Hornfjörð í Arborg, Manitoba. Eftir hann hafa komið á prent í vestur-íslenzkum blöðum og tímaritum bæði' frumsamin kvæði og greinar um söguleg og þjóðleg efni, meðal annars hér í Almanakinu. Nýlega sendi hann undirrituðum tvær all- stórar bækur (handrit) með sögulegum fróð- leik, er hann hefur viðað að sér úr ýmsum átt- um, og bera fagran vott fróðleiksást hans og fræðilegri viðleitni. I safni þessu er, auk margs annars, grein sú um Kolbeinsey, sem prentuð er hér að framan. Fannst mér vel fara á því, að hún kæmi fyrir sjónir almennings í Alman- akinu, bæði sem dæmi þess, að enn fyrirfinnast íslenzkir fróðleiksmenn í alþýðustétt vestan hafs, og einnig vegna hins, að ýmsum mun þykja nokkur fengur að þeim fróðleik, sem þar er færður á einn stað, þó eftir prentuðum heim- ildum sé. Lesendum til athugunar skal á það bent, að þess ósamræmis, er gætir í greininni um hnattstöðu og stærð eyjarinnar er því að kenna, að í upphafi og meginmáli greinarinnar fer höfundur eftir eldri mælingum og áætlun- um um það efni, en hinum nýjustu og nákvæm- ustu í greinarlok. Bergur Jónsson Hornfjörð, sem nú stendur á sjötugu, er fæddur 22. sept. 1878 að Hafnanesi í Nesjum í Hornafirði, sonur þeirra hjónanna Jóns bónda Einarssonar og Guðrúnar Ófeigs- dóttur. Kom vestur um haf til Canada árið 1902. Fluttist sama ár til Nýja-íslands, settist að í hinni svokölluðu Framnesbyggð, tók þar heim- ilisréttarland, og hefur síðan verið búsettur þar. Vann 26 sumur og 28 vetur á Winnipegvatni og er því gagnkunnugur lífi og starfi Islend- inga á þeim slóðum, bæði til sveita og sjávar, ef svo mætti að orði kveða. Að fræðilegum iðk- unum sínum hefur hann unnið í tómstundum frá tímafrekum skyldustörfum, eins og títt er um íslenzka fróðleiksmenn í alþýðustétt beggja megin hafsins. Richard Beck. £mœlki Við borðuðum saman hádegisverð á veitingahúsi ný- lega. Kjóllinn, sem hún var í byrjaði undir höndunum og endaði nokkru fyrir ofan hnén. Hún sagði: — Ó, ég hálf skammast mín, mér finnst ég vera hálf nakin, ég hef gleymt að púðra mig á nefbroddinum. ★ Faðir var að ásaka son sinn fyrir það, hvað hann færi seint á fætur, og sagði honum að viss maður, sem nann tiltók, hefði fundið peningapyngju einn morgun- inn, bara af því að hann hafði farið svo snemma á fætur. — Það kann að vera, sagði strákur. — En sá, sem týndi pyndi pyngjunni, hefur nú samt verið á fótum á undan honum. ★ Það var verið að spila bridge og komið mikið í borð. Ein frúin var spurð að því, hvað mörg börn hún ætti. — Tvo gosa og eina spaðadrottningu, svaraði hún utan við sig. ★ Drukkinn maður stöðvaði leigubíl, opnaði hurðina, steig inn, féll út úr bifreiðinni hinum megin, komst á lappir aftur, sneri sér að bílstjóranum og sagði: — Hvað kostar það? ★ Húsmóðirin: — Hvernig stendur á því, að þú vilt endilega fara, María mín, við sem förum með þig eins og þú sért ein af fjölskyldunni? María: — Já, og það er það, sem mér er ómögulegt að þola lengur. ★ Það var siður í sveitinni hér áður við brúðkaup, að brúðinni var óskað til hamingju með kossi og varð brúðguminn að láta sér það lynda, hvort sem honum þótti betur eða verr. í brúðkaupsveizlu sat einn af brúðkaupsgestunum af- síðis og var daufur í bragði. Vinur hans gekk til hans og sagði: — Hefirðu kysst brúðina — Ekki nýlega, svaraði maðurinn. 200 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.