Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Qupperneq 30
Sextugur: Gunnar Einarsson prentsmiðjustjóri Hinn 26. desember s. 1. varð Gunnar Ein- arsson prentsmiðjustjóri sextugur. „Gunnar í ísafold", eins og hann er oftast nefndur, er einn af kunnustu borgurum Reykjavíkurbæjar, enda atkvæða-duglegur maður, sem margt hefur látið til sín taka. Gunnar Einarsson. Gunnar er af reykvískum ættum. Foreldrar hans voru Einar Ólafsson sjómaður og kona hans, Katrín Gunnarsdóttir. Ungur að aldri nam Gunnar prentiðn og gerðist prentari. Framhaldsnám í þeirri list stundaði hann í Danmörku um skeið. Snemma kom það í ljós, að Gunnar var gæddur óvenjulegri atorku, enda leið ekki á löngu unz hann með hæfileikum sínum ruddi sér braut til áhrifa og frama. Hann hefur á þriðja tug ára veitt forstöðu stærstu prent- smiðju og bókaútgáfu landsins, og hefur það fyrirtæki vaxið mjög í höndum hans. Jafn- framt hefur hann gegnt mörgum trúnaðar- störfum í þágu stéttar sinnar. Formaður Hins íslenzka prentarafélags var hann um skeið. Formaður Félags íslenzkra prentsmiðjueigenda hefur hann verið frá 1930 og Bóksalafélags ís- lands frá 1934. Almenn félagsmál hefur hann iátið mjög til sín taka og aldrei verið hræddur við að segja meiningu sína umbúðalaust, hvort sem möiinum „á æðri stöðum" líkaði betur eða ver. Gunnar hefur ritað allmikið um bæjarmál og þjóðmál, enda prýðilega ritfær og harð- skeyttur baráttumaður, þegar því er að skipta. Hann er hamhleypa til starfa, enda ber vöxtur þess fyrirtækis, sem hann hefur stjórnað, ljós- an vott um það. Ég minnist þess glögglega, er ég hitti Gunnar Einarsson í fyrsta sinn. Ég sótti hann heim, feiminn og uppburðarlaus, nýkominn úr ver- inu, með handritið að fyrstu bók minni í tösk- unni. Bjóst ég helzt við að hitta fyrir hátíð- legan og óaðgengilegan forstjóra, stuttan í spuna. Þess í stað kynntist ég hinum glettna, hispurslausa og kumpánlega „borgara", sem flestir Reykvíkingar þekkja. Síðan er nú liðinn meira en tugur ára, og hafa góð kynni okkar Gunnars haldizt síðan. Þó að við séum ósam- mála um fleira en „Vatnsberann" og önnur listaverk Ásmundar Sveinssonar, hefur jafnan farið hið bezta á með okkur, enda er Gunnar Ijúfmenni hið mesta, vinfastur og með afbrigð- um hjálpsamur. Sjómannablaðið Víkingur hef- ur frá upphafi verið prentaður hjá Gunnari og mönnum hans, og hefur jafnan átt þar að mæta lipurð og greiðasemi. Fyrir mína hönd og Vík- ings vil ég færa Gunnari beztu þakkir og flytja honum einlægar heillaóskir í tilefni afmælis- ins. Gils GuSmundsson. 3D V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.